Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÖVEMBER 1976 19 1 .. 13538 FIMMTÍU IfDftMIIÐ x\mhL%hPPm U JTm,: SAMKvfcwr i.ANDá»SSla:tSl«ÍOS ...... Fram og afturhlið á seðli 1. útgáfa Landsbankans, en það er einmitt svona seðill, sem boðinn verður upp í dag. Sá seðill er með undirskriftum Jðns Árnasonar og ludvig Kaaber. hefir verið I gegn um gömul bókasöfn. Vanalega 5 eda 10 krónu seðlar. Finnast seðlarnir nokkuð oft f gömlum sálmabók- um. Hafa seðlar sem hafa verið settir nýir inn í bækur mikið söfnunargildi þvl þeir varð- veitast þar afar vel, og ef þeir eru þannig geymdir í mörg ár verða þeir afar verðmætir yfirleitt. Það er kannske engin tilviljun að Guðmundur Axels- son, sem bæði er frægur seðla- safnari og selur gamlar bækur komi fram með sjaldgæfa seðla. Ég geng þó út frá því sem vísu, að Guðmundur hafi átt þennan seðil, áður en hann fór að selja gamlar bækur því hann sagði mér fyrir mörgum árum frá honum, en ég hefi ekki séð seðilinn fyrr en nú f vikunni. Já og seðillinn er semsagt númer eitt hundrað á uppboðinu, sem haldið verður í Tjarnarbúð uppi, klukkan tvö i dag. Þetta uppboð er frábrugðið uppboð- um hjá Myntsafnarafélaginu að þvf leyti að núna geta allir, ekki eingöngu félagar í Myntsafn- arafélaginu, komið og boðið f þá muni sem upp verða boðnir. Fyrir utan seðilinn góða, sem er seinasta númerið á uppboðs- skránni, eru margir góðir peningar og seðlar. Má þar meðal annars benda á nokkra rómverska peninga frá þriðju og fjórðu öld eftir Krist. Þjóð- Rúsínan í pylsuendanum er númer eitt hundrad... Seðlasöfnun er ekki nærri eins algeng og myntsöfnun, en þeim fer samt fjölgandi, sem eiga nokkra seðla með í mynt-_ safni sinu. Einstöku safna seðl- um eingöngu. Seðlasafnarar reyna eftir mætti að eignast ógengna seðla, eins og mynt- safnarar reyna að eignast ógengna mynt. Því minna, sem sér á seðli eða peningi, þeim mun verðmætari er hann. Flokkun seðla á sér svipaðar forsendur og flokkun myntar. Nýjir seðlar flokkast f flokk O, svo kemur 01, 1+, 1, 1- o.s.frv. Ef menn ekki megna að ná f ógengin seðil, er tekinn næsti flokkur við og, ef um verulega sjaldgæfan seðil er að ræða, fara menn jafnvel niður í lakan flokk. Hvf hefi ég þennan formála að grein, sem f jallar um muni á uppboði Guðmundar I Klaust- urhólum. Jú mergur málsins er sá, að númer eitt hundrað á eftir RAGNAR BORG uppboðsskránni, er fimmtíu krónu seðill frá fyrstu útgáfu Landsbankans, í flokki O. Það er að segja, seðillinn er alveg eins og nýr. Þessi útgáfa er afar sjaldgæf, og ég minnist þess ekki að svona 50 krónu seðill hafi áður komið á uppboð. Auk þess að vera sjaldgæfur, er þetta eintak alveg sér á parti því seðill svona gamall, hann er frá 1928, er vanalega orðinn nokkuð óhreinn og brot komin f hann. Það hefir afar oft komið fyrir, að einn og einn seðill hefir komið í ljós, þegar farið hátfðarmyntina frá 1974, bæði silfur og gullpeninga, venju- lega sláttu og sérsláttu. Alþingishátíðarpeningana frá 1930, bæði einstaka peninga og settið. Minnisskjöldinn um Lýð- veldishátíðina frá 1944. Skák- peningana frá 1972, önnur sería, brons og silfurpeningar. Auk þess eru peningar frá Noregi, Danmörku, Grænlandi, Svíþjóð, Ástralíu, Kanada, Nýja Sjálandi, Japan, Grikklandi, Cook eyjum, Sýrlandi, Vatikaninu, Vestur Samoa, Austur og Vestur-Þýzkalandi, og fleiri löndum. Seðlar eru frá Færeyjum og af íslenzkum seðlum má nefna krónu seðil 1. útgáfa Ríkissjóðs frá 1920 auk seðla úr annarri og þriðju út- gáfu Landsbankans. Það verður afar fróðlegt að sjá á hvað þessir peningar fara, en ég held, að þó nokkrir kaupi dýrt, muni flestir gera góð kaup. Sigríður Samúels- dóttir — Kveðja Sigríður Samúeisdóttir and- aðist á Landakotsspítala hinn 5. nóvember s.l. eftir aðeins sólar- hrings legu þar. Hún var að vfsu búin að v.era heilsulítil allmörg sfðustu árin, en hafði þó að mestu fóstavist til síðasta dags. Það má segja að líkamleg orka væri með öllu þorrin, en hún var svo lán- söm að fá að halda sjón, heyrn og andlegu þreki þar til yfir lauk. Og þvf ber að fagna að hún fékk hvíldina án mikilla þjáninga, nánast sofnaði útaf. Hinu er ekki að leyna, að það er ávallt mikil eftirsjá f nákomnu og góðu fólki. Sigrfður var fædd 12. nóvember árið 1893 í Skjaldabjarnarvík í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin, sem þar bjuggu, Jóhanna Bjarnadóttir og Samúel Hallgrfmsson. Börn þeirra hjóna voru alls fimmtán, en ekki munu þau öll hafa náð fullorðins aldri. Þau eru nú öll látin. Þegar Sigríður er 3ja ára gömul er hún flutt til Gísla móðurbróður sfns, sem átti heima á Arngerðar- eyri við Djúp. Hann hugðist taka hana að sér, en þegar til kom voru ekki tök á því, vegna heimilis- ástæðna, þar sem kona Gfsla missti heilsuna. Hann kom henni þá í fóstur til hjónanna Margrétar Stefánsdóttur og Kristjáns Kristjánssonar, er þá höfðu nýlega hafið búskap á Fremri- Bakka í Langadal. Þrem árum síðar fluttust þau hjónin að Naut- eyri og þar ólst Sigífður upp allt til fullorðins ára. Sigriður átti {ýö uppeldis- systkini, þau Dagbjörtu Kristjáns- dóttur og Stein Leós. og með beim ríkti góð vinátta alla tíð, ©nda voru þau úrvalsfólk, sem hún mat mjög mikils. Steinn er látinn fyrir fáum árum, en Dagbjört býr í Reykjavik. Sigríður var ákaflega þakklát sfnum ágætu fóstur for- eldrum, og að hafa fengið að alast upp á þessu myndarheimili. Ung að árum, eða nánar sagt 18 ára, giftist Sigríður Ólafi Péturs- syni frá Hafnardal, dugmiklum ágætismanni. Þau hófu þegar búskap á Snæfjöllum á Snæfjalla- strönd, og þar búnaóist þeim vel. Þar bjuggu þau í níu ár, en urðu þá að fara þaðan. Og aftur er snúið til Nauteyrar, þar sem þau ráku búskap í sambýli við fóstur- foreldra hennar í þrjátíu ár. Frá Nauteyri flytjast þau svo að Hraundal f sama hreppi árið 1924, og allt gengur vel I nokkur ár. En sorgin er stundum á næsta leiti, og 9. júli 1929 deyr Ólafur. Hann hafði að vfsu verið heilsuveill öðru hvoru f nokkur ár. Mér er tjáð að samlíf þeirra hjóna hafi verið farsælt og þau samhent f flestu og tillitssöm hvort við annað. Þau Sigrfður og Ólafur eignuðust fimm efnileg börn, þau eru talin eftir aldri: Þórarinn, Ingibjörg, Kristjana, Jóhanna og Hallfríður. Eftir að Sigrfður missir eigin- mann sinn, býr hún enn i nokkur ár f Hraundal, með góðri hjálp barna sinna. Eg hygg að það hafi hjálpað Sigríði mikið á erfiðustu Framhald á bls. 31 ÍSuM»tliat n li ifHíA sími 16 2 59. Ingólfsstræti 1 FLUTT í Iðnaðarhúsið I ngólf sstræti / Hallveigarstíg ERUM FLUTTIR I IÐNAÐARHÚSIÐ INGÓLFSSTRÆTI 0Smmm*mUmb km Ii aMtfÍMÍ sími 16 2 59.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.