Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 263. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Oljóst um þátttöku í allsherjar- verkfaJlinu Madrid 11. nóv. Reuter. TÖLUVERÐ spenna var á Spáni í dag, er menn bjuggust þar vfða til að gera allsherjarverkfall á morg- un og á þingi var deilt harkalega um flokkastefnu þá sem verið hefur við lýði síðan í borgara- styrjöldinni. Það eru ólögleg verkalýðsféög Spánar sem boða til allsherjarverkfallsins sem mótmæli við efnahagsstefnu rfk- isstjórnarinnar. Verkamenn f fjölmörgum verksmiðjum héldu með sér fundi til að taka afstöðu til þess hvort þeir ættu að taka þátt f verkfallinu og spjöld með hvatningum f þá átt þöktu veggi f öllum helztu borgum og bæjum f landinu. Heimildir Reuterfréttastofunn- ar sögðu að fjórir verkamenn hefðu verið handteknir á Kanarí- eyjum og sjö í Pamplona á Norð- ur-Spáni er þeir voru að koma fyrir veggauglýsingum um verk- fallið á morgun. Ráð verkamanna, sem kommúnistar stjórna, sendu bréf til Manuels Guitierrez Mellado, varnarmálaráðherra, þar sem hann er hvattur til að sjá til þess, að lögregla og hermenn hafi ekki afskipti af verkföllun- Framhald á bls. 22 Lítt mið- ar í Genf Genf, Salisbury 11. nóv. Reuter. NTB FULLTRUAR svertingja á Genfarráðstefnunni um Ródesfu höfðu í dag til um- fjöllunar tillögur Breta til lausnar málinu, en sögðu f kvöld að ekkert sérstakt hefði fram komið f þeim sem gæti rofið það þrátefli sem rfkir f samningaviðræðunum. Joshua Nkomo og Robert Hugabe, sem eru tveir þekktir þjóðernissinnaleiðtogar, áttu fund með forseta ráðstefnunn- ar, Ivor Richard, i þrjár klukkustundir og mun brezka tillagan — sem er í átta liðum — hafa verið þar til umræðu. Undanfarna átta daga hefur ekkert miðað i áttina til sam- komulags í Genf vegna ágrein- ings um tímasetningu á þvi hvenær svertingjar tækju við í landinu. í Ródesíu héldu hvitir menn hátíðlegan daginn i dag vegna þess að ellefu ár eru liðin frá þvi að Ródesía sleit landið úr tengslum við Bretland. Sadat leyfir þrjá flokka Kairó 11. nóv. Reuter. ANWAR Sadat, forseti Egypta- lands, sagði í kvöld að hann ætiaði að leyfa myndun þriggja nýrra stjórnmálaflokka f landinu og lýkur þar með 24 ára eins flokks tímabili f Egyptalandi. Flokkarnir, sem eru að megin- stofni miðflokkur, hægri flokkur og vinstriflokkur, myndu vinna i Framhald á bls. 22 LÍBANON—Langþreyttir íbúar í Beirut fagna sýrlenzku skriðdrekunum er þeir óku inn í höfuðborgina í fyrradag. Callaghan atyrðir þingheim harölega London 11. nóvember — Reut- er. JAMES Callaghan, forsætisráð- herra, gagnrýndi f dag þingið harðlega eftir að stjórn Verka- mannaflokksins fór halloka f at- kvæðagreiðslu þar f gærkvöldi og ein af tillögum hennar, sem er f anda sósfalisma, var felld verka- lýðsleiðtogum til vonbrigða. París 11. nóvember — Reuter. BREZKI forsætisráðherrann, James Callaghan, kemur til Parfs- ar f kvöld til viðræðna við Valery Giscard d’Estaing, forseta Frakk- lands. Er það fyrsti fundur æðstu manna rfkjanna f röð árlegra Leiðtogi stjórnarandstöðunnar og formaður íhaldsflokksins, Margaret Thatcher, sagði í Lond- on í dag, að nú væri stutt í það að stjórnin væri búin að missa öll tök. En Callaghan sagði á rfkis- stjórnarfundi í mogun að stjórnin mundi halda áfram þrátt fyrir ósigurinn og þrátt fyrir tap þing- funda, sem samið hefur verið um til að binda enda á þá tortryggni sem rfkt hefur á milli Frakklands og Bretlands sfðasta áratuginn: Akvörðunin um að halda reglu- lega toppfundi var mikilvægasti Framhald á bls. 22 sæta i aukakosningunum í siðustu viku. í neðri málstofunni sagði hann að þingið hefði reynt að gera tor- tryggilegt lagafrumvarp, sem miðaði að þvf að auka atvinnuör- yggi í höfnum landsins, sem eiga sér langa verkfallasögu. Hvatti hann hafnarverkamenn til að sýna þolinmæði. Þá sendi hann lávarðadeildinni orð í eyra og sagði að hún styddi íhaldsmenn þegar þeir fullyrtu aó athafnir rfkisstjórnarinnar væru öfga-vinstriráöstafanir, og gerðu með því efnahag landsins aðeins illt verra. Ríkisstjórnin reyndi að fá fellda breytingartillögu sem lávarðadeildin hafði gert við hafnarverkamannalagafrumvarp- ið, og sem gerði það i raun að engu. Féllu 311 atkvæði gegn stjórninni en 308 með. Raymond Edde varð fyrir skot- árás í gær Beirut 11. nóv. AP. Reuter. NTB. SKOTIÐ var f dag á Raymond Edde, einn helzta leiðtoga krist- inna manna f Líbanon, úr bifreið skammt frá heimili hans f dag. Slapp Edde með skrámur. Þetta er f annað skipti sem Edde er sýnt banatilræði, þvf að f maf sl. var skotið að bifreið hans og kenndi hann þá hægrisinnuðum falang- istum um að bera ábyrgð á árás- inni. Edde hefur reynt að ná kjöri sem forseti. landsins fyrr á þessu ári. Edde sagði við fréttamenn að hann grunaði að Sýrlendingar stæðu að baki árásinni á hann f dag. Beirútútvarpið sagði frá þvi i kvöld að tiltölulega kyrrt væri i borginni, eftir að sýrlenzkir her- flokkar hefðu tekið við gæzlu þar með miklum búnaði, eins og fram hefur komið i blaðinu. Hafa þeir brynvagna og skriðdreka og vopn- um búna hermenn á öllum helztu stöðum í Beirut, þar sem átök hafa verið. Þó kenndu hægri og vinstrisinnar hvorum öðrum um að hafa byrjað bardaga í ýmsum íbúðarhverfum i borginni í dag þrátt fyrir návist gæzluiiðsins, en fréttastofur telja þær fregnir ýkt- ar. Öllum ber saman um að borgar- ar -í Beirut og víðar i Líbanon bindi miklar vonir við dvöl sýr- lenzka hersins i höfuðborginni þar sem fólk sé orðið örmagna eftir hin ægilegu átök siðustu Framhald á bls. 22 Blaðamanna- verkfall? Ósló 11. nóv. Reuter. SAMNINGAVIÐRÆÐUR um nýja kaupsamninga blaðaútgef- enda og blaðamanna í Noregi sigldu I strand í dag og er liklegt að blaðamenn hefji verkfall frá og með mánudegi. Innan vébanda norska blaðamannasambandsl500 félagar og myndi verkfallið stöðva útgáfu um 100 blaða, svo og fréttastofunnar NTB, ef til þess kemur. Callaghan hittir Giscard í París Sérkennilegar veggmálningar í Leningrad: „I>id erud að kyrkja frelsið en sálin á sér ekki takmörk” Hreinsunarherferð hafin til að má brott slagorð gegn stjórnvöldum Leningrad 11. nóv. AP. EINKAR dularfullt mál virðist nú hafa gagntekið hugi bæði lögreglunnar f Leningrad, svo og ýmissa ráðamanna útborga hennar. AP-fréttastofan hefur eftirfarandi málavexti eftir hópi andófsmanna hér og segir að sagan batni stöðugt f meðför- um, en að Ifkindum sé hún þó sönn. 1 sumar gerðist það, að ein- hver málaði slagorð á veggi Pét- urskastala í Leningrad, þar sem stjórn landsins er gagnrýnd og um svipað leyti voru skrifuð með varalit vapdlætingarorö í svipuðum dúr á stóra verzlun í borginni, málað var á aðalbæki- stöðvar KGB — þá var raunar notuð málning — og meira að segja á nokkra lögreglubíla, sem óku um borgina með slag- orðin máluð á bflana nokkra hríó áður en lögreglumennirnir tóku eftir þeim. KGB náði tveimur játningum frá mönnum, sem eru lista- menn, en ekki er um það vitað hvort þeir hafa verið neyddir til að játa. Andófsmenn segja að leynilögreglunni hafi verið skipað að finna einhvern söku- dólg og hafi Romanov, fyrsti ritari Leningraddeildarinnar, fyrirskipað það í ræðu sem hann hélt fyrir nokkru. T:laði hann þá háðuglega um þessar aðgerðir og sagði að hinir seku hefðu verið gripnir. Aftur á móti óx þeim, er að þessum málningaraðgerðum stóðu, svo ásmegin eftir að þetta lánaðist hvað eftir annað — að þeir fóru að nota olíu- málningu og borgaryfirvöld hafa nú hafið örvæntingarfull- ar hreinsunaraðgerðir til að ná slagorðunum af veggjum. A einum stað var m.a. málað með olíu: „Þið eruð að kyrkja frels- ið, en sál mannsins á sér engin takmörk." Þakti þessi áletrun háan vegg og sást langt að í borginni þar sem henni hafði bersýnilega verið valinn staður með það fyrir augum að sem flestir kæmu auga á hana. Talið er víst að fleiri en þeir tveir sem sagðir eru hafa játað hafi tekið þátt i þessum aðgerð- um, þar sem málningaraðgerðir höfðu bersýnilega verið svo Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.