Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 Peysur Skyrtur Blússur Stakar buxur Gallabuxur Stakir jakkar áfSmm. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS ^j) KARNABÆR Laugavegi 66 Simi frá skiptiborði 28155 Harð j axlinn sem Smith skildi eftir í Genf ÞEGAR lan Smith fór heim frá Genf um daginn tók Pieter van der Byl, utanríkisráðherra Ródesíu, við af honum í samningaumleitaninni. Van der Byl þykir mikill hægrimaður. Svo mikill, að jafnvel hvítir Ródesíumenn segja hann hægrisinnaðan. Þegar lan Smith gaf Byl umboðið til samninga fyrir sína hönd komst fréttamaður nokkur frá Ródesíu svo að orði, að þar hefði valizt sá allra ráðherranna í Ródesíu, er sízt væri fallinn til þess að semja við blökkumenn Þetta má lík- lega til sanns vegar færa Byl trúir því statt og stöðugt, að hvíti kynstofninn sé þeim svarta langtum fremri að öllu leyti Má búast við því fastlega, að honum takist að reita hina blökku þjóð- frelsissinna til reiði oft og mörgum sinnum Hann gerir sér sannarlega ekki háar hugmyndir um viðmælendur sina í Genf Sagði hann fréttamanni fyrir skömmu, að hann hefði verið „settur til þess að fást við hóp atvinnu- lausra umferðahermdarverkamanna '. Þetta viðhorf þykir ekki boða gott um samningaviðræðurnar i Genf. Með þessu móti verður seint samið um meirihlutastjórn blökkumanna i Ródesiu Og þar er kominn mergurinn málsins. Vestrænum diplómötum er næst að halda, að Smith hafi falið Byl að semja fyrir sig, af ásettu ráði, sem nú skal rakið. Diplómatar telja Smith eiga tveggja kosta völ. Hann getur látið undan blökkumönnum og orðið við kröfum þeirra vafningalaust. Það er fyrri kost- urinn. Hinn er sá að spilla samninga- viðræðunum vísvitandi. Er talið að sú sé ætlun Smiths; að öðrum kosti hefði hann ekki sett í stað sinn slíkt hörkutól sem Byl er. Fari samningaviðræðurnar út um þúfur mun Smith svo liklega snúa sér til John Vorsters, forsætisráð- herra Suðurafríku, segja honum, að engu sé um að kenna nema þvermóðsku og ofstæki blökkumanna Stjórnarskrá eftir máli Gerard Viratelle skrifar um Indland og það, sem nefnt hefur verið „löglegt einræði” Indiru Gandhi INDVERSKA þingið mun innan skamms fjalla um frumvarp varðandi breytingar á stjórnarskrá landsins. Alls eru breytingarnar 59, fieiri og viðameiri en nokkru sinni frá þvi að stjórnaskrá Indlands varð að lögum árið 1950. Breytingarnar eru samdar af Indiru Gandhi forsætisráðherra og koma fyrst og fremst henni sjálfri I hag. Flokkur hennar, Congress- flokkurinn, hefur 2/3 meirihluta I báðum deildum. Raunar hefur flokk- urinn 366 atkvæði á þinginu, stjórn- arandstaðan aðeins 4, þar eð flestir þingmanna hennar eru annað hvort I fangelsi eða neita að taka þátt í umræðum og kosningum um stjórn- arskrá rbreytingarnar. Eftirfarandi þýðing á grein, sem nýlega birtist I Le Monde eftir Gerard Viratelle. Þ. 29 október s.l. voru völd Indiru Gandhi enn fremur aukin með laga- setningu, sem takmarkar til muna völd forseta landsins Hlutverk hans verður nú fyrst og fremst táknrænt Aður var forseta Indlands unnt að vera ósam- mála forsætisráðherranum, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði, líkt og Giri Eftirmaður Giri forseta og núverandi forseti Indlands, Fakkrudin Ali Ahmed skrifaði fúslega undir reglurnar varð- andi neyðarástandið (júní 1975). Hann hefur þó í seinni tíð reynt að setja sig upp á móti ýmsum aðgerðum Indiru Gandhi, eins og t.d. þegar hann veitti andstæðingi hennar, Narayan, áheyrn. Þá er Ahmed Múhameðstrúar og hefur ekki leynt andúð sinni á „sjálfviljugum ófrjósemisaðgerðum", sem hafa valdið mótþróa meðal trúarbræðra forsetans. En síðan 29 október er hann ekki annað en leikbrúða forsætisráðherr- ans. Indverska þingið hefur enn fremur samþykkt og lýst yfir, að kosningum verði frestað um eitt ár, eða til ársins 1978 „Enn er ekki rétti tíminn til kosninga,” segir dómsmálaráðherrann Þó er hverjum þeim, sem undir núver- andi kringumstæðum hefur stjórnar- tauma Indlands í sínum höndum, tryggður sigur Hér er aðeins verið að kaupa frest. Indverska þingið kann aS hafa virzt stofnun ófrjórra umræðna og leiksvið þrýstihópa, en a.m k. var öll- um stjórnmálaskoðunum Ijáð þar eyra Það kann líka í eina tíð að hafa verið tákn fyrir margbreytileika indverskra stjórnmála. En nú hefur það gert valda- leysi sitt að lögum og er aðeins gúmmístimpill E.t.v. munu lýðræðissinnaðir Ind- verjar hugga sig við þá staðreynd, að allar þær breytingar á lögunum, sem stuðla að tryggari sessi stjórnarinnar, hafa verið gerðar með því sem virðist vera fullkomin virðing fyrir lagabók- stafnum. Breytingarnar gera að lögum allar reglugerðir og bráðabirgða- ákvæði, sem stofnað hefur verið til frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.