Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1976
25
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
18 ára stúlku
með Verzlunarskólapróf vant-
ar atvinnu strax. Hefur góða
kunnáttu i ensku og dönsku.
Flest kemur til greina. Upp-
lýsingar í sima 81033.
Lögfræðingur
Litið fyrirtæki i miðborginni
óskar eftir að komast i sam-
band við lögfræðing með
rekstur fasteignasölu i huga.
Lysthafendur leggi inn nöfn
og simanúmer ásamt uppl. er
máli skipta á augl.deild Mbl.
fyrir 11. okt. n.k. merkt:
„Lögfræðingar — fasteigna-
sala — 2533". Fullri þag-
mælsku heitið.
Iðnaðarmenn óskast
Óska eftir að ráða vana járn-
smiði sem gætu unnið sjálf-
stætt. Uppl. í sima 43277
eftir kl. 7 á kvöldin.
iVerðlistinn auglýsir.
Munið sérverzlunina með
ódýran fatnað.
Verðlistinn, Laugarnesvegi
82, sérverzlun, sími 3 1 33Ö.
Blindraiðn,
Ingólfstræti 16
Barnastólarnir eru komnir,
tvær gerðir.
Blindraiðn,
Ingólfsstr. 1 6
Kjólar — Kjólar
í stærðum 36—48. Opið
laugardaga kl. 10—12.
Dragtin Klapparstig 37.
Til sölu 4ra herb. ibúð ásamt
bilskúr við Háteig. T.b. undir
tréverk. Til afgreiðslu strax.
Fasteignasalan
Hafnargötu 27,
Keflavik, simi 1420.________
Keflavik
Til sölu glæsilegar 3ja herb.
ibúðir i smiðum við Nón-
vörðu. Sérinngangur og
þvottahús. Eru til afgreiðslu
mjög fljótlega.
Fasteignasalan
Hafnargötu 27,
Keflavik, simi 1420.
IOOF I. = 1581088V2 =
Kvs
SÍMAR. 11798 og 19533.
Allar ferðir félagsins falla nið-
ur um næstu helgi.
Ferðafélag íslands.
Kvenfélag
Bústaðasóknar
Aðalfundurinn verður hald-
inn mánudaginn 1 1. október
kl. 8.30. Venjuleg aðalfund-
arstörf. Skoðaðar myndir úr
sumarferðalaginu. Mætið
sem flestar.
Stjórnin.
3Ír
Frá Guðspekifélaginu
Fundur Septímu hefst kl.
20.30 í kvöld. Sigurveig
Guðmundsdóttir, flytur erindi
„Maðurinn í mórberjatrénu".
Félagar athugið yoga-æfingar
eru á mánudögum og
fimmtudögum.
UTIVISTARFERÐIR
Laugard. 9/10. kl. 13
Dauðudalahellar eða
Helgafell. Hafið góð ijós
með. Fararstj. Gísli Sigurðs-
son og Þorleifur Guðmunds-
son. Verð 600 kr.
Sunnud. 10/10 kl. 13
1. Kræklingafjara og
fjöruganga við Hvamms-
höfða. Steikt á staðnum. Far-
arstj. Friðrik Daníelsson. Verð
1 000 kr.
2. Esja. Fararstj. Kristján
Baldursson. Verð 700 kr.
Brottför frá B.S.Í. vestan-
verðu. Frítt f. börn m. full-
orðnum.
Útivist.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Iðnaðarhúsnæði óskast
Fyrirtækið Hafplast vill taka á leigu
1 50—200 fm iðnaðar- og lagerhúsnæði.
Lofthæð þarf að vera minnst 4,5 m. og
innakstur greiður.
Nánari upplýsingar veittar í síma 75003
frá 1 —7 og eftir það í síma 75704.
M iðstöðvarkatlar
Vil kaupa miðstöðvarketil 20 til 25 fm og
einnig 6 til 10 fm katla.
Uppl. í síma 42948 eftir kl. 7 á kvöldin.
Nauðungaruppboð að kröfu Einars Viðars hrl., Garðars
Garðarsonar hdl., Magnúsar Sigurðssonar hdl., og innheimtu-
manns rikissjóðs, verða bifreiðarnar:
Ö-2199, Ö-3170 og Ö-3447, svo og Indefit þvottavél seldar
á nauðungaruppboði, sem haldið verður að Vatnsnesvegi 33,
Keflavik. föstudaginn 1 5. okt. n.k. kl. 1 6.
Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og Grindavik.'Sýslumaður-
inn i Gullbringusýslu.
Stjórnmálaskóli
Sjálfstæðisflokksins
18. — 23. október n.k.
Þeir sem hug hafa á að sækja Stjórnmálaskólann eru beðnir
um að skrá sig sem allra fyrst í síma 82900 eða 82963.
Skólinn verður heilsdagsskóli á meðan hann stendur yfir, frá
kl. 9 —18 daglega með matar og kaffihléum. Skólahaldið fer
fram í Sjálfstæðishúsinu Bolholti 7. Geir Hallgrímsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins flytur stutt ávarp og setur skólann
mánudaginn 1 8. október kl. 9 f.h.
Skólanefndin.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda Kópavogi
Fyrirhugað er að hafa skermanámskeið
um miðjan október.
Uppl. hjá Rannveigu í síma 41111 eða
Hönnu í síma 40421.
Leshringir
Heimdallar:
Leshringur um frjálshyggju
(liberalisma)
1. fundur hópsins verður laugardag-
inn 9. október kl. 14. i Bolholti 7
(Sjálfstæðishúsinu). Leiðbeinandi
verður Kjartan Gunnar Kjartansson.
Nánari uppl. í sima 82900 eftir kl.
2 á daginn.
Heimdallur.
Geymsla
Tökum hjólhýsi og bíla í geymslu í vetur.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins
kl. 1 4—1 7 næstu daga sími 301 78.
Hestamannafélagið Fákur.
— Dreifing
á iðnaði
Noregs
Framhald af bls. 14
ísl. kr. og útheimtir háþróaða
tækni, sem Noregur á.
Taflan rúmar allar helztu út-
flutningsgreinar og segir andvirði
hins útflutta I sléttuðum milljón-
um dollara, skyldum greinum
slegið í eina summu saman.
milljónir $
Skipogbátar 1147
Tæki og smfðaðir
vélvæðingarhlutir 529
Trjákvoða og
timburvörur 524
Pappír og pappi 395
Járn, stál og plötur
og pípur úr því 471
Kopar og nikkel 292
Á1 460
Aburður, plast og
skyldur efnaiðnaður 161
Fiskur, nýr eða unninn, 366
Lýsi (úr sjávarafla) 22
Fóðurvörur 157
Húsgögn 44
Hlutir úr plasti 41
Ostar og kjöt 27
Talning á öðrum vörutegundum
þýðir hér ekkert; innflutningur á
þeim er að jafnaði miklu meiri en
útflutningur kann að verða ár og
ár. En þar er hins vegar að finna
meirihluta þess, sem fæðir og
klæðir heimaþjóðina.
í fyrsta viðbragði þykir víst les-
anda broslegt, að veröldin svelgir
f sig frá Noregi auðfengna vöru
eins og pappír fyrir stærri upp-
hæð en allan norska fiskinn á
markaði, og fyrir fóðurvörur það-
an geldur hún nærri sjöfalt meira
en verðmætið f ostum og kjöti
(mest ostum), sem hún drattast
til að kaupa þaðan. Víða er sem sé
tregari sala á búvöru en hér.
Allur gjaldeyrir nema þessi þarf
að fást á iðnaðarsviðum og sigl-
inga.
Norðmönnum sækist allvel hin
langa leið inn i framsveit iðnaðar-
þjóða, svo olfan mun þeim gefast
betur en ókunnugir halda, og
margir þarlendir vita of Iftið um,
hvað Noregur getur ráðið við
mikið. Ég bendi sérlega á tvo
efstu og stærstu töfluliðina. Hinn
síðari felur mestmegnis í sér full-
smfðaða vandaða hluti s.s. afl-
vélar, dælur, krana, símavörur,
hvers kyns heimilistæki og raf-
tæki. En til skipasmíðanna þarf
lfka margt þvílíkt. Fyrirtækin
sem afkasta þessu eru mjög
dreifð um landið og smærri til
jafnaðar en í Svíþjóð. Vinnsla
skógarafurða hefur jafnan til-
heyrt Suðrinu og Þrándheims-
svæðinu, en mun eflast vfðar við
bætta skógameðferð. Alvinnsla
tilheyrir þeim fjallbröttu strand-
fylkjum, sem gátu boðið henni
raforku. Að nokkru gildir hið
sama um aðrar málmbræðslur
Noregs, en staðsetning náma
verkaði einnig á þær. Einungis
stór og vel rekin stálver geta
borið sig. Hluti af málmgrýti til
þeirra er innfluttur, en ekki sá
meginþorri þess, að staðsetning
nærri Osló gagnist bezt.
Við kynnisför gegnum Noreg
1976 rifjaðist upp fyrir mér, hvað
mér sýndist hann fyrir 20 eða 30
árum iðnaðarlega nauðlfkur Is-
landi eins og það er núna.
22.9.1976.
Björn Sigfússon.
— Pallborðs-
umræður
Framhald af bls. 29
gjaldeyristekjum Öðru máli gegndi
um járnblendið Það felst nefnilega
ekki síður hætta I þvl, ef erlendir
rekstraraðilar eiga öll hugsanleg stór-
iðjufyrirtæki, er hér kunna að rlsa, að
þeir sjá sér hag I að loka sllkum
fyrirtækjum, lengri eða skemmri tlma,
þegar heimsmarkaðsverð er lágt, og þá
gæti mörgum þótt þröngt fyrir dyrum
Fyrirvara er að visu hægt að setja inn i
samninga um lágmarksrekstur, en slik-
ar stöðvanir geta engu að slður verið
mjög alvarlegar fyrir atvinnu- og efna-
hagslif þjóðarinnar Hér þarf þvl að
rlkja sveigjanleg stefna, athugun hvers
einstaks tilfellis fyrir sig Risi nýtt álver
við Eyjafjörð, sem kallará raforku bæði
væntanlegrar Blönduvirkjunar og
Kröfluvirkjunar til samans, verður t d
þar um svo stórt fyrirtæki að ræða, að
meirihlutaeign okkar eða umtalsverð
eignaraðild sýnist naumast æskileg
— Rétt er sem sé að kanna gaumgæfi-
lega alla valkosti á þessu sviði — en
fara þó með varúð og gát I allri ákvarð-
anatöku
— Gigtarfélag
stofnað
Framhald af bls. 5
halda fræóslufundi og fá fjöl-
miðla til að birta fræðslu um
eðli þeirra og orsakir. Félagið
hyggst beita sér fyrir því, að
efla rannsóknir á gigtsjúkdóm-
um. Island er tilvalinn vett-
vangur faraldsfræði og erfða-
rannsókna. Félagið mun stuðla
að því að bæta hvers kyns að-
stöðu til gigtlækninga.
Standa vonir til þess, að með
stofnun félagsins verði betur
hægt að samhæfa störf þeirra,
sem vinna að gigtlækningum og
rannsóknum og hægt verði að
ná betur til almennings, en
hingað til og auka þekkingu á
gigtsjúkdómum.
36 létust
í námu-
sprengingu
Nýju Delhi,
5. okt. Ntb.
AÐ MINNSTA kosti 36
námamenn fórust í spreng-
ingu, sem varð í námu í
Biharfylki á Indlandi í
gær. Sprengingin varð á
400 metra dýpi og varð
skammt frá þeim stað sem
400 námuverkamenn létust
í desember í fyrra.