Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 5 Olympíumótið í Haifa: Hálfi vinning- urinn réð miklu Haifa, 11. nóvember, einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Einari S. Einarssyni. Eins og komið hefur fram, þá urðu Bandarfkjamenn Olympfu- meistarar í skák f fyrsta sinn, og stálu því sem næst titlinum frá Hollendingum, sem höfðu leitt mótið svo til allan tfmann, en urðu að lokum að sætta sig við annað sætið. tsland hafnaði sem kunnugt er f 20. sæti með 27. vinninga, en hefði verið f 11.—19. sæti ef það hefði fengið 'A vinningi meira. Svona getur hálfur vinningur skipt miklu oft á tfðum. Annars varð röð þjóðanna þessi: 1. Bandaríkin 37 v, 2. Holland 36,5 v. 3. England 35,5 v. 4. Argentina 33 v, 5. V-Þýzkaland 31 v. 6. ísrael 29.5 v. 7. Sviss 29 v, / Kanada 28,5 v. 9. Spánn 28.5 v. 10. Kolumbfa 28 v. 11.—19. Austurríki, ítalia, Noregur, Chile, Wales, Paraquay, Finnland, Svíþjóð, með 27,5 v. 20—22. ísland, Filipseyjar og Nýja Sjáland 27 v. 23—25. Belgia. Venezúela og Danmörk 26.5 v. Aðrar þjóðir fengu færri vinninga. Þess má geta að Færeyingar höfnuðu í 44 sæti með 21,5 v. Island tók nú þátt í Olympíuskákmóti í 18. sinn, og hefur tekið þátt í þeim samfellt frá árinu 1952, en slík mót eru haldin annað hvert ár. mótum. Hér á eftir fylgir yfirlit um árangur Islands i þessum Ár Mótsstaður Fjöldi landa Röð Sæti 1930 Hamborg 18 15 1933 «• Folkestone 15 15 1936 Munchen 21 19 1937 Stokkhólmur 19 16 1939 Buenos Aires 27 16 1. í B-fl 1952 Helsinki 25 23 5. í C-fl 1954 Amsterdam 26 12 12. í A-fl 1956 Moskva 34 14 2. í B-fl 1958 Munchen 36 22 10. í B-fl 1960 Leipzig 40 23 11. í B-fl 1962 Varna 37 37 11 i B-fl 1964 Tel Aviv 50 29 1. í C-fl 1966 Havanna 52 11 11. í A-fl 1968 Lugano 53 22 8. i B-fl 1970 Siegen 60 27 3. í C-fl 1972 Skopje 63 24 7. í B-fl 1974 Nizza 73 22 6. í B-fl 1976 Haifa 48 20 Monrad Sovétríkin hafa borið sigur úr bítum á síðustu 12 Olympíumótum eða siðan 1952, en á mótinu í Haifa voru þau fjarri góðu gamni, ásamt öðrum austantjaldslöndum og Arabalöndum. Á hvíldardegi í miðju móti var mótsgestum boðið i skoðunarferð um Galileu í hermannafylgd, um söguslóðir Biblíunnar og land kraftaverkanna. Reyndar má segja að tími kraftaverkanna sé enn ekki liðinn hér i ísrael, svo ótrúleg sem saga þjóðarinnar er hér síðasta aldarfjórðunginn eða svo. íbúatala hefur meira en fjórfald- ast, er nú yfir 3 milljónir manna og stórstigar framfarir hafa orðið á öllum sviðum þrátt fyrir þrotlausa_baráttu gyðinga fyrir tilverurétti sínum. Baráttan hefur kostað offjár og 10 þúsund manns látið lífið í baráttunni frá því lýðveldið var stofnað 1948. Á leiðinni til Galileuvatns, sem i biblíusögunum heitir Genesaret- vatn, var komið við í Megiddo, rústum þorpsins, sem jafnað hefur verið við jörðu a.m.k. 22 sinnum í gegnum tíðina. Komið var til þorpsins Tiberias, þaðan sem lagt var á vatnið eins og forðum og siglt til þorpsins Kapernaum, en þar tók fyrsta kristniboðsstöðin til starfa fyrir tæpum 2000 árum. Genesaretvatn liggur 206 metra undir yfirborði sjávar og er álíka stórt og Þingvallavatn. Saga er sögð af Skota einum, sem kom að vatninu einu sinni og vildi fá leigðan bát, en honum þótti leigan dýr. En þetta er nú ekkert venjulegt vatn, var honum sagt, þetta er vatnið sem frelsarinn gekk á. Já, nú skil ég, sagði þá Skotinn og skyldi engan furða. 1 dag ganga menn á vatninu á sjóskíðum og róa til fiskjar á stálbátum. í Kapernaum var skoðað hálfhrunið samkunduhús, ekki ósvipað því, sem Jesús boðaði fagnaðarerindið í og á sama stað. Einnig voru sýndar leifar af húsi Símonar, sem síðan var nefndur Pétur, og gerðist postuli meðfram Genesaretvatni. Að austanverðu liggja Golanhæðir, sem Ísraelar tóku af Sýrlendingum í 6 daga stríðinu 1967 og er nú orðið samheiti fyrir staði, sem þykja ófriðlegir. Um leið og fararstjórinn segir söguna af töku Golanhæða, skýtur hann við og við inn setningum, sem þessum: Héðan var Maria Magdalena ættuð, hér var fjallræðan flutt, hér metaði Kristur mannfjöldann o.s.frv. Það fer því ekki hjá því að manni verði undarlega innanbrjósts. Ekið er um Nazaret, þar er aragrúi kapella, annars frekar óhreinn bær, sérstaklega gamli hlutinn, Arabahverf- ið. Svo er að sjá að kapellur og musteri hafi verið reist á svo til öllum biblíusögulegum stöðum, m.a. uppi á Taborfjalli, þar sem Jesús birtist lærisveinum sínum á ný. Á leiðinni til Hifa er bent á leiðina, þar sem Kristur steig upp til himna og þorpið Nain er þar, en þar vakti Kristur upp son ekkjunnar. Ennfremur var komið við i kibbutz, samyrkjubúi, að nafni Afi- kim, ábökkum Jórdan, einu því stærsta í Israel. Er þetta undarlegt samfélag 1500 manna, sem hafa allt sameiginlegt nema fötin sin og tannburstann. Félagsrekin búskapur og iðnaður er á háu stigi. Hermenn með alvæpni fyqlgdu bilalestinni og gæzluvörður var i hverjum bíl. Ferðin gekk nokkuð hægt vegna þess viðbúnaðar og ekki sist talstöðvarviðskiptanna er fram fóru áður lagt var af stað eftir hvern áfanga. ísraelar vildu að ekkert henti Olympíugesti sina, enda komust allir klakklaust á leiðarenda og á knallið „sivalasal Rondo" um kvöldið. Námsmönnum erlendis fjár vant Á FUNDI námsmanna, sem haldinn var nýlega í Helsingör, var þeim til- mælum beint til rákis- stjórnarinnar að hún hrað- aði afgreiðslu námslána. Segir í frétt frá fundinum, að mörgum námsmönnum þar sé orðið fjárvant og hafi orðið að vinna fyrir sér og því sé nájpisárangur minni og námstími að lík- indum meiri. ■ m m , : attBjMMMBBBIS LÆKJARGÖTU 2 — SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 #141

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.