Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976 „MYNDEFNIÐ er auðvitað hugmyndir sem ég fæ, oft snöggfleygar, eftir að hafa hlustað á tónlist, lesið gott ljóð eða orðið fyrir öðrum slíkum áhrifum. Eg hef þá gripið hug- myndina og farið með hana á pappír, en áður en ég fer að mála verður hugmyndin að vera klár,“ sagði Torfi Jónsson listmálari og auglýsingateikn- ari í samtali við okkur. Torfi sýnir nú 45 verk á Loft- inu við Skólavörðustíg og þar röbbuðum við saman: „Ég hef þá vinnuaðferð i meðferð papp- irsins að ég bleyti hann og þerra hann síðan við sólarbirtu Torfi Jónsson, Ljósmyndari Mbl. Ragnar Axelsson. sterkasti pappir þegar hann er orðinn þurr. Hins vegar er ekki sama hvaða pappir ég vel fyrir hverja mynd. Pappírinn vel ég eftir hugmyndum mlnum um myndina, þvi blær pappirsins verður að falla að blæ myndar- innar og pappír svarar svo mis- jafnlega litum og vatni." Á sýningu Torfa er einnig leturgrafík, en á sinum tima sýndi hann með 7 öðrum í Ham- borg og fékk mjög góða dóma, m.a. var leturgrafík hans kynnt rækilega í Die Welt. Þá kemur til greina að Torfi fari með þessa sýningu sína til Vestur- Þýzkalands, hann var reyndar beðinn um sýningu þar fyrir þremur árum eftir að þýzkur listfræðingur hafi skoðað myndir hans. „Það kveikti í mér að sýna einhvern tíma,“ sagði Torfi, „en tfminn er fljót- ur að líða. Þó er það einkenni- legt að mér finnst betra að mála í gráum og dauðalegum stór- borgum útlanda, heldur en i „Pappír svarar svo misjafnlega litum ogvatni” Rabbað við Torfa Jónsson listmálara í gegnum glugga. Þegar pappír- inn er farinn að taka sig aðeins og er orðinn misdeigur, mála ég hugmynd mfna og það kostar mjög mikla einbeitingu, þvi ekkert má út af bera. Það er mikilvægt að mála og þurrka myndina á spegli, því sá litur sem fer i gegnum pappirinn við málun festist ekki á speglinum og myndin nýtur þvi litarins þegar hann þornar inn í pappír- inn. Áð nota sólarljósið f þessu verki er ótrúlega mikið atriði, en ég nota klút til að mála með.“ Við stöldruðum hjá einni mynd sem heitir Ljós lifsins. „Ég var að vinna I mjölskemmu við höfnina í Hamborg og það var allt svo ofsalega dimmt þarna inni, allt svo grátt, muskulegt og litlaust og menn- irnir með. Ég saknaði litanna mikið og reyndar virkar slíkt litlaust umhverfi bezt á mig til að fá hugmyndir um málverk. Þarna inn í muskuna kom sólargeisli, stúlka, ljóshærð með flaksandi hár, létt og svif- andi kom hún inn i skemmuna fulla af baunapökkum og dóti. Hún var finnsk og kom í heim- sókn af annarrri hæð í húsinu og ég fór heim að mála stemmn- inguna. Önnur mynd hér t.d., regn- droparnir, er einfaldlega máluð eftir að ég hafði fylgzt með rigningu sem buldi á glugga og hugmyndina geymdi ég þangað til sólin kom. Nokkrar myndir hér eru mér mjög kærar, þvi mér fannst ég ná hugmyndun- um algjörlega fram.“ Um árabil hafa þessar mynd- ir Torfa legið niðri í skúffu, en hver skyldi ástæðan vera fyrir því að hann dregur þær skyndi- lega fram i dagsljósið og vekur undrun og aðdáun allra list- gagnrýnenda: „Ástæðan fyrir því að ég sýni nú er tilviljun. Við vorum að gera vinnu- stofuna hjá okkur klára og sát- um allt i einu uppi með risa- stóra veggi, nýmálaða og þeir kölluðu beinlínis á myndir. Ég fór þvi að fletta gömlum möpp- um og prófa myndirnar og smátt og smátt urðu þær fleiri. Ég var hreinlega búinn að gleyma sumum þessara mynda og þannig hafa þær á sinn hátt vaknað til lifsins á ný hér á Loftinu. Það er svolítið spenn- andi fyrir mig að sjá þessi verk hér á veggjum, en samt er ég ekki spenntur fyrir auða papp- irnum sem ég er búinn að fá, birgðir af japönskum pappír og nú bý ég í gömlu snotru húsi I gamla bænum þar sem náttúr- an blasir við út um gluggann í formi trjáa, manneskjulegra húsa og rótgróinnar stemmn- ingar. Ég er því kominn aftur af stað og það hefur ekki hvað sizt verið driffjöður fyrir mig að fá þessa góðu dóma, en þó býzt ég nú vað þvi að tónlistin verði áfram frumkveikjan að ýmsum verkum hjá mér, þvf mér finnst tónlistin æðst list- greina." „Er japanski pappírinns skemmtilegur?” „Já, mjög, hann er viðkvæm- ur þegar maður er að mála á hann, en hann verður eins og íslenzkri náttúru. Litirnar í Is- lenzkri náttúru eru slfkir að það er mér nóg, mér finnst fremur eðlilegra að gera graf- iska mynd úr íslenzkri náttúru, en I útlöndum, i stórborgum, kallar gráminn hreinlega fram litskrúðið hjá mér. Þó gefa birtuhreyfingarnar hér heima ýmsa möguleika." Heiðarleikinn var hennar aðalsmerki — segir Sir John Gielgud um Dame Edith Evans, sem er nýlátin NYLEGA leít brezka leikkonan Dame Edith Evans 88 ára að aldri. Skömmu eftir andlát hennar ritaði Sir John Gielgud um hana grein, sem birtist f Observer, og segir hann meðal annars: „Fyrstu kynni min af Edith voru þegar ég var skóladrengur f Lundúnum f lok fyrri heim- styrjaldarinnar. Hún lék þá aukahlutverk f afls konar leikritunum, sem nú eru fyrir löngu fallin f gleymskunnar dá. Hún lék til dæmis illgjarnar kvenpersónur, mömmur með hvftar hárkollur og selskaps- dömur. Sérvitringurinn William Poel veitti henni fyrstu eftirtekt og fól henni hlutverk í leikriti, sem hann stjórnaði, og hann stóð fyrir þvi að hún sagði starfi sínu í hattabúð í Belgravia lausu til að gerast atvinnuleikkona. Utlitið lét lítið yfir sér, en á þessum tíma var ætlazt til þess að meiri- háttar leikkonur væru fagrar ásýndum. Hvort þær gátu svo leikið i samræmi við útlitið skipti minna máli. Edith Evans var engin fegurðardís í venjulegri merkingu þess orðs. Hún hafði þung augnlok og annað augað var sýnu ofar á andlitinu en hitt. Þetta sérstæða svipmót kunni hún að nota sér til hins ýtrasta. Hún notaði það líkt og léreft og málaði á það hverja þá persónugerð sem hún túlkaði hverju sinni. Árið 1931 tók hún að sér hlut- verk fóstrunnar í Rómeó og Júlíu i New York. Þarna vann hún mikinn leiksigur en varð að hætta leik sinum eftir nokkr- ar sýningar vegna andláts eig- inmanns sins heima I Englandi. Hún kom úr þessari ferð niður- brotin af sorg, og skömmu siðar kom það I minn hlut að fá hana til að taka að sér sama hlutverk á ný. Edith gekk að þessu verk- efni með endurnýjuðum lífsþrótti og frammistaða hennar varð mér ekki siður til hvatningar en henni sjálfri. Heiðarleikinn var hennar aðals- merki. I hlutverki Millamants túlkaði Edith duttlungafullt skapferli með þvi að hreyfa höfuð, háls og axlir á hnitmið- aðan og sibreytilegan hátt. Svöl og hnarreist eins og postulíns- stytta I glerskáp, handlék hun blævænginn I ástaratriðinu án þess að opna hann svo mikið sem einu sinni. Hún beitti blæ- vængnum ýmist í sókn eða vörn, — hélt honum með léttúð upp að hökunni eða studdi vangann við hann, meðan orðin streymdu af vörum hennar. Smekkur hennar var ótrúlega fágaður, og hún lét fagnaðar- læti áhorfenda aldrei hafa áhrif á hraða leiksins. Hún stóðst þá freistingu að láta til- finningarnar stjórna leik sinum og I gáskafullum atriðum gætti hún þess að láta hlátur að- dáenda sinna ekki draga úr hraða atburðarásarinnar. Edith Evans langaði stundum eins og marga aðra listamenn, að afreka eitthvað utan sérsviðs síns og taka virkan þátt I ein-' földum athöfnum. Um tíma rak hún lítinn búgarð I Kent. Hún lærði að aka bíl, dansaði og lék sér á skautum, en ég held ekki að hún hafi haft neina varan- lega ánægju af þessum tómstundaiðkunum.“ Deild Rósarkross- reglunnar stofnuð hér SÍÐASTLIÐINN laugardag var stofnuð hér á landi deild hinnar alheimslegu Rósarkrossreglu, A.M.O.R.C. hér á Islandi og hlaut hún nafnið Atlantis Pronaos. Deildin hér heyrir undir Norrænu Stórregluna f Gauta- borg en aðalstöðvar reglunnar eru f San Jose f Kalifornfu. Rósarkrossreglan er bræðralag karla og kvenna, sem helga sig námi, rannsóknum og hagnýtingu náttúrulegra og andlegra lög- mála. Hér er ekki um að ræða sértrúarflokk, en tilgangur regl- unnar er að auðvelda mönnum á lifa I samhljóm við hin skapandi og uppbyggjandi kosmisku öfl, að þvl er segir I fréttatilkynningu frá stjórn reglunnar. Reglan er öllum opin án tillits til trúar- eða stjórnmálaskoðana, en Rósarkrossþekkingunni er miðlað á þann hátt, að meðlimir fá send vikuleg bréf, sem þeim er gert að vinna úr innan veggja hermilis síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.