Morgunblaðið - 02.10.1976, Page 23

Morgunblaðið - 02.10.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976 23 raðauglýsingar - - raðauglýsingar - raðauglýsingar Aðalfundur Foreldra- og j styrktarfélags heyrnardaufra fundir — mannfagnaöir A.S.B. Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram um kjör fulltrúa Félags afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúð- um —ASB— til 33. þings Alþýðusambands íslands, sem hefst 29. nóv. n.k. J Kjörnir verða þrir fulltrúar og jafnmargir til vara. Framboðslist- ar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu ASB að Kirkju- torgi 4, Reykjavik, fyrir kl. 1 2 mánudaginn 4. október n.k. Kjörstjórnin verður haldinn, í dag kl. 2 í Kristalsal, Hótel Loftleiða. Stjórnin EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Starf- stúlknafélagsins Sóknar á 33. þing Al- þýðusambands íslands, sem hefst 29. nóv. n.k. Kjörnir verða 1 2 fulltrúar og jafnmargir til vara. Framboðslistar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Starfsstúlknafélags- ins Sóknar Skólaförðustíg 16 fyrir kl. 12 mánudaginn 4. október n.k. Kjörstjórn firði glöddu hana, en hún hryggð- ist ef eitthvað fór miður í hérað- inu. Oft hugsaði hún heim að Hól- um. Sá hún í anda Hólastað rísa sem menningar- og biskupssetur Norðurlands. Fram á síðustu ár reyndi hún að fylgjast með þvi sem var að gerast með þjóðinni, en hún átti orðið bágt með að lesa blöðin vegna sjóndepru. Áhugi hennar fyrir framförum og góðu máli var óbreyttur, en hún hafði einnig þungar áhyggjur. Margt fannst henni miður fara í fslenzku þjóð- lífi, rótleysi fólksins og alls konar siðleysi olli henni hryggðar. Al- varlegum augum leit hún á það, ef ljóslestri og ljóóakunnáttu væri orðið mjög ábótavant meðal æskufólks. Hún trúði á gömlu skáldin, taldi þau spámenn þjóð- arinnar. „Þvi lifði þjóðin, að þraut ei ljóðin," varð henni oft að orði. Guðrún var næm á skáld- skap og sjálf prýðilega hagmælt, þó ekki væri haft orð á þvi. I rúmt ár hefur Guðrún ekki getað .sinnt sínum heimilisstörf- um. Hefur hún öðru hvoru verið á sjúrkahúsum, en þó lengst af ver- ið heima. Sigurlaug systir hennar hefur þó dyggilega hlaupið undir bagga og hjálpað henni með mikl- um sóma. Veit ég að Sigurlaug hefur veitt þá hjálp með mikilli gleði enda annáluð drengskapar- og sómakona. „Guðrún gekk mér í móður- stað,“ segir Siguriaug, þegar ég vaf barn og missti móður mina, því er ég þakklát fyrir að hafa fengið að liðsinna systur minni síðustu stundirnar, þegar hún þurfti þess með.“ Drengilega mælt og henni líkt. Þorbjörg dótt- ir Sigurlaugar hefur allt frá því að hún kom fyrst lítið barn að Knararbergi verið yndi Guðrúnar og eftirlæti. Þorbjörg var frænku sinni ávallt mikill gleðigjafi og reyndist henni sem bezta dóttir. Það er alltaf gott að eiga góða að, ekki sízt er ellin sækir á, þá er þörfin brýn. Einkasonurinn Björn verkfræð- ingur, augasteinn móður sinnar, og kona hans, Guðlaug Björns- dóttir, sem jafnan hefur verið tengdamóður sinni hlý og skiln- ingsrík, voru henni kaflega mikils virði, og þvi meir sem ellin færð- ist yfir. Sonarbörnin fimm veittu ömmu sinni oft mikla gleöi, enda voru þau henni mjög hjartfólgin, en þau eru: Nanna Dýrunn, búsett í London, gift erlendum manni, Ölöf Guðriður, hjúkrunar- kona, gift Vigfúsi Árnasyni, end- urskoðanda, Sveinbjörn Egill tæknifræðingur, giftur norskri konu, Ase Gunn, Helga Liija, garðyrkjukona, og Guðrún Þor- björg, nemanda I M.H. Lang- ömmubörnin lýstu Guðrúnu sem sólargeisla í dimmu skammdegi. Vona ég að öll þessi börn minnist bæna ömmu sinnar og hollráða og þvi betur sem stundir líða. Fyrir skömmu kölluðu þau hjón nánustu ættingja heim á Háteigs- veg 14 og héldu þeim veizlu. Lifn- aði frænka öll við og var hrókur fagnaðar, eins og hún hafði svo oft veið. Veitt var af mikilli rausn og allir glaðir. Hygg ég að þessi veizludagur hafi verið hennar síð- asti sólskinsdagur. Ég þakka Guði fyrir að Sveinbjörn fékk að halda heilsu og hjúkra frænku minni af sérstakri alúð meðan á striðinu stóð. Og nú er hún öll. Ég votta Sveinbirni og ölium nánum ætt- ingjum innilega samúð mina og mér er hugsað til systra hennar, Bjargar og Heiðbjartar, sem I fjarlægð búa. Ég sakna Guðrúnar frænku. Enginn var eins og hún og þvl getur enginn fyllt hennar skarð. Hulda Á. Stefánsdóttir. Eitt af öðru hverfa Veðramóts- systkinin eldri af þessum heimi I timans fleyga straumi. Nú hefir Guðrún Þorbjargardóttir Björns- dóttir, hin elsta systranna fjög- urra, gengið hið dimma fet á eftir bræðrum sínum, sem allir eru þegar horfnir sjónum okkar. það er með tæp 90 ár á herðum sem Guðrún er borin til grafar i dag og þegar svo háum aldri er náð er taliö óþarft að barma sér á kveðjustundinni. Það skal heldur ekki gert hér. Við ættfólk hennar og vanir erum glöð og stolt yfir hennar samfylgd en við kveðjum hana með söknuði. Gerð hennar var af mörgum þáttum, sem óvlða finnast saman ofnir, persónuleik- inn var sterkur og mjúkur I senn, strangur og mildur i fögru sam- ræmi. Minning hennar er okkur kær og djúpstæð, hvort sem við hugsum til hennar sem sterkrar og röggsamrar konu á miðjum aldri eða á slðustu árum þar sem hún sat hvlthærð og sviphrein á friðarstóli ellinnar. Dökku augun tindruðu alla ævina I spurn um hið sanna og réttláta I hverju efni og slógu lítt af kröfunum til hins síðasta. Kærleikur til fóstur- jarðarinnar var rikur þáttur i eðli Guðrúnar og ást hennar á nátt- úrunni var raunveruleg og lifandi enda sýndi hún hana I verki alla stund. Hún var einnig mikil frjálshuggjukona, sem átti Iétt með að skilja börn og ungt fólk og bar hag þeirra ætíð fyrir brjósti og veitti þeim af auðlegð hjart- ans. Guðrún Þ. Björnsdóttir stóð á föstum grunni uppeldis og arf- leifðar, þakklát foreldrum sinum fyrir dýrmæta innrætingu guðs- trúar og fornra dyggða. En jafn- framt mikil nútlmakona, frelsis- og framfaraunnandi, sem horfði vítt yfir og átti framtíðarsýn. Frelsisþráin, eða fremur frelsið sjálft, ljómaði I augum þessa af- dalabarns. Það er guðsgjöf. Guðrúnar sakna nú eiginmaður hennar, einkasonur og fjölskylda hans. Þau mega þó gleðjast yfir hversu frábæra þjónustu þau veittu henni síðustu vikurnar ásamt elskaðri systur hennar og annarri góðri konu, sem þar lagði hönd að. Blessuð sé minning Guðrúnar frænku. Guðrún B. Sigurðardóttir. Það eitt vitum við skammsýnir menn með öruggri vissu, að eitt sinn eigum við öll að deyja. Samt fer það jafnan svo, að kall dauð- ans kemur okkur I opna skjöldu, fyllir okkur sorg og söknuði eftir þeim sem okkur þótíá vænt um og vorum orðin vön að eiga að á hverju sem gekk. Þannig fór okkur fjölmennu frændliði, þegar lát okkar elsku- legu Guðrúnar frænku bar að á björtum og mildum siðsumardegi, mitt I sibreytilegu litskrúði haustsins, þegar gróður sumars- ins drúpir höfði og býr sig undir svefn hins langa Islenzka vetrar. Okkur fannst svo annarleg til- hugsunin um, að hún væri ekki lengur á meðal okkar — svo ógnar mikið tóm, sem varð allt I einu við fráfall hennar, sem alltaf vildi vera okkur öllum skjól og skjöld- ur. Kannski erum við dálitið eigingjörn I eftirsjá okkar. Við vissum auðvitað, að hverju dró og það lika, að sjálf þráði hún að fá að deyja, er hún fann, að kraftar hennar voru á þrotum. Henni féll illa að finna sig ósjálfbjarga, hafði alla tið verið meir að skapi að veita en þiggja. Og gott var, að hún fékk að deyja á heimili sinu, umvafin ást og umhyggju sinna nánustu. Greypt I huga mér er siðasta heimsóknin til hennar á Háteigs- veginn, er ég dvaldi um stund ein hjá henni og vissi fullvel, að þau fáu orð, sem fóru á milli okkar yrðu okkar slðasta samtal i þessu lífi. Röddin var brostin en dugði þó til að flytja nokkur hnyttin tilsvör og skemmtilega kímni- glampanum brá enn fyrir I augun- um. Mér sýndist henni liða vel þarna I gamla horninu sínu, sem var alþakið myndum af þeim, sem henni þótti vænst um — fallegum ástvinahópi. Þar var llka stór Kristsmynd og önnur af séra Matthlasi og íslenzka þjóðsöngn- um — að ógleymdum Hólastað, sem hún hafði ávallt I miklum hávegum sem kórónu norðlenzkr- ar menningar, er sýna bæri fullan sóma,. Ættrækni hennar var I senn þjóðrækni, traust og fölskva- laus, nátengd hugsjóninni um aukna rækt við landið og hvers konar gróðurstarf, sem hún helgaði krafta sina mikinn hluta ævinnar. En þær eru svo ótal margar fleira heimsóknirnar á heimili Guðrúnar frænku og bónda hennar, öðlingsmannsins Svein- bjarnar Jónssonar, sem geymast I minningu okkar frá liðnum árum. Á hátíðum og tyllidögum i Veðra- mótsfjölskyldunni hafa heimili þeirra systra, Guðrúnar og nöfnu minnar, Sigurlaugar, verið eins og sjálfsagðir samkomustaðir, þar sem frændsemi og vinskapur þessa stóra hóps hefir átt ómetan- legan griðastað. Þar hefir gleði mikil, gestrisni og hlýja yljað okk- ur um hjartarætur svo oft og svo innilega, að ekki verður fullþakk- að. Það er haft fyrir satt, að þetta ættfólk okkar sé með háværara móti, þegar komið er saman á góðri sund. Hvað sem því líður er hitt þó vist, að það var ekki slður skemmtilegt að fá að ræða við Guðrúnu frænku undir fjögur augu i ró og næði. Hún hafði frá svo óendalega mörgu að segja frá liðinni tíð, frá langri og auðugri lifsreynslu. Var að auki víðlesin og hafði til hins síðasta vakandi áhuga á viðburðum og viðhorfum líðandi stundar. Hún fór ekki alltaf alfaraleiðir I afstöðu sinni til manna og málefna og sumum þótti hún óþarflega hörð á meiningunni. Mér fannst hins vegar áberandi I fari hennar, sér- staklega á seinni árum, hve skilningsrík og umburðarlynd hún var gagnvart ýmsu i nútiman- um, sem margt fólk af hennar kynslóð á bágt með að skilja og sætta sig við. Þar kom til I senn þroski hennar og vitsmunir. Hún hafði gaman af að velta fyrir sér rökum — og rökleysum tilverunn- ar en fór sér hægt i að slá neinu endanlega föstu. Þessi skemmti- legi hæfileiki að geta blandað al- vöruna kímni og kímnina alvöru án þess, að úr yrði markleysa, var henni eðlislægur. Líklega myndi orðið ,,alvörukona“ eaga við um þessa góðu frænku mína, en mik- ið gat hún þó hlegið hjartanlega og leikið við hvern sinn fingur þegar sá gállinn var á henni og óspart gerði hún grín að hvers konar uppskafningshætti og sýndarmennsku. Sllkt var henni fjarri skapi. FERMING Ferming Langholtskirkja kl. 11 árd. Séra Arelfus Níelsson. Marfa Kristfn Hreinsdóttir Hamarsbr. 11 Hafnarfirói. GarðarSamúel Hreinsson Hamarsbr. 11 Hafnarfirði. Fermingarbörn I Langholts- kirkju sunnudaginn 3. okt kl. 13:30. Guðbjörf! Einarsdðtfir, Grýtubakka 4 Lára Brvndfs BJörnsdóttir, Hlfðarenda ölfusl Sigrlður Birna Thorarensen, Langholtsvegi 94 Særún Reynisdóttir, Skúlaskeiði 32, Hafn. Elfar Rúnarsson, Glaðheimum 12 Jón Þér Einarsson. Grýtubakka 4. Altarisganga miðvikudaginn okt. kl. 20:30. En þessar fáu línur áttu ekki að verða skapgerðarlýsing og þvi sið- ur ævisaga Guðrúnar frænku, heldur bara lítil kveðja og innileg hjartans þökk frá okkur Vigur- fólki öllu fyrir trausta og elsku- lega frændsemi og vináttu frá fyrstu tió. Um leið — og alveg sérstaklega — eiga þær að færa kæra systurkveðju að vestan frá Björgu móður okkar, sem vegna aldurs og lasleika getur ekki verið með okkur hér syðra, er Guðrún systir hennar er kvödd hinztu kveðju. Einlægar samúðarkveðj- ur sendum við Sveinbirni, Birni, Guðlaugu og barnahópnum öllum. Við geymum öll minninguna um heila og sanna manneskju, sem var þeim kærust er þekktu hana bezt. Mynd hennar mun lýsa okk- ur, sem eftir lifum, fram á veg- inn. Guð blessi hana. Ferming I Frfkirkjunni f Reykjavfk, sunnudaginn 3. okt. kl. 2. Prestur: Sr. Þorsteinn Björnsson. Anna Hansdóttir, Safamýri 56. Asta Sveinina Aðalsteinsdóttir, Sólvallagötu 27. BrynjaDfs B jörnsdóttir, Brekkusel 25. Jóna Björg Jónsdóttir, Þórisstöðum Grímsnesi. Kristfn Asgeirsdóttir, Miðtúni 34. Sigurlaug Sigurðardóttir, Rauðarárstfg 42 Vilborg Edda Jóhannsdóttir, Þórsgötu 12. Gunnar Sigurðsson, Rauðarárstfg 42. Hörður Jónsson, Þórisstöðum Grlmsnesi. Pétur Þórir Hugus, Alftamýri 50. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvernig á að biðja að réttan hátt? Ég tel, þó að ég sé ekki kristinn, að menn eigi að biðja. Bæn eru sérstök forréttindi barna Guðs. Bænirnar í Biblíunni eru flestar bænir manna, sem trúa þegar á Drottin, hafa falið sig honum á vald. Sumar eru þó bornar fram af mönnum, sem voru ekki trúaðir, eins og bæn ræningjans á krossinum. Hann bað: „Herra minnstu mín, þegar þú kemur í konungsdýrð þinni.“ Þar er einnig bæn tollheimtumannsins, sem bað einfaldlega: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur." Ljóst er i Biblíunni að þeir sem biðja og eru ekki kristnir, ákalla guð um miskunn og að hann veiti þeim viðtöku. Þessarar bænar getið þér beðið í fullri vissu um bænheyrslu. Jesús sagði einu sinni: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka.“ Þarna er trygging yðar fyrir því að Guð vilji taka við yður og gera yður að barni sínu, ef þér ákveðið að snúa yður til hans í bæn. Nú kann það eitt að vaka fyrir yður að létta áhyggjum af huga yður og tryggja yður sjálfum einhver gæði. Sé svo, er ég ekki viss um, hvort bænin veiti yður nokkurn tíma fullnægju eða finni svar. Sigurlaug Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.