Morgunblaðið - 13.11.1976, Side 23

Morgunblaðið - 13.11.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 23 Júlíana Sigurðardóttir Minningarorð Fædd 17. maí 1895. Dáin 7. nóvember 1976. Hún var fædd á Melshúsum á Akranesi, dóttir hjónanna Krist- ínar Árnadóttur og Sigurðar Jóns- sonar útvegsbónda. Hún v.ar elsta barn þeirra hjóna og átti 6 syst- kini, þau Arnbjörgu, Sveinsínu, Júlíus, Arna, Sigríði og Ingileif. Af þeim lifa nú Sveinsína á Snældubeinsstöðum i Borgarfirði, ekkja Magnúsar Jakobssonar bónda þar og kennara, og Ingileif ekkja Torfa Gíslasonar verkstjóra í Hafnarfirði. Þegar Júliana var 15 ára, fór hún að heiman og réð sig til starfa í Borgarnesi. Þar kynntist hún manni sínum, Þorkeli Teitssyni. Héldu þau brúðkaup sitt 12. desember 1914. Þau eignuðust 3 dætur og 2 syni, en ólu auk þess upp fósturdóttur, Jónu Snæbjörnsdóttur, sem er gift Ás- mundi Guðmundssyni bónda á Grund í Kolbeinsstaðahreppi. Dæturnar eru: Oddný Kristín, sem er gift Jóni Kr. Guðmunds- syni pípulagningarmeistara í Borgarnesi, Erna gift Friðriki Guðbjartssyni skipasmið á Akur- eyri og Þórunn gift Edvard Einarssyni iðnaðarmanni í Vesturheimi. Jón Teit misstu þau hjónin 7 ára gamlan árið 1946. Hinn sonur þeirra er Þorkell flug- virki i Reykjavik, ókvæntur. Júlíana missti mann sinn 26. nóvember 1949. Það var sár miss- ir svo skömmu eftir lát hins unga sonar. En missirinn var einnig mikill fyrir Borgarneskauptún og héraðið allt, svo mikilhæfur, félagslyndur og hreinskiptinn sem Þorkell Teitsson var. Er mér Þorkell sérstaklega minnis- stæður, er ég kom fyrst í Borgar- fjörð ungur kennari að Hvann- eyri. Mér fannst hann búa yfir manndómi og myndarskap. Þau lifðu saman í hamingjuríku hjónabandi, Júlíana og Þorkell, í 35 ár. Mikið starf liggur eftir þau bæði og ekki síður hana. Hún sinnti jafnan símavörslu með heimilisstörfunum og gesti bar þar oft að garði, svo að fádæmi voru. Þau voru bæði ákaflega gestrisin, en móttökurnar gátu stundum verið erfiðar húsmóður- inni, þegar fyrirvarinn var litill eða enginn og húsbóndinn kom í mat eðu kaffi umkringdur vinum eða vandamönnum. Þá var það oft nauðsynlegt að húsmóðirin átti til að bera höfðingslund og myndar- skap. Hún kunni vel að taka á móti gestum, einnig þegar tími til undirbúnings virtist óhæfilega naumur. Gestirnir gátu verið menn úr sveitinni í kaupstaðar- ferð, langferðafólk, er var að koma frá skipi eða fara til skips, eða dvalargestir um lengri tíma. Alltaf gat húsmóðirin bætt við sig þjónustustörfum við aðra. Júlíana var söngelsk og hafði ágæta söngrödd, enda söng hún í kirkjukór Borgarness á yngri árum sínum. Hún var trúuð kona og góðhjörtuð og veitti af rausn sinni ekki síður þeim er minna máttu sín. Dugnaði hennar var viðbrugðið að hverju sem hún gekk og samviskusöm var hún í mun stærri mælikvarða en venju- legt er. Engum duldist, sem til þekktu, að Júlíana var heilsteypt- ur persónuleiki, góð kona. Júlíana vann allan aldur sinn, eftir að hún kom úr foreldra- húsum i Borgarnesi. Þar á hún marga vini og I Borgarfjarðar- héraði öllu og fleiri en hún hafði hugmynd um. Þekktpst út I frá var Júliana fyrir störf við landssimann i Borgarnesi. Þar kom dugnaður hennar og árvekni vel fram. Hinar mörgu símstöðvar í Borgar- firði kunnu vel að meta öryggi hennar og ósérplægni við símaaf- greiðslu, einnig utan símatima ef þörf gerðist. Mér er minnisstætt, hversu mjög fyrirrennarar minir á Hvanneyri elskuðu hana og virtu fyrir störf hennar við lands- simann, þeir Halldór Valhjálms- son og Runólfur Svinsson. Júlíana Sigurðardóttir var frjálslynd og unni góóum félags- skap. Fyrr á árum hafði hún lít- inn tíma til slikra hluta, en þegar rýmkaðist um tima fyrir henni hafði hún misst mann sinn og urðu félagsstörf hennar af þeim sökum miklu minni en ella hefði orðið. Vissi ég, að hún saknaði þess sérstaklega. Rotaryfélagsskapurinn var fyrst stofnaður í Borgarnesi 3 árum eftir dauða Þorkels Teits- sonar, en þar hefði hann verið sjálfkjörinn félagsmaður. Júlíana leit þann félagsskap velvildar- augum, tók oft þátt í samkomum þar og var öllum til ánægju. Þorkell Teitsson var tekinn í félagsskap Oddfellowa 1922, fyrstur Borgfirðinga, en hann var horfinn af sjónarsviðinu, þegar sá félagsskapur festi rætur í Borgar- firði, fyrst á Hvanneyri og síðar á Akranesi. Einnig á þeim vett- vangi var Júlíana jafnan boðin til þátttöku, þegar við átti, og naut hún sín þar vel sjálfri sér og öðrum til yndisauka. Kona min, Ragnhildur Ölafs- dóttir, og ég eignuðums vináttu Júliönu Sigurðardóttur , fyrir áratugum siðan og hélst hún til dauðadags hennar. Sú vinátta var okkur mikils virði og fyrir hana viljum þakka á þessari stundu. Þær þakkir ná einnig til fjöl- skyldu hennar allrar. Júlíana hafði gaman af að ferð- ast innan lands sem utan. Fór hún oft til dóttur sinnar á Akureyri og hélt þar meðal annars hátiðlegt 80 ára afmæli sitt. Hún heimsótti oft dóttur sína í Ameriku. Kom hún veik úr Síðustu för sinni þangað og andaðist eftir stutta legu á Landspitalanum í Reykjavík. 1 Borgarnesi átti hún heima við hlið dóttur sannar og tengdasonar, Framhald á bls. 21 Guðlaug Þ. dóttir — Fædd 20. jan. 1889. Dáin 7. nóvember 1976 1 dag er Guðlaug Guðlaugsdótt- ir frá Hrauni í Arneshreppi borin til hinstu hvildar. Hún fly gur yf- ir fjöll og dali, heim I sveitina sina, þar sem hún verður lögð við hlið manns sins, Agnars Jónsson- ar, og Agústu dóttur sinnar. Þau hjón fluttu hingað í hús okkar, beint úr sveitinni sinni árið 1950, og áttu hér heima hjá okkur I átta ár. Guðlaug var þá hress og við sæmilega heilsu. Fór hún þá að vinna við prjóna- skap og prjónaði mikið af útprjón- uðum peysum og spann fyrir Is- lenskan heimilisiðnað. Hún var vandvirk og listræn og reyndi að setja fagran svip á allt, sem hún fékkst við. Hún fékk viðurkenningu frá Is- lenskum heimilisiðnaði, fyrir frá- bærlega vel unna ullarvinnu. Hún var listakona I útsaumi og hafði mikið yndi af slikri iðju. Guðlaugs- Minning Nú loksins gafst henni tóm til að huga að þessu áhugaefni sinu, er annir búskaparins voru að baki. Hingaó fluttust þau úr sveitinni vegna þess aó Agnar, maður hennar, var alveg að missa sjón- ina. Arið 1958 fluttust þau héðan á Blindriheimilið að Bjarkargötu 8 i Reykjavík, og áttu þar fallegt heimili þar til Agnar dó fyrir þrern árum. Eftir það fór heilsu hennar mjög að hraka og var um eins árs skeið á ýmsum sjúkrahús- um, uns hún kom á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur fyrir hálfu öðru ári, þar sem hún hefur dval- ið síðan og liðið vel eftir atvikum. Sl. laugardagskvöld, þann 6. þ.m., komum við hjónin að heim- sækja hana kl. 6.30. Sat hún þá hress og glöð og var að enda við að hekla púða, sem hún ætlaði að gefa mér. Var hún mjög glöð að sjá mig, því ég hafði ekki getað komið til hennar um tíma vegna lasleika. Við vorum búin að sitja hjá henni í svo sem hálftíma, er hún fékk skyndilega aðsvif og hneig niður. Læknir og hjúkrun- arfólk gerðu strax allt sem í mannlegu valdi stóð til að annast hana og hjúkra henni. Hún gat kvatt okkur eftir að hún kom í rúmið sitt. En um níuleytið um kvöldið missti hún alveg meðvit- und og fékk hana ekki aftur. Svo kvaddi hún þennan heim kl. 8 næsta morgun. Okkur brá mikið um kvöldið að þetta skyldi verða svona fljótt. En mikið megum við öll vera þakklát og lofa guð fyrir, að hún þurfti ekki að líða lengi. Við þökkum guði fyrir hana og fyrir það, sem hún var okkur öllum, sem henni stóðum næst. Á síðustu jólum kom hún til okkar og fékk leyfi til að vera í tvær nætur. Ég minnist þess, er við fórum með hana aftur á Heilsuverndarstöðina, hvað henni var þar vel tekið og fagnað af hjúkrunarkonum og starfsfólki. Það umfaðmaði hana og bauð hana velkomna aftur. Þetta fólk og þessi stofnun á mikið þakklæti skilið, og við þökkum því öllu hjartanlega fyrir hana, og fyrir þá hlýju og þá umönnun, sem hún varð aðnjótandi. Þessi fátækgu orð eiga að færa tengdamóður minni innilegar þakkir fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig og fyrir allt, sem hún var mér á langri samleið. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“ Aðalheiður Tómasdóttir. RÚSSARNIR KOMNIR VALUR-MAI. MOSKVA LAUGARDALSHÖLL í DAG KL. 15 H a u stha ppd rætti Sjálfstæðisflokksins Dregiðídag Drætti ekki frestað Afgreiðslan í Sjálfstæðishúsinu, Bolholti 7 er opin í dag til kl. 23. Sími 82900. Greiðsla sótt heim, ef óskað er. * t» % * % 4 I. m M Jk » a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.