Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 3 „Rök Sambandsins eru by ggd á ósannindum’ ’ - segir framkvæmdastjóri Lod- skinns hf. í samtali vid Morgunbladid Að undanförnu hefur orðíð nokkur umræða vegna víðskipta Sambands íslepzkra samvinnufélaga við verksmiðjuna Loðskinn h.f. á Sauðárkróki, en sambandið telur sér nú ekki fært að selja verksmiðjunni þær gærur, sem eru henni nauðsynlegar til að halda áfram rekstri. Sambandið hefur selt Loðskinni h.f. gærur s.l. 5 ár. í þessu sambandi ræddi blm. Morgunblaðsins við Jón Ásbergsson, framkvæmdastjórna Loðskinns h.f., og var byrjað á að spyrja um sögu verksmiðjunnar. ....v'a ---- Fyrirtækið var stofnað árið 1 969 og vinnsla hófst þegar í októ- ber 1970 Sútunarverksmiðja hafði þá í nokkur ár verið óskadraumur forráðamanna á staðnum og þegar árið 1965 faldi iðnaðarmálanefnd Sauðárkróks Jóni Kristinssyni verk- fræðingi að kanna grundvöll fyrir slikum iðnaði á staðnum, en Jón var búsettur í Hollandi og mjög kunnur sútunariðnaðinum þaðan. ---- I fyrstu var sútað fyrir Banda- rikjamarkað, við seldum þangað skinn unnin í langhára teppagærur en árið 1971 brást sá markaður og fyrirtækið var í nokkrum öldudag það ár og næsta eða þangað til við náðum samningum við Pólverja. Siðan höfum við selt þeim mest af framleiðslunni, forsútað skinn, sem Pólverjar nota í pelsagerð. Hráefnið höfum við ævinlega keypt af Sambandi islenzkra sam- vinnufélaga og hafa þau kaup geng- ið vandræðalaust til þessa Að vísu reyndi sambandið að flytja út saltað- ar gærur árið 1972 í stað þess að selja okkur. EnLúðvik Jósepsson, sem þá var iðnaðarmálaráðherra, tók í taumana, enda var það hans mat að fullnægja yrði hráefnaþörf hérlendis áður en hægt væri að leyfa útflutning og ég held þau sjón- armið hljóti að gilda enn l dag, þ.e.a.s. að islenzka markaðinn hljóti að þurfa að metta áður en selt er á aðra markaði. Hver er svo forsaga þess, sem nú er að gerast, þ.e. að sambandið neitar að selja ykkur hráefni? --- I ágúst s.l ræddi ég við framkvæmdastjóra búvörudeildar SÍS, Agnar Tryggvason Hjá honum fengust loforð um að við myndum alla vega fá keypt sama magn og við fengum í fyrra, en þá keyptum við um 213 þúsund gærur af þeim Einnig var í sumar gert ráð fyrir um 7% aukningu á gæruframboði og fórum við fram á að fá hlutdeild i þeirri aukningu. I könnun, sem viðskiptamálaráðu- neytið gerði í september, kom í Ijós að áætla mætti að um 1030 þús. fjár yrði slátrað i haust Þá kannaði ráðuneytið þarfir viðkomandi verk- smiðja og fékk það þær upplýsingar að Sambandið hygðist vinna 450 þús. gærur, Loðskinn 450 þús. og Sláturfélag Suðurlands um 150 þús. I þessu sambandi má geta þess, að samsvarandi tölur i fyrra voru SÍS 350 þús., Loðskinn 2 70 þús. og Sláturfélagið 1 20 þús Hér ver þvi þegar um að ræða 100 þúsund skinna aukningu hjá SÍS. Nú, en samkvæmt þessari könnun iðnaðarráðuneytisins var Ijóst hversu mikið mætti selja til erlendra aðila og voru tölur þar að lútandi samþykktar. Þegar slátrun lauk. kom svo í Ijós að mun færri kindum var slátrað en gert hafði verið ráð fyrir og í október lýsir SÍS þvi yfir að það hygðist enn auka sina vinnslu um önnur 1 00 þús. skinn og sé þvi ekki lengur aflögufært og geti ekki selt okkur neitt. SÍS hefur til sölumeð- ferðar um 700 þús. skinn og af þeim fara 1 00 þús. óunnar gærur til Póllands og 50 þús gráar gærur til Sviþjóðar Sjálfir ætla þeir sér 550 þús. Nú, það liggur i augum uppi, að án þessa hráefnis getur Loðskinn h.f alls ekki starfað M eginrök Sambands islenzkra samvinnufélaga til réttlætingar þessu koma fram i grein i nýjasta hefti Sambandsfrétta, sem var birt í Tímanum i gær, en þau eru, að sútunarverksmiðjan Iðunn á Akur- eyri hafi verið stofnuð með það i huga að vinna þar 600 þús skinn Um þetta segir svo i Sambandsfrétt- um: „Það var frá upphafi augljóst mál. að til þess að fullnýta afkasta- getu þessarar nýju verksmiðju (þ e Iðunnar), þyrfti hún að fá nær allt það hráefni, sem til Búvörudeildar Sambandsins fellur á ári hverju Þegar ákvöréun um stærð verk- smiðjunnar var tekin 1969, varð niðurstaðan sú, að verksmiðjan full- nýtt þyrfti að taka til vinnslu um 600 þús. skinh til að vera sam- keppnisfær á erlendum mörkuðum.” Svo mörg voru þau orð En ef við litum aftur i timann, til þess árs, sem Iðunn var sett á fót, kemur annað i Ijós Fyrirsögn að viðtali við Ragnar Ólason, verk- smiðjustjóra, í tímaritinu HLYN, 9 tbl. 1970, hljóðar svo „Áætlað að súta 300 þúsund gærur á ári " í viðtalinu segir Ragnar ennfremur: „í nýju verksmiðjunni er áætlað að súta 300 þús gærur á ári, en þó mun væntanlega líða nokkurt árabil, áður en allt þetta magn verður full- unnið í pelsgærur " Siðar segir Ragnar: „Svo er auk þess gert ráð fyrir, að verksmiðjuhúsið megi stækka um helming. þess, sem nú er, þegar aðstæður leyfa, þannig að fram- leiðslan geti aukizt um 50% frá þvi sem nú er miðað við " Verksmiðjuhúsið hefur verið stækkað sagði Jón Ásbergsson, og Framhald á bls. 22 EN SAMT FRÁ MARANTZ Superscope A 260 magnari Verð kr. 63.800. Superscope S210hátalari.Verð kr 29.300. Superscope höfuðtól kr. 4.600. Auðvitað eru Marantz hljómtækin dýr. Auðvitað hefur ungt fólk ekki fjárráð um of. Þess vegna varð Super- scope til, fyrsta flokks hljómtæki á viðráðan- legu verði. Með tæknieinföldun og stórframleiðslu tókst þetta. Superscope frá Marantz vegna unga fólksins.sem gerir kröfur til tóngæða. SAMVALDAR NESCO HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR Leiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.