Morgunblaðið - 13.11.1976, Page 3

Morgunblaðið - 13.11.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 3 Fjölskyldu- tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar SINFÓNlUHLJÖMSVEITIN heldur fjölskyldutónleika I Há- skólabfói laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00, og eru þeir tónleikar að venju ætlaðir börnum á skólaskyldualdri I fylgd með foreldrum sfnum. Stjórnandi er Karsten Andersen og einleikari Jónas Sen, en kynnir er Þorgerður Ingólfsdóttir. A efnisskránni eru eftirtalin verk: Tsjaikovsky — Ur „Hnetubrjótnum": Rúss- neskur dans Blómavalsinn — Copin — Andante spianato Grande polonaise (einleikari á pianó Jónas Sen) — A. Dukas — Læri- sveinn galdrameist arans. Aðgöngumiðar eru seldir f eftirtöldum bókabúðum: Lárus Blöndal. Skólavörðustfg, Eymundsson, Austurstræti, og Bóka- versluninni Veda, Hamraborg, Kópavogi. Síbrotamenn í gæzluvarðhald SlBROTAMENN hafa undan- farna daga verið úrskurðaðir i gæzluvarðhald hjá sakadómi Reykjavíkur. I gær voru tveir karlmenn og éin kona úrskurðuð í gæzluvarð- hald fyrir endurtekin afbrot, þjófnaði og fals að undanförnu. Einn mannanna fór í allt að 90 daga gæzluvarðhald, annar allt að í 60 daga gæzluvarðhald og konan í allt að 30 daga gæzluvarðhald. Nýlega var svo 16 ára piltur úr- skurðaður i allt að 60 daga gæzlu- varðhald fyrir sfbrot. Hafði hann þó fyrr á þessu ári setið í gæzlu- varðhaldi i 107 daga fyrir margs konar afbrot. Lýst eftir öku- manni og vitnum MILLI klukkan 7 og 8 á fimmtu- dagsmorgun var ekið á stjórn- kassa umferðarljósanna á horni Laugavegar, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrauar, en kassi þessi er f suð-austurhorni gatna- mótanna. Miklar skemmdir urðu á kassanum og þarf lögreglan að ná tali af ökumanninum svo og vitnum ef einhver eru. Lagaprófessorar: Aðgerðir BHM ólöglegar — VIÐ teljum hvorki lagalegt né siðferðílegt réttlæti fyrir aðgerð- um Bandalags háskólamanna og þvf munum við ekki taka þátt f verkfallinu á mánudag, sagði Sig- urður Lfndal, forseti lagadeildar Háskólans, f samtali við Morgun- blaðið f gær. Sagði Sigurður, að lagaprófess- orarnir, en þeir eru átta talsins, hefðu skrifað Félagi háskóla- kennara bréf, þar sem þeir benda á að hér sé um ólöglegar aðgerðir að ræða, og þar af leiðandi vildu þeir ekki taka þátt í þessum að- gerðum. Þá mæltust lagaprófess- orarnir einnig til þess, að Félag háskólakennara hætti við fyrir- hugaðar aðgerðir. Jón L. Árnason 15 ára haust- meistari TR Mjög óhreinn fatnaöur þarf mjög gott þvottaefni... LOKIÐ er haustmóti Taflfélags Reykjavfkur með sigri Jóns L. Árnasonar. Jón og Stefán Briem ut-ðu efstir og jafnir að lokinni aðalkeppninni og háðu einvfgi um titilinn. Skákmeistari TR. Jón sigraði í þremur fyrstu skákum einvfgisins og er þar með meist- ari. Jón L. Árnason er aðeins 15 ára gamall og yngsti maðurinn, sem unnið hefur þeta mót. Guð- mundur Sigurjónsson var 17 ára þegar hann vann til fyrstu verð- launa á þessu móti f fyrsta skipti. Með Ajax þvottaefní verður misliti þvotturinn alveg jafn hreinn og suáuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleíft aó þvo jafn vel meó öllum þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og biettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvitur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótviræða kosti sina, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efm og nýjr, endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax þvottaefni þýóir: gegnumhreinn þvottur meó ölium þvottakerfum. Mokveiði í reknetin REKNETABÁTAR frá Höfn f Hornafirði mokfiskuðu f fyrri- nótt, og fengu þá 22 bátar yfir 5000 tunnur. Fóru margir bátar til Austf jarðahafna, en flestir fóru til Hafnar f Hornafirði og Vestmannaeyja. Aflahæstu bát- arnir voru Hringur GK með 500 tunnur og Gissur hvfti SF með 400 tunnur. — Hér á Höfn eru allir í vinnu, sem vettlingi geta valdið, og alls- staðar vantar fólk, sagði Jens Dregið r 1 kvöld I KVÖLD verður dregið i hausthappdrætti Sjálfstæð- isflokksins og eru þvi síð- ustu forvöð að tryggja sér miða. Vinningarnir hljóða upp á fólksbifreið, sólar- landaferðir, hljómflutnings- tæki o.fl. óg má ætla, að margir vilji eiga kost á að hreppa einhvern slíkan vinning. Drætti verður ekki frestað 'og eru þvi þeir, sem enn eiga ógerð skil, hvattir til að gera það nú þegar. Skrifstofa happdrættisins f Valhöll, Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7, er opin til kl. 23 f kvöld. Sfminn er 82900 — og geta þeir, sem ekki eiga heimangengt hringt f þann sfma, óski þeir eftir að láta sækja greiðslu á miðum, sem hafa borist. Munið: Það verður dregið f kvöld. Mikaelsson f frystihúsinu f sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að átt hefði að salta 1000 uppsaltaðar tunnur I gær og milli 600 og 700 tunnur voru teknar til frystingar. Skipstjórar reknetabátanna breyttu nokkuð um veiðiaðferð í fyrrinótt. Vegna mikils tungl- skins að undanförnu hefur síldin verið mjög neðarlega og dreifð. I fyrrinótt fækkuðu skipstjórarnir belgjum á netunum og sökktu. netunum allt að 30 metrum neðar en venjulega og lét árangurinn ekki standa á sér. Eins og fyrr segir var Hringur með mestan afla, 500 tunnur, en hann fór til Eskifjarðar með afl- ann, Gissur hvíti SF var með 400 tunnur og fór til Djúpavogs, Steinunn SH fór með 320 tunnur til Fáskrúðsfjarðar, Æskan fór með 300 tunnur til Stöðvarfjarð- ar, Lyngey með 250 tunnur til Stöðvarfjarðar, Hásetahlutur út úr 500 tunna veiði mun vera um 160 þúsund krónur. Vélbáturinn Jón Helgason frá Höfn, sem stundar spærlingsveið- ar kom að landi í gærmorgun með 110 lestir af spærlingi eftir tæp- lega sólarhrings útivist. Óbreytt líðan MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við gjörgæzludeild Borg- arspítalans og spurðist fyrir um líðan þeirra þriggja ungmenna, sem liggja á deildinni eftir slys. Þetta eru tvær stúlkur, sem slös- uðust í umferðinni í Reykjavík og Vestmannaeyingur, sem slasaðist á björgunarsveitaræfingu á Glg- jökli um s.l. helgi. Fékk Mbl. þær upplýsingar, að líðan ungmenn- anna væri óbreytt, þau væru öll meðvitundarlaus og þungt haldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.