Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÖVEMBER 1976 39 300 áhorfendur á fyrsta handknattleiks- leiknum YFIR 300 áhorfendur mættu f hið nýja iþróttahús í Vestmannaeyj- um á laugardaginn er þar fór fram fyrsti opinberi kappleikur- inn í húsinu. Það voru 3. deildar liðin i-handknattleik, Týr og HK, sem sáu um þessa „vígslu“ húss- ins. Ekki fengu áhorfendur að sjá sína menn sigra í þessum fyrsta leik þvi hið léttleikandi og leik- reynda HK-lið úr Kópavoginum hafði yfirhöndina allan leikinn og sigraði með 30 mörkum gegn 18, 17—7 í hálfleik. Það var aðeins fyrstu min. leiksins og svo síðustu 10 mín. sem Týr náði að spyrna við fótum. Gamla kempan Karl Jóhannsson sá um hálfgerða sýni- kennslu í því hvernig má skora mörk á hinn margvíslegasta hátt. Sigurlás Þorleifsson, knatt- spyrnukappi, var einna drýgstur þeirra Eyjamanna, sem áttu nú mun lélegri leik en í útileikjunum helgina áður (lA — Týr 24—21, Afturelding — Týr 28—27). Þetta var annar sigur HK í deildinni og þeir eru sagðir með eitt sterkasta lið deildarinnar. í Eyjum Mörk HK: Karl Jóhannsson 12, Stefán Halldórsson 6, Kristinn Ólafsson 4, Ragnar Ólafsson 3, Hilmar Sigurgíslason 2, Björn Blöndal 2, Vignir Baldursson 1. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 7, Þorvarður Þorvaldsson 4, Páll Guðlaugsson 2, Haraldur Óskars- son 2, Valþór Sigþórsson 1, Hjalti Elíasson 1, Gústaf Baldvinsson 1. hkj. BRUCH TIL BANDARÍKJANNA SÆNSKI kringlukastarinn Ricky Bruch hefur nú flutzt búferlum til Bandarfkjanna og mun hann sækja um bandariskan rfkis- borgararétt svo fljótt sem kostur er. Ástæðan fyrir brottflutningi frá Svfþjóð sagði Bruch einkum vera tvær — skattpfningin þar væri slfk að „rfkið tekur tvær krónur af hverri einni sem þú eignast“ eins og Bruch orðaði það, og ekki væri unnt að æfa fþróttir f friði f Svfþjóð fyrir alls konar „spámönnum." Bruch mun ætla sér að setjast að í Kalifornfu, en fyrst um sinn dvelur hann f Flórfda hjá tveimur vinkonum sfnum. Ekki hægt að hlæja lengur að íaendingum - segir í grein „World Soccer" um íslenzka knattspyrnu „ISLAND er ekkert til að hlæja að lengur". Þannig hljóðar fyrir- sögnin i hinu þekkta brezka knattspyrnublaði „World Soccer“, en í grein blaðsins, sem er eftir Eric Batty, er fjallað um íslenzka knattspyrnu og árangur íslenzkra knattspyrnumanna í landsleikjum sínum frá upphafi. Segir í upphafi greinarinnar að þegar íslendingar hafi hafið þátt- töku sína í alþjóðlegri knatt- spyrnu hafi þeir verið settir á sama bát og Möltu- og Kýpurbúar, en nú sé ekki lengur hlegið að íslenzkum knattspyrnumönnum. „Það gera a.m.k. ekki Austur- Þjóðverjar, sem töpuðu fyrir þeim 2—1 i Reykjavfk 1975 og náðu síðan aðeins jafntelfli 1—1 f Magdeburg. Þessi úrslit bundu enda á vonir Austur-Þjóðverja um að komast í úrslit í Evrópu- bikarkeppni landsliða. 1 þessari keppni gerðu Islendingar einnig jafntelfli, 0—0, við Frakka," segir World Soccer. Blaóið fjallar síðan almennt um knattspyrnuna á Islandi, og bend- ir á að Islendingar hafi leikið 24 af 68. landsleikjum sfnum á síð- ustu fimm árum. Segir blaðið að erlendu þjálfararnir sem íslenzku félögin hafa haft að undanförnu hafi haft mikið að segja, og það ekki sízt Tony Knapp sem lands- liðsþjálfari, en töluvert af fróð- leik blaðsins um islenzka knatt- spyrnu virðist mega rekja til við- tala blaðamannsins við Tony Knapp á landsleik Islendinga og Finna í Helsinkas.l. sumar. World Soccer segir að knatt- spyrnuvertíðin á Islandi sé mjög stutt vegna hinnar óbliðu veð- ráttu og það hafi meira að segja komið fyrir að úrslitaleikur bikar- keppninnar hafi verið leikinn f stórhrið. Hámarksaðsókn að leikj- um sé 4.000 manns, en venjulega sé tala áhorfenda á 1. deildar leikjum 1000 — 2000 manns. A landsleikjum séu hin vegar allt að 10.000 áhorfendur sem teljast verði gott hjá 220 þúsund manna þjóð. Hefur blaðið eftir Tony Knapp að stemmning áhorfenda sé góð og hafi t.d. verið „ raf- mögnuð “ er Islendingar léku við Austur-Þjóðverja og Frakka í fyrra. Þá er fjallaó lítillega um íslenzka knattspyrnumenn og seg- ir þar m.a. að Ásgeir Sigurvins- son, sem enn sé aðeins tvftugur, sé lykilmaður fslenzka landsliðs- ins. — Leikmaður sam allir hinir trúa á, hefur blaðið eftir Tony Knapp. Hafi Asgeir verið knatt- spyrnustjarna sfðan hann tók þátt í unglingakeppni á vegum UEFA með íslenzka unglingalandslið- inu. Og ef Islendingar eiga einn slikan leikmann, hvers vegna ættu ekki að finnast fleiri slíkir þar, segir blaðið, sem lýkur orð- um sínum með því.að segja að erfitt verði fyrir Fslendinga að bæta þann góða arangur sem þeir náðu á árinu 1976. Nýtt markamet - Víkingur - FH 35:26 NYTT markamet f 1. deild, sfð- an byrjað var að leika á stórum velli, var sett 1 Laugardalshöll- inni I gærkvöldi þegar Vfking- ur og FH nættust. Vfkingarnir skutu Islandsmeistarana 1 bóla- kaf og sigruðu 35:26, það var sem sagt skorað 61 mark f 60 mfnútna leik. FH-ingarnir eru þarna f einkennilegri aðstöðu, skoruðu 26 mörk en töpuðu samt með 9 marka mun. Leikurinn f gærkvöldi er einn sá makalausasti sem und- irritaður man eftir að hafa séð. Sóknarleikurinn var alltaf í fyrirrúmi en varnir mjög slakar eins og nærri má geta og mark- varzlan frekar slök nema þá hjá Rósmundi Víkingsmarkverði f seinni hálfleik. Þá varði hann allt sem að markinu kom og m.a. 4 vftaköst í röð. Þegar svona mörg mörk eru skoruð, fer ekki hjá því að sum þeirra séu af ódýrari gerðinni en önn- ur voru gullfalleg, sérstaklega þó Víkingsmörkin þegar þau voru fallegust. Leikurinn hélzt í jafnvægi framan af en mikið var skorað, t.d. var staðan 10:10 strax eftir 20 mínútur. FH-ingarnir voru yfirleitt fyrri til að skora í f.h. en svo þegar staðan var 10:10 gerðu Víkingar 5 mörk f röð og breyttu stöðunni í 15:10. FH-ingar skoruðu 3 sfðustu Framhald á bls. 22 Haukar á toppinn HAUKAR komust á topp 1. deildar f. gærkvöldi, við hlið Vals, þegar liðið sigraði Fram f slökum leik 1 Laugardalshöll, 18:15. Hafa Haukar nú 8 stig eftir 5 leiki. Hörður Sigmarsson skoraði flest mörk Haukanna, 5 að tölu, en Pálmi Pálmason flest mörk Framara, 5 einnig. Emanuelle skyrtur 'iw**# POPhúsid) „GRETTISGÖTU 46 ■ REYKJAViK ■ SÍMI 25580^T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.