Morgunblaðið - 13.11.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.11.1976, Qupperneq 25
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 + Nýskipaður sendiherra Argentínu hr. Juan herra Einari Ágústssyni. Siðdegis þá sendi- Angel Pena Gaona afhenti 1 dag forseta Islands herrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum trúnaðarbréf sitt við viðstöddum utanrlkisráð- ásamt nokkrum fleiri gestum. + Hann virðist vera á báðum áttum strákhnokkinn þar sem hann virðir fyrir sér þetta listaverk á stræti einu f Ziirich f Sviss, en á þennan hátt vill listamaðurinn tjá tilfinningar sfnar til konunnar eða þau sjónrænu áhrif sem konu- lfkami hefur á hann. Lista- verkið heitir þvf „Kvenleiki“, hvort sem mönnum Ifkar betur eða verr. + Hver skyldi hann vera þessi herra, búinn sem kfnverskur fyrirmaður fyrir daga Maós? Þetta er raunar Peter Sellers f hlutverki austræns leynilög- reglumanns f myndinni „Murder by Death“ sem þýða mætti sem „Dánarmeinið var morð“ eða kannski er það alveg öfugt. + Anthony Quinn, sem á að leika skipakónginn Ari Onassis f kvikmynd, sem verið er að gera um ævi hans, leitaði til Jacqueline Onassis til að fá nánari upplýsingar um fyrir- myndina. Jacqueline rak hann á dyr, hún vill ekkert af þess- ari mynd vita. + Muhammad Ali lét hnefana sjá um að semja sátt á Filipseyjum á sfnum tfma eins og mörg- um er vafalaust f fersku minni og sfðan er enginn maður vinsælli þar um slóðir. 1 bænum Quezon á Filipseyjum hefur heil verzlanamaðstöð verið heitin eftir AIi og hvað haldið þið að bfóin heiti? Jú, „Muhammad Ali 1“ og „Muhammad Ali IP‘. + „Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði“ má ef til vill segja um þessa tvo sem sýna hér listir sfnar á streng hátt yfirir höfninni f Naskov f Danmörku. Ronald heitir hvor tveggja og voru þeir með þessu uppátæki sfnu að kynna komu hringleikahúss til borgarinnar og virðast hgfa haft erindi sem erfiði eftir mannfjöldan- lím að dæma. 25 HUSBYGGJENDUR VERKTAKAR Höfum til leigu mótahreinsivél og rafknúnar járnaklippur. •I p fcs I Laugavegi 178 simi 38000 KRISTNIBOÐS- DAGURINN 1976 Eins og undanfarin ár verður annar sunnudagur í nóvember (14. þ.m.) sérstaklega helgaður kristniboðinu og þess minnst í ýmsum kirkjum og á samkomum á morgun. A eftirfarandi guðsþjónustum og samkomum viljum við vekja athygli: AKRANES: Kristniboðssamkoma i samkomusal K.F.U.M. og K. (Frón), kl. 8.30 e.h. Kristniboðarnir Margrét Hróbjartsdóttir og Benedikt Jasonarson tala. AKUREYRI: Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 2.00 e.h. Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, prédikar. Séra Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Kristniboðssamkoma í kristniboðshúsinu Zion kl. 8.30 e.h. Guðfræðingarnir Benedikt Arnkelsson og Gunn- ar Sigurjónsson tala. HAFNARFJÖRÐUR: Kristniboðssamkoma i húsi K.F.U.M. og K. við Hverfis- götu, kl. 8.30 e.h. Kristniboðsþáttur, Ingunn Gísladóttir kristniboði. Séra Magnús Guðjónsson flytur hugleiðingu. REYKJAVÍK: Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 1 1.00 f.h. Skúli Svavarsson, kristniboði, prédikar. Séra Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 2.00 e.h. í umsjá séra Ragnars Fjalars Lárussonar. Katrín Guðlaugs- dóttir og Gísli Arnkelsson, kristniboðar, taka þátt i guðsþjónustunni. Guðsþjónusta i Árbæjarskóla kl. 2.00 e.h. Benedikt Jasonarson, kristniboði, prédikar Séra Guð- mundur Þorsteinsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Kristniboðssamkoma i húsi K.F.U.M. og K. við Amt- mannsstíg, kl. 8.30 e.h Skúli Svavarsson, kristniboði, talar og sýnir nýjar myndir frá Konsó. Æskulýðskór K.F.U.M. og K. syngur. Á þessum stöðum og — eins og áður sagði i ýmsum öðrum kirkjum landsins, verður islenzka kristniboðs- starfsins minnst og gjöfum til þess veitt móttaka. Kristniboðsvinum og velunnurum eru færðar beztu þakk- ir fyrir trúfesti og stuðning við kristniboðsstarfið á liðnum árum, og því treyst, að liðsinni þeirra eflist enn með siauknu starfi. Samband íslenzkra Kristniboðsfélaga, Aðalskrifstofa Amtmannsstig 2B, Pósthólf 651, Giróreikningur nr. 65100. Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.