Morgunblaðið - 13.11.1976, Page 18

Morgunblaðið - 13.11.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 — Höfúm orðið að flytja . . . Framhald af bls. 17 Fjallað er ítarlega um landkosti landsins og möguleika þess til að fram- fleyta bústofni landsmanna Kemur þar fram að heildarstærð ræktanlegs lands er um 20.000 ferkm og af því væri unnt að nýta um 15.000 ferkm til landbúnaðar Sé reiknað með því að öllum þörfum búfjárins yrði fullnægt með beit og heyöflun á ræktuðu landi neðan 200 metra mætti allt að tífalda núverandi bústofn landsmanna. Yrði hins vegar allt ræktanlegt land að 400 metrum tekið til ræktunar mætti finntánfalda núverandi bústofn. Þegar rætt er um fyrrnefnda aukn- ingu á bústofni er einhig gert ráð fyrir aukinni uppskeru á hektara og betri verkun fóðursins. Sauðfjárstofn lands- manna er nú um 860 000 fjár og mjólkurkýr eru um 36 500 Gerð hefur verið spá um innanlands- neyslu landbúnaðarvara fram til 1 985 Samkvæmt spánni mun heildarneysla á mjólk standa u þ b í stað Reiknað er með að kjötneysla á ibúa fari vaxandi fram til 1985. Dilkakjötsneysla verður allt tímabilið mjög svipuð því, sem hún var 1975 eða um 45 kg á íbúa en neysla á nautakjöti, svína- og alifugla- kjöti mun vaxa nokkuð eða um 1 0— 1 5% Minnt er á að á sama hátt og lækkað verð vegna niðurgreiðslna eykur neysluna, hefur hækkunin, sem stafar af söluskatti, sem lagður er á kjöt og kjötvörur en ekki á mjólk, mjólkur- vörur, egg og kartöflur, dregið úr söl- unni j skýrslunni er að fmna spá um stærð bústofns tíi ársins 1985 og kemur þar fram að ef einungis er reiknað með að fullnægja þörf fyrir innanlandsneyslu á mjólk, mætti mjólkurkúm fækka. Gert er ráð fyrir að kúafjöldinn mætti standa því nær í stað, ef framfárir i nythæð yrðu 1% á ári og niðurgreiðslur óbreyttar Verði framfarir í nythæð 2% á ári má kúm fækka um 4.500 á næstu 1 0 árum að óbreyttum niðurgreiðslum Verði niðurgreiðslur felldar niður má kúm fækka um nærri 4 500 frá því, sem nú er, ef framfarir í nythæð væri 1%, en fækkunin gæti orðið hröð, efframfarir væru 2% og þá þyrfti ekki nema um 29.000 mjólkandi kýr til að fullnægja innanlandsþörfum fyrir muólk árið 1985 Tekið er fram að með síðast nefndu leiðinni yrði að ala því nær alla fædda kálfa, annars vegar til viðhalds stofninum, og hins vegar til slátrunar við 18—24 mánaða aldur til að anna eftirspurninni eftir nautakjöti Líkur eru því á að þessi þróun gæti leitt til skorts á nautakjöti Hér að framan hefur innihald skýrslu starfshóps Rannsóknaráðs verið rakið en að siðustu setur starfshópurinn fram þrjár mismunandi leiðir í þróun landbúnaðar á næstu árum og er þeirra getið á öðrum stað hér á síðunni. — Formaður Hvatar . . . Framhald af bls. 2 dóttur ýkjörinn formann Hvatar. Jónína sagði: „Fjölmennið á aðalfundinum sýnir mikinn og vaxandi áhuga á starfi sjálfstæðis- kvenna og það er mjög hvetjandi. Það var óneitanlega talsvert fjör í kosningabaráttunni þar sem við vorum tvær í framboði til for- manns, en nú er þessi kosning afstaðin. Þá er að taka höndum saman á ný , því mín skoðun er sú að einingin sé fyrir öllu þegar fólk hefur skipst á skoðunum og gert út um málin. Eining til þess að efla hugsjónir Sjálfstæðis- flokksins og styðja við menn og málefni. En því aðeins er von til þess að einingin sé raunsönn, að hún sé grundvölluð á frelsi til þess að velja og hafna.“ — Oddi prentar Framhald af bls. 32 keppnina við þann norska um þessar mundir. Baldur sagði, að á þessu ári myndi Oddi prenta 8—9 bækur fyrir Færeyinga. Prentað hefði verið fyrir 4 aðila í Færeyjum á síðustu árum, en mest þó fyrir einn aðila. Um upplagið 1 Færeyj- um sagði Svavar, að það væri venjulega um 2000 eintök, sem er meira en meðalupplag bókar á Islandi. Og 1 Noregi væri bækurn- ar gefnar út að því er virtist í kringum 3000 eintökum. — Við höfum fengið mjög margar fyrirspurnir um prentun frá Noregi.og á ég von á að við getum fengið miklu meiri verk- efni frá Noregi. Að vísu er fyrsta bókin ekki enn komin til Noregs, þannig að maður ætti ekki að full- yrða neitt fyrr en hún er komin á markaðinn þar, sagði Baldur. Kvað hann llklegt aó meira yrði prentað fyrir Fonna-félagið á næsta ári. HÆGT AÐ FÆKKA FÉ UM 280TIL 375 ___________ÞÚSUND________________ Eins og áður hefur komið fram var á vegum Rannsóknaráðs rlkisins unning sérstök skýrsla um þróun sauðfjár- ræktarinnar til 1985 og er hennar getið annars staðar á síðunni. Þar kem- ur meðal annars fram að miðað við að niðurgreiðslum verði haldið áfram og kindakjötsframleiðslan fullnægi ein- göngu innanlandsneyslunni þyrfti ekki nema 584.000 fjár til að fullnægja innanlandsneyslunni. Ef niður- greiðslum yrði hætt þyrfti ekki nema 489 000 fjár I landinu til að fullnægja innanlandsþörfinni og þýddi það fækk- un um 280 til 375 þúsund fjár frá árinu 1975 eftir því hvor viðmiðunin er viðhöfð Nánar er gerð grein fyrir þróun og stöðu sauðfjárræktarínnar I frásögn af skýrslu um hana hér á siðunni Fram kemur I skýrslunni að sandfok er talið vera meira eða minna í 1 6 af 23 sýslum lartdsins. uppblástur á grónu landi er 1 1 7 sýslum og landbrot af völdum fallvatna I 14 sýslum Sand- fok og uppblásts. sru rr 'o skaðvald- ar á landi GrrV- \ ufi if voldum ofbeitar er í 2 1: n mikil og hraðfara, í 5 sý um neina gróðureyðingu /ifshópur- inn bendir á ’iii ht'ifjár um landið sé ekki ■' v.itarþol afrétta í spá sinni ■uqar é mann- fjölda við la t>l 1985 setur starfshóp • r íorsénd- ir. í fyrri spó táð fyryr sömu hlutfallslegu ;• , iísviabillð 1950—19/ ; / .? ú-i Sam- kvæmt þvi < íynr að fóíkl, sem hefur fr /it iuiKJbúnaði fækki um 3/ 'h •,i ' og verði þá 14,.. landbúnaðar- framleiðslar, takmórkuð við innanlandsm ; mðurgreiðslur verði afnumr ; : (ki, sem befur framfæri sitt ‘ iaði, að fækka um helming f:;í ! r r.ú er eða um 6,7% á á, . r;A i f|7c : 8600ánð ' — EBE Framhald af bls. 32 vegi vandamádum, sem kæmu fram. Gundelach sagði að málin hefðu verið rædd á breiðum grundvelli um fiskverndunar- vandamál aðallega. Hann kvaðst sannfærður um að grundvöllur væri fyrir frekari viðræðum. SAMVINNA UM FRIÐUNARAÐGERÐIR Gundelach var spurður, hvað bandalag hefði að bjóða íslend- ingum. Hann kvaðst hafa boðið tslendingum samvinnu við banda- lagið í fiskverndunarmálum, sem væri sameiginlegt hagsmunamál beggja aðila. Blað hefði verið brotið í sögunni, er bandalagið hefði mótað fiskveiðistefnu sína og það væra mikilvægt. Nú kæmi Efnahagsbandalagið I fyrsta sinn fram með sameiginlega fiskveiði- stefnu aðiidarríkjanna og hann tók skýrt fram að hann væri ekki fulltrúi neinnar einnar skoðunar innan bandalagsins. Þá var hann spurður um bókun 6 og viðbrögð bandalagsins, ef ekki næðust samningar við Islendinga. Gunde- lach svaraði þvf til að hann hefði ekkert minnst á bókun 6, enda væri hann kominn til þess að ræða fiskveiðivandamál og ekkert annað. Þá sagði Gundelach að þótt menn sæju kannski ekki í dag, að unnt væri að ná jöfnuði í gagn- kvæmum fiskveiðum, yrðu menn að gæta þess að allt ætti sér einn- ig framtíð. Svo gæti farið í fram- tíðinni að íslendingar ættu íneira að sækja til Efnahagsbandalags- ins en þeir eiga nú. Efnahags- bandalagið myndi taka upp stranga stefnu I fiskverndun og væri staðráðið í að vernda sína íiskstofna. Hann kvaðst m.a. vera kominn til Islands til þess að ► V*. 4L A * 4/I/A*4*4*4T4/1/hTfc/4*VtTtT* hlusta á vandamál Islendinga. Hann hefði heyrt þau tíunduð 1 dag og hann hefði mikla samúð með þeim. Efnahagsbandalagið vissi hve háð áslenzkt þjóðfélag væri fiskveiðum o'g það hefði einnig áhuga á að íslenzkt efna- hagslíf blómgaðist. Hann tók fram, að Bretar hefðu ekkert að segja um stefnu Efnahagsbanda- lagsins I fiskveiðimálum umfram aðrar þátttökuþjóðir í bandalag- inu. FYRIR EBE ER 1. JANUAR AÐALATRIÐI, EKKI 1. DESEMBER Þá var Gundelach spurður að því, hvað gerast myndi eftir 1. desember — er samningur Breta og Islendinga frá því I Ösló rynni út. Gundelach sagði að dagsetn- ingin 1. desember væri I raun ekki dagsetning sem skipti banda- lagið máli. Dagsetningin, sem skipti það máli, væri 1. janúar 1977, er útfærslan fer fram. Ef menn vildu vita, hvað gerðist eft- ir 1. desember, yrðu menn að fara í Öslóarsamninginn og lesa hann. „Ég er ekki að semja fyrir Breta, heldur Efnahagsbandalag Evrópu," sagði Gundelach. „Við höfum ekki farið fram á að sam- komulagið við Breta verði fram- lengt,“ sagði hann ennfremur og tók fram að ljóst væri að ekki yrði unnt að ná samkomuiagi fyrir 1. desember. Því myndi bandalagið fara fram á og það hefði aðeins viðrað það við fslenzku viðræðu- nefndina, að Islendingar sýndu ekki hörku gagnvart brezkum tog- urum á meðan þeir væru samn- ingslausir. Vandamál brezkra sjó- manna yrðu að bíða síðari tíma. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði að viðræðurn- ar hefðu verið tvíþættar enn sem komið væri. I fyrsta lagi hefði verið rætt um fiskverndunarsjón- armið, sem væri áhugamál beggja aðila og ástand fiskstofnanna. Hann kvað fslenzku viðræðu- nefndina hafa gert veiðar Islend- inga við Grænland að umræðu- efni, en sú veiði hefði verið mis- jöfn. Helzt hefði þar verið um að ræða karfaveiði, sem verið hefði breytileg frá ári til árs, frá 1 til 10 þúsund tonn, og þorskveiði. Einn- ig kvað hann Islendinga hafa áhuga á nýtingu rækjustofnsins. Þar væru veidd 70 þúsund tonn á ári, en fiskifræðingar teldu hæfi- legt magn vera um 17 þúsund tonn. Þá hefðu verið ræddar grá- iúðuveiðar innan fiskveiðilögsögu Grænlands og Islands, sem aukizt hefði úr 20 þúsund i 35 þúsund tonn á ári. Sú þjóð, sem mest hefði veitt af þessum fiski, væri hins vegar Austur-Þjfðverjar. Matthfas kvaðst hafa lagt á það áherzlu að Islendingum væri í mun að ná skynsamlegu sam- komulagi um nýtingu þessara fiskstofna og friðun á svæðum, þar sem viðkvæmt ungfiski væri. Þá hefði verið rætt um Norðursjó- inn, þar sem fiskifræðingar teldu vera um ofveiði að ræða. Þar áttu tslendingar síldveiðihagsmuna að gæta og hefðu haft á siðastliðnu ári árskvóta sem nam 12.200 lest- um, að verðmæti tæplega einn milljarður króna. Þá kvað Matthí- as viðræðunefndina hafa lýst þeim vanda, sem Islendingár sjálfir ættu f, þeir veiddu sjálfir meira en ráðlegt væri, en ef dreg- ið yrði úr veiðunum, blasti við efnahagslegt hrun á íslandi. GUNDELACH HAFÐI SKILNING A SÉRSTÖÐU ÍSLANDS Einar Ágústsson sagói, að ákvörðun dagsetningarinnar 25. nóvember hefði m.a. verið tekin vegna þess að fundur er f millitíð- inni i Norðausturatlantshafsfisk- veiðinefndinni og ýmsar línur myndu skýrast á þeim fundi er vörðuðu veiðar f Norðursjó. Einar sagði að Gundelach hefði sýnt mikinn skilning á sérstöðu Is- lands og erfiðleikum. „Ég fæ ekki zetur séð,“ sagði Einar Ágústsson, „en þegar 1. desember rennur upp, verði Bretarnir að fara út fyrir. Eins og Gundelach hefur sagt, er brotið blað í þessum mál- um, sett rautt strik og fortíðin er bak við þetta strik, en framtfðin fyrir framan. Matthfas Bjarnason tók undir þessa skoðun Einars og sagði, að ef Bretar stæðu við samninginn frá Ösló, yrðu þeir á • * 111.».i.u.V'k brott úr 200 mílna fiskveiðilög- sögunni 1. desember. Áð lokum sagði Gundelach að hann áliti viðræðurnar i Reykja- vfk hafa verið gagnlegar og hann vænti mikils af framhaldsviðræð- um 25. nóvember. — Karpov Framhald af bls. 1. sem verði stutt með framlög- um einkaaðila. Max Euwe, for- seti FIDE, hefur lagt blessun sf na yfir tilraunir Campomanes þótt einvígið muni ekki gera út um heimsmeistaraaðstöðuna þar sem það verður ekki haldið á vegum FIDE. Að sögn Campomanes verða verðlaunin miklu hærri en verðlaunin á Reykjavíkur- mótinu sem voru 250.000 doll- arar, en hann skýrði það ekki nánar. Ekkert varð úr ráð- gerðu einvígi Fischers og Spasskys fyrir tveimur árum í Manila þar sem fimm milljónir dollara voru í boði vegna ágreinings þeirra á milli. — Hamranes- málið Framhald af bls. 2 voru hvor um sig eigandi að þriðjungi skipsins með honum, hagsmuna þeirra af þvf, að skipið bjargaðist ekki, og þeirra lfkinda, sem á þvf eru, að áfrýj- andiinn Bjarni hafi mátt ætla, að vilji þeirra stæði til þess, að skipið færist, þykir nefnt laga- ákvæði leiða til þess, að þeir geti eigi heldur krafið stefnda um vátryggingabætur að tiltölu við eignarhlutdeild sína f skip- inu. Verður héraðsdómur þvf staðfestur að því er varðar áfrýjandann Bjarna og þrotabú Haralds og Hreiðars, en rétt er, að þeir greiði stefnda 300.000 krónur f málskostnað fyrir Hæstarétti." KRÖFUR EIGENDANNA Afrýjendur málsins, Bjarni R. Guðmundsson og nú þrotabú bræðranna Haralds og Hreiðars Júlíussonar, gerðu eftirfarandi bótakröfur fyrir Hæstarétti á hendur stefnda Almennum tryggingum hf. Aðalkrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þeim 18.500.000 krónur. 1. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þeim 17.060.000 krónur. 2. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þeim 14. 750 krónur 3. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þrotabúum þeirra Haralds og Hreiðars 13.333.332 krónur. c4. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þróta- búum þeirra Haralds og Hreiðars 11.366.666 krónur. 5. varakrafa: Að stefnda verði cfæmt að greiða þrótabúum þeirra Haralds og Hreiðars 9.833.332 krónur. I öllum tilvikum krefjast þessir áfrýjendur ársvaxta af dæmdum fjárhæðum og máls- kostnaðar. Fjárhæðir 3., og 4. og 5. vara- kröfu eru við það miðaðar, að þrotabú þeirra Haralds og Hreiðars eigi óskertan rétt til vátryggingarbóta, þó að svo yrði litið litið á, að áfrýjandinn Bjarni hefði firrt sig rétti til slikra bóta. Beri þrótabúunum þvi að fá greidda 2/3 hluta vá- tryggingarfjárins. Þess má geta hér, að annar bræðranna var í landi, þegar atburðurinn gerð- ist, og hinn var óbreyttur skips- maður á Hamranesi. Þeir áttu 2/3 í skapinu og er gerð sú varakrafa að tryggingafélagið borgi þeirra hlut. SPRENGJU KOMIÐ FYRIR ILEST I dómi hæstaréttar segir " hann ennfremur: „Með vátryggingarskírteini 1. janúar 1972 tók stefndi að sér stríðstryggingu á b/v Hamra- nesi, GK 21. Var vátryggingar- fjárhæð 18.750.000 krónur. Aðalkröfu sina byggja áfrýj- endur á þvf, að skipið hafi far- ist af völdum tundurdufls eða annarra hernaðartækja, og beri stefnda því að greiða þeim 18.500.000 krónur i vátrygging- arbætur samkvæmt striðstrygg- ingunni. I bréfi Siglingamálastofnun- ar ríkisins til saksóknara rik- isins 1. júnf 1973 segir, að úti- lokað megi telja, „að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls." Þá segir svo I bréfi þessu: „Reykur sá, sem myndaðist I forlest skipsins bendir eindreg- ið til að sprengingin hafi átt sér stað í lestinni og að sprengjan hafi ekki verað stór, þar sem gatið, sem kom á skipið var ekki stærra en svo, að það hélst á floti nálega 5 klukkustundir, enda þótt dæling hæfist ekki fyrr en um þremur stundar- fjórðungum eftir sprenging- una. Að þessu athuguðu er vart hægt að hugsa sér annað en að sprengju hafi verið komið fyrir í lest skipsins". Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna héraðsdóms verður eigi talið, að orsakirnar að skipstap- anum verði raktar til hernaðar- aðgerða eða annars þess, sem striðstryggingin tekur til. Ber því að staðfesta lausn héraðs- dóms um þessa kröfu. Kemur 3. varakrafa þá eigi heldur til álita.“ Eins og kom fram í frétt Mbl. á þriðjudaginn, voru Almennar tryggingar hf. dæmdar til að greiða Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar og Vélsmiðju Hafnar- fjarðar nokkrar fjárhæðir, en þessi fyrirtæki áttu veð I togar- anum fyrir skuldum. Komust 4 hæstaréttardómarar af 5 að þeirri niðurstöðu að trygginga- félagið eigi að bæta veðhöfum tjón þeirra enda þótt sterkar líkur bendi til þess að skipinu hafi verið sökkt af mannavöld- um, en sú gerð er veðhöfum að sjálfsögðu óviðkomandi. — Giscard Framhald af bls. 1. fresta för sinni til Frakklands þar til í morgun, til þess að geta verið viðstaddir atkvæðagreiðslur í þinginu. Aðeins á einu sviði kom fram ágreaningur á milli leiðtoganna en það var um fiskveiðistefnu Efnahagsbandalagsins. En þeir hafa nú betri skilning á afstöðu hvor annars, að þvf er sagði f tilkynningu, sem gefin var út eft- ir fundinn. Stafar ágreiningurinn af ákvörðun EBE að færa út I 200 mílur 1. jánúar og að heimila sjómönnum bandalagsþjóðanna veiðar í allri lögsögunni upp að 12 mflna belti frá ströndum annarra bandalagslanda en sinna heimalanda. Vilja Bretar fá 50 mílna einkalögsögu við strendur sínar. — íþróttir Framhald af bls. 30 son 3, Helgi Ragnarsson 2 og Guð- mundur Magnússon 1 mark. Brottvfsanir af leikvelli: Guð- mundur Stefánsson, FH, Magnús Guðmundsson, Vikingi, og Þor- bergur Aðalsteinsson, Vikingi út- af f 2 mínutur hver. Misnotuð vftaköst: Rósmundur Jónsson, Víkingi, varði 4 vítaköst í röð í seinni hálfleik, tvö frá Þórarni Ragnarssyni á 32. og 44. min., eitt frá Geir Hallsteinssyni á 39. min, og eitt frá Árna Guð- jónssyni á 46. min., Birgir Finn- bogason varði vítakast Ólafs Einarssonar á 24. minútu og Ólaf- ur skaut í stöng úr vítakasti á 21. mínútu. Dómarar: Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson. Þeir höfðu ágæt tök á leiknum en gerðu nokkrar augljósar skyssur, og það var reyndar engin furða þegar haft er f huga hversu hraður og tilþrifamikill leikurinn var. — SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.