Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 13.11.1976, Síða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÖVEMBER 1976 17 éfgttttttfafrft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ár.ii Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Kúbumenn í Angóla Um þessar mundir berast fregnir frá Angola þess efnis, að bardögum þar sé ekki lokið, eins og menn hafa talið og að önnur þeirra þriggja svonefndra þjóðfrelsishreyf- inga, sem þar börðust um völd- in á sínum tíma hafi látið að sér kveða á ný og með umtalsverð- um árangri á þann veg, að hún ráði yfir nokkrum landsvæðum og hafi gert hersveitum ríkjandi stjórnar í Angola margar skrá- veifur. Nú er það í sjálfu sér ekkert nýtt, að fregnir berist frá hinum nýfrjálsu Afríkuríkjum um innbyrðis átök um völdin. Angola er hins vegar sérstætt dæmi vegna þess, að núver- andi valdhafar náðu undirtök- unum i valdabaráttunní með aðstoð erlendra hersveita frá Kúbu. Nú berast fregnir um það á ný, að kúbönskum hersveitum sé beitt gegn þeirri þjóðfrelsis- hreyfingu, sem látið hefur að sér kveða. En nú sem í híð fyrra skipti bregður svo undarlega við, að allir þeir fjölmörgu hóp- ar, sem á undanförnum árum hafa mótmælt erlendri íhlutun hingað og þangað um veröld- ina láta ekkert i sér heyra. Hvað kemur til? Hvað veldur því t.d., að þeir, sem for- dæmdu harðast aðild Banda- ríkjamanna að stríðinu í Víet- nam fordæma ekki með sama hætti aðild kúbanskra hersveita að borgarastyrjöldinni í Ang- óla? Hér er augljóslega á ferðinni tvöfalt siðgæði. íhlutun Banda- ríkjamanna í Vietnam var vond, en íhlutun Kúbumanna í Ang- óla er góð að dómi þessara afla. íbúar Angóla mega ekki gera út um sín mál sjálfir. Her- menn erlendrar þjóðar handan við Atlantshafið eru sendir til þess að taka ákvörðun — neyða þá til þess með hervaldi. Það er litið mark takandi á þeim, sem mótmæla erlendri íWutun i einu landi, en leggja blessun sína yfir hana í öðru. Eða hverju svara vinstri menn og aðrir kommúnistar þegar þeir eru spurðir um þessa kúbönsku innrás í Ang- óla — en þangað fóru Kúbu- menn í raun og veru vegna hvatningar Sovétstjórnarinnar. Fóðurblöndun á Akureyri og Sauðárkróki Iorði kveðnu er það m.a. tílgangur samvinnu- hreyfingarinnar að tryggja félagsmönnum sinum hag- stæðari viðskiptakjör en þeir geta annars staðar fengið og þá ekki sízt bændum, sem eru aðal viðskiptamenn kaupfélaga og samvinnufyrirtækja. Glöggt dæmi um það hvernig sam- vinnuhreyfingin rækir þetta hlutverk sitt kemur fram í Morgunblaðinu í gær Þar er frá því skýrt, að það sé hagstæðara fyrir bændur i Skagafirði að kaupa fóður- blöndu hjá einkafyrirtæki á Akureyri þótt það kosti umtals- verðan flutning frá Akureyri i Skagafjörð en að kaupa sömu fóðurblöndu hjá Kaupfélagínu á Sauðárkróki. Þótt flutnings- kostnaður sé talinn með er fóðurblandan frá einkafyrirtæk- inu á Akureyri 3000 krónum ódýrari á hverja lest en hjá kaupfélaginu á Sauðárkróki og varpfóður er með sama hætti 6500 krónum ódýrar á hverja lest hjá einkafyrirtækinu á Akureyri. Ekki verður sagt, að þessi samanburður sé sam- vinnuhreyfingunni hagstæður. Hvað er Hjalti að fela? Annað kvöld verður flutt- ur í hljóðvarpi þáttur um uppreisnina í Ungverja- landi fyrir 20 árum. Var vissu- lega fyllsta ástæða til að þeim atburði yrðu gerð skil í Ríkisút- varpinu og þó fyrr hefði verið, eða t.d. hinn 4. nóvembersl. I samanburði við þennan þátt hafði umsjónarmaður hans, Hannes Gissurarson, í huga að útvarpa hluta af al- ræmdu útvarpsviðtali við Hjalta Kristgeirsson, nú blaðamann á Þjóðviljanum en þá var hann námsmaður í Ungverjalandi. Þegar Hjalta Kristgeirssyni barst vitneskja um það, hafði hann samband við for- ráðamenn útvarpsins og lagði blátt bann við því, að þessi fréttaaukí yrði fluttur eða nafn hans nefnt i þættinum. Hvað er Hjalti að fela? Ætli þetta bann hans segi ekki meira en mörg orð? SKÝRSLA STARFSHÓPS RANNSÓKNARÁÐS UM LANDBÚNAÐ: Höfum orðið að flytja út 26,2% kindakjötsfram- leiðslunnar ÞRÓUN LANDBÚNAÐARINS er síðasta skýrsla af fjórum, sem Rannsóknarráð rlkisins hefur látið gera um þróun atvinnuveganna. Áður eru komnar út skýrslur um byggingarstarfsemi, iðnað og sjávarútveg — og fiskiðnað. í gær lagði starfshópur um landbúnað, sem myndaður var I janúar 1974, fram skýrslu sína. Það kom fram á blaðamannafundi hjá starfshópnum að vinna við þessa skýrslu tók til muna lengri tima en áætlað hafði verið í byrjun. Þátttakendur starfshópsins létu I Ijós þá von að skýrsla þessi yrði grundvöllur umræðna um landbúnaðar- mál því allar umræður ættu að geta orðið landbúnaðinum sem og öðrum atvinnuvegum til góðs. Starfshópinn mynduðu eftirtaldir: Jónas Jónsson ritstjóri, formaður, Stefán Aðal- steinsson búfjárfræðingur, ritari, Guðmundur Sigþórsson búnaðarhagfræðingur, Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðingur, Gunnar Guðbjartsson bóndi, Óskar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, Sveinn Hallgrimsson búfjárfræðingur og Reynir Hugason verkfræðingur, en snemma árs 1976 bættust verkfræðingarnir Jónas Bjarnason og Vilhjálmur Lúðvíksson i vinnuhópinn. Þrir af starfshópnum unnu sérstaklega að gerð skýrslu um þróun sauðfjár- ræktarinnar og var henni dreift í gær með skýrslunni um þróun landbúnaðarins. í upphafi skýrslunnar er fjallað um náttúrleg skilyrði til landbúnaðar á ís- landi og kemur þar m.a. fram að nátt- úrlegir möguleikar landsins sem land- búnaðarlandi eru um margt meiri hér á landi en menn áttu von á. í almennri lýsingu á íslenskum landbúnaði er víða komið við Fólki, sem vinnur að land- búnaði hefur stöðugt fækkað undan- farna áratugi en framleiðsla á hvern einstakling aukist Árleg fækkun nam um 2.5% frá 1 940— 1 950, um 1 8% frá 1950—1960, en síðan hefur fækkunin numið um 2.3% á ári. Bændur með sauðfjár- og nautgripa- rækt að aðalatvinnu voru 4 258 árið 1973 HEY, 70—80% AF ALLRI FÓÐURNOTKUN LANDSMANNA Jarðir I ábúð með framtöldum bú- stofni eru um 4 400 og eru stærstu búin, talin I ærgildum, I Rangárvalla- sýslu, 523 ærgildi á bónda, Eyjafjarð- arsýslu, 502 á bónda, og Árnessýslu, 484 ærgildi á bónda (1 kýr = 20 ærgildi). Búskapur hér er að yfirgnæf- andi hluta búfjárrækt, sem byggist á heyskap og annarri innlendri fóðuröfl- un ásamt beit á úthaga og afrétti Fóðrun á heyjum hefur numii 70—80% af allri fóðurnotkun á land inu á tímabilinu 1961 — 19 74 Afurð ir af sauðfé og nautgripum hafa undan farið að meðaltali numið 85% af heild arverðmæti búvöruframleiðslunnar Skipast þessar afurðir þannig aí 45—51% eru afurðir af nautgripum, 34—40% eru afurðir af sauðfé. Aðrat búvörur skiptast þannig eftir verðmæti aðáárunum 1961—1 975 hafa afurð ir af hrossum að meðaltali verið 1 3% Afurðir af svínum og alifuglum hafa verið rúm 6% að meðaltali. Gróður- húsaafurðir og afurðir af garðrækt hafa numið 4% af heildarverðmætinu og afurðir af hlunnindum eru taldar tæp 3% 27% AFLANDBUNAÐAR AFURÐUM KEMUR AF SUÐURLANDI Frá árinu 1970 hefur kindakjöts- framleiðslan aukist allmiklu örar en fjárfjöldinn I landinu Ullarframleiðslan hefur fylgt fjárfjöldanum að mestu leyti, en síðustu tvö árin hafa skil á ull verið til muna lakari en áður. í skýrsl- unni kemur fram að stærstur hluti sauðfjár- og nautgripaframleiðslunnar fer fram á félagssvæði Búnaðarsam- bands Suðurlands, frá Hellisheiði að Lómagnúp, eða 27% af heildarafurða- verðmætunum af þessum búgreinum. Á svæðinu koma 29% afurðaverðmæt- anna frá sauðfé og 71% af nautgrip- um. Næst I röðinni eru Bsb. Eyjafjarðar með 14% afurðaverðmætanna og 21% þeirra af sauðfé, Bsb Borgar- fjarðar með tæp 9% af heild og 36% af sauðfé og Bsb. Austurlands með tæp 8% framleiðslunnar og 76% af- urðaverðmætanna af sauðfé Norður- Þingeyjarsýslu. Heildarflatarmál gróðurhúsa lands- ins nemur um 14 hekturum en neysla á gróðurhúsaafurðum er lltil hérá landi og eiga neysluvenjur töluverðan hlut að máli, en að öðru leyti stafar þetta af háu verðlagi og óstöðugu framboði Bent er á að möguleikar séu á að auka neyslu grænmetis og gróðurhúsaaf- urða með þvi að aðhæfa frekar verð framboði j skýrslunni segir að nýting hlunn- inda, s.s. laxveiði, silungsveiði, sel- veiði, dúntekju, hrognkelsa, reka og ýmiss konar eggja- og fuglatöku hafi staðið I stað undanfarið en þó hafi laxveiði I íslenskum ám meir en fjór- faldast undanfarin 30 ár. Hvatt er til betri nýtingará þessum möguleikum. MJÓLKIN TVÖFALT MEIRI í JÚLÍ EN FEBRÚAR Vinnslustöðvar landbúnaðarins eru næsta viðfangsefni skýrslunnar og er þar tekið fram að þær séu að lang- mestu leyti starfræktar af samvinnufé- lögum bænda. í landinu eru nú 18 mjólkursamlög og er stærð þeirra mið- uð við hámarksframleiðslu og veldur það óhagkvæmni I rekstri þeirra Mikill munur er á hvernig mjólkurmagnið berst til samlaganna. Um 43% af mjólgkurmagninu berst á 4 piánuðum maí—ágúst, en 57% á hinum átta Mjólkin er þannig tvöfalt meiri I júlí þegar hún er mest en I febrúar, þegar hún er minnst. Þessi munur á fram- leiðslunni er meiri en á hinum Norður- löndunum Sauðfjársláturhús voru 59 talsins haustið 1976 en þau eru mjög mis- munandi hvað stærð og tæknibúnað snertir og mörg þeirra fullnægja ekki þeim kröfum, sem þarf til að fá slátur- leyfi og starfa á undanþágum frá ári til árs. Átta sláturhús hafa verið endur- byggð á síðustu árum. Eru þessi átta hús hönnuð fyrir tæplega 16.000 kindaafköst á dag eða 45% af heildar- slátrun 1975, en haustið 1975 var þó aðeins slátrað I þessum húsum 37% af heildarslátruninni. Sauðfjárslátrun stendur I 6—8 vikur að hausti og hefur önnur nýting á sláturhúsunum reynst erfið. Vakin er athygli á því að nýta megi betur en nú er gert ýmsar aðrar afurðir sauðfjárins en kjöt, ull og gærur og þá einkum innmat og ýmsan úrgang. Tek- ið er dæmi að aðeins séu starfandi I landinu tvær kjötmjölsvinnslur en þær vinna aðeins úr hluta þess úrgangs, sem til fellur. Sláturúrgangur á öllu landinu er nú um 7 þúsund tonn og I mjölvinnslu gæfi þessi úrgangur um 100 tonn af mjöli og um 700 tonn af feiti, sem væri að verðmæti á verðlagi ársins 1975 um 600 milljónir króna, ef hann væri allur nýttur. NEYSLUHEFÐ Hlutfallsleg skipting framleiðslu- kostnaðar landbúnaðarvara hefur breyst verulega á undanförnum árum. Laun eru nú aðeins um helmingur af kostnaði verðlagsgrundvallar búsins, en voru nær 90% árið 1943. Kjarn- fóður og áburður eru hæstu rekstrarlið- ir búsfns._____________________ SAUÐFJÁRAFURÐIR 4/5 AF ÚTFLUTTUM LANDBUNAÐARVORUM Útflutningur landbúnaðarafurða og vinnsluvara úr þeim var um 8% af heildarútflutningi landsmanna árið 1975 og eru þá meðtaldar ullar- og skinnavörur. Sauðfjárafurðir eru um 4/5 hlutaf af heildarútflutningi land- búnaðarvara og árið 1975 skiptist út- flutningur óunninna landbúnaðarvara þannig að kindakjöt nam 59% að verðmæti til, innmatur 5%, ull 6% og gærur 30%. Framleiðsla á kindakjöti fer að mestu á innlendan markað, en kjöt hefur þó einstöku ár verið flutt út I verulegum mæli Hæst varð hlutfallið árið 1 969 en þá voru flutt út 49.9% af heildarframleiðslunni en lægst varð það árið 1965, 16 6%. Að meðaltali hafa verið flutt út á árabilinu 1961 til 1975 tæp 26.2% kindakjötsfram- leiðslunnar. Afurðir nautgripa eru um 1/10 hluti heildarútflutnings landbún- aðarvara, en þar af er nautakjöt hverf- andi hluti. Stærstur er hluti mjólkur- osta Árið 1965 náði útflutningur mjólkurvara hámarki og voru þá flutt út tæp 20% heildarframleiðslunnar en minnst var flutt út árið 1974 eða 3.6%.__________________________ ÚTFLUTNINGSVERÐ HVERS DILKS SKILAR 74% AF HEILDSÖLUVERÐI Starfshópurinn minnir á ákvæði laga frá 1959 þar sem segir að ríkissjóði sé heimilt að taka á sig verðábyrgð á að afurðir til útflutnings skili því verði, sem landbúnaðarafurðir kosta l fram- leiðslu. Þetta ákvæði veldur takmörkun á útflutningsmagni eða lækkun á verði til bænda en tryggir að slæm skilyrði til útflutnings valdi ekki hækkunum á landbúnaðarafurðum innanlands. Við útflutning á kindakjöti hefur útflutn- ingsverð skilað frá 53,9% upp I 67,2% af heildsöluverði innanlands á timabilinu 1 969/ 70 til 1972/73 Að meðaltali skilaði útflutningsverð á kindakjöti á þessum árum 60,5% af heildsöluverði. Vegna fyrirkomulags verðlagningar verður að skoða hversu mikið fæst I útflutningi fyrir dilkinn I heild svo og ullina og kemur þá I Ijós að á fyrrnefndu tímabili hefur 74% heildsöluverðs náðst fyrir hvern útflutt- an dilk. Nautgripaafurðir hafa við út- flutning gefið skilaverð, sem nemur um 'A til Vá framleiðslukostnaðar Und- antekning frá þessu er þó Óðalsostur sem skilað hefur nálægt 60% fram- leiðslukostnaðar við útflutning Þurfum að flytja út 45% kindakjöts- framleiðslunnar 1985 að óbreyttri stefnu Útflutningsbætur 2,5 milljarðar 1985? HORFUR eru á, að sauðfó muni fjölga úr um 860 þúsund f rúm- lega 900 þúsund fram til ársins 1985 og þá þurfi að flytja út allt að 8200 tonn af dilkakjoti eða nálægt 45% framleiðslunnar. í ár verður að flytja út um 4300 tonn. Að óbreyttum aðstæðum yrðu þvl útflutningsbætur vaxandi vanda- mál fyrir rfkissjóð. Miðað við að útflutningsbætur nemi á þessu ári 300 krónum á hvert kfló af kindakjöti, yrðu út- flutningsbætur á 8200 tonna um- framframleiðslu um 2,5 milljarðar króna. Þetta kemur meðal annars fram f sérstakri skýrslu um þróun sauðfjárræktarinnar — yfirliti yfir stöðu fslenskrar sauðf járræktar og spá um þróun fram til 1985-, sem starfshópur á vegum Rannsókna- ráðs rfkisins hefur unnið að og er þessi skýrsla gefin út sem fylgirit með skýrslu um þróun landbúnað- ar, sem birt var f gær. Höfundar þessarar skýrslu eru þeir Vilhjálmur Lúðvíksson verk- fræðingr, Stefán Aðalsteinsson bú- fjárfræðingur og Sveinn Hallgrlms- son sauðfjárræktarráðunautur. Þar sem þeir fjalla um tilgang skýrslunn- ar segja þeir að flest þau vandamál islenzks landbúnaðar, sem hafa mest verið til umræðu á undanförn- um árum komi skýrt fram I sauðfjár- ræktinni. Nefnd eru vandamál eins og offramleiðsla, niðurgreiðslur, út- flutningsbætur og ofbeit I úthaga Fram kemur að I samanburði við sauðfjárrækt á Nýja-Sjálandi sýnist útilokað fyrir íslenska sauðfjárrækt- endur að selja dilkakjöt á erlendum markaði og ná framleiðslukostnaðar- verði fyrir. Vinna, bein rekstrarút- gjöld og fjárfesting i húsum, ræktun og bústofni er hér á landi langt yfir því, sem gerist t.d I Nýja-Sjálandi Framleiðni á Nýja-Sjálandi virðist mun hærri en hér og kemur það m.a. fram I þvi að framleiðslukostn- aður nýsjálensks bónda á 16.8 tonnum af kjöti og 6.6 tonnum af ull eftir 1650 kindur sýnist um það bil jafnhár og framleiðslukostnaður íslensks bónda á 6.9 tonnum af kjöti og 0 62 tonnum af ull eftir 355 kindur. Þegar litið er á hvernig sauðfjár- ræktin hér á landi er samkeppnisfær á erlendum mörkuðum kemur i Ijós að miðað við árið 1 974 hefur verðið á dilkakjöti i alþjóðaviðskiptum verið á bilinu 120—200 krónur. Miðað við, að sláturkostnaður og birgða kostnaður hafi verið um 52 krónur á kíló og grundvallarverð nálægt 218 krónum á kíló, er Ijóst, að mikið vantar á, aðútflutningsverðgeti greitt fullt heildsöluverð famleiðslunnar, segja höfundar skýrslunnar. Þeir benda á að á tímabilinu 1970—19L75 hefur útflutnings- verð skilað að meðaltali 55% af heildsöluverði, en um 45% af grundvallarverði til bóndans þegar slátur og geymslukostnaður er dreg- inn frá útflutningsverðinu. Höfundar skýrslunnar segja að með vinnuhagræðingu, bættri fóðuröflun og fóðrun, aukinni af- urðasemi og bættum afurðum megi auka framleiðni í sauðfjárrækt veru- lega frá þvi, sem nú er. Mikil vinna á kind um sauðburðinn virðist aðaltak- mörkunin á minnkun vinnu í slcýrsl- unni er komist að þeirri niðurstöðu að miðað við að allir umbótamögu- leikar í sauðfjárrækt séu nýttir, sé hugsanlegt að lækka breytilegan kostnað framleiðslunnar úr 197,20 krónum á kíló I 78,90 krónur Með slíku heildarátaki, svo og 30% lækk- un sláturkostnaðar og 30% hækkun markaðsverðs miðað við 1 9 74, væri hugsanlegt að flytja út dilkakjöt á kostnaðarverði. Fram kemur að með þeirri verð- lagsstefnu, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum, hefur verið ýtt undir aukna kjötframleiðslu, en dregið úr áherslu á gæði ullar og skinna, sem leggja þó grundvöll að þeirri grein útflutningsiðnaðar, sem nú vex örast I landinu og talinn er hafa mikla vaxtarmöguleika Benda höfundar á að ærin ástæða sé til þess að niðurgreiðslum og út- flutningsuppbótum sé varið á þann hátt, að það hvetji (il aukinnar eða a m k bættrar framleiðslu ullar og gæra til úrvinnslu i iðnaði hérlendis Að síðustu benda höfundar skýrsl- unnar á að ákvörðun um stefnu i sauðfjárrækt sé viðkvæmt og vanda- samt álitamál, og verður varla tekin án viðtækrar könnunar á áhrifum hennar á byggð, atvinnulif og þjóð- hagslegan kostnað af völdum hugsanlegra breytinga á umfangi hennar og aðstöðu Þrjár leidir í landbúnaðarmálum? STARFSHÓPUR Rannsóknaráðs bendir f iok skýrslu sinnar á þrjár mismunandi leiðir f þróun landbún- aðar á næstu árum. Starfshópurinn leggur á það áherslu að landbúnaðar sé grundvöllur að Iffsafkomu veru- legs hluta þjóðarinnar og meginhluta fólks f stórum landshlutum. Land- búnaður leggi þjóðinni til Iffsnauð- synleg matvæli, iðnaði mikilvæg hrá- efni og skapi þjóðfélaginu það oryggi, sem f því felst að framleiða sem mest af matvælum sjálf eða geta framleitt þau, ef aðflutningar teppast og matvæli verða á annan hátt torfenqin. Til grundvallar spám hópsins ligg- ur meðal annars að afurðir nautgripa og sauðfjár nema um 85% af heildarverðmæti búvöruframleiðsl- unnar. Innlendi markaðurinn er aðal- markaðurinn fyrir matvælafram- leiðslu landbúnaðarins og hann er mettaður. Við útflutning hefur ekki fengist það verð fyrir kjöt og mjólkurvörur, að það nægi fyrir framleiðslu- og sölukostnaði. Hér fara á eftir tillögur starfshóps- ins: Leið 1: Nánast óbreytt stefna í land- búnaðarmálum. Framleiðslan miðast við að fullnægja innanlandsþörfum fyrir þær vörur, sem framleiddar eru hér eða hægt er að framleiða Til að koma í veg fyrir vöruskort þegar illa árar er framleiðsl- an I meðalári eða betra nokkuð um- fram innanlandsþarfir. Án skipulegrar stýringar á fram- leiðslumagni umfram það sem nú er, mun þessi leið væntanlega hafa eftir- farandi í för með sér ^ Bústærð eykst tiltölulega hægt Sérhæfing búanna og verkskipting á milli þeirra fer vaxandi 0 Fækkun þeirra, sem landbúnað stunda, verður svipuð og verið hefur eða um 2% á ári. Hún verður hlutfalls- lega mest á svæðum, sem nú þegar standa höllum fæti. 0 Mannafli, sem vinnur ýmis þjón- ustustörf fyrir landbúnaðinn, svo og mannafli við úrvinnslu afurða og iðnað úr hráefnum frá landbúnaði, mun fara vaxandi Ekki liggur fyrir hve mikil sú aukning getur orðið, en hún getur stuðlað að eflingu byggðar 0 Vinnslukostnaður breytist í hlutfalli við aðra verðlagsþróun I landinu. 0 Verðlag búvöru til neytenda lækkar nokkuð hlutfallslega með aukinni fram- leiðni, en tengist áfram almennu verð- lagi vegna tekjuviðmiðunar bænda við aðrar stéttir. ^ Þörf fyrir fjárfestingu i landbúnaði verður svipuð og verið hefur 0 Mjólkurkúm mun fjölga lítið eða ekkert, en sauðfé mun væntanlega fjölga um 5 — 6% Afurðaaukning á grip verður veruleg vegna kynbóta og betri aðEíúnaðar Mjólkurframleiðsla mun áfram full- nægja innanlandsþörfum, en kinda- kjötsframleiðslan mun aukast um allt að 20%. 0 Framleiðsla á kindakjöti umfram innanlandsþarfir fer vaxandi og gæti orðið 6000 tonn árið 1985, að því tilskildu að verðábyrgð ríkissjóðs yrði nægjanleg og kjöt yrði niðurgreitt áfram 0 Útlit er fyrir mikla og vaxandi þýð- ingu ullar- og gæruframleiðslu Ullar- magn gæti aukist úr 1250 tonnum árið 1 975 í 2200 tonn árið 1 985, og gærufjöldinn gæti aukist úr 960 000 i 1 200 000 á sama tfma 0 Beitarálag á úthaga og afrétti i heild gæti aukist eða minnkað eftir þvl í hvaða mæli ræktun innlends fóðurs og beitarrækt vex, svo og hvernig nýting afrétta verður stjórnað Liklegt er þó að i heild muni beitarálag á afrétti minnka Leið 2: Framleiðslumagn takmarkað við innanlandsþarfir og stefnt að lág- marksmannafla við landbúnað Útflutningi kjöts og mjólkurvara yrði hætt Um mnflutning yrði að ræða í slöku árferði Til að draga úr framleiðslu og fækka framleiðendum yrði að beita eftirfar- andi skipulögðum aðgerðum: 0 Gera strangar framleiðsluáætlanir fyrir einstakar greinar bundnar við landshluta, héruð og einstakar jarðir. 0 Fjárfesting sem leiddi til aukinnar hagræðingar yrði studd á þeim svæð- um og þeim búum, sem best skilyrði teldust hafa með tilliti til markaðar og framleiðsluaðstöðu. 0 Eigendur jarða, sem ekki teldust fullnægja skilyrðum um möguleika til hagkvæms reksturs, yrðu styrktir til að hætta búrekstri. 0 Endurskipuleggja yrði vinnslu- stöðvar landbúnaðarins þannig að dregið yrði úr umsvifum þeirra, ef ekki fyndust fyrir þær verkefni. Þessari leið myndi væntanlega fylgja eftirfarandi þróun: 0 Bú munu stækka verulega og einingum fækka mjög mikið Miðað við spá um hugsanlega afurðaaukn- ingu á grip, og minnstu hugsanlega þörf fyrir búvörur og innflutning í löku árferði, þyrfti aðeins 2000 bú til að anna framleiðslunni. Er þá miðað við 1000 fjárbú með 490 fjár og 1000 kúabú með 30 mjólkurkýr að meðal- tali Eftir þessu myndi býlum fækka nær þv: um helming næsta áratuginn Er þá ekki reiknað með tómstunda- búskap 0 Rekstrarörðugleikar í búskap og hjá vinnslustöðvum verða fyrst í stað bæði vegna aukinnar fjárþarfar og vegna þess, að nokkurn tíma tekur að ná hámarkshagkvæmni við miklar breyt- mgar á rekstri. Þegar fullri hagkvæmni r náð mun framleiðslukostnaður væntanlega geta lækkað nokkuð frá því, sem nú er Verðlag til neytenda þyrfti þó ekki að lækka að sama skapi, a.m.k ekki á vörum, sem ekki er hægt eða erfitt er að flytja inn. Við þetta yrðu tekjur bænda hærri hlutfallslega og aðstaða þeirra til að ná hagstæðum verðlagssamningum myndi batna. 0 Þörf mun verða fyrir nýja fjárfest- ingu i ræktun, vélum, útihúsum og ibúðarhúsum og sömuleiðis í húsakosti og tæknibúnaði vinnslustöðva Þá mun verða þörf fyrir umtalsvert fjármagn til að styrkja óhagkvæmar einingar til að hætta rekstri, auk þess sem fjármagn glataðist í ónotuðum framleiðsluein- ingum Breytingar á byggð í landinu myndu gera það að verkum, að ýmsir framleiðslumöguleikar og hlunnindi nýttust ekki 0 Breyting á fjölda mjólkurkúa verður lítil, en sauðfé mun fækka úr 860 000 1975 í 500—600 þús. árið 1985 eða um 30—40% eftir því hvort kjöt verður niðurgreitt eða ekki. 0 Framleiðslumagn kindakjöts mun minnka úr 14.500 tonnum 1975 i 10 — 11 .DOÖ tonn árið 1 985, eða um 23 — 30% Mjólkurframleiðslan mun aukast I samræmi við auknar neysluþarfir innanlands eða úr 108 millj. lítra í 110 — 1 20 millj. lítra eftir þvi hvort mjólkurafurðir verða niður- greiddar eða ekki. 0 Ullarmagn minnkar nokkuð þótt ull komi betur til skila en nú. Gærum fækkar úr 960.000 í 650 — 77Ojéftir kjötneyslu. Leið 3: Stefnt yrði að aukningu fram- leiðslunnar og að því að gera land- búnaðarafurðir samkeppnishæfar á erlendum mörkuðum, þannig að út- flutningsverð nægi til greiðslu á fram- leiðslukostnaði Ef beina á þróuninni inn á þessa braut þyrfti m.a. að beita eftirfarandi aðgerðum, sem bætt gætu aðstöðu landbúnaðarins til útflutnings ^ Búa þyrfti að landbúnaðinum sem útflutningsatvinnuvegi með því að létta af framleiðslunnitollum og öðrum álög- um til rikissjóðs 0 Lækka yrði vinnu- og fjármagnsþörf á hverja framleidda einingu verulega með aukinni hagræðingu og tæknibeit- ingu, bæði við búskap og hjá vinnslu- stöðvum. 0 Leita yrði nýrra og betri markaða Kynningar- og sölustarfsemi yrði að stórauka 0 Auka þyrfti ræktun, sem svarar auknum búfjárfjölda og gera fóðuröfú un árvissari og gæði og nýtingu heyja betri en nú er. Stórauka þarf innlenda kjarnfóðurframleiðslu. 9 Stórauka þarf rannsóknir, fræðslu- starfsemi og leiðsögn að þvi er varðar tæknibeitingu, vinnuhagræðingu, ræktun, heyöflun, fóðrun, kynbætur og rekstrarhagkvæmni 0 Veita þarf rneira fjármagni til land- búnaðarins og á viðunandi kjörum Þessari leið mundi væntanlega fylgja eftirfarandi þróun: Bú munu stækka verulega og sér- hæfing aukast. Þörf fyrir fjárfestingu yrði mjög mikil í byggingum og tækni- búnaði 0 Búast má við, að samfara ofan- greindum aðgerðum til umbreytinga i landbúnaði og opnun nýrra markaða leysist úr læðingi kraftur, sem komi fram í framkvæmdavilja og bjartsýni, a m k. hjá yngri og atorkusamari bændum Hins vegar muni hinar hörðu samkeppnisaðstæður valda þvi, að búskapur við lakari aðstæður legð- ist niður og bændum með sauðfjár- búskap fækkaði, þótt hugsanlega yrði ekki heildarfækkun fólks við bústörf Fjölskyldubú yrðu áfram ráðandi búrekstrarform, en verkaskipting á milli búa myndi væntanlega aukast Á stærri búum mundi verkaskipting einn- ig aukast og þau yrðu væntanlega rekin með aðkeyptu vinnuafli a m k á vissum árstímum. ^ Verð á landbúnaðarvörum til neyt- enda mun lækka og færast nær útflutn- ingsverði 0 Væntanlega yrði leyfður frjáls inn- flutningur á þeim búfjárafurðum, sem ekki hefðu I för með sér hættu á innflutningi sjúkdóma 0 Sauðfé mun fjölga verulega og kjöt- framleiðsla af því aukast hlutfallslega enn meir Ekki eru likur á fjölgun mjólkurkúa umfram það, sem þarf fyrir innanlands- þarfir, en kjötframleiðsla af nautgrip- um mun aukast. Ullarframleiðsla mun aukast um- fram fjárfjölgun Miðað við 900 000 kindur gæti hún orðið 2200 tonn eða aukist um 80% frá 1975. Lambsgær- ur gætu þá. miðað við sama timabil, orðið um 1350 000, sem er um 40% aukning 0 Mannfjöldi við bústörf mun verða svipaður eða aukast og sömuleiðis mannafli við úrvinnslu. Fjölgun mun verða I þjónustugreinum fyrir land- búnaðinn 0 Atvinnutækifærum i ullar-og gæru- iðnaði mun fjölga verulega 0 Búseturöskun mun verða lítil, og fólki, sem vinnur þjónustustörf og býr i sveitum, mun fjölga 0 Beitarálag á úthga eykst frá þvi sem nú er Ræktun beitilands mun aukast og jöfnun á beitarálagi mun verða nauðsynleg Yrði leið 3 valin er Ijóst, að sérstakt átak þyrfti til að koma nauðsynlegum umbreytingum i f ramkvæmd Um breytingunni munu fylgja miklir erfið- leikar fyrir þá bændur, sem ekki hefðu möguleika til að fylgjast með þróun- inni, þannig að bú þeirra yrðu sam- keppnisfær við hm nýju markaðsskil- yrði Hóflegur aðlögunartimi verður algjör nauðsyn Þá fylgdi þessari leið verulega aukin áhætta fyrir landbúnaðinn i markaðs- legum efnum og finna yrði leiðir til að vernda atvinnuveginn fyrir stóráföllum, hliðstætt verðtryggingasjóðum sjávar- útvegs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.