Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 Silfurdepillinn Eftír Annette Bar/ee Hér um bil öllum þótti gaman að þessu. Aðeins örfá yngstu barnanna virtust í fyrstu vera hálfvegis hrædd. Þegar máfurinn þóttist þess fullviss, að álfarnir gætu haldið sér á bakinu á hon- um, aðstoðaði hann líka við undirbúning ferðarinnar. „Þið skuluð vera tilbúin klukkan fimm i fyrramálið,“ sagði hann, „því þá er umferðin í loftinu einna minnst. Þið skuluð fá einhverja sterka álfa til að koma farangrinum fyrir á bakinu á mér, og ég skal sjá um, að honum verði komið fyrir við stóra steininn í fjörunni, þar sem enginn óviðkomandi getur tekið hann.“ Og þetta var gert daginn eftir, og allir ljósálfarnir söfnuðust saman til að sjá „matvælaskipið," eins og máfurinn í gamni kallaði sjálfan sig, fermt og fljúga burtu, ásamt tveimur litlum álfum, sem áttu að hjálpa til við að koma farangrin- um fyrir á leiðarenda. Eftir að máfurinn var floginn burtu, var mikið að gera í álfaborginni. Öllum verslunum og fyrirtækjum, nema húsa- umboðssölu herra Uglu, var lokað, og mæðurnar klæddu álfabörnin sín og söðu þeim að óhreinka sig nú ekki, áður en lagt væri af stað. Það var glatt á hjalla, þegar álfarnir héldu niður að ströndinni. Þegar þeir fóru að nálgast hana varð á vegi þeirra einkennilegur pollur að þeirra mati. Sólin haföi hitað vatnið í pollinum, og grænn mosi óx í kringum rendur hans. Ljósálfar baða sig mjög oft, en sjaldan í vatni. Þeir þvo sér upp úr dögginni á grasinu elsnemma á morgnana, svo þeim þykir auðvitað ákaflega gaman, þá sjaldan þeir fá tækifæri til að synda svolítið. Adda leyfði þeim að busla í pollanum nokkra stund, og svo skreiddust börnin í halarófu upp úr og létu sólina þerra sig. Þegar hér var komið sögu, birtust allt í einu þrjár gráar mýs, sem sögðu Lilju, að þær vildu gjarnan taka álfana í smá útreiðatúr eftir ströndinni. Ein músanna hafði rauðan söðul á bakinu, en hinar Stefnu- mótin okkar eru ekki Iengur eins og áður fyrr! vtre vgwv KAFFíNU 11 GRANI göslari Þvl ertu að blfstra á mig? — Hvers vegna grætur þú, litla mín? — Vegna þess, að Inga vill ekki leika við mig. — Hvers vegna vill hún ekki leika við þig? — Vegna þess að ég er að gráta. Vinkonan: Af hverju eruð þið Jón ósátt? Sú trúlofaða: Við vorum að rífast um, hvort okkar elskaði hitt meira. „Hugsaðu þér, hann sagði að ég væri gamall asni. „Það er ómögulegt, þú sem ert á bezta aidri." „Hvers vegna býrð þú ekki 1 einhverju af þfnum eigin hús- um?“ „Ég hef ekki efni á því, leig- an er allt of há.“ Frændi: Jæja, Kalli minn, þvkir þér gaman að lúðrinum, sem ég gaf þér í afmælisgjöf? Kalli: Já, mamma gefur mér tfkall á dag fyrir að blása ekki I hann. Ég hef einhverja slæmsku I öðrum fætinum. — Það er gigt. Þetta gerir ellin. — Hvaða vitleysa, eins og fæturnir á mér séu ekki jafn gamlir. J Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga efftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 7 vera að hugleiða að einn góðan veðurdag kemst hann sjálfur Ifka á eftirlaun og þá ætlar hann kannski að kaupa sér Iftið hús uppi í sveit og ganga um í tré- skóm og með barðastóran stráhatt á höfðinu... Sá sem myrti Staur- fót hefur ekki gert það í auðgunarskyni þvf eftir það sem bróðirinn sagði átti hann engar eignir aðrar en þetta hús og svo eftirlaunin. Fundist hefur spari- sjóðsbók sem f eru nokkur þús- und krónur, svo og fáein skulda- bréf. Gullúrið hans er Ifka á sfn- um stað. Hann verður að leita í aðra átt. Hann veður að lifa sig dýpra inn f persónu mannsins. Hann er önug- ur, fámæitur og heldur nfzkur. Éinstæðingur. Minnsta röskun á venjum hans vekur sjálfsagt með honum hina mestu bræði. Hann hefur aldrei látið hvarfla að sér að ganga f hjónaband og eignast börn og enginn hefur nokkru sinni heyrt hann orðaðan við kvenmann. — Hvað hafði Felfeie verið að gefa f skyn? .. .Nei.. .nei.. .Felicie er lygalaupur. Hún er hraðlygin. Eða réttara sagt: Hún hagræðir sannleikanum sér í hag. Það væri allt of einfalt og hlálegt að vera bara vinnustúlka gamla manns- ins. iienni finnst það vera meira spennandi að gefa f skyn að þcgar hann hafi beðið hana að koma til sfn hafi það átt sfnar ákveðnu ástæður... Maigret snýr sér út að eldhjús- glugganum. Hvernig höfðu þau unað sér saman, þessi tvö sem bjuggu svona út af fyrir sig og einangrað. Hann hefur á tilfinn- ingunni — hann er næstum viss um að samkomulagið hefur ekki verið upp á marga fiska. Skyndilega.. .hann hrekkur við. Hann er nýkominn upp úr kjallaranum og hefur fengið sér annað vfnglas.. .llann stendur þarna í myrkrinu með stráhattinn á höfðinu og nokkur andartök heldur hann sig vera að dreyma. Hann sér að kveikt hefur verið Ijós í eldhúsinu og hann hevrir að einhver hefur kveikt á gasinu. Klukkuna vantar tfu mfnútur f átta. Svo opnar hann dyrnar og sér Felicic sem þegar hefur tekið af sér hattinn og sorgarslörið og hengt upp og cr að set ja vatn yfir. — Jæja, svo að þér eruð komn- ar heim aftur. Hún hrekkur ekki við, heldur mælir hann með augunum frá hvirfli til ilja. Augnaráð hennar hvílir lengi á stráhattinum. Maigret man ekki eftir honum. Hann Hann fær sér sæti. Senni- lega hefur hann setzt á stól Staur- fótarins við giuggann og meðan henn teygir fram fæturna, gengur Felicie um eins og ekkert hafi fskorist, leggur á borðið fyrir sig, tekur fram smjör, brauð og pylsu úr skápnum. — Scgið mér litla vina . . . — Ég er engin litla vina . .. — Segið mér Felicie ... — Þér gætuð nú haft svo mikið við mig að kalla mig fröken;! Ó guð! Hvað þessi stúlka er gersamlega óþolandi. Maigret finnur reiðina gjósa upp í :,éi Það fer f taugarnar á honum að þurfa ða taka hana alvarlega og þó veit hann að hann á ekki annarra kosta völ, því að hann er sannfærður um að það er hún og aðeins hún sem hann getur fengið sannleikann hjá. — Ég hafði beðið yður að fara ekki ... Hún brosir sigri hrósandi til hans eins og hún vilji segja: Ég fór nú bara samt! Þarna sjáið þér bara! — Gæti ég kannski fengið að vita hvaða erindi þér áttuð tíl Parísar? — Ég fór f gönguferð! — Éinmitt. Þér skíljíð sjálfsagt að ég fæ að vita það hvað þér gerðuð þar. — Ég veit það. Það var einhver bjálfi sem elti mig. — Hvaða bjálfi var það ef ég má spyrja? — Hár og rauðhærður náungi sem skipti sex sinnum um spor- vagn til að geta fylgt mér eftir. Sjálfsagt hafði það verið Jan- vier sem hafði elt hana frá því að vörubfllinn hafði komið á stöðina. — Hvern voruð þér að heim- sækja? — Éngan. Hún sezt niður til að fá sér að borða. Og það sem er enn stór- hrotnara, hún les eins og ekkert sé f skáldsögunum sinum á meðan ... — Segíð mér Felície ... Hann horfir á hana meðan hún er að borða og sér nú hvað hún hefur hátt og þrjóskulegt enni — eins og geithafur sem ræðst af offorsi á hvað sem fyrir verður. — Hafið þér hugsað yður að vera cinar i húsinu f nótt? — Hvað með yður? Voruð þér að hugsa um að vera hef? Hún les, hún borðar og hann reynir að leyna skapillsku sinni með hæðni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.