Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976 13 sér hugnynd um hana sem er ófullkomin og sú hugmynd missir enn meir af upprunaleik slnum við tónlistarflutninginn. En ég er ekkert þunglyndur yfir þessu. Manni getur ekki tekizt allt. Mað- ur verður aðeins að reyna að ganga að tónlistinni algjörlega ferskur og opinn. Vaninn má á engan hátt ráða ferðinni. Það er raunar dásamlegt að geta á hverj- um degi byrjað á einhverju, sem er nýtt og óuppgötvað fyrir sjálf- um manni. — Hvernig I ósköpunum fara menn að þvf að lifa sem undra- börn? — Ég var svo heppinn að eiga afar greinda foreldra, sem gerðu lltið af þvl að nýta „undrabarnið" I mér, og ég átti mjög venjulega æsku og fékk að gera alla þá geggjuðu hluti sem börn gera og eiga að gera. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir svokölluð „hæfileikamikil börn“ að fá ekki þá menntun sem lokar þau af frá umheiminum. Jafnvel barn með óvenjulegar gáfur á að fá að sækja ofurvenjulegan skóla, jafn- framt þvl sem það að sjálfsögðu fær tilsögn á slnu sérstaka hæfi- leikasviði. Annars vex úr grasi barn sem verður uppfullt af alls kyns sálarflækjum. — Á sínum tíma varst þú gagn- rýndur eins og raunar flest undrabörn fyrir að færast of mik- ið I fang; þú hefðir ekki nægilega reynslu til að takast á við þau verk sem þú fluttir I hljómleika- sölunum? — Já, en ég held að þetta sé bara ekki svona vaxið. Ég held ekki að aldur komi svo mjög þroska við, og þá ekki sízt hvað tónlistarmenn varðar. Það kann- ast maður við, og ég veit ekki hvaða dæmi ég get nefnt. Jú, Menuhin — og reyndar fjöldan allan af fólki. Það eru til svo margar tegundir af hæfileikum. Hæfileikar sem springa út mjög hægt, llkt og ávextir I köldu veðri. Og svo eru hinir sem springa mjög hratt og kraftmikið út. Það er ekki aldurinn sem þroskar mann, heldur það sem maður upp- lifir. Það er llka mjög mikilvægt fyrir mig hafa jafnvægi milli for- tlðar, nútlðar og framtlðar. Alveg burtséð frá því hversu framtlðar- horfurnar eru góðar, þá á maður að halda fast I reynslu fortíðar- innar, því það er hún sem hefur gert mann að þeim einstaklingi sem maður er I dag. Og þegar maður verður eldri þá verður fortiðin að síauðgandi ferli innra með manni og leiðir til þess að maður lítur framtíðina mun bjart- ari augum en maður myndi ella gera. — Er það vegna þessa sam- bands þlns við fortíðina að þú hefur fasta búsetu skráða I ísrael? — Það var eiginlega ákvörðun foreldra minna. Þeim fannst að Gyðingabarn ætti að alast upp I landi þar sem það tilheyrði ekki minnihlutahópi. — Þú hefur fengið mörg tilboð um fasta stöðu við hljómsveitar- stjórn. Hvers vegna valdirðu Orchestre de Paris? — Ég óskaði yfirleitt ekki eftir fastri stöðu við hljómsveitar- stjórn og ég hef hafnað allmörg- um tilboðum. En þegar Orchestre de Paris kom til skjalanna varð þetta ómótstæðilegt fyrir mig, fyrst og fremst vegna þess að hljómsveitin er mjög ung, hefur aðeins starfað I átta ár, sem þýðir að maður getur byggt upp fjölda efnisskráa með henni og það hef ég verið að gera undanfarna 18 mánuði. Þar að auki tel ég að sá stuðningur sem tónlist fær i Frakklandi sé eins og nú standa sakir mjög jákvæður. Tónlistarlif- ið á góðvild forsetans. Hann kem- ur oft á hljómleika okkar og er sérstaklega mikil Mozartunnandi. Ég held að Giscard d’Estaing sé með fordæmi slnu I þann veginn að gera París að tónlistarmiðstöð Evrópu. Að lokum hefði ég svo aldrei tekið tilboði frá hljómsveit sem ekki væri svo nálægt London að ég gæti a.m.k. farið einu sinni I viku heim til að heimsækja konu mína. — Til hvers ætlast þú af hljóm- sveit, burtséð frá þvl um hvaða hljómsveit er að ræða? — Ég ætlast til þess umfram allt að finna I henni mikla ein- beitingu og auðmýkr Það siðara hljómar svo tilgerðarmikið, en ég ætlast vissulega til þess af sér- hverjum hljóðfæraleikara að hann leiki svo auðmjúkt sem væri hann að leika aðeins fyrir sjálfan sig. Afgangurinn kemur með vinnu, og hæfileikanum til að hlusta á sjálfan sig og aðra. Ég óska ekki eftir því að hljómsveit takmarki sig einvörðungu við tón- sprota stjórnandans. Hún á einnig að geta hlustað innbyrðis, eins og kammerhljómsveit. — Til hvers getur svo hljóm- sveit ætlazt af stjórnanda slnum? — Fyrst og fremst algjörrar kunnáttu á öllum röddum eða einingum verksins, og vitaskuld tæknilegrar þekkingar á hljóm- sveitinni, að hann kunni að hlusta, geti „blandað” hljómsveit- ina þannig að heild myndist. En einnig getu til að skapa tónleika frá upphafi til enda. Það er erfiðara en það hljómar, af því að stjórnendur sem ekki eru sjálfir miklir tónlistarlegir skapendur hafa kannski ekki það næmi eða þekkingu á hljóðinu sem til þarf. Það hefur alla vega hjálpað mér stórkostlega sem stjórnanda að hafa leikið svona mikið sjálfur. — Tekur þú nemendur I kennslu? — Ég reyni það. Ef einhver kemur með glfurlega hæfileika og vilja til samvinnu þá get ég alltaf fundið mér tima. En það eru margir sem koma aðeins vegna þess að þeir halda að þeir geti lært einhver ný brögð. Það er bara ekki hægt að stytta sér leið að tónlistinni. Maður verður að læra og maður verður að setja sig inn i hlutina. Listamaður er ekki safn af galdrabrögðum. jhins veg- ar held ég að engir hæfileikar hversu miklir sem þeir eru geti þróast og notið sin af sjálfu sér. Maður neyðist til að rækta þá með auðmýkt. Þetta er eins og með garð. Jafnvel þótt ég gæfi þér fallegasta garð I heimi myndu jurtirnar deyja ef þú ræktaðir þær ekki rétt. Ég held að sama eigi við um hæfileika. Maður neyðist til að gæta þeirra og rækta þá, og eina leiðin til að rækta þá er með auðmýkt og mikl- um tlma. Það er ekki hægt að drepa eða eyða hæfileikum, en ef þeir fá ekki næmlega umönnun ná þeir ekki að blómstra. Það eru til margir hæfileikamenn á hvert hljóðfæri. En það eru aðeins til fáir skapandi hljóðfæraleikarar, menn sem ekki bara túlka heldur endurskapa. — Þegar menn hafa náð svo hátt að hverjir hljómleikar gefa um 300,000 til 800,000 ísl. krónur I aðra hönd lifa þeir þá I eins konar frumskógi þar sem rlkir strlð milli allra, alveg burtséð frá tón- list? — Ég held að ef maður er að fást við eitthvað sem er ómaksins virði, og sem er einstaklingsbund- ið, þá verður maóur alltaf gagn- rýndur. Um leið og það sem mað- ur gerir er persónulegt mun það einnig kalla á persónuleg við- brögð. Menn sem eiga velgengni að fagna munu alla tlð verða um- kringdir fólki sem annaðhvort dá- ir þá I blindni eða fyllist afbrýði- semi. Það mikilvægasta er þvl að varðveita heiðarleik gagnvart sjálfum sér og geta gert sér grein fyrir því hvað er gott og hvað er ekki gott. Og þar er ég svo hepp- inn að konan min þrátt fyrir sjúk- dóm sinn er etlð sá dómari sem ég leita til á * fasemdaraugnablik- um. Og þar fyrir utan neyðist maður til að ala sjálfan sig upp I því að meta hluti og manneskjur að verðleikum. inn Benediktsson: Markads- mál o.fl. Sveinn Benediktsson fjallar um markaðsmál o.fl. f nýút- komnu hefti af dreifibréfi Fé- lags (sl. fiskmjölsframleiðenda og fer sú grein hér á eftir. 1 slðasta Dreifibréfi FlF nr. 8/1976, er út kom 23. ágúst sl. var skýrt frá hinum miklu þurrkum I Mið- og Vestur- Evrópu og i Bretlandi, sem leitt hafi til mikils framboðs á kjöti, einkum nauta-, svlna- og kinda- kjöti. Þetta óvenju mikla fram- boð dró úr sölu á kjúklingum, sem er aðalkjötmeti almenn- ings viðast hvar I þessum lönd- um. Minnkandi neysla kjúk- linga dregur úr notkun fisk- mjöls. Mjög miklar verðsveiflur hafa verið á sojabaunum, mais, hverskonar kornvörum og jurtafeiti og lýsi á Vörumark- aðnum I Chicago slðustu vik- urnar eins og oft áður. Sú spá hefur ræst, að veður- far á kornræktarsvæðum Bandaríkjanna og Kanada myndi hafa úrslitaáhrif á upp- skeru og verðlag á fóðurvörum I þessum löndum og áhrifanna gætti um allan heim. Þegar kom fram undir lok ágústmánaðar var ljóst, að fisk- mjölsbirgðir myndu I haust verða minni en I fyrra. Uppskeruhorfur á kornrækt- arsvæðum I Bandarlkjunum urðu mun lakari en vænst hafði verið. Leiddi þetta til hraðfara hækkunar á fóðurvörum I Bandaríkjunum og viðar, þótt fóðurvörumarkaðurinn reynd- ist mjög sveiflukenndur, þá fór verðið á fiskmjöli og lýsi hækk- andi, svo sem skýrslur Við- skiptaráðuneytisins um veitt útflutningsleyfi á þessum af- urðum I ágúst og september bera með sér. — 0 — I tímaritinu Oil World nr. 38/XIX 24. sept. 1976 segir svo um fiskmjöl: „Þegar þetta er ritað hefur ríkisstjórnin I Perú ekki ennþá tilkynnt hvenær fiskveiðar við Perú verði aftur leyfðar. Samt er búist við því, að það muni verða um miðjan októbermán- uð, þvl að þá er talið, að rikisút- gerðin Pesca-Perú muni hafa selt 150 fiskiskip af um 200 til einkafyrirtækja. Fiskmjöl i heildsölu iækkaði aðeins óverulega á Hamborgar- markaði I siðustu viku, þótt fóð- urvörur almennt lækkuðu veru- lega. Verð á fiskmjöli frá Perú lausu I skipi var skráð I gær (23. sept) fyrir US$ 455.- per tonn c&f Hamborg, eftir að kostnaður I heildsölu, er nam DM 7.66 pr. 100 kg hafði verið dreginn frá. Kaupendur drógu sig nær algjörlega I hlé.“ Frá Bretlandi bárust þær fréttir I gær (29. september), að komið hafi frá Perú stór farmur af lausu fiskmjöli í lest alls 23.000 tonn til Rotterdam. I þessum farmi voru m.a. nokkr- ar sendingar af fiskmjöli, sem ekki hafði verið von á fyrr en I jan.—febr. 1977. Búist er við þvi, að sá hluti þessa farms, sem ekki hefur verið ráðstafað, verði seldur á lægra verði til „spekúlanta” (dealers), sem nú þegar hafa nægar birgðir fyrst um sinn. Verði sala þvinguð fram, myndi það leiða til frekari verðlækk- unar. Perúmenn munu því ef til vill geyma mjölið óselt I skemmum I Rotterdam i von um að hærra verð fáist eftir áramót. Hvorn kostinn þeir kjósa er ennþá óvist. — 0 — Svo sem getið var I Dreifi- bréfi FlF nr. 8/1976 var talið að uppskera I Sovétrlkjunum á hveiti, mais og hverskonar korni myndi á þessu ári (1976) verða mjög góð og fara yfir 200 milljónir tonna. Uppskeru- aukningin mun verða enn- þá meiri. Þó hefur sólblóma- uppskeran orðið minni en vænst var vegna mikilla rign- inga og óhagstæðs veðurs. Ráðamenn Bandarikjanna og Sovét, Gerald Ford og Leonid Brezhnev, gerðu víðtækt sam- komulag s.l. vor, þegar þeir hittust I Vladivostok, um við- skipti milli landanna, sem gilda skyldi i næstu 5 ár. A grundvelli samkomulags- ins samdi Innkaupastofnun Rússa v/o Prodintorg I Moskvu um kaup á mat- og fóðurvörum í Bandaríkjunum, er nemur 6 milljónum tonna árlega I næstu 5 ár, og hefur afhending upp i þessa samninga þegar hafist. Er talið að enn séu óafhent upp I þennan samning a.m.k. 600 þús. tonn af hveiti og 200 þús- und tonn af maís. Sjómannafélögin I Bandaríkj- unum hafa talið, að Sovétrikin hafi ekki flutt eins mikið af því korni, sem um hafi verið samið, með bandarískum skipum og lofað hafi verið. Hafa þeir þvi hótað að stöðva vöruflutninga þangað. Ekki er kunnugt, hvort þessi deila er úr sögunni. Upplýst er, að Brasilia, Argentína, Chile og Perú hafa selt mikið magn af sojabaunum og sojabaunamjöli og jurta- olium til A-Evrópulanda. Siðustu tvær vikur septem- bermánaðar lækkaði verð á fiskmjöli á heimsmarkaði veru- lega, en samt ekki eins mikið og á sojabaunamjöli. Umsetning á þessum vörum var hverfandi lítil sökum þess að þorri kaup- enda beið átekta vegna hinna miklu sveiflna, sem verið hafa á fóðurmjölsmarkaðnum að undanförnu. Það þykir tiðindum sæta, að EPCHAP (mjöleinkasalan i Perú) seldi nýlega fiskmjöl til Austur-Þýskalands fyrir US$ 420 fob, sem svarar til um 440US$ cif. pr. tonn. Ekki hafði I mánaðarlok september verið endanlega ákveðið hvenær ansjóvetuveið- ar yrðu leyfðar að nýju, né send út skýrsla um siðasta rann- sóknarleiðangur (Eureka), sem ennþá virðist ekki vera lokið. Virðast fréttir, sem berast frá Perú um hvenær ansjóvetu- veiðar muni verða leyfðar, vera mjög á reiki og sýnast veiði- horfur vera svipaðar og um sama leyti I fyrra (1975). Litið framboð er á fiskmjöli sem stendur, en kunnugt, að skortur er á því m.a. I Póllandi og fleiri A-Evrópulöndum og þvi liklegt að þessi lönd festi kaup á miklu magni áður en langar stundir liða. Verður þá afturkippurinn, sem var tvær siðustu vikur úr sögunni I bili a.m.k. I löndum Efnahagsbanda- lagsins hafa safnast fyrir mikl- ar birgðir af mjólkurdufti, sem talið er að nemi á aðra milljón tonna og mörg hundruð þúsund tonn af smjöri. Hefur verið ágreiningur innan bandalags- ins um hvernig birgðum þess- um skuli deilt niður á þátttöku- löndin. Bandarlkin hafa farið fram á, að ráðstöfun þessara birgða mætti ekki verða til þess að draga úr kaupum á mat- og fóðurvörum þaðan, sem ætluð séu V-Evrópulöndum. 30. september 1976. Viðtal við Daniel Barenboim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.