Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 Saudárkrókur: FRAMKVÆMDIR á vegum Sauðárkróksbæjar hafa verið miklar á þessu ári og miða þær flestar að þvi að skapa bænum aukna vaxt- armöguleika. Þannig hefur mikið átak verið gert í hafnarmálum staðarins. Lögð hefur verið áherzla á bættar samgöngur til Sauðárkróks, bæði með vegalagningu og fyrir skömmu var þar tekinn í notkun nýr flugvöllur, sem mun auk innanlandsflugs þjóna sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Húsbygg- ingar hafa verið miklar á Króknum á undanförnum árum og sem dæmi um það má nefna að nýtt hverfi i hliðunum sunnan og vest- an við bæinn hefur risið af grunni á örfáum árum. Miklir vaxtarmöguleikar, en vaxtarverkirnir erfiðir Til að segja okkur frá helztu fram- kvæmdum á vegum Sauðárkróks- kaupstaðar fengum við Þóri Hilmarsson, bæjarstjóra á staðnum, til liðs við okkur. Fer frásögn Þórðar hér á eftir. — Frá 1974 hefur verið unnið fyrir um 130 milljónir við hafnar- framkvæmdir hér 1974 var rekið niður nýtt, tæplega 200 metra stál- þil á hafnargarðinum. Síðan hefur lýsing verið bætt mjög við höfnina Byggðin hefur þotið upp örar en nokkur átti von á í þessu nýja hverfi á Króknum og eru nú allar einbýlishúsalóðir uppurnar. (Ljósm. Mbl. áij). skipulagningu nýs hverfis í hlíðun- um sunnan og vestan við bæinn Var það skipulagt fyrir u.þ.b. 500 íbúa og áætlað að það myndi duga fram til ársins 1980 Nú er svo komið að allar einbýlishúsalóðir í bænum eru uppurnar og verðum við að skipuleggja nýtt hverfi svo fljótt sem auðið er — Það fer ekki hjá því að bær eins og Sauðárkrókur hafi nokkra vaxtarverki þvi uppbygging á staðn- um hefur verið mjög ör Þarfirnar aukast mjög með hverju árinu og örar en hægt er að afla tekna, þann- ig að við erum í stöðugum fjárhags- erfiðleikum. Ný fyrirtæki og auknar tekjur koma ekki fyrr en siðar, en hér þurfa að rísa hæfilega stór fyrir- tæki — ekki stóriðja Það þyrfti t.d að kanna hér á Norðurlandi vestra hvort ekki eru möguleikar á vinnslu blágrýtis. Það gæti svo aftur orðið forsenda fyrir virkjunarframkvæmd- um í jökulsánum í Skagafirði eða Blöndu. — Hér hefur verið unnið mikið að malbikun í sumar og malbikaðir 20 þúsund fermetrar fyrir um 86 milljónir króna, og er þá undirbún- ingsvinna innifalin. Vatnsveitufram- kvæmdir hafa verið talsverðar og verið kostað miklu fé til þeirra og varðandi heita vatnið hér þá þarf að bora eftir enn heitara vatni en við höfum í hitaveitunni okkar. — Til viðbótar þessu má nefna að hótelið er í litlu húsnæði, sömuleiðis er samkomuhúsið lítið og hér vantar tilfinnanlega hús fyrir tónlistarstarf- semi. íþróttahús vantar einnig á staðinn og allt eru þetta knýjandi verkefni fyrir okkur að sinna, sagði Þórður Hilmarsson bæjarstjóri á Sauðárkróki að lokum. — áij. Þórður Hilmarsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki. og gengið hefur frá vatns- og raf- lögrium Steyptur hefur verið kantur utan á garðinn með dekkjum og tilheyrandi og í sumar leið dældi dýpkunarskipið Hákur upp 39 þús- und rúmmetrum úr höfninni og var þessu efni dælt á land og hefur i sumar orðið til talsvert landsvæði til viðbótar við höfnina. — Enn er miklu ólokið við hafnar- framkvæmdirnar og áætlun fyrir 1977 er að setja þekju á hluta garðsins í ráði er að byggja nýtt vigtarhús og setja upp nýja hafnar- vog. Gamla trébryggju þarf að end- urbyggja og bæta aðstöðu fyrir smá- báta Gera þarf sérstakar öldu- og straumrannsóknir og síðast en ekki sízt þarf að koma garður að sunnan- verðu, sem lokar höfninni Höfnin hér á Sauðárkróki er afgreiðsluhöfn fyrir stórt hérað og það er eitt af grundvallaratriðum fyrir svona bæ að hún verði eins góð og framast er kostur — Samgöngur eru annað veiga- mikið atriði fyrir bæinn og við fögn- um t d brúargerð yfir Eystri- Héraðsvötn. Við leggjum áherzlu á að vegurinn til V rmahlíðar verði bættur og lagfæra þarf veginn yfir Þverárfjall. Sá vegur stytti mjög leið- ina til Blönduóss og Skagastrandar og knýtti þessa þrjá bæi meira sam- an. — Á flugvellinum nýja er 1 200 metra flugbraut og er hann varavöll- ur fyrir millilandaflug. Á hann vantar enn malbik og flugstöð, en með tilkomu hans breytast mikið mögu- leikar bæjarins til aukins vaxtar — Hingað geta færri flutzt en vilja, einfaldlega vegna þess að hér vantar húsnæði Bærinn er að byggja 14 ibúða fjölbýlishús og verður það afhent 1 desember og síðan byrjað á öðru húsi sams kon- ar, sem bærinn leigir síðan út. Fyrir nokkrum árum var hafizt handa við Framkvæmdir við höfnina eru mikið hagsmunamál Sauðárkróksbúa Baráttudagur grunnskóla- kennara í V est- mannaeyjum A BARÁTTUDEGI grunnskóla- kennara f Vestmannaeyjum var það samþykkt að beina nokkrum atriðum til stjórna S.I.B., L.S.F.K. og B.H.M. og samninganefnda með næstu samninga f huga. 1. Starfsheitið kennari verði lögverndað. Þeir einir kenni á grunnskólastigi, sem til þess hafa full réttindi og hafi þeir sömu laun. 2. Sama kennsluskylda skal vera f grunnskólum öllum. 3. Einhliða ákvörðun rfkisvalds- ins um lengingu starfstfma kenn- ara verði hrundið. 4. Reglugerðir um skólahald brjóti ekki f bága við anda grunn- skólalaganna. 5. Samtök kennara kynni störf þeirra. I greinargerð sem grunnskóla- kennarar f Vestmannaeyjum senda með þessum ábendingum, segir m.a. að „jafnframt þvf sem tekið verði með öllu fyrir ráðing- ar réttindalausra f kennslustörf, verði þeim sem nú starfa rétt- indalausir gefinn kostur á að ná réttindum með námi á námskeið- um f eða utan skóla og verði þá tekið tillit til fyrri menntunar og starfsreynslu.“ Þá segir f greinargerðinni að það sé ekki f anda grunnskólalag- anna að meðaltala nemenda f bekk skuli vera 28, það sé ekki á nokkurs manns færi að sinna hverjum einstaklingi svo full- nægjandi sé f svo fjölmennum hekk. ísland kynnt ísjónvarpi íLúxemborg ISLAND var í brennidepli í sjón- varpsstöð Radio Luxemborg s.l. föstudagskvöld, en þá var flutt löng dagskrá um Island. Það var fyrirtækið, sem fram- leiðir og selur Martini, sem sá um þessa útsendingu, sem er sú fyrsta af nokkrum slíkum. Sýndar voru kvikmyndir um landið, m.a. kvikmynd, sem Robert Davis tók fyrir þremur árum á vegum Ferðaskrifstofu (Jlfars Jakobs- ens. Sú kvikmynd sýnir ferð um hálendi Islands og vakti hún mikla athygli. Helga Björnsson og Antonie Zuitard, skrifstofustjóri Flugleiða 1 Brtissel, sögðu frá Is- landi og tslendingum. Þá var spurningakeppni um land og þjóð og þau tvö, sem stóðu sig bezt í henni fengu Islandsferð að laun- um. Þessari íslandskynningu var sjónvarpað á bezta tíma og er talið að um fjórar og hálf milljón manna í Luxemborg, Belgfu og Frakklandi hafi horft á hana. 2,3%hækkun framfærslu- vísitölunnar KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostn- aðar í nóvemberbyrjun 1976 og reyndist hún vera 645 stig eða 14 stigum hærri en í októberbyrjun 1976. Hækkun vfsitölunnar frá októberbyrjun til nóvember- mánaðar er nánar tiltekið 14,49 stig eða 2,4%. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 |R«r0miblabiÖ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.