Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 OPIÐ TIL HADEGIS SÆNSKU ÚTILUKTIRNAR NÝKOMNAR 1010/1? Smidd járnlykta Kopparlykta 1021/14 Smidd jámlykta 202 Koþparlykta 10052/13 Smidd jarnlykta 232 Kopparlykta 241 B Kopparlykta 209 Kopparlykta 227 Kopparlykta | 411 Kopparlykta 416 Kopparlykta 1055 Smidd jarnlykta SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Sudurhmdsbraut 12 sími 84488 OPIÐ TIL KL. 4 í DAG. Sendum í póstkröfu. Ln!Tv!) jtu/ Hamraborg 3, sími 42022 VELVAKAIMIDI % Bætir ekki málstaðinn. Námsmaður skrifar eftir- farandi bréf og þar telur hann að námsmenn hafi ekki beitt alls kostar réttum aðferðum í baráttu sinni fyrir bættum kjörum náms- manna: „Fyrir framan mig hef ég dreifirit frá kjarabaráttunefnd námsmanna. Blaðið ber yfirskrift- ina: Til alþýðu. Það eru nokkrir punktar sem ég er óánægð með. Á blaðinu stendur orðrétt: „Á s.l. vori setti Alþingi ný lög um námslán, sem fótu í sér fulla vísitölubindingu lánanna. Þessari vísitölubindingu mótmæltu allir námsmenn. En þó námsmenn endurgreiði nú lán sín að lang- mestum hluta í fullu raungildi ætlar nú ríkið enn að skerða kjör okkar.“ Ég er hissa á þessu. Það er alveg sjálfsagt að lánin séu vísi- tölutryggð. Hvaða vit er í því að námsmenn fái t.d. 20 þúsund króna lán. Þegar hann fer að endurgreiða er þessi upphæð orð- in eins og 10 þúsund, jafnvel 5 þúsund krónur í dag. Hver á að borga mismuninn? Ríkið? Hverjir eru ríkið? Þessi visitölubinding verður kannski og vonandi til þess að aðeins þeir, sem þurfa nauðsynlega á lánum að halda, taki þau, en ekki þeir sem fata sig upp að nýju eða kaupa finan bíl, sem dæmi eru um, því miður. Næsti sári punktur á þessu blaði er: „er ekki tekið tillit til útgjalda vegna t.d. tóbaks, leik- hússferða o.fl.“ Hvenær hefur tóbak verið talið nauðsynlegt? Hverjir haldið þið að vilji lána ykkur til að kaupa tóbak? Og það er margur vinn- andi maðurinn, og konan meðtal- in, sem getur ekki leyft sér að fara í bíó eða leikhús og svo kom- um við og heimtum peninga til að fara. Nei, þetta nær ekki nokkurri átt. Að lokum finnst mér þau, sem rituðu þetta plagg, rekast harka- lega á sjálf sig. Fyrst segja þau: ... námsfólk úr iista-, verk- menntunar og æðri skólum...“ Ég hélt nú að það væri hætt að telja háskólamenntun þýðingar- meiri ’en aðra menntun, víst er hún nauðsynleg, en þó jafnt á við verkmenntun og listmenntun. Seinna á blaðinu reyna þau að bæta sig. Þetta plagg tel ég ekki að bæti málstað okkar. Ég skammast mín fyrir þetta. Námsmaður." að gera segi ég yður kannski allt af létta ... að minnsta kosti er ég yður ævarandi þakklát fyrir að bjarga mér... Þegar við komum svo til Porte Mailot þakkaði hún fyrir og sté af virðuleg sem konungsdóttír. Maigret og Lucas horfa hvor á annan. — Og ef þér hafið ekkert á móti því legg ég til við fáum okkur eitt glas f viðbót. Nú býó ég ... Og svo ætla ég að fara heim og fá mér eitthvað að borða .. Ég vona ég lendi ekki ( þrasi út af þessu, ha? Skál. Kiukkan tíu um kvöldið. Lucas tekur við vaktstöðunni við Gap Horn í stað Janviers sem fer aftur til Parfsar. I.oftið I Gullhringnum er mettað af reyk. Maigret hefur borðað of mikið og er að fá sér þriðja eða fjórða glasið af hvft- vfni staðarins. Sem hann situr þarna og hvdir armana á borðinu mætli halda að hann dottaði öðru hverju. Fjórir menn sitja »étt hjá honum og spila á spil. Og þeir kasla fitugum spilum á borðið, tala og svara spurningum Denim buxur Dömublússur og bolir hljómplötur Sailor Ringo Starr Tina Charles Who % Rjúpnaveiði. Nú stendur yfir tími rjúpna- veiða og fara margir upp um fjöll og heiðar til að elta þennan fugl uppi og reyna að afla sér fæðu, sem notuð verður í jólamat. Það þarf varla að minna á það að oftlega hefur það komið fyrir að þurft hafi að leita rjúpna- skytturnar uppi, þær hafa af ein- hverjum ástæðum orðið viðskila við félaga sína, eða verið einar á ferð og eitthvað komið fyrir jafn- vel og þær hafi ekki alltaf getað gert vart við sig. Ástæða er til að minna á þetta og er það gert fyrir ábendingar sem borizt hafa til Velvakanda. Haustið hefur verið með eindæm- um gott og stillt a.m.k. hér á suð- vesturlandi og því ekki mkil hætta á að fólk geti orðið úti hér, nema óhapp hendi. En það ætti að vera nokkuð auðvelt að hafa út- búnað til að gera vart við sig með t.d. neyðarblys og fleira í þeim dúr. Ef Velvakandi man rétt þá hafa skátar líka gengizt fyrir námskeiðum fyrir rjúpnaskyttur og aðra fjallaferðamenn og kennt notkun áttavita og annarra nauð- synlegra tækja sem rétt er að hafa meðferðis í slíkum ferðum. Það má enda þessa áminningu með skrítlunni, ofurlítið breyttri að vísu: Rjúpnaveiðimenn, látið ekki áhugann hlaupa með ykkur í gön- ur, því þá verðið þið að labba heim. 0 Frágangur bréfa. Að lokum er hér smá ábending til bréfritara Velvakanda. Þetta er að vísu ekkert skemmtiefni, en það er engu síður nauðsynlegt að minna á nokkur atriði í sambandi við bréfaskriftir. Bezt er að bréf séu vélrituð, en þó er það ekki skilyrði fyrir birtingu. Ef þau eru ekki vélrit- uð, þá skal skrifa greinilega og alltaf hafa gott línubil. Bréf eru aldrei birt ef nafn og heimilisfang fylgir ekki. Tekið er tillit til óska um að birta ekki nafn ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Einnig er gott að símanúmer fylgi, ef það er eitt- hvað í bréfunum sem þarf að bera nánar undir bréfritara. En: Nafn- laus bréf — engin birting. Símatíminn er milli kl. 10 og 11 á morgnana, frá mánudegi til föstudags og geta þeir, sem vilja koma með stuttar ábendingar, notfært sér hann, en ef um langt mál er að ræða er e.t.v. betra að skrifa. HÖGNI HREKKVÍSI Það er alveg óþarfi, þetta. Okkar stuðningsmenn eru nægilega margir mættir. BR22- io*%6 © 1976 McNaught DRÁTTHAGI BLÝANTURINN ©PIB COPtNNKlH Velvakandi svarar 1 sfma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- deg í&CoCPtL.*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.