Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 Kennarar MA ætla að vinna á mánud. Iscargo flutti tvo háhyrninga út í nótt EFTIR miðnætti I nótt hélt flugvél Iscargo af stað frá Reykjavík til Hollands með tvo háhyrninga innanborðs, sem vélbáturinn Guðrún frá Hafnarfirði náði austan við Ingólfshöfða 1 fyrrinótt. Háhyrningarnir eiga að fara 1 Dolphinaquarium sædýrasafn- ið f Harderwijk f Hollandi. Nú hafa verið fluttir út þrír háhyrningar á þessu ári. Eins og kunnugt er flutti Iscargo einn háhyrning til Frakklands fyrir skömmu. Guðrún fékk há- hyrningana tvo 1 fyrrinótt í hringnót og kom til Grindavík- ur um klukkan 21 1 gærkvöldi. Þar voru háhyrningarnir settir á land og settir í sérstök ker á vörubíl, sem flutti þá til Reykjavíkur. Þeir voru hafðir i þessam kerjum á leiðinni út, en I þeim voru þykkar svampdýn- ur, sem þeir lágu á. Gert var ráð fyrir að flugið til Hollands tæki 4 klukkustundir. Laxárvirkjun: Rafmagnsskortur yfirvofandi Akureyri, 12. nóvember. RAFMAGNSSKORTUR er yfirvofandi á orkuveitu- svæði Laxárvirkjunar, 180 ára afmæli Dómkirkjunnar A MORGUN, sunnudag kl. 11 s.h., verður hátfðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni 1 tilefni af 180 ára vfgsluafmæli hennar, sem var 6. nóv. sl. Við messuna þjóna allir dóm- kirkjuprestarnir fjórir, því þeir sr. Jón Auðuns og sr. Óskar J. Þorláksson munu lesa pistil og guðspjall, en sr. Þórir Stephensen prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni. Mun þetta einstæður atburður 1 sögu Dómkirkjunnar, að fjórir prestar hennar starfi saman að einni og sömu guðsþjónustunni. »««#«== = vegna vatnsþurrðar og rennslstruflana f Laxá. í gær var nokkurt frost og gola við Mývatn og hafði það veðurlag strax þær af- leiðingar að vatnsrennsli í Laxá minnkaði til nyina, enda var vatnið autt og ár- kvfslarnar Ifka. Afl Laxárvirkjunar minnkaði um meira en helming um tíma, eða úr 18—19 megawöttum niður í 8 MW og var lengi dags um 10 MW. Nokkurn hluta dags varð að skammta rafmagn og var straumur tekinn af sveitalínunni 1 Eyjafirði um tíma, auk þess sem rafmagn til húsahitunar var tekið Jónína Þorfinns- dóttir formaður Hvatar Jónína Þorfinnsdóttir kennari var kjörinn formaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar á aðal- fundi félagsins í Sjálfstæðishús- inu 1 fyrrakvöld. Fráfarandi for- maður er Ólöf Benediktsdóttir kennari, sem hafði gengt for- mennsku s.l. 4 ár eða eins lengi og lög félagsins gera ráð fyrir að sama kona geti gegnt formensku. af. 1 dag hefur ástandið heldur farið batnandi, en rafmagnsframleiðsla Laxárvirkj- unar er þó ekki komin 1 eðlilegt horf enn. Knútur Otterstedt rafveitu- stjóri sagði I dag, að horfur í rafmagnsmálum svæðisins næstu vikur væru mjög tvísýnar og hlyti ástandið að fara algjörlega eftir veðurfari. Ekkert mætti verða að veðri án þess að verulegar rennslistruslanir I Laxá hlytust af og þar með rafmagnsskortur. Þó væri von um að ástandið lagaðist um áramót, en þá er ætlunin að ljúka við byggðalínuna, sem á að tengja allt Laxársvæðið og Landsvirkjunarsvæðið. sv.p. Jónina Þorfinnsdóttir Akureyri, 12. nóvember. SVOHLJÓÐANDI yfirlýs- ing frá Akureyrardeild Staðinn að lygum — ástæðidaust að tala við slíka „blaðamenn” AÐ GEFNU tilefni rangrar fréttar í Þjóðviljanum skýrði Morgunblaðið frá því í fyrra- dag, að meðaltalsupplag blaðs- ins á dag í októbermánuði hefði numið 40.194 eintökum. Jafnframt var frá því skýrt, að Morgunblaðið væri reiðubúið til þess að taka þátt I upplags- eftirliti, sem byggðist á ströngu eftirliti með upplagi dagblaðanna á grundvelli upp- lýsinga úr bókhaldi þeirra um fjölda greiddra eintaka. Þann sama dag hringdi blaðamaður Þjóðviljans I fram- kvæmdastjóra Morgunblaðsins og óskaði eftir aðgangi að tölu- legum skýrslum um upplag blaðsins. Framkvæmdastjóri Morgunblaðsins veitti blaða- manninum þau svör, að hann talaði ekki við menn, sem staðnir hefðu verið að lygum. Morgunblaðið sér ekki ástæðu til að eyða fleiri orðum í Þjóð- viljann af þessu tilefni. Þess má þó geta að blaðamaður Þjóðviljans þóttist hafa lyga- frétt slna um upplag Mbl. frá pressumönnum Mbl., en hann hafði aldrei við þá talað eins og fram hefur komið í yfirlýs- ingu þeirra. Tvær konur voru í framboði til formanns, Jónlna Þorfinnsdóttir sem fékk 137 atkvæði og Bessý Jóhannsdóttir sem fékk 119 at- kvæði. 1 seðill var auður. Um 70 konur hafa gengið I Hvöt frá síð- asta aðalfundi félagsins. Meðstjórnendur Jónínu eru: Margrét Einarsdóttir, Jóna Sigurðardóttir, Sigrún Jónsdóttir, Hrönn Pétursdóttir, Ragnheiður Eggertsdóttir, Björg Einarsdóttir, Bergljót Halldórsdóttir og Ingi- björg Ingimarsdóttir. Morgunblaðið ræddi stuttlega I gærkvöldi við Jóninu Þorfinns- Framhald á bls. 18 Félags menntaskólakenn- ara barst blaðinu f dag: „Stjórn Félags mennta- skólakennara, Akureyrar- deild, lýsir eindregnum stuðningi við kröfur BHM um bætt kjör. Hins vegar eru verkfallsaðgerðir á mánudag, 15. nóvember n.k., okkur óviðkomandi þar eð okkur er ókunnugt um aðdraganda og undir- búnmg. stjórn Félags menntaskólakennara, Akureyrardeild.“ SV.P. Hátíðadag- skrá í Sel- fosskirkju Á MORGUN, sunnudag, verður haldinn kirkjudag- ur Selfosskirkju, og af því tilefni verður samfelld dagskrá í kirkjunni og Tryggvaskála. Dagskráin hefst kl. 11.00 um morguninn. Þá verður sunnudagaskóli og mun Stína Gísladóttir æskulýðs- fulltrúi koma í heimsókn. Klukkan 14.00 verður síð- an hátíðamessa í Selfoss- kirkju og mun sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup pré- dika. Að messu lokinni gengst Kvenfélag Selfosskirkju fyrir kaffisölu í Tryggva- skála og verður ágóða varið til þeirra framkvæmda, sem eru framundan við kirkjuna, bygging turns og safnaðarheimilis. Dagskránni lýkur síðan með samkomu i kirkjunni kl. 20.30. Þar mun sr. Frank M. Halldórs- son flytja erindi og Gunnlaugur Jónsson guðfræðinemi flytur hug- vekju og bæn. Sólveig Björling mun syngja einsöng við undirleik Gústafs Jóhannessonar og kirkju- kórinn syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar. Loks verður almenn- ur söngur. Álit Hæstaréttan Sterkar líkur eru á því að Hamranesi hafi verið sökkt MORGUNBLAÐIÐ hefur aflað sér dóms Hæstaréttar I Hamra- nesmálinu, en þar kemur m.a. fram rökstuðningur dómsins. 1 dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Sterkar líkur eru að því leiddar, að b/v Hamranes hafi farist vegna sprengingar, sem orðið hafi I fiskilest þess af manna völdum. Einnig benda sakargögn sterklega til þess, að áfryjendurnir Bjarni R. Guð- mundsson, Haraldur og Hreiðar Júllussynir (eigendur togarans — innsk. Mbl.) hafi, áður en skipið fórst, haft samráð um, að því skyldi sökkt, til að vátrygg- ingarfé þess fengist greitt. En þótt eigi yrði talið, að skipið hafi farist af völdum spreng- ingar, sem þessir áfrýjendur hafi af ásettu ráði átt hlut að, verða athafnir áfryjandans Bjarna, eftir að leki kom að skipinu, ekki skýrðar á annan veg en þann, að hann hafi vls- vitandi haldið að sér höndum um björgun þess. Að mati sjó- og verslunardóms kom hann með aðgerðarleysi slnu I veg fyrir björgun skipsins. Verður að leggja þetta til grundvallar dómi I málinu. Af framansögðu leiðir, að áfryjandinn Bjarni getur eigi krafið stefnda um vátryggingarbætur sér til handa vegna ákvæða 52. gr. laga nr. 20/1954. Þegar litið er til þess, að Haraldur og Hreiðar Framhald á bls. 18 Engar nýjar upplýs- ingar hafa komið fram MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Braga Steinarssonar saksóknara við rfkissaksókn- araembættið og spurði hann hvort það yrði hugsanlega tek- ið til endurmats hjá embætt- inu hvort höfða ætti opinbert refsimál á hendur eigendum Hamraness, nú þegar dómur væri fallinn I málinu og réttur- inn teldi sterkar Ifkur á þvf að skipinu hafi verið sökkt af mannavöldum Bragi Steinarsson sagði, að hann hefði á sínum tíma af- greitt mál þetta frá embættinu til bæjarfógetans i Hafnarfirði á þann hátt, að ekki væri af ákæruvaldsins hálfu krafizt frekari aðgerða nema nýjar upplýsingar kæmu fram I mál- inu. Sagði Bragi að engar nýj- ar upplýsingar hefðu komið fram slðan rannsóknan. var gerð á sínum tíma, en þá hefði ekki þótt ástæða til málshöfð- unar gegn einstökum mönn- um. Einnig sterkar líkur á því að eigendurnir hafi haft samráð um að sökkva skipinu til að fá vátryggingarfé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.