Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1976. Silfurdepillinn Eftir Annette Barlee- tvær voru með bláa söðla, og það var fögur sjón að sjá þær, þegar þrjú örlitil álfabörn höfðu klöngrast upp á bökin á þeim. Lilja og Adda hlupu við hliðina á músunum, og börnin skemmtu sér svo vel, að þau vildu helst halda þessu áfram allan daginn. Allt í einu kvað við bjölluhljómur, og álfarnir vissu, að verið var að kalla þá i súkkulaði og kökurnar. Lilja og Adda sneru músunum því við, og saman hlupu þau að stóra steininum, þar sem farangurinn var geymdur. Á steininum var búið að bera á borð. Og þetta voru engar smávegis kræsingar. Þarna voru gómsætustu kökur og jarðar- ber og hunang og rjómaís í sóleyjarblöð- um og súkkulaði í báruskeljum, og brátt voru álfarnir farnir aö háma í sig góðgæt- ið, því sjávarloftið gerir mann svo skelfi- lega hungraðan. Eitt af minnstu álfabörnunum gleypti sandkorn og var hérumbil kafnað, en Lilja var fljót til og greip barnið og hristi þaö, þar til kornið hrökk upp úr því. Annað barn varð hálf hrætt, þegar það allt í einu kom auga á stórt ,,dýr“, sem stóð á steininum og starði á það, en ekki var blssaður litli álfurinn lengi að ná sér, þega hann sá, að þetta var aðeins býfluga, sem stolist hafði með í túrinn. Býflugan vildi ólm fá að taka mynd af þessum fagra álfahóp, þar sem hún hafði fundið ræmu úr filmu og kunni ekki við að láta hana fara til ónýtis. Svo álfarnir röðuðu sér hlið við hlið, en býflugan stóð fyrir framan þá með skelf- ing skrítinn svartan kassa í höndunum. Hún sagði börnunum að taka eftir flug- unni, sem bráðlega mundi koma þjótandi út úr kassanum, og þau störðu og störðu, en auðvitað sást engin fluga, því býflug- an var bara að fá krakkana til að standa kyrra. — En svo heyrðist hár smellur, og myndatökunni var lokið, og eldri álfarnir byrjuðu strax að panta myndir. Ljósálfunum þótti kvöldið koma allt of fljótt, og það var ekki laust við að þeir væru hálf súrir á svipinn, þegar máfarnir komu að sækja þá. En þeir söfnuðu þó saman matarleifunum og klifruðu upp á bakið á þessum vinum sínum. COSPER Hvenær verður hann svo stór að hann geti séð um þetta sjálfur? n VtEP kaff/no u r® GRANI göslari Ég veit hvað kom fyrir, skip- stjóri, Það kom leiki að skip- inu. Prestur: Veiztu hver skapaði heiminn? Strákur: Nei, það var alit saman til, þegar ég kom. Fullur maður: Sýnist þér veggurinn hreyfast? Sá ófulli: Nei. Sá fulli: Mér sýnist það ekki heldur. Læknirinn: Þér þyrftuð að fara f Janga sjóferð til þess að safna kröftum. Er atvinnu yðar svo háttað, að þér getið það? Sjúklingurinn: Ég er stýri- maður á einu af Atlantshafs- förunum. Hannes hringdi til járnvöru- kaupmanns og bað um rottu- gildru. — A að senda hana heim, spurði kaupmaðurinn. — Já, auðvitað, sagði Hannes. Hélduð þér ef til vill að ég færi að senda rotturnar til yðar? Strákarnir í skólanum höfðu Ifmt saman nokkur blöð f Biblfunni, svo þegar gamli kennarinn fór að lesa, kom það svo út: „Þegar Nói var 125 ára gamall tók hann sér konu (hér fletti hann við), sem var 140 feta löng, 40 fetra breið og bikuð utan og innan. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 8 de la Grand Armée oog leit í búðarglugga. A horninu á Rue Villaret de Joy gekk hún inn f kaffihús og borðaði áreiðanlega sex rjómakökur og drakk glas af púrtvíni. — Tók hún eftir þér? — Það held ég ekki. — En ég veit hún gerðí það! Janvier varð vandræðalegur. Hún fór að neðanjarðarstöð- inni, fékk sér miða og svo skipt- um við f fyrst skipti við toncorde og sfðan við Saint . . . Lazare . . . I.estirnar voru næstum tómar. Hún settist og las f blaðli sem hún tók upp úr töskunni . . . við skipt- um fimm sinnum um lest. — Talaði hún ekki við neinn? — Nei. Smátt og smátt bættust við fleiri farþegar og þegar skríf- stofum og verzlunum var lokað klukkan sex voru orðin þrengsli í vögnunum. ... Þér vitið hvernig það er ... — Afram ... — Meðan við vorum á leiðinni frá Place des Ternes stóðum við rétt hjá hvort öðru... Ég viður- kenni að þá hefur hún senniiega áttað sig á að hún værí elt. Hún leit á mig ... ég hafði sterklega á tilfinningunni... ja, hvernig á ég að útskýra það ... mér fannst einhver breyting verða á andlits- svip hennar ... Það var eins og hún væri hrædd ... Ég veit ekki hvort hún var hrædd við mig, eða hvort það var eitthvað annað . .. Þetta stóð ekki yfir nema nokkrar sekúndur, svo fór hún að olnboga sig út að vagndyrunum ... — Og þú ert viss um hún hafi ekki skipzt á orðí víð neinn? — Já, alveg handviss um það ... t vagninum beið hún þangað til lestin ók af stað og stóð bara eins og þvara og horfði á eftir vagninum. — Virtist hún hafa hugann bundinn við'eitthvað sérstakt? — Ég get ekki sagt um það ... Þó veit ég að þa<) var eins og slaknaði á andlitinu og þegar lest- in var horfin inn f göngin leit hún eins og sigrihrósandi á mig ... Svo flýtti hún sér upp á götuna aftur. Hún virtist alls ekki vera viss um hvar hún var stödd ... 11 ún fékk sér drykk á bar á horn- inu á Avenue des Ternes og sfðan skoðaði hún strætisvagnaáætlun- ina og tók sér leigubfl til Gare Saint Lazare ... Og það var allt og sumt. Við tókum sömu lestina aft- ur til Poissy og svo gekk hún á undan mér heimleiðis og ég á eítir... — Hefurðu fengið eitthvað að borða? — Eina brauðsneið sem ég náði mér f á jafnbrautarstöðinni. — Vertu hér um kyrrt þangað til Lucas kemur. Maigret fer sína leið, fer frá hinu friðsæla þropi Jeanneville, og ekki Ifður á föngu unz hann er kominn til Orgeval og hittir Lucas f Gullhringnum. Lucas er ekki einn sfns liðs. Hann er á tali við mann f bláum galla, og getur ekki verið um fleiri að ræða en bflstjórann Louvet. Hann er í sól- skinsskapi, þvf að hann hefur sýnilega fengið sér þó nokkur glös. — Yfirmaður minn, Maigret lögregluforingi, segir I.ucas og það er einnig áfengislykt af hon- um. — Eins og ég var að segja við aðstoðarmann yðar, herra lögregluforingi, hef ég ekki hug- mynd um neitt. Ég settist viðstýr- ið ... Ég fer á hverjum fimmtudegi til Parfsar. — Alltaf á sama tfma? — Svona hér um bil . .. — Vissi Felicie það? — Satt bezt að segja er ég Iftið kunnugur henni. Ég þekki hana f sjón, en ég hafði aldrei talað við hana. Aftur á móti var ég vel kunnugur Staurfætinum, því að hann kom á hverju kvöldi og tók_. slag með Forrentin og I.epape.... Ýmist var vertinn eða ég sem var f jórði maður ... Þarna silja reyndar þeir Forrentin og Lepape í horninu ásaml ba-jarstjóranum og múraranum. — Hvenær uppgötvuðuð þér að það hafði bætzt við í bflinn? — Rétt áður en ég kom til Saint Germain ... Ég heyrði ein- hvern andvarpa ... Ég hélt þetta væri hljóð f vindinum. En svo heyrði ég stúlkurödd segja: Mætti ég biðja yður að gefa mér eld? Ég sneri mér við og leit á hana, hún hafði lyft upp slæðunni og var með sfgarettu milli varanna Hún hló ekki .. . um það get ég fullvissað yður ... Hún var náföl og skjálfandi... — Hvað eruð þér að gera hér? spurði ég sfðan. Og þá byrjaði hún að tala án afláts. Hún sagði að hún yrði fyrir hvern mun að komast til Parísar og það þyldi enga bið og að þeir sem hefðu drepið Staurfót væru á eftir henni og að lögreglan skildi ekki bofs. Svo nam ég staðar og lét hana setjast við hliðina á mér. — Seinna ... seinna ... sagði hún hvað eftir annað. — Þegar ég er búin að gera það sem ég verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.