Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 **gpnsilrtiifrifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. f tausasölu 60.00 kr. eintakið. hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ár.ii Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, stmi 10100 Aðalstræti 6. simi 22480 SKÝRSLA STARFSHÓPS RANNSÓKNARÁÐS UM LANDBÚNAÐ: Höfum orðið að flytja út 26,2% Kúbumenn í Angóia I kindakiötsfram- TT m bessar mundir berast hinnafl nn hannafl nm uerrilri- éB ^r' Um þessar mundir berast fregnir frá Angola þess efnis, að bardögum þar sé ekki lokið, eins og menn hafa talið og að önnur þeirra þriggja svonefndra þjóðfrelsíshreyf- inga, sem þar börðust um völd- in á sínum tíma hafi látið að sér kveða á ný og með umtalsverð- um árangri á þann veg, að hún ráði yfir nokkrum landsvæðum og hafi gert hersveitum ríkjandi stjórnar í Angola margar skrá- veifur. Nú er það í sjálfu sér ekkert nýtt, að fregnir berist frá hinum nýfrjálsu Afríkuríkjum um innbyrðis átök um völdin. Angola er hins vegar sérstætt dæmi vegna þess, að núver- andi valdhafar náðu undirtök- unum í - valdabaráttunni með aðstoð erlendra hersveita frá Kúbu. Nú berast fregnir um það á ný, að kúbönskum hersveitum sé beitt gegn þeirri þjóðfrelsis- hreyfingu, sem látið hefur að sér kveða. En nú sem í hið fyrra skipti bregður svo undarlega við, að allir þeir fjölmörgu hóp- ar, sem á undanförnum árum hafa mótmælt erlendri íhlutun hingað og þangað um veröld- ina láta ekkert í sér heyra. Hvað kemur til? Hvað veldur því t.d., að þeir, sem for- dæmdu harðast aðild Banda- ríkjamanna að striðinu i Víet- nam fordæma ekki með sama hætti aðild kúbanskra hersveita að borgarastyrjöldinni í Ang- óla? Hér er augljóslega á ferðinni tvöfalt siðgæði. íhlutun Banda- ríkjamanna í Víetnam var vond, en íhlutun Kúbumanna í Ang- óla er góð að dómi þessara afla. íbúar Angóla mega ekki gera út um sín mál sjálfir. Her- menn erlendrar þjóðar handan við Atlantshafið eru sendir til þess að taka ákvörðun — neyða þá til þess með hervaldi. Það er litið mark takandi á þeim, sem mótmæla erlendri íMutun i einu landi, en leggja blessun sína yfir hana i öðru. Eða hverju svara vinstri menn og aðrir kommúnistar þegar þeir eru spurðir um þessa kúbönsku innrás í Ang- óla — en þangað fóru Kúbu- menn i raun og veru vegna hvatningar Sovétstjórnarinnar. Fóðurblöndun á Akureyri og Sauðárkróki Iorði kveðnu er það m.a. tilgangur samvinnu- hreyfingarinnar að tryggja félagsmönnum sínum hag- stæðari viðskiptakjör en þeir geta annars staðar fengið og þá ekki sízt bændum, sem eru aðal viðskiptamenn kaupfélaga og samvinnufyrirtækja. Glöggt dæmi um það hvernig sam- vinnuhreyfingin rækir þetta hlutverk sitt kemur fram í Morgunblaðinu í gær. Þar er frá því skýrt, að það sé hagstæðara fyrir bændur i Skagafirði að kaupa fóður- blöndu hjá einkafyrirtæki á Akureyri þótt það kosti umtals- verðan flutning frá Akureyri í Skagafjörð en að kaupa sömu fóðurblöndu hjá Kaupfélaginu á Sauðárkróki. Þótt flutnings- kostnaður sé talinn með er fóðurblandan frá einkafyrirtæk- inu á Akureyri 3000 krónum ódýrari á hverja lest en hjá kaupfélagínu á Sauðárkróki og varpfóður er með sama hætti 6500 krónum ódýrar á hverja lest hjá einkafyrirtækínu á Akureyri. Ekki verður sagt, að þessi samanburður sé sam- vinnuhreyfingunni hagstæður. Hvað er Hjalti að fela? Annað kvöld verður flutt- ur í hljóðvarpi þáttur um uppreisnina í Ungverja- landi fyrir 20 árum. Var víssu- lega fyllsta ástæða til að þeim atburði yrðu gerð skil í Ríkisút- varpinu og þó fyrr hefði verið, eða t.d. hinn 4. nóvember sl. í samanburði við þennan þátt hafði umsjónarmaður hans, Hannes Gissurarson, í huga að útvarpa hluta af al- ræmdu útvarpsviðtali við Hjalta Kristgeirsson, nú blaðamann á Þjóðviljanum en þá var hann námsmaður í Ungverjalandi. Þegar Hjalta Kristgeirssyni barst vitneskja um það, hafði hann samband við for- ráðamenn útvarpsins og lagði blátt bann við þvi, að þessi fréttaauki yrði fluttur eða nafn hans nefnt í þættinum. Hvað er Hjalti aðfela? Ætli þetta bann hans segi ekki meira en mörg orð? leiðslunnar ÞRÓUN LANDBUNAÐARINS er síðasta skýrsla af fjórum, sem Rannsóknarráð rikisins hefur látið gera um þróun atvinnuveganna. Áður eru komnar út skýrslur um byggingarstarfsemi, iðnað og sjávarútveg — og fiskiðnað. í gær lagði starfshópur um landbúnað, sem myndaður var f janúar 1974, fram skýrslu sina. Það kom fram á blaðamannafundi hjá starfshópnum að vinna við þessa skýrslu tók til muna lengri tíma en áætlað hafði verið i byrjun. Þátttakendur starfshópsins létu í Ijós þá von að skýrsla þessi yrði grundvöllur umræðna um landbúnaðar- mál þvi allar umræður ættu að geta orðið landbúnaðinum sem og öðrum atvinnuvegum til góðs. Starfshópinn mynduðu eftirtaldir: Jónas Jónsson ritstjóri, formaður, Stefán Aðal- steinsson búfjárfræðingur, ritari, Guðmundur Sigþórsson búnaðarhagfræðingur, Guðrún Hallgrfmsdóttir verkfræðingur, Gunnar Guðbjartsson bóndi, Óskar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, Sveinn Hallgrfmsson búfjárfræðingur og Reynir Hugason verkfræðingur, en snemma árs 1976 bættust verkfræðingarnir Jónas Bjarnason og Vilhjálmur Lúðvíksson f vinnuhópinn. Þrfr af starfshópnum unnu sérstaklega að gerð skýrslu um þróun sauðfjár- ræktarinnar og var henni dreift f gær með skýrslunni um þróun landbúnaðarins. I upphafi skýrslunnar er fjallað um náttúrleg skilyrði til landbúnaðar á ís- landi og kemur bar m.a. fram að nátt- úrlegir möguleikar landsins sem land- búnaðarlandi eru um margt meiri hér á landi en menn áttu von á. í almennri lýsingu á Islenskum landbúnaði er vlða komið við. Fólki, sem vinnur að land- búnaði hefur stöðugt fækkað undan- farna áratugi en framleiðsla á hvern einstakling aukist Árleg fækkun nam um 2.5% frá 1 940— 1 950. um 1 8% frá 1950—1960, en siðan hefur fækkunin numið um 2.3% á ári. Bændur með sauðfjár- og nautgripa- rækt að aðalatvinnu voru 4 258 árið 1973. HEY, 70—80% AF ALLRI FÓÐURNOTKUN LANDSMANNA Jarðir I ábúð með framtöldum bú- stofni eru um 4.400 og eru stærstu búin, talin í ærgildum, I Rangárvalla- sýslu. 523 ærgildi á bónda, Eyjafjarð- arsýslu, 502 á bónda, og Árnessýslu, 484 ærgildi á bónda (1 kýr = 20 ærgildi) Búskapur hér er að yfirgnæf- andi hluta búfjárrækt, sem byggist á heyskap og annarri innlendri fóðuröfl- un ásamt beit á úthaga og afrétti Fóðrun á heyjum hefur numii 70—80% af nlln fóðurnotkun á land inu á tímabilinu 1961 — 1974. Afurð ir af sauðfé og nautgripum hafa undan farið að meðaltali numið 85% af heild arverðmæti búvöruframleiðslunnar Skipast þessar afurðir bannig ac 45—51% eru afurðir af nautgripum, 34—40% eru afurðir af sauðfé Aðrai búvörur skiptast pannig eftir verðmæti aðáárunum 1961 — 1975 hafa afurð- ir af hrossum að meðaltali verið 1.3% Afurðir af svinum og alifuglum hafa verið rúm 6% að meðaltali Gróður- húsaafurðir og afurðir af garðrækt hafa numið 4% af heildarverðmætinu og afurðir af hlunnindum eru taldar tæp 3%. 27% AF LANDBÚNAÐAR- AFURÐUM KEMURAF SUÐURLANDI Frá árinu 19 70 hefur kindakjöts- framleiðslan aukist allmiklu örar en fjárfjöldinn i landinu Ullarframleiðslan hefur fylgt fjárfjöldanum að mestu Þriár leiðir í STARFSHÓPUR Rannsóknaráðs bendir i lok skýrslu sinnar á þrjár mismunandí leiðir í þróun landbún- aðar á næstu árum. Starfshópurinn leggur á það áherslu að landbúnaðar sé grundvöllur að Iffsafkomu veru- legs hluta þjóðarinnar og meginhluta fólks I stórum landshlutum. Land- búnaður leggi þjóðinni til Iffsnauð- synleg matvæli, iðnaði mikilvæg hrá- efni og skapi þjóðfélaginu það oryggi, sem f því felst að framleiða sem mest af matvælum sjálf eða geta framleitt þau. ef aðflutningar teppast og matvæli verða á annan hátt torfengin. Til grundvallar spám hópsins ligg ur meðal annars að afurðir nautgripa og sauðfjár nema um 85% af heildarverðmæti búvöruframleiðsl- unnar. Innlendi markaðurinn er aðal- markaðurinn fyrir matvælafram- leiðslu landbúnaðarins og hann er mettaður. Við útflutning hefur ekki fengist það verð fyrir kjöt og mjólkurvörur, að það nægi fyrir framleiðslu- og sölukostnaði. Hér fara á eftir tillögur starfshóps- ins: Leið 1: Nánast óbreytt stefna I land- búnaðarmálum. Framleiðslan miðast við að fullnægja innanlandsþörfum fyrir þær vörur, sem framleiddar eru hér eða hægt er að framleiða. Til að koma i veg fyrir vöruskort þegar illa árar er framleiðsl- an I meðalári eða betra nokkuð um- fram innanlandsþarfir. Án skipulegrar stýringar á fram- leiðslumagni umfram það sem nú er. mun þessi leið væntanlega hafa eftir- farandi í för með sér: Q Bústærð eykst tiltölulega hægt Sérhæfing búanna og verkskipting á milli þeirra fer vaxandi. 0 Fækkun þeirr'a, sem landbúnað stunda. verður svipuð og verið hefur eða um 2% á ári Hún verður hlutfalls- lega mest á svæðum, sem nú þegar standa höllum fæti. 0 Mannafli. sem vinnur ýmis þjón- ustustörf fyrir landbúnaðínn, svo og mannafli við úrvinnslu afurða og iðnað úr hráefnum frá landbúnaði, mun fara vaxandi. Ekki liggur fyrir hve mikil sú aukning getur orðið. en hún getur stuðlað að eflingu byggðar 0 Vmnslukostnaður breytist i hlutfalli við aðra verðlagsþróun I landinu 0 Verðlag búvöru til neytenda lækkar nokkuð hlutfallslega með aukinni fram- leiðni. en tengist áfram almennu verð- lagi vegna tekjuviðmiðunar bænda við aðrar stéttir. Q Þörf fyrir fjárfestingu i landbúnaði verður svipuð og verið hefur. 0 Mjólkurkúm mun fjölga lltið eða ekkert, en sauðfé mun væntanlega fjölga um 5 — 6% Afurðaaukning á grip verður veruleg vegna kynbóta og betri aðESunaðar Mjólkurframleiðsla mun áfram full- nægja innanlandsþörfum, en kinda- kjötsframleiðslan mun aukast um allt að 20%. 9 Framleiðsla á kindakjöti umfram innanlandsþarfir fer vaxandi og gæti orðið 6000 tonn árið 1985, að þvi tilskildu að verðábyrgð rlkissjóðs yrði nægjanleg og kjöt yrði niðurgreitt áfram 9 Útlit er fyrir mikla og vaxandi þýð- ingu ullar- og gæruframleiðslu Ullar- magn gæti aukist úr 1250 tonnum árið 1 975 i 2200 tonn árið 1 985, og gærufjöldinn gæti aukist úr 960 000 i 1200 000 á sama tlma 0 Beitarálag á Othaga og afrétti í heild gæti aukist eða minnkað eftir þvl I hvaða mæli ræktun innlends fóðurs og beitarrækt vex, svo og hvernig nýting afrétta verður stjórnað Líklegt er þó að 1 heild muni beitarálag á afrétti minnka. Leið 2: Framleiðslumagn takmarkað við innanlandsþarfir og stefnt að lág- marksmannafla við landbúnað Útflutningi kjöts og mjólkurvara yrði hætt. Um innflutning yrði að ræða í slöku árferði Til að draga úr framleiðslu og fækka framleiðendum yrði að beita eftirfar- andi skipulögðum aðgerðum: 0 Gera strangar framleiðsluáætlanir fyrir einstakar greinar bundnar við landshluta, héruð og einstakar jarðir. O Fjárfesting sem leiddi til aukinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.