Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 17 Danskurgaman- leikari í Norrænahúsinu JESPER Klein, þekktur, danskur gamanleikari, mun skemmta í Nor- ræna húsinu tvisvar sinnum, I fyrra skiptið n.k. sunnudag kl. 16 og kl. 20:30 á miðvikudagskvöid í síðari skiptið Efnisskráin nefnist á sunnu- dag „Intim Finkultur tilbydes af yngre Herra i pæne Omgivelser" en á miðvikudagskvöldið verður efnið úr „Kleins komiske Laboratorium", sem varast ber að rugla saman við hið þekkta fyrirtæki Steins kemiske lagoratorium, segir í frétt frá Nor- ræna húsinu. Jesper Klein, sem er einn þekkt- asti gamanleikari Dana, fæddur árið 1 944 og hefur hann leikið í mörg- um kvikmyndum, m.a. „Balladen om Carl Henning" og „Blind makk- er", sem hefur verið sýnd lengi í Kaupmannahöfn. Jesper Klein kem- ur oft fram í útvarpi og sjónvarpi í Danmörku og hér birtist hann ein- mitt í atriðum á þvf sviði sem hann er þekktastur fyrir í Danmörku, skop- kenndum eins manns leik „One- man-show", þar sem hann tengir Danski gamanleikarinn Jesper Klein skemmtir I Norræna húsinu á sunnudag og miðvikudag. saman hin spaugilegu atriði með notalegu rabbi. Stjórn SÍNE ályktar um lánamálin: Athugasemdir náms- manna ekki virtar STJÓRN Sambands íslenzkra námsmanna erlendis hefur sent frá sér ályktun um lánamál náms- manna og er þar mótmælt harð- lega þeirri nýsettu reglugerð um úthlutun Lánasjóðs fslenzkra námsmanna um námsaðstoð. Segir stjórnin lagasetninguna vera harkalega skerðingu á kjörum námsmanna og gangi hún þvert á samþykkt rfkisstjórnarinnar frá 13. nóv. 1975 þess efnis að það sé stefna hennar að öllum þeim, sem vilja og geta verði gert kleift að stunda nám án tillits til efnahags. Jafnframt lýsir Stjórn SlNE van- trausti sfnu á meirihluta stjórnar LlN fyrir „þátt þeirra f þessum atlögum að kjörum námsmanna", eins og segir f ályktuninni. Helztu atriði sem stjórn SINE hefur við hinar nýju úthlutunar- reglur að athuga eru eftirfarandi: „1. Að lánsupphæð skuli ekki miðuð við framfærslu þunga en það þýðir beinlínis að fjölskyldu- fólk eigi ekkert erindi á sérnám. 2. Að ekki skuli veitt lán til skemmra náms en tveggja ára. 3. Að tillit sé aðallega tekið til barna þegar það horfir til lækkunar lána. 4. Að hvergi sé tekið tillit til framfærslu maka, sem hefur ekki aðstöðu til tekjuöflunar s.s. vegna veikinda barna o.s.frv. 5. - Að ekki skuli tekið tillit til skólagjalda nema þau nemi a.m.k. eins mánaðar framfærslu. 6. Að framfærsla barna skuli aðeins metin 25% af framfærslu fullorðins fyrir fyrsta barn en síðan 12,5% af næstu, þ.e. í þeim tilvikum þegar tillit er tekið til þeirra. 7. Að framfærslukostnaður skuli ekki miðaður við framfærslu- kostnaðarkönnun er gerð var árið 1973, heldur byggt á ágizkunum og handahófskenndu mati ein- staklinga sem virðast hafa þá trú á námsmönnum, að þeir geri allt til að svíkja fé út úr LlN. 8. Að ekki sé tryggt að lán fullnægi fjárþörf námsmanna um- fram eigin tekjuöflun, þ.e. að 100% lán séu veitt.“ Þá vill stjórn SÍNE mótmæla þeim drætti sem orðið hafi á út- hlutun haustlána en úthlutun þeirra skuli hafin fyrir 15. október. Tveir leikaranna f Tony teiknar hest, Arni Kárason t.v. og Björn Magnússon. Leikfélag Kópavogs: Tóny teiknar hest LEIKFÉLAG Kópavogs er að hefja aftur sýningar á gaman- leiknum Tóny teiknar hest, eft- ir Lesley Storm, en leakstjóri er Gísli Alfreðsson. Leikritið verð- ur sýnt fyrst næstkomandi laugardag kl. 20.30. Einnig er áformað að hefja sýningar á barnaleikritinu Rauðhettu sunnudaginn 21. nóv. n.k. Leikstjóri Rauðhettu er Jóhanna Norðfjörð. Nú standa yfir , sýningar á Glötuðum snillinéum í Kópa- vogi, hinu kunna verki Will- iams Heinesen. „ Af Sjónar- hrauni” — austfirzkir þættir eftir Eirík Sigurðsson „AF Sjónarhrauni, austfirskir þættir" nefnist ný bók eftir Eirík Sigurðsson skólastjóra. I þáttum þessum kennir margra grasa. Sagt er frá prentlist og blaðaútgáfu á Eskifirði og Seyðis- firði á fyrri tið og koma ýmsir þjóðkunnir menn við sögu, svo sem Jón Ölafsson, Þorsteinn Erlangsson, Ari Arnalds og Skafti Jósefsson Rakið er ábúendatal Dfsastaða í Breiðdal í hálfa þriðju öld og itar- leg lýsing á Fossárdal og byggð- inni þar. Þættinum fylgja mergj- aðar draugasögur tengdar stöðum þessum. Þættir eru um listamennina Finn Jónsson og Jóhannes Kjar- Eirfkur Sigurðsson. val, þáttur um dr. Stefán Einars- son og annar um Margréti Jóns- dóttur móður hans. Loks er nokk- urt safn þjóðsagna úr Borgarfirði eystra. Bókin er 192 bls. að stærð. I henni eru allmargar myndir og henni fylgir Itarleg nafnaskrá. — Otgefandi er Skuggsjá. Vestfjarðabátar: Heildarafl- inn í október GÆFTIR voru góSar hjá VestfjarSa- bátum fyrri hluta mánaðarins. en ógæftasamt slSari hlutann. Nokkrir llnubátar hófu róSra I byrjun mánaS- arins. en llnuútgerS hófst ekki al- mennt fyrr en undir lok mánaSarins. Afli llnubátanna var mjög misjafn. en afli togaranna var yfirleitt fremur góSur. Nokkrir bátar voru aS skjót- ast á færi, áSur en rækjuveiSar byrj- uSu, en fengu flestir lltiS. Afli drag- nótabáta, sem ennþá voru aS veiS- um. var einnig tregur. Heildaraflinn I mánuSinum var 3.236 lestir, en var 3.165 lestir á sama tlma I fyrra. Af llnubátunum var Kristján GuSmundsson frá SuS- ureyri aflahæstur með 93,4 lestir I 19 róSrum, en I fyrra var Vestri frá PatreksfirSi aflahæstur I október meS 104,5 lestir I 22 róSrum. GuS- bjartur frá ísafirSi var aflahæstur togaranna meS 371,1 lest en hann var einnig aflahæstur I október I fyrra meS 276,4 lestir. Færeyjar Markaóur fyrir þig? Þegar íslendingar leita sér aö markaöi erlendis fyrir framleiösluvörur sínar, yfirsést þeim gjarnan einn markaöur, þrátt fyrir nálaegð hans og skyldleika - þaö eru Færeyjar. Þaö er ef til vill smæö færeyska markaðarins, sem veldur því aó hann gleymist svo oft, og satt er þaö stærri markaðir finnast - en stæröin segir ekki allt, söluárangur ræöst ekki alltaf af stærö mark- aöarins. Markaður af viöráöanlegri stærö, er þaö sem flest íslensk framleiöslu- fyrirtæki hefur vantaö - og þaö aö færeyski markaöurinn skuli ekki vera stærri er einn af kostum hans- þaö gerir seljendum auöveldar meö aö nálgast hann, meö litlum tilkostnaöi. í Færeyjum býr 43 þúsund manna dugmikil þjóö, lífskjör eru þar góö, laun há og kaupgeta mikil. Sögulegur bakgrunnur færeyinga og íslendinga er hinn sami, og margt er skylt meö þjóöunum, tengsl á mörgum sviðum mjög náin og tungu- málaerfiöleikar ekki teljandi í samskiptum þjóöanna. Þessir þættir skipta miklu máli þegar á reynir - og oft hefur sannast frændsemi færeyinga og jákvæö afstaða í okkar garö og þess sem íslenskt er. Aö stunda sölustarfsemi viö slíkar aðstæður sem okkar bjóöast í Færeyjum, er í rauninni einstakt tækifæri - og þegar allt kemur til alls, þá eru Færeyjar ekki svo lítill markaöur, íbúafjöldi Færeyja er sá sami og íbúafjöldi Akureyrar - Kópavogs - Hafnarfjarðar og Keflavíkur til samans. Og hvaóa íslenskur framleiöandi eöa seljandi myndi vilja vera án viðskipta viö íbúa þessara staða. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa náö góöum söluárangri í Færeyjum, og sýnt þannig aö þeir markaðsmöguleikar sem kunna aö bjóöast í Færeyjum eru sannarlega þess viröi aö þeir séu athugaöir. Hvernig væri aö kanna máliö? í vetur munum viö fljúga tvisvar í viku um Egilsstaöi til Færeyja, á fimmtudögum og sunnudögum. Viö höfum náö hagstæöum samningum viö Hótel Hafnia um gistingu, og getum þannig boöiö lægra verö, þeim sem kaupa saman flugfar og gistingu í 3 nætur. Fjölgun Færeyjaferöa okkar í vetur gera íslendingum kleift aö auka samskiptin viö færeyinga á öllum sviöum. Til þess er leikurinn geröur. AKUREYRI eSILSSTAÐlR 0 • _ ^ ^ REYKJAVÍK* a* ** • ÞÓRSHÖFN • VESTMANNAEYJAR flucfélac L0FTLEIDIR LSLANDS VCX3AR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.