Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÖBER 1976 5 Fyrirlestrar um æskulýdsmál DAGANA 7. og 8. okt. verða haldnir fyrirlestrar um æskulýðs- mál í Norræna húsinu. Þessir fyrirlestrar eru í tengslum við ráðstefnu þá, Nordisk storstads- konferense, sem haldin verður í Reykjavík dagana 7.—9. október með æskulýðsmál að meginvið- fangsefni. Þar eð ráðstefna þessi verður einungis fyrir þröngan hóp, en æskulýðsmál varða hins vegar svo marga, varð að sam- komulagi milli Norræna hússins og æskulýðsráðs, að nokkrir gest- anna af ráðstefnunni héldu opin- bera fyrirlestra i fundarsal Norræna hússins. Skáksveit Landsbanka austur VETRARSTARF Skáksambands Austurlands hefst um næstu helgi með komu skáksveitar Lands- banka tslands til keppni við Skák- samband Austurlands. Föstudags- kvöldið 8. október verður keppt í hraðskák á Eskifirði en á laugar- dag verður tefld hæg skák á Nes- kaupstað. 1 skáksveit Landsbankans eru 10 skákmenn þar á meðal margir kunnir landsliðs- og meistara- flokksmenn. Kynna bar- áttu afrískr- ar alþýðu FULLTRUAR Pan Africnaist Congress (PAC) eru væntanlegir hingað til lands 18. október, iboði Einingarsamtaka kommúnista (marx-leninista) og Azaniu- nefndar þeirra. PAC er ein margra þjóðfrelsishreyfinga i Afriku og sú eina í S-Afriku sem afneitar allri sáttastefnu við Vorster-stjórnina og skipuleggur fjöldabaráttu. Fulltrúar PAC munu dveljast hér til 21. okt. og sitja almennan opinn fund, halda blaðamanna- fund o.fl. Þá er hafin fjársöfnun til stuðnings PAC og geta stuðningsmenn baráttunnar komið styktarfé til Azaníu- nefndarinnar. Fimmtudagskvöldið tala tveir norskir sérfræðingar um efnið, sem þeir nefna — Opsögende virksomhed som forebyggende ungdomsarbéjde. Eru það Lars Haavik og Hermali von der Lippe, báðir deildarstjórar við Ungdoms- kontoret í Ösló. Föstudagskvöldið talar Bertil Wijk, fræðslustjóri I Gautaborg, um efnið Skolan — forum för utbildning och fritid. Lionsmenn safna eystra A HINUM alþjóðlega þjónustu- degi Lionsmanna 8. október hafa Lionsmenn á Austurlandi tvö síðast liðin ár safnað í sjóð til Styrktarfélags vangefinna á Aust- urlandi. Safnast hefur á aðra milljón króna. Sjóði þessum er ætlað það hlut- verk að styrkja til náms væntan- legt starfsfólk við vistheimili Styrktarfélags vangefinna á Aust- urlandi sem væntanlega verður byrjað að byggja á Egilsstöðum næsta vor. Á svæðisfundi Lionsmanna á Austurlandi sem haldinn var á Fáskrúðsfirði 18. sept. s.l. var ein- róma samþykkt að safna 8. október n.k. til byggingar sund- laugar fyrir vangefið fólk við vist- heimilið á Egilsstöðum. Það er von Lionsmanna á Aust- urlandi að hægt verðiað vfgja sundlaugina um leið og fyrsta vistheimilið á Egilsstöðum. Einmuna veðurblída á Húsavík Húsavík, 3. október. EINMUNA veðurbliða var hér allan septembermánuð og enn ganga nautgripir úti á daginn, en í venjulegu árferði hafa þeir ver- ið inni a.m.k. hálfan mánuð á þessum tíma. Gróður hefur litið sölnað og i Kinnarfjöllum hefur ekki sést nýfallinn snjór i allt sumar, en mörg sumur er það svo, að i hverj- um mánuði sést þar nýfallinn snjór. Fréttaritari. Stutt athugasemd Sökum þess að lögmaðurinn Gunnlaugur Þórðarson ber fram getsakir og dylgjur í minn garð í grein í Morgunblaðinu í dag (5. okt.) verð ég að óska birtingar á stuttri athugasemd. Hins vegar hefur aldrei verið ætlun mín að deila við lög- manninn á þessum vettvangi, heldur einungis að leiða í ljós staðreyndir sem lágu í þagnar- gildi. Glöggskyggni lögmannsins sér annarleg öfl að baki grein minni I Morgunblaðinu 24. sept. Þau „annarlegu öfl“ eru eingöngu samvizka min, og má hann mér að meinalausu nefna hana hvaða nöfnum sem honum þóknast. Ég get fullyrt að grein- in er samin af eigin hvötum einvörðungu og enginn annar hafði vitneskju um hana, áður en hún var afhent Morgun- blaðinu til birtingar, að undan- skilinni konu minni, sem vél- ritaði hana fyrir mig. Visa ég því dylgjum lögmannsins um þetta atriði rakleitt til föður- húsanna, þær eiga hvergi annars staðar tilverurétt. Föstudaginn 17. sept. var kveðinn upp dómur i Bæjar- þingi Reykjavikur, og var Alþingi þar sýknað af launa- kröfum, sem um var fjallað þar sem ekki hafði verið sýnt fram á brot á lögum um Jafnlauna- ráð. Að þessum dómsorðum birtum lýsti lögmaðurinn Gunnlaugur Þórðarson að sögn dagblaðsins Visis 18. sept. yfir, að með dóminum „væri staðfest að lög um sömu laun fyrir sömu vinnu væri dauður lagabók- stafur og Alþingi hefði gengið lengst í þvi að ófrægja þessi lög“. Lögmaðurinn hefur mér vitanlega enga athugasemd gert við þessi ummæli blaðsins né afturkallað þau. Mér hefur skilizt að það væri verkefni lög- manna að flytja mál fyrir dómi, en ekki að deila við dómara og kveða upp dóma. Og um til- vitnuð ummæli lögmannsins get ég ekki kveðið vægar að orði en kalla þau sleggjudóma. Jóhannes Halldórsson. Sýning Þjóðleikhússins á INUK heldur enn áfram að vekja athygli leikhúsfólks um víða veröld. Um helgina kom leikhópurinn heim frá Belgrad i Júgóslaviu, þar sem ÍNUK var sýnt þrisvar sinnum á alþjóð- legri leiklistarhátíð en á hátið þessari sýndu margir helstu leikflokkar og leikhús veraldar verk sin. Á hátiðinni í Belgrad Enn var í núk stórvel tekið Verkið hefur verið sýnt í 19 löndum voru sýndar sýningar frá mörg- um þeim leikhúsum, sem nú ber hæst í leiklistarheiminum og má þar nefna sýningar eins og og sýningu Peter Brooks á leikritinu IK, þýska sýningu frá Berlin á leikriti Becketts, Beðið eftir Godot, I leikstjórn höfundar, sýningar á Hamlet og fleiri verkum frá Taganka- leikhúsinu í Moskvu undjr stjórn Ljubimovs, sýningar frá Óðinleikhúsinu i Holsterbro undir stjórn Eugeno Barba og svo mætti lengi telja. Alls sýndu milli 20 og 30 leikflokkar á hátíðinni. Hátfðin hófst 10. september en frumsýningin á ÍNUK var 23. sept. og var upp- selt á allar þrjár sýningar Þjóð- leikhússins strax áður en hátíð- in hófst. Var sýningunum sem endranær afbragðsvel tekið og hlaut góða dóma. Júgóslavn- eska sjónvarpið tók sýninguna upp og var INUK sýnt f heild í sjónvarpi um alla Júgóslavíu. Að lokinni hátiðinni í Bel- grad fór hópurinn til þriggja annarra staða með sýninguna og var leikritið sýnt einu sinni á hverjum eftirtaldra staða: i Titógrad í Montenegro, f Cacek og i Nis. Ákveðið hefur verið að hafa tvær sýningar á INUK á Stóra sviði Þjóðleikhússins, á laugar- daginn kl. 15 og á þriðjudags- kvöld 12. október kl. 20. AIls hefur verkið nú verið sýnt 217 sinnum f 19 löndum. Leikstjóri ÍNUKS er Brynja Benediktsdóttir en aðrir I hópn- um eru Ketill Larsen, Krist- björg Kjeld, Helga Jónsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Sýn- ingarstjóri er Þorlákur Þórðar- son en höfundar ásamt hópnum er Haraidur Ólafsson. Myndin sýnir atriði úr leikrit- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.