Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 7

Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NOVEMBER 1976 7 a BIÐLUND Tveir menn, sem sama húsbónda þjónuðu, mætast. Annar kemur hróðugur og glaður af fundi húsbóndans, sem sýnt hafði honum það veglyndi að gefa honum upp stóra skuld. En ekki hafði það veglyndi örfað hann til hins sama, því að hann veitist að samþjóni, er skuldaði honum örlitla upphæð, sem hann gat ekki greitt, og lét hann sæta afarkostum. „Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt." Hann biður um frest til að greiða litlu skuldina sina, en árang- urslaust. Mynd úr mannlegum sam- skiptum dregin meistara- hendi, sem missirekki marks, mynd sem ég þekki og þú þekkir. Við biðjum báðir um, að biðlund mæti yfirsjónum okkar, en sýnum við biðlund sjálfir? Hve langt á biðlundin að ná? Hve lengi er hægt og rétt að taka mildum höndum á þeim, sem stofna til stórrar skuldar við samfélagið, og veita þeim gjaldfrest? Sú spurning hefur verið á margra manna vörum and- spænis þeirri óhugnanlegu öldu glæpa og fjármálaspill- ingar, sem oltið hefur yfir þessa þjóð en menn héldu til skamms tíma að okkur væri fjarlæg. Misferli i fjármálum er ískyggilegra en við áttum von á, fjárdráttur stórkost- legri, blygðunarleysið meira í meðferð fjár, sem í rauninni er almannaeign. Á að veita frest til greiðslu slikra skulda? Getur ekki sú gullna biðlund orðið til að sanna það,að „sé drepinu hlúð, visnar heil- brigt lif en hefndin grærá þess leiði" Þó er enn óhugnanlegra hið víðtæka eiturlyfjasmygl og nautn fíkniefna, sem talin er einkum eiga sér stað hjá ungu fólki. BIÐLUND, er ekki að vonum að við heyrum daglega, hve fólki blöskrar linkind og vægð dómanna í slíkum málum sem fíknilyfja- sölu? Smygli á eitri, sem á skömmum tíma umhverfir góðum manni svo, að hann drýgir voðaverknað á að fylgja þyngri dómur en svo, að hann gangi úr varðhalds- vist út til að taka upp iðju sína aftur. Biðlund? Já, en er þess ekki von, að foreldra ungl- ings hrylli við þvi að slík leynd sé höfð um nafn af- brotamanns, sem er eitur- lyfjasali, að hann geti eins og ekkert sé að haft daglega umgengni við börn þeirra, án þess börnin eða foreldrana gruni, hver hætta leynist hér við veginn? Á þessa hlið málsins er of sjaldan minnzt. Hér verður þó vitanlega að fara að með mikilli varúð, án þess þó meinsemdinni sé gefið tóm og heimilunum bú- in hætta í leyni. Biðlund? Já, en án þess þó að leidd sé ógæfa yfir þá, sem enn eru ekki orðnir henni að bráð. Varnaðarorðið má ekki gleymast: „Við fallandi engil og freist- andi orm þarf fyrirgefning og hjarta",— það lögmál hefur enginn kennt og enginn iðkað eins og Kristur. En sú rangtúlkun á kenningu hans hefir víða vaðið uppi i kristninni, að fyrirgefning Guðs sé sama og uppgjöfsaka. Hvað kennir sagan um þjónana tvo? Hin- um stórseka þjóni dugði ekki að hrópa á biðlund húsbónd- ans, sína stóru skuld varð hann að greiða til síðasta eyris sjálfur, hana gat enginn fyrir hann greitt. „Haf biSlund við mig". — hvert afbrot veldur sár- sauka þeim, sem saklausir eru. Til að vernda samfélagið er ekki ævinlega unnt að þyrma þeim, sem þó eru sak- lausir sjálfir en hlýtur að bera syndir hinna seku. En sakir má aldrei dæma með jarðlífið eitt fyrir augum. Það er ekki nema spölkorn á leiðinni allri. Þessvegna stendur hvert afbrot andspænis af- leiðingum hinum megin við heim og hel. Þar eins og hér mun bíðlund Guðs vera mik- il. því að hann veit það sem skammsýnum mönnum sést yfir, að það er aldrei vonlaust um mannssálina. Þótt leiðin sé löng lýkur henni heima, þau örlög eru öllum sálum spunnin. Á besta stað í borginni. TIL LEIGU 160 fermetra verslunarpláss við Grensásveg. Góð bílastæði. — Upplýsingar í sima 37144 í dag og næstu daga. V Fastur UNGBARNAFATNAÐUR: Bleiur .......................... Centrotex. Bleiubuxur frotte 4 mynstur ..... Erla. Frottepeysur..................... Stummer Peysur .......................... Chica Loo Bómullarbolir 4 litir Pippy Smekkbuxur 4 gerðir ............. Bjærri Hettuhandklæði Pippy Vettlingar....................... N.M. Úlpur, stærðir 1—4 .............. Teddy Útigallarst. 1 — 2 — 3 .......... Teddy TELPU- OG DRENGJAFATNAÐUR: Telpunærfatnaður, st. 4—14 ...... Erla Sokkar........................... K. T. Röndóttir rúllukragabolir ....... Lyhne Velourpeysur, st 6—18 Lyhne Peysur. st 116—140 .............. Chica Loo Peysur, st. 4— 12 ............... Hvalsöe Peysur, st. 4—14, 4 gerðir ...... Larike Terlinbuxur, st. 2—16 ........... Skippy Flauelsbuxur st 4—16............. Skippy Denimbuxur, st. 4—12 ............ Skippy, Denimvesti, st. 4— 16 ........... Skippy Vettlingar, st. 2—7 ............. N.M. Loðfóðraðar lúffur............... Ramskov Telpnaúlpur, st. 2— 14,2 gerðir.. Ramskov Drengjaúlpur, st 4—14, 3 gerðir Teddy Úlpur Hong Kong ................. A.M KVENFATNAÐUR: Sokkabuxur ...................... Tauscher Sportsokkar ..................... K . T. Lífsstykkjavara ................. Triumph Náttkjólar....................... íris Sloppar ......................... íris Blússur. st. 36—44 .............. H.P. Frúarpeysur, 20 gerðir .......... M.N. Rúllukragabolir 4 litir ......... Holtas Einlitar terelinbuxur ........... Pardus Flauelsbuxur grófriflaðar ....... Pardus Kvenjakkar, flauels stungnir .... Eurofashion Flauels vesti ................... Pardus HERRAFATNAÐUR: Sokkar........................... K.T. Frottesokkar .................... Roylon, Nærfatnaður...................... Hammerthor GARDINUEFNI: Stórisefni, 90 cm, 1 20 cm 1 80 cm Filigree Stórisefni, 1 70 cm, 1 80 cm, 240 cm Faber Gardfnuvelur ....................... Bernhard Gardinubönd ........................ Gester Utanyfirgardinur, 1 20 cm........... Zell Eldhúsgardínuefni .................. Horse Baðherbergisgardínuefni ............ Horse Tilbúnar eldhúsgardínur ............ Gena BUXNA- OG FATAEFNI: 45% Pol 55% Ull .................... Centrotex, 70% Pol. 30% Vis.................... Hammerle Grófrifflað flauel ................. Centrotex Fínriflað flauel ................... Centrotex Denim 4 gerðir...................... Hammerle Minstrað denim ..................... Texoprint Úlpuefni ........................... Norion KJÓLAEFNI: Mynstruð prjónaefni ............. Texoprint Einlit prjónaefni .................. Schwarzenbach Rifluð prjónaefni ............... Marrratex Mynstruð bómullarefni ........... Texoprint Einlit bómullarefni ............. Gavaco Kjólavelour ..................... Jenning Kjólaterelinefni ................ Jenning Mynstrað flauel .............. Novently —1 ■■ * / *** ' X Terylenebuxur og terylenevesti í stærðum f rá 4 — 14 Flauelsbuxur — denimbuxur — terylenesam- festingar. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okk- ar sem fyrst. / / Framleiðandi Solido s.f. AGUST ARMAIMN hf. UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN , SUNDABORG 24- REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.