Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1976 11 Dr. Rolf Hadrich við myndatökuna. Germaníu-kvikmynd: Endurminningar frá Olympíusumri Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi fráGermanfu: Dr. Rolf Hadrich, maðurinn sem stjórnaði, kvikmyndagerð „Brekkukotsannáls" og ætlar að gera kvikmynd úr „Para- dlsarheimt" á næsta ári, samdi sjálfur handrit að kvikmynd árið 1972, er hann kallaði „Erinnerung an einen Sommer in Berlin". Þessi endurminning frá Berlfn er frá sumrinu 1936, er Olympfuleikarnir voru haldnir f Berlín og frægt var á sfnum tfma. Kvikmyndina byggir Hádrich á kafla úr bók Bandarfkjaskáldsins Thomasar Wolfes „You can’t go home again“. Rétt 40 ár eru nú liðin frá þessu sumri, sem fyllti brjóst Thomasar Wolfes „næstum óumræðanlegri gleði“. Þetta Olympfusumar varð Berlfn um skeið á nýjan leik alþjóðaborg. Hitler var að vfsu búinn að vera við völd á þrjú ár, en Gyðingaof- sóknir lágu niðri um stundar- sakir, bókabrunar voru úr sögunni I bili, atvinnuleysið var horfið og Olympfuleikarnir voru á næstu grösum f allri sinni dýrð. Höfundur Olympfu- myndarinnar frægu, Leni Riefenstahl, kemur fram f mynd Hádrichs, einnig eru kaflar úr mynd hennar sýndir. Það var sól og sumar f Berlfn þetta ár og engu rigndi nema verólaunapeningum. Auk Leni Riefenstahls, koma fram f myndinni William L. Shirer, blaðamaðurinn heimskunni, ennfremur Albert Speer og bókaútgefandinn Rowohlt. En þetta er samt leikmynd með frægum leikurum frá sjónvarpinu í Hamborg. Myndin „Erinnerung an einem Sommer in Berlin” verður sýnd I Nýja Bfó á vegum Germanfu laugardaginn 13. nóv kl. 2 e.h. Hún kemur f stað „Brúðkaups Figaros", sem sýna átti á vegum Germanfu og Tón- leikafélags Háskóla Islands þenna dag, en þeirri sýningu varð að fresta til laugardagsins 11. desember, vegna þess að sú kvikmynd er enn ókomin til landsins. Basar Kvenfélags Langholtssóknar NÆSTA laugardag 13. nóv. verð- ur hinn árlegi sölubasar kvenna f Safnaðarheimilinu við Sólheima. Enn er það kirkjubyggingin, sem á að njóta hagnaðar sem von- andi verður mikill. Mikið eru kon- ur búnar að vinna og fagurt er handbragðið. Ymsum fjölbreyttum munum hefur einnig verið safnað til happdrættis bæði af yngri og eldri. Þakið vantar á kirkjuna. Það er næsta átakið. Hingað til hafa prjónar og nálar dugað bezt til að mynda sjóði til þessarar byggingar, sem er og mun verða kristileg menningar- miðstöð f Heimahverfinu um ald- ir fram. Þar mun og verða ágætasta hús- næði allri félagsstarfsemi I hverf- inu. Vonandi veitir borgarstjórn þvf athygli hið bráðasta. Heill þeim sem hér að vinnur. Þökk sé öllum, sem leggja fram fórnir f þessum tilgangi innan safnaðar sem utan. Arelfus Nfelsson. Heildarsöltunin: Mesta aukningin í reknetasíldinni SAMKVÆMT söltunarskýrslum Sfldarútvegsnefndar nam heildarsöltun Suðurlandssfldar á miðnætti aðfararnótt sunnudags- ins 7. nóv. s.l. samtals 81.081 tunnu, en á sama tfma f fyrra nam heildarsöltunin 60.974 tunnum. Mest hefur verið saltað á Höfn f Hornafirði eða 15.850 tunnur, þá koma Vestmannaeyjar með 14.279 tunnur, f Reykjavfk hefur verið saltað f 9.795 tunnur, f Keflavfk f 7.287 tunnur og f Grindavfk f 7281 tunnu, en alis hefur verið söltuð sfld á 19 stöð- um á landinu. Af heildarmagninu í haust hafa 60.054 tunnur verið saltaðar f landi af afla hringnótabáta, 1.310 tunnur hafa verið sjósaltaðar og 19.817 tunnur eru reknetasíld. 1 fyrra höfðu 43.878 tunnur verið saltaðar í landi af afla hringnóta- báta 12.598 tunnur voru þá sjó- saltaöar og söltuð reknetasfld var þá aðeins 4.498 tunnur. 1 frétta- bréfi Síldarútvegsnefndar segir, að samkvæmt fréttum, sem Sildarútvegsnefnd hafi borizt frá Svfþjóð, hafi allmikið veiðzt af góðri söltunarsfld „rétt við bæjar- dyrnar" hjá sænsku sfldarniður- lagningarverksmiðjunum f Kungshamn. Blaðið „Bohus- laaningen" hafi nýlega birt frétt af þessari óvæntu síldargöngu og segir í fyrirsögn Vattnet við Váderöarna kokar nu af storsild”. Þá segir að f október muni hafa veiðzt 12—15.000 tunnur. Nokkuð af síldinni hafi verið kryddsaltað I Svfþjóð.en hluti fluttur á upp- boðsmarkað f Danmörku, þar sem hærra verð fæst þar fyrir fersk- síldina en í Svíþjóð. Samkvæmt þeim fitumælingum, sem StJN er kunnugt um, að gerðar hafa verið, hefir fitumagn sfldarinnar reynzt 20—22% miðað við sjttdina heila, sem er töluvert meiri'fita en hef- ur mælzt f Suöurlandsslldinni í haust. Landshlutasamtök og byggdastefna RÁÐSTEFNA S.U.S. á HeHu Gardgróðurhúsin komin aftur Pantanir óskast sóttar. Sýningarhús á staönum. Verö frá kr. 71.000 m/gleri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.