Morgunblaðið - 13.11.1976, Page 10

Morgunblaðið - 13.11.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Undarnfarnar vikur hefur staðið yfir í sölum Listasafns Islands yfirlitssýn- ing á myndverkum Finns Jónssonar, eins okkar þekktustu málara og þess manns, sem ótvírætt má telja að hafi orðið fyrstur fslenzkra myndlistar- manna til að kynna hérlendis ferska erlenda framúrstefnustrauma í evrópskri myndlist. Á æskuárum Finns, en hann er fædd- ur árið 1892, var flest nýtt er ungir menn lögðu fyrir sig á erlendri grund og fluttu hingað til lands á sviði verk- menntunar, jafnt faglegri sem list- rænni,— jafnvel var þá til tíðinda talið að menn tækju sveinspróf í einni eða annarri iðngrein hérlendis. Þannig varð bróðir Finns, listhaginn Ríkharðu- r Jónsson, fyrstur manna hér til að ljúka prófi I myndskurði. Á þroskaárum Finns Jónssonar voru hinir fyrstu brautryðjendur okkar á sviði myndlista að hverfa heim frá námi og byrjaðir að halda sýningar í Reykavík, —jafnvel hófu sumir þeirra leiðsögn í almennum undirstöðuat- riðum myndlista. Þessir vökulu foru- stumenn höfðu verið furðu næmir á æðaslátt ferskrar og lifandi listar, sem á þeim tíma hafð: þá hvergi nærri hlotið viðurkenningu á Norðurlöndum. Þeir komu heim uppljómaðir af hrifn- ingu á listamönnum líkt og Turner, Van Gogh, Cézanne o.fl., og einn þeirra hafði verið við nám hjá fauvistanum Henri Matisse í Paris. Hér voru að gerast merk og mikil ævintýri íslenzkrar listar á öldinni, og i raun og veru voru hvarvetna nýir brum- knappar að skjóta upp kollinum þótt menn væru ekki almennt jafn næmir á strauma timanna sem myndlitarmenn. — Það hefur verið sagt um hin kúbistísku áhrif i myndum Finns Jóns- sonar ásamt áhrifunum frá Bauhaus- stefnunni, er hann sýndi fyrst í Reyka- vík haustið 1925 þá nýkominn frá námi, „að þær hafi verið ótímabær tilraun", — þjóðfélagið hafi ekki verið reiðubúið að veita slikum nýlistar- straumum viðtöku. Vafalitið var nokk- uð til í þessari staðhæfingu, en á móti kemur, að nú var það ekki lengur sama ævintýrið að hafa forframast i viður- kenndum erlendum listaskólum sem þá, er Asgrímur og Kjarval tóku fyrst að hasla sér völl hér heima. Ljóminn af því ævintýri, að hafa eignast listamenn sem slfka og stoltið sem það framkall- aði meðal Islendinga á tímum mestu sjálfstæðisvakningar landsmanna, — lét mönnum sjást yfir það að fæstir höfðu skilning á því, sem þessir menn unnu að, svo sem ýmis brosleg viðbrögð gagnvart myndum Ásgríms staðfesta, og Kjarval voru menn þó enn lengur að meðtaka. En það var hressilegur nývakningar- gustur sem lék um þessa ævintýra- menn, er lagt höfðu út á listbrautina, og hið opinbera sýndi jafnvel á þeim tíma meiri rausn á þessu sviði en gerist f dag, sem sannarlega er eftirtektar- vert. hrifning Asgríms af myndum Van Gogh er að mfnu dómi álika merkilegur hlutur og dálæti Finns Jónssonar á evrópskri framúrstefnulist á sinum tíma. Það má með rökum telja hvort- tveggja mjög ótímabært janft í þjóð- féla3gslegu sem sögulegu samhengi, en einnig má með réttu visa til þess. að íslenzkir myndlistarmenn hafa yfirleitt verið mjög opnir fyrir nýjum straumum í erlendri list, hafi þeir á annað borð komist i snertingu við þá, og því fremur ef þeir hafa verið svo lánsamir, líkt og Finnur Jónsson, að hafna mitt á hringiðu evrópskra ný- lista, ekki einungis sem nemandi hins frjálslynda Olavs Rude úti í Kaupmannahöfn, og seinna við skólann nafntogaða, „DER WEG“, skóla nýrra leiða og viðhorfa í list, kynnum af Bauhaus-listasamtökunum, og meðlimur í listasamtökunum „DER STURM," heldur einnig með ríkuleg- um tækifærum til að virða fyrir sér verk listjöfra listahópa líkt og „DIE BROCKE", „DER BLAUE REITER", ásamt einstaklinga svo sem Picasso og Braque o.fl. á sýningum í Dresden og sennilega víðar. — Þegar Finnur kom heim til tslands árið 1925 hrifnuminn af félög- um sínum 1 Sturm, kom það f fyrsta sinn greinilegar í ljós en áður, að tslendingar í heild eru fremur seinir að meðtaka nýlistir og hann verður einna fyrstur til að finna verulegt bragð af þvf, þótt til væru þá menn er skildu hvert hann stefndi og rituðu vinsamlega um verk hans. Við getum þannig óhikað fullyrt, að Finnur Jónsson hafi verið fyrsti hér- lendi listamaður framúrstefnu, er haslar myndum sfnum völl með sýningu, en hann er hins vegar ekki brautryðjandi nýlistar, — en það telst sá er fram kemur með nýstíl og berst fyrir framgangi hans hvað sem það kostar, mótlæti, ofsóknir, fátækt, og á þetta jafnt við í öllum greinum lista. Rnnur Jónsson Impressjonistarnir voru þannig ekki fyrstir til að koma fram með þær for- sendur er seinna var byggt á, — þær má sjá í einstökum verkum manna er lifðu öldum saman fyrir þeirra daga, en þeir voru hins vegar fyrstir til að móta og grundvalla nýstíl algerlega á þeim forsendum, — halda honum fram gegnum þykkt og þunnt og stýra til sigurs. Fyrir Picasso, Braque o.fl. var kúbisminn t.d. þáttur i víðtækri þróun listar þeirra, og hann var byggður rök- rétt á arfi meistarans frá Aix, Cézanne. Hlutur Finns Jónssonar er mikill, sá að hafa haft dirfsku til að kynna sam- löndum sínum evrópska framúrstefnu í myndlist og flestir mættu vera vel sæmdir af slíku. Hann kynnir okkur margt af þvf, sem hann og félagar voru að fást við, og við skynjum í dag greini- leg áhrif fá ýmsum félögum hans og því, sem var að gerast f Evrópu á þeam tíma f myndlist. Ráðgátan er, hvers vegna lét Finnur Jónsson staðar numið Gamall maður Yfirlhssýning í Listasafni ísiands við þessa nýsköpun sína er heim kom,. en tekur til við að mála hlutbundnar myndir svo sem af fólki að störfum, sjómönnum og landslagi án þess að hagnýta sér þá reynslu til hlítar er hann hafði tileinkað sér. — Ekki svo að skilja að myndir hans frá Þýzkalandsdvölinni hafi verið óhlutbundnar með öllu, — hann styðst jafnan að einhverju leyti við hlut- kennd form lfkt og stíliseraðar fígúrur eða frumformin, og enginn getur kall- að það óhlutbundið né abstrakt sem er undirstaða byggingar alheims jafnt og hinna smæstu öreinda. Það hefði verið áhugavert að sjá myndir af fslenzku landslagi og fólki, þar sem Finnur hag- nýtti lærdóm sinn og þróaði áfram til mikilla afreka, svo sem efni virðast hafa staðið til. Girnilegan vísi að slfku má sjá f myndum f hægri hliðarsal, en þar hanga ■ nokkrar portrettmyndir í kúbistískum stfl, útfærðar f vatnslit- um. Upprunalega lagði Finnur stund á nám í gullsmfði og lauk sveinsprófi í þeirri iðn árið 1919. Hann sigldi til Kaupmannahafnar til listnáms sama ár, nam fyrst í undirbúningsskóla Viggo Brandts en síðar í einkaskóla Olavs Rude, eins markverðasta frum- kvöðuls expressjónismans og um skeið kúbismans í danskri list og síðar pró- fessors við Fagurlistaskólann f Kaup- mannahöfn til æviloka. Finnur stóð hér á þrftugu og þvf óvenju fullorðinn af listnema að vera. Er þvf ennþá eftirtektarverðara hve næmur hann verður fyrir nýlistum og máski er það einnig ástæðan til þess að þær listir tóku hann ekki enn fastari tökum og auðveldara reyndist að snúa við þeim baki. Eftir tveggja ára listnám hélt hann heim og sýndi 40 verk í Bárunni, þar á meðal hina eftirtektarverðu mynd „Goðafoss f smfðum“, sem var máluð í Kaupmannahöfn og ber vitni óvenju- legum hæfileikum. Flestar myndanna voru málaðar í Kaupmannahöfn, en nokkrar hér heima það sumar. Myndir þessar munu hafa komið ýmsum annar- lega fyrir sjónir, sennilega hafa þær borið keim af list Olavs Rude, enda mun Rude hafa verið mjög ánægður með þennan lærisvein sinn, — svo sem Danir eru jafnan ef nemendurnir feta i fótspor þeirra. Sýningin mun þó hafa gengið allvel en fengið misjafna dóma, — frábær setning er þá kom fram í ummælum Bjarna frá Vogi, sem þó var lítt hrifinn af myndum Finns. „Sfzt má gleyma byrjöndunum, þvf þeir eiga einkum athygli skylda; gróandinn þol- ir ekki frostið, en afskiptaleysið er það frost, sem drepur unga listamenn — ef þeir verða drepnir"... — Á yfarlitssýningunni á Listasafn- inu fær skoðandinn raungott yfirlit yf- ir þróun listar Finns Jónssonar gegn- um árin, allt frá hinum elztu myndum og frumrissum til þeirra mynda er listamaðurinn hefur lokið við á allra síðustu árum. Hér er hin nafntogaða mynd „örlagateningur", sem vafalftið mun halda nafni hans lengst á loft f íslenzkri listasögu ásamt öðrum þeim myndum er hann gerði undir áhrifum Sturm, Bauhaus- og Espressjónistanna, aðallega Emils Nolde. Myndin „Sígaunatrúður" frá þessu tfmabili er sér á báti og mjög hressilega máluð, umbúðalaust expressjónistísk og minn- ir í senn á Olav Rude, Nolde og Kokoschka. Aðrar myndir frá sama timabili eru undir sterkum áhrifum frá Nolde. Þetta er merkilegur kafli í islenzkri list, og víst er að með úrtaki þess besta á þessari sýningu má ná saman fallegri og áhrifaríkri bók um list Finns Jóns- sonar, sem þá skipi honum sess meðal athyglisverðustu málara okkar á fyrra helmingi aldarinnar, og myndi bera hróður hans langt út fyrir landsteinana f enn frekara mæli og auka skilning á fslenzJcri listhefð. Sfðar gerist þessi listamaður svo fjöl- virkur og jafnframt eru honum svo mislagðar hendur í vinnubrögðum að með ólíkindum má telja, — hið þjóð- lega svið, lfkt og það er túlkað f bók- menntum, víkur öllum nýlistagrillum til hliðar um langt skeið, en á efri árum fer hann að mála lýriskar óhlutbundn- ar myndir jafnframt hinum hlut- bundnu, en nær sjaldnast sömu tökum á viðfangsefninu sem á yngri árum sfnum. Eldmóðurinn og hrifnæmið virðast vfkja fyrir nokkrum efa um tilgang slíkrar myndgerðar, og mun hann jafnvel hafa gerst fráhverfur íslenzkum nýlistarstraumum á tfma- bili, en út í þá sálma skal ekki farið hér. A köflum komu fram sterkar myndir frá hendi Finns og vil ég m.a. nefna þar til myndir líkt og „Kýraugað" og „Beinin hennar Stjörnu", er báðar hanga í forsal en njóta sín illa í upp- hengingu. Vil ég hér víkja að því, að margt hefði mátt betur fara f sambandi við upphengingu þessarar sýningar, margar myndir eiga þar naumast heima, að mínu áliti, og hefði töluverð grisjun sýningarinnar gert hana stór- um áhrifarfkari og kynnt Finn Jónsson yngri kynslóðum sem mun sterkari listamann. Þó njóta sín sumar myndanna á sýningunni öllu betur en þar sem þær hanga hjá eigendum, svo sem Utvegsbankamyndin „Við ystu nöf“ f forsal, en hinn svarti bak- grunnur gerir hana mun magnaðari en hún kemur fyrir sjónir í bankanum. Sýningarskrá er vel úr garði gerð, en val mynda, með fáum undan- tekningum, ekki hið æskilegasta þó að það þjóni ágætlega sem alhliða yfirlit á verkum listamannsins. Áríðandi er að vanda sem best undir- búning og samsetningu slíkra yfirlits- sýninga. Listamanninum er ekki sýnd nægileg ræktarsemi með því einu að koma á framfæri yfirlitssýningu á verkum hans, þótt þakkarvert sé, heldur ber öðru fremur einnig að leiða fram hið frjóasta og besta í list hans. Maður og kona

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.