Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1976 12 Dr. Jóhannes Nordal: Hægur afturbati Dr. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, ritar forystugrein í nýútkomið tölublað Fjármálatíðinda og fer grein hans hér á eftir: Nú er rúmlega ár liðið síðan þess fór fyrst að sjá örugg merki, að efnahags- þróunin í heiminum stefndi í átt til bata, eftir mesta efna- hagssamdrátt í fjóra áratugi. Efnahagsbatinn hefur haldið áfram á þessu ári, svo að nú má öruggt telja, að um veru- lega og almenna framleiðslu- aukningu verði að ræða á árinu um allan heim. Þótt vonir standi til, að þessi bati hafi þegar lagt grundvöll áframhaldandi hagvaxtar og batnandi efnahagsástands, eru horfur í þvi efni að ýmsu leyti tvísýnni en venjulegt er á þessu skeiði hagsveifl- unnar. Er orsaka þessarar óvissu einkum að leita í þeim vandamálum, sem hin óvenjulega efnahagsþróun undanfarinna ára hefur skilið eftir sig Hér er einkum um þrenns konar vanda að ræða. í fyrsta lagi er verðbólga enn verulegt vandamál viða um heim, og dregur hún bæði úr svigrúmi stjórnvalda til að beita eftirspurnar- aukandi aðgerðum og úr getu og áhuga fyrirtækja á því að leggja í framleiðslu- aukandi fjárfestingu. í öðru lagi eiga margar þjóðír enn við mikla greiðsluerfiðleika að etja, sem að miklu leyti má rekja tíl þeirra breytinga á greiðslustöðu, sem oliuverð- hækkunin hafði í för með sér. Hafa þessar þjóðir mjög litið svigrúm til þess að auka ínn- lenda eftirspurn, nema þeim takist jafnframt að halda greiðslujöfnuði sinum í horfinu með auknum út- flutningi. í þriðja lagi er enn við að stríða almennara og rótgrónara atvinnuleysi en þekkst hefur, síðan fyrir heimsstyrjöldina síðustu. Hefur tiltölulega lítið dregið úr því, þrátt fyrir framleiðslu- aukningu undanfarinna árs- fjórðunga. Það er á engan hátt auðvelt að ráða bót á þessum þremur vanda- málum og tryggja jafnframt æskilegan hagvöxt. Jóhannes Nordal Sá hagstjórnarvandi, sem í þessu felst, er líklega megin- skýringin á þvi, að hægt hefur um skeið á efnahags- batanum, eftir öra framleiðsluaukningu á fyrra helmingi þessa árs. Eru skipt- ar skoðanir um það, hvort hér sé aðeins um tíma- bundna breytingu á vaxtar- hraða að ræða eða varanlegri samdráttarvanda, sem aðeins sé hægt að ráða bót á með nýjum eftirspurnar- aukandi aðgerðum. Úr þessu fæst ekki skorið, fyrr en að nokkrum tima liðnum, en þó er þegar Ijóst, að miklu meiri tregða er á aukningu fjár- festingar meðal helztu iðn- aðarrikja en æskilegt væri, ef tryggja á varanlegan efna- hagsbata. Án breytingar í þessum efnum er varla að búast við mjög örri fram- leiðsluaukningu næstu mánuði. Fyrir íslendinga hefur þróunin að ýmsu leyti orðið hagstæðari en búizt hafði verið við í upphafi ársins. Ástæðan var mikil og óvænt hækkun hráefna og mat- vælaverðs, einkum á öðrum ársfjórðungi þessa árs og þar af leiðandi batnandi viðskiptakjör íslendinga. Þessi hækkun matvæla og hráefnaverðs virðist hins vegar hafa stafað af tima- bundum orsökum, svo sem birgðasöfnun eftir langt sam- dráttarskeið, enda var hún miklu meiri en aukning almennrar eftirspurnar gaf tilefni til. Sú hefur líka orðið raunin á, að ekki hefur orðið framhald á þessum verð- hækkunum, nema í takmörk- uðum mæli, og lítið bendir til frekari bata viðskiptakjara næstu mánuði. Sá bati, er varð á viðskiptakjörum, einkum á fyrra helmingi ársins, hefur verulega létt íslendingum róðurinn i efnahagsmálum. Vegna hagstæðari ytri skil- yrða, áhrifa markvissari stefnu í lánsfjármálum og bættrar stöðu ríkissjóðs hefur tekizt að draga mjög úr hinum alvarlega viðskipta- halla við útlönd Til dæmis varð hallinn á vöruskiptajöfn- uðínum 5200 milljónir króna á fyrstu þremur árs- fjórðungum þessa árs, en það er aðeins einn fjórði af hallanum á sama tíma á árinu 1975, ef báðar tölurnar eru reiknaðar á meðalgengi þessa árs. Hér er vissulega um mikil umskipti að ræða, eftir hinn gífurlega viðskiptahalla undanfarinna tveggja ára. Virðist nú ástæða til að ætla að við- skiptahallinn verði á árinu i heild innan við 10 milljarða króna, þ.e.a.s. aðeins rúm- lega þriðjungur greiðslu- hallans á síðastliðnu ári, ef hann er reiknaður sem hlut- fall af þjóðarframleiðslu. Er þetta betri árangur en áætlanir i upphafi ársins gerðu ráð fyrir, en mis- munurinn felst allur í áhrifum bættra viðskiptakjara og örari útflutningi á áli, en miklar álbirgðir höfðu safnazt fyrir á árinu 1975 vegna sölu- tregðu. Þennan þakkarverða árangur verður þó aðeins að skoða sem áfanga að þvi marki að endurreisa stöðu þjóðarbúsins út á við. Enn er viðskiptahallinn við útlönd um 4—5% af þjóðarfram- leiðslunni, nettógjaldeyris- eign bankanna sáralítil og skuldabyrðin við útlönd ört vaxandi. Jöfnun viðskipt- hallans er þvi eftir sem áður brýnasta verkefnið í efna- hagsmálum. Ekki er ástæða til að ætla, eins og nú horfir i efnahagsmálum i um- heiminum, að enn frekari bati viðskiptakjara verði þar að liði á næstunni. Þvert á móti eru ýmsar blikur á lofti bæði i hægari afturbata í efnahagsmálum og yfirvof- andi hækkun oliuverðlags, sem sett gætu strik í reikninginn. Er nauðsynlegt að hafa þessi vandamál öll í huga, þegar gengið er frá afgreiðslu fjárlaga og láns- fjáráætlun fyrir árið 1977. Aðeins með áframhaldandi aðhaldi i útgjöldum opin- berra aðila og fjármögnun framkvæmda er von til þess að koma stöðunni út á við aftur í viðunandi horf. J.N Sala á mjólk dregst sam- an um 4% MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN I landinu hefur heldur aukist sfðari hluta ársins, ef miðað er við sömu mánuði I fyrra og má þar þakka einmuna veðurbllðu um allt land sfðustu mánuði, að því er segir I fréttabréfi Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Innvegin mjólk til mjólkursam- laganna á tfmabilinu 1. janúar til 30. september 1976 er 0,6% minni en á sama tfma árið áður. Sala á nýmjólk er það sem af er árinu 4% minni en f fyrra og koma þar m.a. tif áhrif verkfaflsins á sfðast liðnum vetri. A árinu hefur sala á undan- rennu aukist um 27,5% og móti hverjum lftra af undanrennu hafa verið seldir 30 lítrar af ný- mjólk en að jafnaði voru seldir 134 þúsund lítrar af undanrennu á mánuði. Framleiðsla á smjöri var 19% meiri í ár en í fyrra. Ostaframleiðslan hefur dregist saman um 39%. Birgðir af smjöri og öðrum mjólkurvörum eru nú það miklar að ekki er talin hætta á því að grípa verði til innflutn- ings eða annarra ráðstafana þó mjólkurframleiðslan verði í lág- marki næstu mánuði. Höfn: Gagnfræðaskóla- nemendur söfnuðu 116 þús. kr. handa þroskaheftum SEM kunnugt er, þá er Hjálpar- stofnun kirkjunnar, að safna fé til styrktar þroskaheftum og hefur söfnun á vegum stofnunarinnar verið í gangi i tæpar tvær vikur, en söfnuninni lýkur nú um helg- ina. Nemendur Gagnfræðaskól- ans á Höfn í Hornafirði tóku sig til nú í vikunni og söfnuðu í byggðalaginu alls 116 þýs. krón- um á stuttum 'tíma og hafa nú komið fénu áleiðis til Hjálpar- stofnunarinnar. Haukur Eggertsson: Óvænt liðveizla „ÞAO er fjarstætt að útlendingar fái slík réttindi, að öll samkeppni sé úr sög- unni." „Þessi kjör hafa aldrei staðið íslendingum til boða." „Skattlagning fyrirtækja á íslandi er orðin hagstæð útlendingum." Ofangreindar setningar eru megin uppistaða eða inntak ágætrar greínar, sem Haraldur Blöndal skrifar í dagblaðíð Vísi í gær (þriðjud. 2. nóv ), en ber annars heitið RÁÐHERRA-NELLIKAN Til- efnið er hið fyrirhugaða ylræktarver, sem stjórnmála- mennirnir berjast nú ákafast fyrir, að Hollendingar komi hér upp Er ylrækt iðnaður eða land- búnaður? Hver fær nellikuna, sem á að rækta: iðnaðarráð- herra eða landbúnaðarráð- herra? Hvað sem þvi liður, þá er röddin ekki Jakobs. Rödd- in er ekki iðnrekandans, röddin er skynseminnar. En hví vaknar hún svo seint, og hví vaknar hún utan þeirra raða, sem ákvörðunarvaldið hafa um lif eða dauða íslenzks athafnalífs á mjög breiðu sviði, sérstaklega íðnaðarins? Islenzkir iðn- rekendur hafa barizt fyrir þvi árum saman, að fá i einhverj- um mæli að njóta sambæri- legrar aðstöðu atvinnulega séð og aðrir atvinnuvegir — og útlendingar. Það er bara kallaður barlómur — iðnað- urinn blómstrar! Ég vona, að það verði ekki kallaður ritstuldur, þótt ég taki hér á eftir upp nokkrar málsgreinar úr skrifum Haralds. ..Undanfarið hafa farið fram viðræður um ylræktar- ver, sem reka á i nágrenni Reykjavikur og með þátttöku hollendinga. í þessum við- ræðum og umræðum vegna þeirra á opinberum vettvangí hefur enn komið fram (hinn) sérkennilegi skilningur ýmissa ráðamanna í hlutverki tolla og skatta, ef útlendingar eiga í hlut. Jafnframt hefur í þessum umræðum komið í Ijós, að mönnum finnst meira um vert, að þeirra sé getið við nýjungar en að þeir standi vörð um það sem fyrir er." „Skattlagningin hefur aftur orðið til þess, að erlend fyrir- tæki telja það fjarstætt að eiga hlut að fyrirtækjum hér á landi, nema að sett séu sérstök skattalög um þessi fyrirtæki. Stjórnvöld hafa viðurkennt þetta sjónarmið og veitt erlendum fyrirtækj- um skattfriðindi og tollfríð- indi." „Hollenska ylræktarverið er ágætt dæmi um, hversu opinber skattlagning á fyrir- tækjum heftír vilja islendinga til að stofna ný fyrirtæki á eigin vegum, en verða að sækja styrk að utan til að fá sæmileg starfsskilyrði." „íslendingar eru aðilar að ýmsum alþjóðlegum sam- þykktum um tollamál Þeir Haukur Eggertsson geta ekki varið ofsköttuð fyrirtæki með tollmúrum. Þess á heldur ekki að vera þörf. íslensk fyrirtæki hafa aldrei beðið um sérréttindi fyrir sig. Þau hafa aðeins beðið um, að stjórnvöld sviptu þau ekki því fjár- magni, sem þeim er nauð- synlegt til að verja sig og sækja á ." „Ég er ekki mótfallinn erlendu fjármagni í íslensku atvinnulífi. Ég er hins vegar mótfallinn því, að einungis útlendingar fái að njóta rétt- látrar skattlagningar á ís- landi." — Svo mörg eru þau orð, og þau eru enn fleiri í greininni. Þau eru öll sönn, en það er einnig meiri sannleikur. Það er sannleikur, að Reykjavíkurborg og Hvera- gerðishreppur berjast um ylræktarverið. Það eru boðn- ar fríar lóðir og alls kyns önnur aðstaða, auk ódýrrar orku. Það er lika sannleikur, að á forsiðu Timans, laugard. 30. okt. s.l. stendur með stóru letri. „HOLLENDING AR FRAMLENGJA FREST- INN UM TVÆR VIKUR." „Viðræður um niðurfell ingu tolla og aðflutnings gjalda standa yfir." Það eru sem sagt úrslitakostir, sem Hollendingar setja íslenzku ríkisstjórninni! Tvær vikur! Hugsið ykkur! Og við erum að reyna að halda reisn okkar gagnvart umheiminum. Geta íslendingar sett slika kósti? Og að lokum þetta: Hvar ætla núverandi ylræktar- menn í Hveragerði og víðar að selja sín blóm, þegar ráð- herrarnir geta keypt sínar ódýru nellikur frá hollenzku ylræktarstöðinni, sem mun starfa við allt önnur og hag- stæðari skilyrði? Eru þeir ekki að kveða upp sinn eigin dauðadóm? Þökk sé Haraldi fyrir hans ágætu grein.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.