Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐJÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÖVEMBER 1976 Bannar að nafn * sitt verði nefnt í útvarpsþætti DAGSKRA verður um upp- reisnina f Ungverjalandi 1956 í útvarpinu á sunnudagskvöldið og mun Ilannes Gissurarson sjá um dagskrána og lesa sögu upp- reisnarinnar. Hafði Hannes ætlað sér að flytja í þætti þess- um hluta frægs viðtals, sem Ríkisútvarpið átti við Hjalta Kristgeirsson f fréttaauka að- fangadag jðla en Hjalti dvaldi f Búdapest byltingardagana 1956. t gær brá svo við að Hjafti ritaði Rfkisútvarpinu bréf þar sem hann bannaði að frétta- auki þessi yrði notaður og að nafn sitt yrði nefnt f þættinum. Ef það yrði gert sagðist Hjalti áskilja sér rétt til að leita til dómstðla og að fá þátt f Rfkisút- varpinu um afstöðu sfna til þessa máls. t viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Hannes Gissur- arson að honum hefði fundizt eðlilegt og rétt að skoðanir Hjalta fengju að koma fram í þessari dagskrá: — Það er ein- kennilegt að Hjalti Kristgeirs- son skuli ekki vilja að sjónar- mið sín á uppreisninni í Ung- verjalandi komi fram i þætti um það efni. Mér hefði fundizt að „Ungverjalands-Hjalti" hefði fengið tíma fyrir sínar skoðanir, þar sem hann er eini íslendingurinn mér vitanlega sem kenndur er við þetta land, sagði Hannes Gissurarson. Að sögn Hannesar var það kannað af lögfræðingi Ríkisút- varpsins í gær hvort Hjalti gæti bannað að nafn sitt yrði nefnt í þættinum. Mun niðurstaðan hafa orðið sú að hann gæti það ekki, en Hannes sagðist mundu að tilmælum útvarpsstjóra ekki nefna nafn Hjalta I þættinum. Þá sagði hann einnig, að auð- velt hefði verið fyrir sig að lesa umræddan fréttaauka upp úr Morgunblaðinu, en hann var birtur þar 28. desember 1956, en það yrði ekki gert heldur. Hjalti Kristgeirsson hefur verið blaðamaður við Þjóðvilj- ann og síðastliðinn vetur kenndi hann marxfsk fræði við þjóðfélagsbraut Háskóla ís- lands. Liggurí gjörgæzlu- deild í París MORGUNBLAÐINU hafa nú bor- izt frekari heimifdir um tildrög slyssins f Parfs, er ungur leikari, sem þar hefur verið við fram- haldsnám, Guðmundur Magnús- son, meiddist það alvarlega, að hann liggur nú í gjörgæzludeild sjúkrahúss í Parfs. Tildrög slyssins voru þau, að Guðmundur ásamt kunningja sín- um ætlaði að fara að heimsækja þriðja mann, sem býr í gömlu húsi í París, á 5. hæð. Kunning- inn, sem þeir félagar ætluðu að heimsækja, var ekki heima, svo að þeir félagar settust niður og röbbuðu saman stundarkorn á ganginum þar. Mun Guðmundur hafa setzt á handriðið á stiganum, en á stigapalli var motta. Mottan mun hafa verið á hálu gólfi.og runnið til. Við það missti Guðmundur jafnvægið og datt fram yfir handriðið. Féll hann niður á næstu hæð. Morgunblaðinu hefur ekki tek- izt að fá upplýsingar um liðan Guðmundar, en hann liggur í gjörgæzludeild eins og áður segir. Frá fundi nefndarinnar f gær. Annar fundur „Verð- bólgunef ndarinnar ” svo- annars en VERÐBÓLGUNEFNDIN kallaða kom saman til fundar sfns f gærmorgun rfkisstjðrnin stðð að skipun þessarar nefndar f sfðasta mán- uði. Að sögn Jðns Sigurðssonar, sem er formaður nefndarinnar, er unnið að gagnasöfnun um þessar mundir og gengur það starf allvel að sögn Jðns. Nefndin mun væntanlega skila áliti f febrúarmánuði á næsta ári. Sæti í nefndinni eiga fulltrú- ar þingflokkanna fimm, fulltrú- ar ASÍ, BSRB, VSI og Stéttar- sambands bænda, hagstofu- stjóri og 4 fulltrúar ríkisstjórn- arinnar. I samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Jón Sigurðs- (Ijósm. Ól. K. Mag.). son að gagnasöfnunin beindist aðallega að fjórum þáttum: Verðlagsþróuninni hér og í helztu viðskiptalöndum okkar undanfarin ár, verðlagmyndun í þessum löndum, horfum f verðlagsmálum og að því að kanna hvernig minnka megi verðbólgu hér á landi, en halda fullri atvinnu og jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn eftir viku og ætlunin er að fundir nefndar- innar verði vikulega. Fóðurblanda ódýrari á Akur- eyri en hjá KS á Sauðárkróki Sigurjón Stefáns- son ráðinn fram- kvstj. Togara- afgreiðslunnar Morgunblaðið hefur fregnað að Sigurjðn Stefánsson, skipstjðri á Ingðlfi Arnarsyni, hafi verið ráð- inn framkvæmdastjðri Togaraaf- greiðslunnar í Reykjavík og mun hann taka við störfum á næst- unni. Sigurjón Stefánsson hefur ver- ið einhver farsælasti skipstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkrur um langt skeið. Hann hefur verið skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni, fyrst gamla Ingólfi og nú þeim nýja, í um það bil 26 ár. VERÐ á fóðurblöndu er mjög mismunandi fyrir bændur f Skagafirði eftir því hvaða fyrirtæki þeir verzla við. Munar t.d. rúm- um þrjú þúsund krónum á tonni á algengri tegund af fóðurblöndu hjá fyrirtæk- inu Bústólpa á Akureyri og Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Á tonni af varpfóðri munar enn meiru, eða 6.500 krónum, og eru báðar þessar tölur Bústóipa á Akureyri hag- stæðar. Eitt tonn af a-fóðri, sem er algeng tegund kúafóður- blöndu, kostar sekkjuð 54.480 krónur tonnið kom- ið til bænda hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, en sama teg- und af fóðurblöndu kostar 49.500 kr. tonnið komið til bænda í Skagafirði frá Bú- stólpa á Akureyri. Tonnið af varpfóðri frá Bústólpa komið til bænda í Skaga- firði kostar 51.400 kr., en frá Kaupfélagi Skagfirð- inga kostar það 57.900 kr. Útflutningsuppbæturnar: 450 millj. kr. skuld við bændur verður greidd Landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að ákveðið Fyrsti snjórinn í vetur á Hellisheiði Bifreiðarstjórar, sem lögðu leið sína yfir Hellisheiði í gær á bil- um, sem ekki voru útbúnir til 'vetraraksturs, munu hafa átt í Gagnlegt að fá lifandi samband við borgarbúa” — sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri að loknum vel heppnuðum hverfafundum ÉG GET ekki annað sagt en ég sé mjög ánægður með aðsókn á hverfa- fundunum og ekki síður með þær umræður sem þar fóru fram, sagði Birgir ísleifur Gunnars- son borgarstjóri í viðtali við Morgunblaðið í gær. Haldnir voru sex fundir í hinum ýmsu borgar- hverfum á átta dögum og mér finnst það mjög ánægjulegt hve fólk sýndi mikinn áhuga á umhverfi sínu með þátt- töku í þessum fundum, sagði Birgir. Fundirnir voru þannig skipulagðir að i upphafi flutti borgarstjóri framsöguræðu og greindi frá hverjar breytingar væru líklegastar í borginni næstu 20 árin, en nú er unnið að breytingum á aðalskipulagi borgarinnar. Þá ræddi hann um fjármái borgarinnar og önnur helztu mál Reykjavíkur. Siðan hófust almennar fyrirspurnir og svaraði borgarstjóri spyrj- endum. — Fundirnir voru mjög mál- efnalegir og fólk lítur greini- lega á þessa fundi sem vettvang til að koma á framfæri skoðun- um sínum og leitar svara við spurningum, sem leita á I hin- um ýmsu hverfum, sagði Birgir. — Fyrir mig persónulega er það mjög gagnlegt að fá lifandi samband við borgarbúa, fá gagnrýni þeirra og skoðanir. Maður finnur þá betur hvar skórinn kreppir að og fær hug- myndir um hvernig röð fram- kvæmda ætti að vera, sagði borgarstjóri að lokum. nokkrum erfiðleikum vegna færð- arinnar. I gærmorgun var þar sporrækur snjór, og var það fyrsti snjórinn á Heiðinni í vetur. Sand- ur var borinn á verstu hálku- kaflana og lagaðist færðin þá mjög. Færð er annars með bezta móti á landinu um þessar mundir. Fjarðarheiði Var mokuð í fyrra- dag og fært er um Oddsskarð. Hins vegar er ófært fyrir minni bíla yfir Jökuldalsheiði, lokað er niður I Vopnafjörð og Lágheiði og lokuð. væri að greiða þær 450 milljónir kr. sem enn eru ógreiddar af út- flutningsuppbótum frá sfðasta verðlagsári, en ekki væri Ijóst hvort það gæti orðið fyrir áramót. Agnar Tryggvason framkvæmda- stjóri Búvörudeildar sambands- ins sagði, að ekki væri enn búið að taka ákvörðun um hvernig verð fyrir gærur frá haustinu 1975 yrði gert upp við sláturleyf- ishafa. Agnar sagði gæruseljendur hafa leitað til landbúnaðarráðu- neytisins, þar sem verð á gærum haustið 1975, hefði að þeirra dómi verið ákveðið of hátt miðað við heimsmarkaðsverð, en það væri á engan hátt sanngjarnt að verk- smiðjurnar hér heima yrðu að kaupa gærurnar á hærra verði en gærur byðust erlendis. — Vió höfum lagt á það áherzlu, að stjórnvöld gefi okkur Framhald á bls. 22 Dýpkaði nótina og mokar upp loðminni GlSLI ÁRNI RE 375 kom með um 400 lestir af loðnu til Bolungar- vfkur f gærmorgun og var þetta þriðji morguninn f röð, sem skip- ið kom þangað með loðnufarm. Á þessum þremur dögum er Gfsli Árni búinn að fá um 1000 lestir af loðnu, og er loðnan mjög feit og stór. Fyrir þá loðnu eru greiddar kr. 9.35 og er því aflaverðmætið orðið nokkuð á tfundu millj. króna. A sama tíma og Gísli Árni hefur náð loðnufarmi á hverri nóttu, hafa önnur loðnuskip fengið lítið og sum ekkert. Ástæðan fyrir þessu er, að loðnan heldur sig neðar í tunglskininu en hefur ver- ið síðustu nætur og næst því ekki nema með djúpum nótum. Aður en Gísli Árni hélt á ný til loðnu- veiða fyrir nokkrum dögum, lét Eggert Gislason skipstjóri dýpka nót skipsins nokkuð og er hún nú 68 faðmar á dýpt. Hin loðnuskipin eru með nætur sem eru á kringum 50 faðmar á dýpt og sumar enn grynnri. Auk Gísla Árna talkynntu Helga 2. og Eldborg um loðnuafla I gær- morgun. Helga 2. fór til Bolungar- víkur með 150 lestir og Eldborg hélt suður með landi með á milli 300 ogAOO tonn. Bæði þessi skip voru búin að véra úti í tvær næt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.