Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976
■
Fá sakaraál hafa koraiQ ööru eins róti á allar umraeöur f fslenzku þjóölffi og Klóbbraáliö, sem svo hefur veriö nefnt. Ásakanir^ yfirlýsingar
og oröahnipplngar um eöli og meöferö raálsins innan dórakerfisins hafa kalloð á mikiö róm á sföura dagblaöanna nó ua n«r eins árs skeiö, veriö
helzta umræðuefni á mannaraótum, tilefni eiiffra vangaveltna og heilabrota auk þess sem Framsóknarflokkurinn hefur dregizt inn í raál þetta
mál meö sérstökura hætti.
Nú líöur aö þvf aö kveðinn veröi upp í sakadómi Reykjavíkur dómur í þessu raáli, og af þvf tllefni þótti Morgunblaöinu tfmabært aö gera
nokkra grein fyrir upphafi málsins, eöli þess og ferli innan dórakerflsins á þeira fjórum árura sem liöln eru frá upphafi )>esst þannig aö af
því mætti fá einhverja heildarmynd. Þar er raunar ekki ráöist á^garöinn, þar sem hann er lægstur, þvf aö bæöi er Klóbbmáliö margþætt og
umfangsratkiö, og eins hafa ýrasar staöreyndir þess veriö nokkuö ór lagl færöar f hita þeirra uraræöna, sem hófust um raálfö á sföastliðnum
vetri og staöiö hafa allt frara á þennan dag.
1 byrjun snerist Klóbbraáliö um ólöglega afgreiösXu á áfengi ór éinni ótsölu ÍTVR til veitingahóssins KXóbbsins og skattaXagabrot f þvf sam-
bandi en nó fjallar þaö öllu fremur ura hvernig staöiö hefur veriö aö rannsókn þess og hver hafi veriö afskipti nokkurra helztu forustumanna
Frarasóknarflokksins af rannsókninnt vegna meintra hagsrauna flokksins af viöskiptura viö aðstandendur Klóbbsins f fyrrt tfö. Auk þess hefur
Klúbbmáliö vertö tengt suraura helztu sakamálum landsins í seinni tfö, svo sem alkunna er. Rannsókn Klóbbraálsins hefur raunverulega vertö tvf-
þætt, þvf aö annars vegar ura aö ræöa sakadórasrannsókn en hins vegar rannsókn skattyfirvalda, og þvf^hefur veriö haldiö fram aö ekki sé ein-
leiktö hversu langan tíma hafi tekiö aö þoka raálinu ura þessi tvö rannsóknarsviö k leiö þess inn í dómsalinn.
1 greinarflokki þessura veröur reynt aö bregöa ljóst á alla helztu þætti þessa raáls og setja þaö frara f heild sinnt. Ekki getur hjá því fariö
aö raargt sem her birtist er einungis upprifjun á alkunnura málsatvikura en jafnframt er leitazt viö aö fylXa ót f myndina meö eins ftarXegura
upplýsingum um einstaka þætti raálsins og unnt var aö afla. Rétt er einnig aö taka fram, aö greinaflokkur þessi leystr ekki gátur KXóbbmalsins
á netnn hátt, hreinsar engan aöila af ákærum né sakfellir, og vekur kannski fleiri spurningar en hann svarar.
BXaöaraenn Mor§unblaösins sera greinafXokkinn unnu, fengu af ritstjórura sfnura þaö verkefnt aö brjóta Klóbbmáliö tiX raergjar svo sem kostur væri
raeö þeira upplystngura sem tiltækar voru og þeir gátu koraizt yftr - fengu algjörlega frjálsar hendur og þann tfma sem þeir töldu sig þurfa tll
aö gera verkefninu skil. Rætt var viö allflesta þeirra, sera á etnhvern hátt hafa komiö nærri rannsókn KXóbbmálsins, jafnframt þvf sem reynt
var aö auka viö heildarmyndina raeö vitneskju og gögnura, sem fengust eftir öörura leiöum. Árangurinn af þessu striti veröa sföan aðrir aö raeta.
-Áslaug Ragnars, BJörn Vtgnir og Sigtryggur Sigtryggsson.
LA UGARDA GSMORGUNN
V/Ð UNDARGÖTU OG HÚS-
LE/T/NN/ V/Ð LÆKJARTE/G
Þeir sátu allir fundinn í tollgæzlustöðinni
Ifalldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi, Ilallvarður
Einvarðsson varasakadómari, Kristján Pétursson rannsókn-
arlögroRlumaður, Ólafur Jónsson, fv. tollRæzlustjóri, Ólafur
Nilsson fv. skattrannsóknastjóri, or Þórir óddsson aðalfull-
trúi hjá Sakadómi Reykjavíkur. (Mynd vantar af Ásmundi
óuðmundssyni, sem einnÍR sat þennan fund).
TEXTI: ÁR, BV OG SS
17 kassar í ferð
Til þess að staðreyna það sem
fyrir augu ber fékk Kristján þessu
næst til liðs við sig Ásmund Guðmunds-
son, rannsóknarlögreglumann úr Kópa-
vogi. Þeir komust fljótlega að raun um,
að þessir flutningar áttu sér jafnan
stað á laugardagsmorgnum og fylgdust
þeir með flutningunum alla laugar-
dagsmorgna frá 26. ágúst til 7. október.
Töldu þeir kassa þá sem fóru út úr
útsölunni í bil framreiðslumannsins,
sem gátu orðið allt upp í 17 kassar í
einu. Tóku þeir myndir af þessum
flutningum og auk þess könnuðu þeir i
sameiningu fömar flöskur úr þessum
flutningum, sem reyndust ekki bera
VH-merkið.
Hverfum þá rösklega fjögur ár aftur
í timann. Tollgæzlumenn og laganna
verðir hafa grunsemdir um, að mikið af
smygluðu áfengi sé i umferð á svörtum
markaði á þéttbýlissvæðinu suðvestan-
lands. Með skömmu millibili finna toll-
verðir mikið af smygluðu áfengi um
borð í tveimur íslenzkum kaupskipum
og einu dönsku, sem hingað kemur.
Tollgæzlan hefur nokkru áður tekið
upp nánari samskipti um gagnkvæma
upplýsingamiðlun við ýmsar áþekkar
stofnanir erlendis og fær um þetta
leyti vitneskju um að áfengi hafi verið
skipað um borð í tiitekin skip vestur í
Bandaríkjunum en þegar skipin koma
til landsins verða tollverðir einskis vis-
ari. Reynt er með öllum ráðum að graf-
ast fyrir um hvað orðið hafi af áfeng-
inu farmenn af skipunum eru teknir til
yfirheyrslu í sakadómi, eins og síðar
verður rakið, en allt kemur fyrir ekki.
Síðari hluta árs 1972 eru yfirmenn
tollgæzlunnar þess vegna sérstaklega á
verði og þá er það sem Kristjáni
Péturssyni, deildarstjóra tollgæzlunn-
ar á Keflavíkurflugvelli, berast fregnir
af einkennilegum flutningum milli
áfengisútsölunnar við Lindargötu og
Veitingahússins að Lækjarteigi 2, eins
og Klúbburinn nefndist i þá daga.
Kristján ákveður að kanna þetta frekar
og vinnur að því einn síns liðs fyrst í
stað.
Kristján verður þess fljótlega
áskynja, að milli útsölunnar og
veitingahússins eiga sér stað flutning-
ar á áfengi, og er þar einn af fram-
leiðslumönnum hússins að verki. Sér
Kristján að maðurinn fær afgreidda
nokkra kassa áfengis út um bilskúrs-
dyr í austurálmu hússins, sem hann
flytur síðan í bíl sínum að veitingahús-
inu. Hjá Kristjáni vakna þá þegar
grunsemdir um að þarna séu brögð í
tafli, því að hin eiginlega afgreiðsla
áfengis til veitingahúsa cr í hinni álmu
hússins og annast sérstök deild um
afgreiðslu á því áfengi. Allar flöskur
sem fara af þessum lager til veitinga-
húsannna eiga að vera merktar sérstök-
um einkennismiða með skammstöfun-
inni VH til aðgreiningar frá þeim flösk-
um sem fara til sölu f sjálfri verzlun-
inni.
Þegar hér var komið sögu töldu
Kristján og Ásmundur sig hafa nægi-
legar sannanir til að láta til skarar
skríða. Þeir sömdu frumskýrslu um
niðurstöður þessara athugana, og
skiptu henni i tvo meginþætti — ann-
ars vegar óstaðfestar upplýsingar og
hins vegar staðfestar. 1 hinum óstað-
festu upplýsingum, sem þeir töldu sig
hafa, kom m.a. fram að þessi fram-
leiðslumaður hafði þá um að minnsta
kosti 3ja ára skeið stundað það að flytja
áfengi frá útsölunni við Lindargötu,
það er að segja úr almennu áfengis-
deildinni í veitingahúsin Glaumbæ og
Veitingahúsið að Lækjarteigi 2. Fram-
leiðslumaður þessi hafði um árabil
starfað í Glaumbæ og ekki löngu áður
haft vistaskipti eða um það leyti sem
forráðamenn Glaumbæjar tóku einnig
við rekstri Veitingahússins að Lækjar-
teigi. Einnig báru þessar óstaðfestu
upplýsingar að það væri útsölustjórinn
sjálfur sem afgreiddi áfengið til fram-
reiðslumannsins ásamt öðrum starfs-
manni útsölunnar.
1 skýrslunni sagði einnig, að at-
huganir þeirra tvimenninga hefðu að
verulegu leyti miðazt við að kanna
hvort verið gæti að ótollað áfengi úr
skipum eða af Keflavíkurflugvelli
hefði verið selt í þessu veitingahúsi eða
á öðrum skemmtistöðum borgarinnar,
en grunur léki á að miklu áfengi hefði
verið smyglað til landsins skömmu áð-
ur og lægju kærur í því sambandi fyrir
hjá sakadómi Reykjavikur.