Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 Tveir leikir íl.deild ÁFORMAÐ er að tveir leikir fari fram í 1. deildar keppni íslends- mótsins I handknattleik nú um helgina, en svo getur þó farið að þeim verði að fresta. Fer það eftir því hvort Sovétmennirnir leika einnig seinni leik sinn við Val I Evrópubikarkeppninni hér heima, en sá leikur yrði þá væntanlega á sunnudagskvöld. Leikirnir sem fram munu fara, ef ekki verður af þeim leik, eru milli Víkings og Fram og Þróttar og FH og á fyrri leikurinn að hefjast kl. 20.00 annað kvöld i Laugardalshöllinni og hinn strax að honum loknum, eða kl. 21.15. Leikjum Gróttu og Vals og Hauka og ÍR sem vera áttu f Hafnarfirði á morgun, hefur hins vegar verið frestað til þriðju dagskvölds. Tveir leikir munu svo fara fram í 2. deildar keppninni nú um helg- ina. Lið ÍBK fer til Akureyrar og ieikur við Þór kl. 16.00 i dag og við KA kl. 14.00 á morgun. Auk leikja þessara fara svo fram nokkrir leikir i 3. deild og í yngri aldursflokkunum um helgina ÍR - KR MÆTAST í DAG í DAG fara fram þrir leikir í 1. deildar keppni íslandsmótsins í körfuknattleik, allir I Reykjavfk. Fjórða leiknum sem fram átti að fara um helgina, milli Breiðabliks og Fram, hefur hins vegar verið frestað um óákveðinn tfma. Sá leikur sem tvfmælalaust verður að teljast „leikur helgar- innar" f körfuknattleiknum er viðureign KR og ÍR sem fram fer f Hagaskólahúsinu og hefst kl. 14.00. Leikir þessara félaga hafa jafnan verið gffurlega spennandi og skemmtilegir og má ætla að svo verði einnig nú. Strax að þeim leik loknum, eða kl. 15.30, leika svo f Hagaskólahúsinu Ármann og ÍS og verða íslands meistarar Ármanns að teljast sigurstranglegri f þeim leik. Kl. 15.00 í dag fer svo fram í íþróttahúsi Kennaraháskóla ís- lands leikur Vals og UMFN. Þá verða um helgina þrfr leikir f meistaraflokki kvenna: Fram—ÍR í Hagaskólahúsinu kl. 17.00, ÍS—Þór f Kennaraskólahúsinu kl. 16 30 og UMFG — Þór f Njarðvfkurhúsinu kl. 13.00 á morgun. BLAKIÐ UM HELGINA NÆSTU leikir f íslandsmótinu f blaki verða f fyrstu deild leikur Stfganda og UMSE laugardaginn 13. nóv. á Laugarvatni oog hefst hann klukkan 16. Á sunnudaginn leika svo ÍS og UMSE f fþrótta- húsi Hagaskóla og hefst sá leikur klukkan 19. Þá verðureinn leikur f fyrstu deild kvenna og eigast þar við lið Þróttar og ÍS og verður sá leikur einnig í íþróttahúsi Hagaskólans og hefst klukkan 20.30. Klukkan 21.30 verður svo þriðji leikurinn f Hagaskólanum og eigast þá við annarrar deildar liðin Breiðablik, a-lið og b-lið Þróttar. Það er erfitt að spá nokkru um úrslit þessara leikja, því að UMSE leikur nú aftur f fyrstu deild eftir nokkurt hlé og einnig leikur Stfgandi nú f fyrsta sinn f fyrstu deild og ætti því viðureign þeirra að geta orðið spennandí ÚRSLIT í REYKJANESMÓTI Á MORGUN sunnudaginn 14. nóvember fara fram úrslilaleikir t nokkrum flokkum I Reykjanes- mótinu I handknattleik Fyrsti leikurinn hefst kl. 14.00 og ieika þá Stjarnan on FH til úrslita I 6. flokki. SiSan le 'a Haukar og FH i 4. flokki karla, Stjarnan og FH i 3. flokki karli og loks leika Breiðablik og FH til úrslita í meistaraflokki kvenna. Þeir voru hýrir Sovétmennirnir þegar vid heimsóttum þá 1 gær. Á myndinni eru Vladimir Maksikov (fjærst t.v.) Alexander Kozhuhov 1 miðið og Yuri Klimov (t.h.). Ljósm RAX. „Leikurinn verður erfiður en skemmtilegur," sögðu Sovétmenn MORGUNBLAÐIÐ heimsótti I gær leikmennn sovézka handknattleiks- liðsins og ræddi þar við tvo helztu kappa liðsins, ásamt fararstjóra um leik Mai og Vals. Voru þetta þeir Vladimir Maksimov, Yuri Klimov og Alexander Kozhohov. Fyrstur varð Maksimov fyrir svör- HER fer á eftir yfirlit um gang leiks Vlkings og FH, sem varð hinn sögulegasti, eins og kom fram 1 blaðinu f gær. Eins og sjá má, er það fyrst og fremst kaflinn 1 byrjun seinni hálfleiks sem ger- ir út um leikinn, en á 17 mlnútna kafla gerðu Vfkingarnir 11 mörk á móti 3 mörkum FH-inga. Fór þá saman mjög góður sóknarleikur Vfkinga, m.a. nokkur ágæt hraða- upphlaup, sterk vörn og frábær markvarzla Rósmundar f Vfkings- markinu, sem m.a. varði 4 vfta- köst f röð á þessum tfma. Vfkingur—FH Gangur leiksins Mfn. Vfkingur FH 1. 0:1 Geir 1. Ólafur E. 1:1 3. 1:2 Vióar (v) 4. Ólafur E. (v) 2:2 5. 2:3 Viðar(v) 5. Þorbergur 3:3 6. 3:4 Guðmundur St. 9. ÓlafurE. 4:4 10. Viggé 5:4 12. 5:5 Geir (v) 12. ÓlafurE.(v) 6:5 13. 6:6 Viðar(v) 14. Viggé 7:6 15. 7:7 Þórarinn (v) 16. 7:8 Geir 17. Magnús 8:8 19. Þorbergur 9:8 19. 9:9 Geir (v) 20. Magnús 10:9 20. 10:10 Geir 22. Björgvin 11:10 23. Björgvin 12:10 25. Jón Sig 13:10 25. Magnús 14:10 27. ÓlafurE. 15:10 28. 15:11 Guómundur S(. 29. 15:12 Þórarinn 30. Hálfleikur 15:13 Vióar 31. Þorbergur 16:13 32. 16:14 Vióar 33. Þorbergur 17:14 34. 17:15 Geir (v) 34. Ólafur E. 18:15 35. Ólafur J. 19:15 38. Viggó 20:15 40. Þorbergur 21:15 42. 21:16 Geir 42. Viggó 22:16 43. Þorbergur 23:16 44. Þorbergur 24:16 45. Erlendur (v) 25:16 47. Jón Sig. 26:16 48. 26:17 Vióar 49. 26:18 Vióar 50. Erlendur 27:18 51. 27:19 Helgi (v) 52. Þorbergur 28:19 52. 28:20 Viðar 53. Einar 29:20 54. Björgvin 30:20 54 30:21 Víðar um. Sagðist hann hlakka til leiksins við Val, en hann sagði þennan leik verða erfiðan en skemmtilegan þar sem Valur væri gott lið. „Liðin sem ég sá I gærkvöldi (Vlkingur — FH) voru góð, og þar sem Valur er nokkru betri, þá má búast við góðum leik. Ég hef komið hingað til lands 5 55. 30:22 Þorarinn 55. Þorbergur 31:22 56. 31:23 Guðmundur M. 58. 31:24 Helgi (v) 58. Þorbergur 32:24 59. Björgvin 33:24 59. 33:25 Geir 59. ólafurE. 34:25 60. 34:26 Guðmundur St. 60. ÓlafurE. 35:26 Mörk Vfkings: Þorbergur Aðal- steinssson 10, Ölafur Einarsson 8, Björgvin Björgvinsson 4, Viggó Sigurðsson 4, Jón G. Sigurðsson 2, Ölafur Jónsson 2, Magnús Guð- murdsson 2, Erlendur Hermanns- son 2 og Einar Jóhannesson 1 mark. Mörk FH: Viðar Símonarson 9, Geir Hallsteinsson 8, Guðmundur Stefánsson 3, Þórarinn Ragnars- Framhald á bls. 18 VALUR og sovézku bikarmeistararnir 1 handknattleik. MAI frá Moskvu leika fyrri leik sinn I Evrópubikar- keppni bikarhafa I handknattleik I Laugardaglshöllinni I dag, og hefst leikurinn kl. 15.00. Kann svoaðfara að seinni leikur liðanna fari einnig fram I Reykjavik. en það mun ráðast af úrslitum leíksins I dag. Sovét- mennimir hafa lýst sig reiðubúna að leika þann leik hér, vinni þeir leikinn I dag með nokkrum mun. Vissulega væri það gffurlega mikið fjárhagslegt atriðí fyrir Valsmenn að fá að leika seinni leikinn við MAI I Reykjavlk, þar sem ferð til Moskvu er glfurlega kostnaðarsöm. Eigi að slður verður að teljast mjög óllklegt að Valsmenn vilji neinu fóma fyrir góða frammistöðu á móti Sovét- mönnunum. enda er sllkt mun meira virði heldur en það að leika báða leikina heima. Munu Valsmenn þvl berjast af fullum krafti I leiknum I dag. og ef að Itkum lætur eiga þeir góða moguleika á sigri yfir Sovét- mönnunum. bótt fræoir séu oo hafi sinnum og þekki nokkuð til Islenzkra handknattleiksmanna og eru þeir góðir. Við munum þvl eiga erfiðan leik I vændum, en að sama skapi skemmtilegan, vona ég. Við göngum auðvitað með það til leiks að við sigrum. annað þýðir ekki I iþróttum, en hvað svo veröur mun koma I Ijós." Klimov hafði það um leikinn við Val að segja að þeir sovétmenn ætl- uðu að sigra vel, þvl þá væri hægt að leika seinni leikinn einnig hér á Ís- landi. „Okkur langar til að leika báða leikina hér en til þess þurfum við að vinna fyrri leikinn, en það vona ég að verði reyndin." sagði hann svona I gamansömum tón. Klimov þekkir vel til handboltans hér þvl hann hefur verið hér þrisvar áð- ur, fyrst 1 966. Alexander Kozhuhov er yfirmaður handboltadeildar Mai, og aðalfarar- stjóri I þessari ferð. Sagðist hann lítið þekkja til Vals eða Fslenzks handknattleiks, og þvl væri erfitt fyrir hann að segja nokkuð um leik- inn. Hann sagði menn hæla Islenzk- um handknattleik og þvl mætti bú- ast við góðum leik. „Það má búast við góðum leik, en við ætlum okkur þó að vinna, alla vega er það for- senda þess að við spilum seinni leik- inn hér einnig." m.a. fjóra Ólymplumeistara I liði slnu. Er ekki ósennilegt að leikurinn I dag mótist af hörðum varnarleik á báða bóga, og vist er. að takist Valsvörninni eins vel upp eins og hún getur bezt gert, þá verður leikur- inn enginn dans á rósum fyrir Sovét- mennina. Einnig mun velta á miklu I hvernig formi Ólafur Benediktsson verður I markinu, en hann hefur stundum breytt gangi leikja Vals- mönnum I hag. jafnvel þegar þeir hafa verið að leika gegn mjög sterk- um félögum. En sjálfsagt verður það veigamest I leiknum I dag hvernig áhorfendur styðja við bakið á Valsmönnum. Fá félög I Reykjavlk virðast eiga eins stóran og öflugan stuðningsmanna- hóp og V:lur, og hefur hann oft hjálpað félaginu yfir erfiðan hjalla. Má nefna til dæmis stuðning þann sem áhangendur félagsins veittu knattspyrnumönnum þess I bikarúr- slitaleiknum við Akurnesinga s.l. haust. sem tvlmælalaust var þungur á metunum. Er vonandi að Valsmenn Haukar hala inn stigin HAUKARNIR fengu ekki mikla mót- spyrnu þegar þeir mættu Fram I 1. deild íslandsmótsins I handknattleik f Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Sig- ur Hauka var öruggur, 18:15, eftir að staðan hafði verið 10:7 f hálfleik. Haukarnir eru nú á toppi 1. deildar ásamt Val með 8 stig eftir 5 leiki en Framarar hafa hlotið aðeins 3 stig í 5 leikjum. Ef ekki verður breyting til batnaðar hjá liðinu, er ekki annað fyrirsjáanlegt en Framaranna bfði hlutskipti, sem þeir eru allssendis óvanir, að lenda f fallbaráttu f deild- inni. Haukarnir náðu þriggja marka for ystu strax i byrjun og hún var eiginlega aldrei í hættu Haukarnir voru reyndar aldrei mjög sterkir í sóknaraðgerðum sínum, en spiluðu mjög sterka vörn og markvarzlan var góð hjá þeim Framar ar voru aftur á móti mjög ráðleysislegir í sókninni og er það kannski ekki furða þegar haft er í huga, að Pálmi Pálma- son hefur ekki náð sér eftir veikindi og Hannes Leifsson fluttur til Vestmanna- eyja, en báðir þessir menn voru mestu markaskorararnir í fyrra. Þá mun Andrés Bridde hættur að æfa, en hann var mjög sterkur í vörninni hjá Fram og drjúgur í sókn Ungur markvörður, Einar Birgisson, varði einstaka sinnum vel í leiknum í heild var leikurinn slakur og lítil skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur i Höllinni En tilþrif fengu þeir reyndar að sjá i seinni leik kvöldsins, milli Víkings og FH. FRAM—HAUKAR Gangur leiksins. Mfn. Fram Haukar 4. 0:1 Svavar 5. 0:2 Ingimar 7. 0:3 Hörður 8. Pálmi 1:3 12. 1:4 Stefán 16. Gústaf 2:4 17. 2:5 Ingimar 18. Arnar 3:5 19. 3:6 Sigurgeir 19. 3:6 Sigurgeir 19. 3:7 Sigurgeir" 20. Pálmi 4:7 22. 4:8 Sigurgeir 23. Jón Árni 5:8 24. Guðmundur Sv. 6:8 26. 6:9 Hörður (v) 27. Guðmundur Sv. 7:9 30. 7:10 Hörður (v) Hálfleikur 33. Árni 8:10 37. 8:11 Þorgeir 38. Pálmi 9:11 45. 9:12 Jón H. 45. 9:13 Svavar 46. Guðm. Sv. 10.13 47. 10:14 ólafur 49. 10:15 Höróur 47. Pálmi (v) 11:15 55. 11:16 Hörður 56. Gústaf 12:16 56. 12:17 ólafur 57. Gústaf 13:17 58. 13:18 Jón H. 58. Gústaf 14:18 59. Pálmi 15:18 og áhugafólk um handknattleik fjöl menni f Laugardalshöllina f dag og veiti Valsmonnum kröftugan stuðn- ing. Reykjavíkur- mót í Júdó Reykjavlkurmeistaramótið I júdó verður haldið á morgun, sunnudaginn 14. nóvember. I íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst þeðkl. 14.00. Keppt verður I þremur þyngdar- flokkum karla og tveimur flokk- um kvenna. Allt bezta júdófólk Reykjavlkur er skráð til keppni. Þetta er fyrsta stórmót vetrar- ins og má búast við hörkuspenn- andi keppni I öllum flokkum. Júdódeild Ármanns sér um fram- kvæmd mótsins að bessu sinni. MARKAREGNIÐ MIKLA Valsmenn munu ekki gefaeftir - ÞÓTT SOVÉTMENN SÉU TILBÚNIR AD LEIKA SEINNI LEIKINN HÉR, VINNI ÞEIR STÓRT í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.