Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 11 hvort borgarstjóri telji eðlilegt með tilliti til nðlægra húsa að veita slikt leyfi. Borgarstjóri sagSi, að þegar slíkum þjónustumiðstöðvum sem ( þessu húsi, sé úthlutað, þá hafi t(8k- ast a8 ætla þar ákveðna starfsemi. Er þá skilyrði að koma slikri starf- semi upp í húsinu, sem sé aðallega fólgið I að hafa þar nauðsynjar, svo sem matvöru-. mjólk — og brauð og þess háttar. Að öðru leyti er látið ráðast hvaða þjónustu hefur verið þörf i viðkomandi hverfi. Þv( hafi hvorki verið leyft né ekki leyft að hafa samkomusal sem þennan. Raunar taldi borgarstjóri að brýn þörf sé fyrir einhvers konar sam- komuaðstöðu i Breiðholtshverfum. Og þetta sé raunar eini almenni sam- komusalurinn þar Þessi staður hafi ekki vinveitingaleyfi ( þeirri merk- ingu, að borgin hafi nokkuð með það að gera. Hins vegar megi gera ráð fyrir þvi að i einkasamkvæmum geti þessi salur eða sá sem þar heldur samkvæmi. fengið vinveitingaleyfi kvöld og kvöld hjá dómsmálaráðu- neyti. eins og margir slikir salir viðs- vegar um borgina. Hinsvegar hafi borgin engin afskipti haft af þvl máli og ekki veitt nein slik leyfi. Karl Ásgeirsson spurði hve- nær gangbrautir yrðu merktar á Arn- arbakka að Breiðholtsskóla. Borgar- stjóri kvaðst mundu kanna hvort ekki sé rétt að merkja þar gang- brautir. SKAUTASVELL Á LEIKVELLI Vigdís Einarsdóttir spurði hvort gera mætti ráð fyrir skauta- svelli á leikvöllum ( hverfinu i vetur. Borgarstjóri sagði að um þetta hefði verið rætt. Leikvallanefnd hefði tal- að um að reyna að gera tilraun til að hafa slikt skautasvell á ein hverjum malbikuðum leiksvæðum. Sannleik- urinn sé þó sá, að tilraunir hafi verið gerðar ( þessa átt áður og gengið mjög illa að halda svelli á stöðunum. Það sé mjög dýrt. Mikið mannahald þurfi til, helzt alltaf að vera maður tiltækur til að sprauta þegar von er á frosti, og veðráttan sé þannig að skiptist á rigning, slydda og frost. Erfitt hafi reynzt að halda svellum við, þannig að gagn sé að, nema f löngum frostaköflum. Ætlunin væri samt að gera enn eina tilraun með þetta i vetur. en ekki ákveðið hvar. Vera Samúelsdóttir sagði að i Breiðholti II væru lang flest börnin i borginni og þurfi meiri félagslega aðstöðu en annars staðar i borginni. Hvort mannesjan eigi ekki að ganga fyrir bensfnstöðvum. Fagurt útsýni leysi ekki félagslegan vanda. Borgarstjóri kvaðst ekki ætla að endurtaka upplýsingar um dagvist- unarmál, en vildi hins vegar benda á að borgin byggir ekki bensinstöðvar. Þvi hefði hún ekki i hendi sinni val milli barna heimila og bensínstöðva. Að vlsu væri úthlutað lóðum fyrir bensinstóðvar, eins og aðrar þjón- ustustofnanir i hverfunum en sfðan tækju aðrir við að byggja. Benedikt Viggósson minntist á göngugötur i Breiðholti III og spurði hvort ekki væri hugmynd að koma á timabundnu samstarfi hús- varða og lögreglu til gæzlu á verzlun- um á slikum stöðum. Borgarstjóri tók vel í það, þarna væri möguleiki á nánara samstarfi lögreglu og hús- varða ( viðkomandi húsum. Væri gott ef húseigendur, sem kvarta und- an ágangi, sneru sér til lögreglunnar, sem væri ávallt reiðubúin til sam- starfs. Sigriður Einarsdóttir spurði um gæsluvöllin við Fífusel. Birgir Jónsson vék aftur að dagheimilum og leikskólum og leigu- húsnæði, spurði hvort ekki væri hægt að fá undanþágu frá ákvæðum um húsrými, eins og algengt væri I ýmiskonar rekstri, t.d. væru slátur- húsin nýlegt dæmi. Sigfríð Olafsson spurði vegna frétta um innbrot í Sportvöruverzlun og þjófnað á skotfærum meðeftirfar- andi skothríð, hvort borgarstjórn hefði nokkur tök á að gera sllkar verzlanir ábyrgar fyrir geymslu sHkra verkfæra. Benedikt Viggósson spurði hvort ekki væri ástæða til að styrkja Sumargjöf við rekstur barnaheimila. I DÝR GÆSLUVÖLLUR Borgarstjóri tók fyrst fyrir gæslu- völlinn við Fifusel, en framkvæmd hans hefði verið rædd i borgarráði I vikunni. Vandamálið, sem upp hefði komið i sambandi við þá vallargerð, væri það að sumum a.m.k. I borgar- ráði þætti að þar hefði verið teiknað- ur völlur. sem væri allt of dýr I útfærslu. Skipulagsmenn hverfisins og leikvallanefnd hefðu haft áhuga á að gera tilraun með ákveðna gerð húsa á vellinum, er gæti þjónað fyrir bæði úti og innileiki. Á nýjustu gæzluvöllunum hefðu verið byggð hús, þannig að börnin gætu verið inni hluta dags einnig. En kostnaðar áætlun við þennan gæzluvöll væri 32 millj. kr. og það þætti full mikið fyrir einn völl. Sagði borgarstjóri, að þetta vildi borgarstjórnarmenn ræða betur, og kanna hvort ekki mætti draga eitthað úr kostnaði. Þeir gerðu sér grein fyrir þvi, að hægt muni miða við að koma upp völlum I borginni, ef þróunin verði sú að þeir verði svona dýrir. En fljótlega yrðu hafnar þarna framkvæmdir og miðað við að völlurinn verði tekinn i notkun á næsta sumri. Þá úrskýrði borgarstjóri, að sá háttur væri á hafður ( sambandi við Sumargjöf. að borgin byggi leikskól- ana, dagheimilin og skóladagheimil- in, sem siðan séu afhent Sumargjöf til rekstrar. Borgin greiði svo raun- verulega allt rekstrartapið, þó Sum- argjöf reki stofnanirnar að nafninu til. Nú hefði verið rætt um að breyta þessu, þannig að Sumargjöf hverfi úr myndinni, en borgin taki að sér reksturinn að öllu leyti. Og standi yfir viðræður milli borgar og Sumar- gjafar um það. Við að hlusta á frettir um innbrotið I sportvöruverzlunina, sagði borgar- stjóri að sér hefði flogið það sama i hug og Sigfrið. Kvaðst hann telja nauðsynlegt að setja þeim aðilum, sem slik skotvopn selja, reglur um það hvernig frá þeim sé gengið, þannig að ekki nægi að brjóta eina rúðu til að ná i vopn. ERFITTUM FRÁGANGÁ EINKALÓÐUM Magnús Ársælsson spurði hvort borgarstjóri gæti beitt sér fyrir þvi að lóð á bak við Matvörumið- stöðina yrði lagfærð. Borgarstjóri kvaðst kannast við þetta vandræða- mál. Borgin væri búin að gera það, se hún ætti að gera I sambandi ið lóðir þarna. Borgarsvæðin væru komin f sæmilegt horf. Hins vegar væri þar lóð aðila, sem fékk úthlutað á sinum tima og hefur ekki gengið frá sinum hluta. Slikt kæmi stundum fyrir og þá ætti borgin í vandræðum með að knýja viðkomandi lóðarhafa til að ganga frá sinum lóðum. Nú væri að visu, vegna þess að borgin væri reynslunni rikari, búið að setja strangari skilmála við úthlutun en þá var. Þannig að nú sé jafnvel hægt að ganga frá á kostnað eiganda, en það væri ekki hægt miðað við þá úthlut- unarskilmála, sem giltu þegar þessu var úthlutað. Og væru þá engin ráð önnur en fortölur. Lilja Auðunsdóttir spurði hvort ekki mætti takmarka hraða á Vesturbergi, þar sem bilar virði ekki gangbrautarrétt og börnin fari yfir götuna ( Hólabrekkuskóla. Borgar stjóri sagði, að svo kynni að vera að þarna þurfi að setja upp merktar gagnbrautir við Vesturbergið einnig, eins og fyrr var nefnt við Suðurhóla. Þó vafasamt sé að hægt verði að gera sams konar tilfæringar þarna og gert var i Norðurfelli. Það gæti tafið umferðina of mikið. Þetta yrði reynslan að skera úr um, þegar tengingin væri komin niður af Vesturhólunum. Umferðin beinist þá f aðrar áttir, og þurfti að kanna hvaða áhrif það hefði á umferðina um Vesturberg og meta hvaða ráð megi hafa til að tryggja börnunum öryggi við að komast yfir götuna. Hvort þá yrði gangbraut látin nægja eða svokölluð gangbrautaljós lika. það kvaðst borgarstjóri ekki geta fullyrt á þessu stigi. Þar yrði reynslan að skera úr. Þá þakkaði borgarstjóri fundar- mönnum komuna og liflega þátttöku f fundinum. Það væri vissulega mjög mikilvægt fyrir hann ( starfi að geta haft gott samstarf við borgarbúa, þannig að þeir segi beint það sem þeim finnst gagnrýnisvert. Aö visu sé ekki hægt að gera allt svo öllum liki, en engu að siðu sé mikilvægt að fá frá fbúunum sjálfum hvar þeir telji helst að skórinn kreppi i viðkomandi hverfi. Það geri þeim, sem við borgarmálefni fást, betur fært að taka ákvarðanir. Ein af 12 myndasiðum almanaksins. íslenzki hesturinn á Evrópualmanak í HOLLANDI erum þessar mundir verið að leggja sfðustu hönd á útgáfu almanaks með myndum af íslenzka hestinum og er almanak þetta tals- vert stærra I sniðum en fólk á að venjast hér á landi. Mbl. spurði Harald J. Hamar ritstjóra og útgef- anda lceland Review um gang máls- ins, en blaðið á aðild að útgáfunni. Sagði hann að almanakið kæmi á markaðinn I lok mánaðarins, það væri allt litprentað — með myndum af hestinum I íslenzku umhverfi allra árstíða, tólf arkir, sem hver um sig væri á stærð við opnuna í Morgun- blaðinu, Útgáfan er í höndum lceland Review og fyrirtækis eins f Haarlem f Hollandi, sem er eitt af dótturfyrirtækjum Elsevier- forlagsins hollenzka, en unnið f sam- vinnu við FEIF, Evrópusambands ís- landshestaf élaga. „Hugmyndin að þessu viðamikla fyrirtæki er komin frá FEIF, sem hefur mikinn áhuga á að kynna fs- lenzka hestinn á meginlandinu — og telur þetta m.a. mjög vænlega leið," sagði Haraldur. „Nokkrir forráða menn FEIF báðu mig að athuga möguleikana á að lceland Review réðist f þetta. Ég fann traustan sam- vinnuaðila f Haarlem, sem Ifka gat annazt dreifinguna á meginlandinu f samvinnu við FEIF — og þótt alamanakið sé ekki komið á markað- inn er þegar farið að selja það ytra. Þannig hafa aðildarfélög FEIF, sem eru f Belgfu og Austurrfki þegar dreift pöntunarseðlum til meðlima sinna f þúsundatali — og auglýsing- ar og pöntunarseðlar dreifast með nóvember og desemberútgáf um nokkurra þekktra hestatfmarjta f Evrópu f allmiklu upplagi. Ég heyrði frá dr. Isenbúgel, forseta FEIF, sem búsettur er f Sviss, f gær — og sagði hann vera farinn að halda að kynn- ing þessi á fslenzka hestinum yrði stórkostlegri en hann hefði nokkru sinni látið sig dreyma um. Ef svo verður —þá er tilganginum náð," sagði Haraldur. Aðspurður sagði Haraldur, að myndirnar væru bæði eftir fslenzka og erlenda Ijósmyndara, flestar ný- legar, tiltölulega flestar eftir Guð- mund Ingólfsson, sem hefði f heilt ár unnið að hestamyndatökum fyrir lceland Review f öðru skyni. „Þær eru margar mjög kraftmiklar, ekki sfzt þegar búið er að stækka þær svona mikið — og ég veit að þær eiga eftir að hanga á veggjum löngu eftir að 1 977 er liðið." Haraldur var að lokum spurður að þvf hvenær almanakið kæmi á mark- að hér heima. „Ætli það verði ekki upp úr mánaðamótum, en það verð- ur vart mjög mikið magn," sagði hann. Nú á dögum eru bömin allt of sjaldan með þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast hjá mömmu og pabba. Ekki síst þegar farið er út að borða. En nú er orðið leikur að bjóða þeim með í fínan mat í Blómasalinn. Við veitum helmings afslátt á kalda borðinu fyrir böm 12 ára og yngri. Þá kostar það 1.860-930 eða 930.00 kr. Einnig er framreiddur matur eftir sérstökum bamamatseðli á hagstæðu verði. Opið kl. 12-14.30 og 19-22.30. Kalt borð í hádeginu. HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.