Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 23 Hollenzka ylræktarverið — Óraunhæfur draumur? MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð um ylræktarver eftir Ásmund Ásmundsson, Elías Davíðs- son og Vilhelminu Loftsson, en greinargerð þessa hafa þau unnið á vegum starfs- hóps um auðhringa. Eins og alkunna er, standa nú nokkur sveitarfélög, einkum þó Reykjavik og Hveragerði. I mikilli samkeppni um að fá að reisa ylrækt- arver I samvinnu við hollensk fyrir- tæki. Hinn mikli áhugi sveitarfélag- anna á þessari blómaverksmiðju vek- ur upp vangaveltur um það, hvort hér sé loks á ferðinni sá Iffgjafi islensku atvinnulifi, sem lengi hefur verið beðið eftir. Tildrög þessa máls má rekja til skýrslu er ber heitið „Frumhönnun á hagkvæmni ylræktarvers og tillögur um framhaldsathuganir", sem kom út á vegum Rannsóknaráðs rikisins i febrúar 1974. Þessi ágæta skýrsla hefur rutt brautina að framhaldsat- hugunum á þessu sviði, fjallað um ýmsa valkosti við hönnun, byggingu, rekstur og framleiðslu og gert ákveðnar tillögur þar að lútandi. Frá þvi skýrslan var birt, virðist sem frumkvæði þessa máls hafi færst I hendur landbúnaðarfulltrúa Hollands i Lundúnum. Hann hefur á undanförnum tveim árum unnið öt- ullega að þvi að koma á samvinnu milli íslands og Hollands um bygg- ingu ylræktarvers, án þess að nokk- ur sérstakur tilgangur, að þvi er virð- ist, liggi þar að baki, annar en vin- átta þjóðanna. Fyrir nokkru bárust landbúnaðar- ráðherra og borgarstjóranum i Reykjavik endanleg tilboð fra hol- lenskum fyrirtækjum um byggingu og rekstur ylræktarvers. Fulltrúar þessara stofnana, svo og fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og Rannsókna- ráðs rikisins hafa látið frá sér fara „Lokaskýrslu um ylræktarver". sem er umsögn þeirra um ofangreind til- boð. Skýrslan var nýlega lögð fram I borgarráði Reykjavikur. Þeir hollensku aðilar, sem komið hafa við sögu þessa mál (auk land- búnaðarfulltrúa Hollands i Lundún- um) eru: 0 Voeskamp en Vrijland, framleið- endur gróðurhúsa 0 Philips, framleíðandi Ijósbúnaðar o.fl. (umboð: Heimilistæki h/f) 0 W. Moolenaar & Zonen, dreifing- araðili á blómum og græðlingum, sem býðst til að greiða fyrir sölu græðlinga úr ylræktarverinu gegn 10% þóknun. Fulltrúar fyrstu tveggja fyrirtækj- anna hafa þegar komið til íslands i árangursríka söluherferð á s.l. vori og fengið þá tækifæri til að kynna hugmyndir sinar fyrir sjálfum forsæt- isráðherra, tveim öðrum ráðherrum og sjónvarpsáhorfendum landsins. j Lokaskýrslunni er getið eftirfar- andi aðalatriða, sem hollensku fyrir- tækin munu annast: 1. Sala og uppsetning mannvirkja með Ijósbúnaði fyrir um 526 milljón- ir króna. 2. Lánafyrirgreiðsla. er nemi allt að 90% af stofnkostnaði. til 6 ára með 7,75 vöxtum. 3. 25% þátttaka i fyrirtækinu. 4. Vilyrði fyrir þvi að koma fyrir- tækinu I samband við markaðsaðila. Ef miðað er við að áætlanir og spár Lokaskýrslunnar standist, munu tekjur af græðlingasölu nema 271,7 milljónum króna á ári, en rekstrar- kostnaður ásamt afskriftum verða 220,5 milljónir króna. Rekstraraf- gangur myndi þannig verða um 51 milljónir króna á ári, þegar fullum afköstum er náð. Slík arðsemi þykir ágæt. ekki sist þegar haft er i huga, að góð lán eru I boði til greiðslu á stofnkostnaði. En málið er því miður ekki svona einfalt. 1. Athugun á fjárstreymi fyr- irtækisins Við athugun á rekstraráætlun fyr- irtækisins (sbr. Lokaskýrsla), kemur i Ijós að endurnýja þarf Ijósaperur á 2—5 ára fresti. tæki og áhöld á 5 ára fresti. raflagnir, lýsingarbúnað og lampa á 10 ára fresti og önnur mannvirki á 20—25 ára fresti. í yfirliti um fjármagnsflæði fyrirtækis- ins — sem fylgir Lokaskýrslunni (sjá töflu 1) —, er ekki gert ráð fyrir endurnýjunarkostnaði. en skv. rekstraráætlun er endurnýjun metin á 49,8 milljónir á ári (undir 8. lið: „afskriftir"). Ennfremur kemur I Ijós. að ekki er gert ráð fyrir greiðslu opinberra gjalda við mat á greiðslustöðu fyrir- tækisins. Loks má nefna að ekki er gert ráð fyrir aðf lutningsgjöldum af mann- virkjum og útbúnaði I útreikningum Lokaskýrslunnar og er það útaf fyrir sig óeðlileg fyrirgreiðsla við fyrirtæk- ið. sé það haft í huga. að aðrir innlendir útflutningsaðilar þurfa að greiða sllk gjöld. Við endurútreikning á greiðslu- stöðu fyrirtækisins höfum við undir- rituð bætt inn kostnaði vegna endur- nýjunar og vegna opinberra gjalda (ekki þó aðflutningsgjöld). en til ein- földunar slepptum við kostnaði vegna töku rekstrarlána, jafnvel þótt sá kostnaður myndi enn rýra lang- tlma arðsemi fyrirtækisins. Til glöggvunar fyrir lesendur. höfum við ákveðið að láta endurnýjunarkostn- að falla I lok hvers endurnýjunar- tlmabils — með tilliti til liftlma hvers atriðis — enda þótt okkur sé Ijóst að sá kostnaður dreifist i raun mun jafnar (sjá töflu 2). Sé tekið tillit til ofangreindra at- riða við mat á fjármagnsmyndun fyr- irtækisins, er Ijóst að kostnaður vegna endurnýjunar mun éta upp nær allan rekstrarafgang fyrirtækis- ins á komandi árum: TaMa 1: Yfirlit um fjirmagnsflæði <ör lokaskýrslu) 1977 - t»sa Erl«a4 láa Hlutafá A«0.000.000 láJ.340.000 625.3*0.000 StofakaataaOur ♦ 397.490.000 Rakaturafá: kr. 27.«30.000 Frul. ei*ln f Jár þús. kr. 1977 145.340 1978 0 1979 67.450 1980 8.500 1981 2.300 1982 0 1983 0 12* 0 órá&stafaO «l|iB fa þúa. kr. 27.850 1.550 0 0 0 0 0 0 ElglO fjánagn þúa. kr. 145.340 185.340 212.790 221.290 223.590 223.590 223.590 223.590 Fraalei&ala þúa.atk. 10.782 63.920 79.900 79.900 79.900 79.900 79.900 79.900 Sala a. kr. 36.7 217.4 271.7 271.7 271.7 271,7 271.7 271.7 Rekaturakoata. a. kr. 63.0 170.7 170.7 170.7 170.7 170.7 170.7 170.7 Rekaturaafg. a. kr. -26.3 46.7 101.0 101.0 101.0 101.0 101.0 101.0 Afborgaalr og vaxtir a. kr. 0 115.7 109.5 103.3 97.1 90.9 •4.7 0 GraiOaluata&a a. kr. -26.3 -69.0 -8.5 -2.3 3.9 10.1 46.3 101.0 0 Greiðslustaða fyrirtækisins verð- ur neikvæð a.m.k. fyrstu 7 árin. 0 Engin nettó fjármagnsmyndun mun eiga sér stað fyrr en árið 1990. 0 í lok 25 ára rekstrartlmabils mun fjárhagsstaða fyrirtækisins vera tæpar 150 milljónir króna, skv. núverandi verðlagi. Þess skal sérstaklega getið, að við þennan endurútreikning höfum við gefið okkur það, að allar forsendur og spár Lokaskýrslunnar um afköst, nýtingu, verðlag og sölumöguleika breytist ekki I komandi framtið. 2. Um markaðshorfur Spár Lokaskýrslunnar um mark- aðshorfur virðast byggja aðallega á umsögnum og röksemdafærslu við- semjenda I Hollandi í bréfi frá W. Moolenaar & Zonen dags. 16.9.76 — sem fylgir Loka- skýrslunni — er tekið fram á há marksverð á chrysanthema græðl- ingum frá Frakklandi og Portúgal sé 6 cent, ef um 1. flokks vöru er að ræða. Á öðrum stað I bréfinu segír: „However our feelings are that the price will increase in the next year or so by about 10% because our colleague competitors need a higher price." (Undirstrikun okkar). Þýðing: „Á hinn bóginn höfum við það á tilfinningunni að verðið muni hækka um eitthvað nálægt 10% á næsta ári eða svo, vegna þess að samkeppnis- aðilar okkar þurfa hærra verð." Á enn öðrum stað segir: „ It is very difficult to say how the prices will be but this must be a question of cooperation and trust with each other. We always will try to make the best price for you." Þýðing: ,,Það er mjög erfitt að segja til um verð afurðanna, en þetta verður að vera spurning um samvinnu og gagn- kvæmt traust. Við munum ávallt reyna að gefa yður hagkvæmasta verð." Þetta eru sem sagt þær tryggingar um markað og um söluverð, sem hinir erlendu viðsemjendur ætla að veita meirihluta eigendum ylræktar- versins á íslandi. í Lokaskýrslunni er gert ráð fyrir að tekjur ylræktarversins verði, þeg- ar fullum afköstum er náð, 271,7 Framhald á bls. 31 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 A- Sala 36,7 217,4 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271.7 271,7 B- Rekstrarkoatn. án afskrifta/vaxta 63,0 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 C- Endurný jun 0 0 28,2 0 0 39,7 0 28,2 0 0 190,9 0 28,2 D- B ♦ C 63,0 170,7 198,9 170,7 170,7 210,4 170,7 198,9 170,7 170,7 361,6 170,7 198,9 E- Afborg. og vextir 0 115,7 109,5 103,3 97,1 90,9 84,7 0 0 0 0 0 0 F- Opinber gjöld 0,3 0,9 12,4 15,7 19,0 22,2 25,5 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 G- GreiOaluataOa áraina -26,6 -69,9 -49,1 -18,0 -15,1 -51,8 -9,2 44,8 73,0 73,0 -117,9 73,0 44,8 H- Nettó greiOalustaOa -26,6 -96,5 -145,6 -163,6 -178,7 -230,5 -239,7 -194,9 -121,9 -48,9 -166,8 -93,8 -49,0 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 A« Sala 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 271,7 8- Rekatrarkoatn. 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 170,7 '170,7 170,7 170,7 C- Endurnýjun 0 39,7 0 28,2 0 0 597,4 0 28,2 0 0 59,7 D- B ♦ C 170,7 210,4 170,7 198,9 170,7 170,7 768,1 170,7 198,9 170,7 170,7 230,4 r- Opiaber gjöld 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 28,0 G- GreiöaluataOa ársins 73,0 33,3 73,0 44,8 73,0 73,0 -524,4 ' 73,0 44,8 73,0 73,0 13,3 H- Nettó greiðelustaOa 97,0 130,3 203,3 248,1 321,1 394,1 -130,3 -37,3 -12,3 60,5 133,5 146,8 Gallabu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.