Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 28

Morgunblaðið - 02.10.1976, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1976 Börnin í Bjöllubæ eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR dýr eins og t.d. fugla, því aó þeir borða litlar bjöllur. Þær þurfa líka aö læra bjöllulögmáliö og þegar börnin hennar Jóu Gunnu áttu í hlut þurftu þau að læra að lesa eins og önnur börn, en það kenndi mamma þeim sjálf, því að Jakob járn- smiður kunni ekki að lesa, því að hann var ólæs, þó að hann væri margvís að öðru leyti. Hann kom heim í Bjöllubæ og settist á borðbrúnina, en það var Magga, dóttir dýralæknisins, sem hafði tekið að sér að flytja hann þangað daglega. Annars er ég hrædd um, að hann hefði verið heldur lengi á leiðinni og kannski ekki komið nema einu sinni í mánuði í stað þess að koma fimm sinnum í viku. Börnin hennar Jóu Gunnu þurftu aldrei að læra neitt heima fyrir skólann, þvi að Jakob járnsmiður kenndi þeim aðeins í skólanum og hann sagði þeim margar, skemmtilegar sögur á borðbrún- inni og fræddi þau um stóra heiminn, sem hann þekkti vel, enda var hann víðförull. Sögurnar hans voru bæði fræðandi og til þess fallnar að kenna bjöllubörnunum eitthvað um heiminn og nú ætla ég að leyfa ykkur að heyra eina söguna hans Jakobs járnsmiðs. Sagan sú gerist úti i garði og hlustið þið nú á: — Nú skuluð þið hlusta með athygli, sagði Jakob járnsmiður, — því að sagan sem ég ætla að segja ykkur er um óþægð- arangann hann frænda ykkar, sem kall- aður var litli Buggur. — Eins og ég, sagði Buggur hrifinn. — Já, þú varst látinn heita í höfuðið á honum. Það var nú bjöllustrákur, sem sífellt var að lenda í vandræðum. Ég var búinn að segja honum frá fugl- unum á vorin, því að þá byggja þeir hreiðrin sín og hann vissi allt um það, að fuglarnir veiða mikið af bjöllum, bæði til að borða þær sjálfir og eins til að gefa ungunum í hreiðrinu þær. Þannig er það í dýraheiminum. Einn er alltaf að éta annan. En það eigið þið að vita, svo að ég þarf ekki að útskýra það nánar, börnin góð. Amma hans litla Buggs var veik og Já, drengur minn. Sá dagur kemur, að þetta verður þín eign! vlw MORö-dN KAFFINU GRANI göslari Ltá Li UJicuOO&H&f KríOV’LO- Augnablik pillar! Við fáum okkur mjólkurhristing. Bubbi! Konan þfn bað mig spyrja þig hvort þú værir með nafnskírteinið með þér? Fullvissa yður um að það er ósvikið svínsleður. Betlari ber að dyrum og frúin fer fram. Frúin: Þér gangið hér dag- lega um og betlið. Þvf vinnið þér ekki heldur? Betlarinn: Eg hef ekki efni á þvf, frú, þvf að þegar ég vinn, þá þyrstir mig svo mikið, að ég drekk meira af bjór en dag- laun mfn hrökkva til. Hún (eftir hjónaskilnað- inn): Við skulum ekki vera óvinir þó við skiljum. Svo get- ur farið, að ég vilji gifta mig aftur, og vona ég þá, að þú, Adolf minn, gefir mér góð meðmæli. Æfareiður maður kom inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs nokkurs og sagði með þjósti miklum: — Þið hafið verið að skrifa tóma helv ... lygi um mig hér f blaðinu og þið vitið það vel. Hann læddist aftan að henni, tók fyrir bæði augu hennar og sagði: „Þú mátt geta þrisvar, en ef þú hefur þá ekki getið upp á nafninu mfnu, kyssi ég þig.“ Hún: „Jónas Hallgrfmsson, Jón Arason eða Snorri Stulu- son.“ Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 36 ánægjusvip daginn áður að hér væri enginn sfmi. — Þökk fyrir. Ég er með skila- boð frá frú Emries. Hún mun dvelja sem gestur hjá hr. Everest og það mun koma maður og sækja farangurinn hennar. Þannig höfðu skipanir Helene hljómað. Linn mátti ekki fara frá húsinu. — Þér getið fært reikninginn hennar yfir á minn reikning. Á leiðinni til herbergis sfns velti hann fyrir sér hvað hefði verið athugavert við viðmót þeirra Línn og Helene. Samtal þeirra hafði verið yfirborðskennt og hann hafði haft sterklega á tilfinningunni að báðar hefðu reynt að sýna sæmilega trúverð- uga alúð f garð hinnar. Hann velti fyrir sér hvort Hefene hefði kannski verið andsnúin sambandi bróður sfns og Linn á sfnum tfma. Nú þegar hann hugsaði til baka minntist hann þess að f þau tvö skipti sem hann hafði hitt þau hafði Helene verið yfirmáta huguisöm við bróður sinn og snú- izt sffellt f kringum hann. Hún var alltaf f kringum hann. En það hafði verið hún sem stakk upp á þvf að Linn yrði um kyrrt. Það var ekki þar með sagt að hún óskaði eftir nærveru henn- ar f húsinu. En með þvf að láta Linn vera um kyrrt hafði tekizt að tryggja að hann fengi að fara heill á húfí á braut, svo að hann gæti hugsanlega komið þeim til liðs. Hvað snerti Linn og Everest myndi Helene verða heldur betur vonsvikin ef hún háfði vonað að hún gæti rofið tengslin á milli Everest og Linn. Þessi skyndi- flótti frá Hardy hafði verið ills- viti. Hann gat ekki hætt að hugsa um Linn eins og hann hafði séð hana sfðast. Linn sem stóð og hélt í höndina á Jamie Everest. Hvers vegna hafði verið á hann lagt að verða á vegi þessarar stúlku! Björt og skær sfðdegissólin fyllti herbergið og hann heyrði öldurnar skella við klettana beint fyrir neðan. Hann tók fram grein- ina. — Hafið þér lesið „Gulu veggja- lúsina“ hafði Everest sagt þegar þeir voru að tala um ýmsar þekkt- ar sögur og þessi athugasemd hafði bersýnilega farið framhjá Dan Bayles, sem Ifklega var ekki mjög bókmenntalega sinnaður. Jack minntist vel þessarar sögu sem hann hafðí lesið á unglings- árum sfnum. Hann blaðaði f gegnum grein- ina sem hann hafði skrifað um ævi og starf Jamie. Hann rýndi hugsandi f hverja tillögu, niður- fellingu eða breytingu sem Jamie hafði gert. Einhvers staðar lá dul- málslykillinn falinn eins og f „Gulu veggjalúsinni". Jamie hlaut að hafa gengið þannig frá þvf að varðmenn hans gætu lesið athugasemdir hans án þess að sjá neitt athugavert við þær. Sem betur fór var það aðeins Dan Bayles sem hafði lesið þetta yfir, ekki hfnn skarpi Reg Curtiss. Jamie hafði sagt að Curtiss og Wheelock, sem var gestur í húsinu, hefðu brugðið sér frá f einkaerindum. Jaek byrjaði að skrífa hjá sér breytingarnar. Mörgum sinnum hafði verið strikað undir orðið áfergja. Sums staðar hafði MIK- IÐ eða MJÖG verið strikað út. Hann var ekki trúaður á að ein- taka af „Gulu veggjalúsinni" myndi hjálpa honum og auk þess fékk hann ekki f fljótu bragði séð hvernig hann ætti að verða sér úti um eintak af henni hér úti f eyði- mörkinni. Hann sökkti sér ofan f greinina langa stund en fékk hvorki haus né hala út úr neinu. Aftur sá hann Linn fyrir sér eíns og hún hafði verið meðan þau voru að borða hádegisverð- inn. Blá augu hennar voru enn blárri en hafið sjálft. Þrjózkan sem honum hafði jafnan fundizt einkenna hana var eins og af henni strokin og þess f stað komin eins konar auðmýkt, sem han i felldi sig ekki við. t návist Ever- est breyttist hún og varð eins og auðsveipt barn. Flónið þitt, sagði hann við sjálf- an sig, hún er stúlkan hans Ever- est. Reyndu að gleyma henni. Gleymdu henni þegar þú ert bú- inn að bjarga henni þaðan. Meðan þau voru að borða var hann sannfærður um að hann hefði getað náð byssunni af Bayles og yfirbugað hann. Hann hafði gefið Everest bendingu, en hann hafði hrist höfuðið. Sýnilega var ekki ÞANNIG sem átti að standa að málinu. En hvernig þá? Tækifærið hafði verið innan seilingar f dag, þar sem bæði Curtiss og Wheelock höfðu verið f burtu. v Hamingjan ein mátti vita hvort hann sæi hana oftar f lifanda Iffi... Hann hafði skrifað á blað allar breytingarnar og nú reyndi hann að finna einhverja meiningu út úr þvf með þvf að taka fyrsta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.