Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 31

Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1976 31 Alþýðubanka- rannsókninni miðar vel Framhaldsrannsókn Alþýðu- bankamálsins er vel á veg komin, að sögn Sverrir Einarssonar saka- dómara. Sverrir hefur yfirheyrt fyrrverandi bankastjóra bankans og gjaldkera um viðskiptamál bankans og hefur ávisanamálið svokallaða m.a. fléttast þar inní, og þá sérstaklega viðskipti bank- ans við veitingahúsið Klúbbinn. Að sögn Sverris er rannsóknin komin á seinni hlutann, og er nú beðið eftir gögnum frá Alþýðu- bankanum. Að rannsókn Iokinni fer málið að nýju til ríkissaksókn- ara til ákvarðanatöku. — NATO Framhald af bls. 1. eldflaug sem kemur staðinn fyrir SS-16 sem er þriggja þrepa og hægt er að skjóta heimsálfa á milli. Bandarísk yf- irvöld eru ekki sammála um hvort Rússar hafa tekið SS-X-20 í notkun þar sem Rússar breiða yfir eldflaugar sínar af þessari gerð og þær sjást því ekki frá bandarískum njósnahnöttum. Rússar hafa auk þess tekið í notkun þrjár nýjar eldflaugar sem skjóta má heimsálfa á milli og leysa af hólmi langdrægar eldflaugar sem skotið er frá kafbátum en eru miklu ná- kvæmari og geta borið fleiri þyngri kjarnorkuvopn auk þess sem þær eru langdrægari. Rúss- ar hafa nú um 1500 eldflaufar sem draga á milli heimsálfa en Bandarikjamenn 1055 og 825 kafbátaeldflaugar, en Banda- ríkjamenn 650. Herfræðingar hallast nú meir og meir að því að NATO verði að beita kjarnorkuvopnum til að stöðva hugsanlega skyndi- árás Rússa. Samkvæmt nýrri áætlun verður barizt eins nærri austurþýsku Iandamærunum og hægt er því Vestur-Þjóðarjar óttast að land þeirra verði geisl- unarsvæði. En með nýjustu tækni er hægt að draga úr geislavirkni og herfræðingar segja að þar með hafi verið dregið úr þeiri hættu að NATO- sprengjur tortími vinveittum þjóðum. Fundurinn í London er f svo- kallaðri kjarnorkuáætlunar- nefnd, NPG, sem NATO kom á fót 1966 til að auka áhrif NATO-þjóðanna á skipulagn- ingu hugsanlegrar kjáinorku- styrjaldar er gæri þróazt stig af stigi í Evrópu. Stefna NATO í kjarnorkumálum miðar að því að draga úr slíkri hættu en bandalagið er farið að hallast að þeirri skoðun að Rússar stefni að því að verða færir um að sigra í kjarnorkustyrjöld. - Heildarafli Framhald af bls. 32. á móti 2.193 lestum, 2.757 lestir af huniri hafa fengist, en í fyrra var humaraflinn 2.307 lestir, kol- munnaaflinn er 628 lestir og ann- ar afli 20.103 le — Veturliði Framhald af bls. 2 fram af skriffinnum og listfræð- ingum, sem skrifa um kúnst og ég vil gefa þeim ásamt hinu fjöl- marga unga fólki og eldra, sem er fastagestir á sýningum, kost á að bera saman myndirnar og fylgjast með þróuninni. Fyrst sinnti ég mest manneskjunni og figurunni, siðan tóku við bátar, fugl og fjara og þannig breytist þetta. Maður getur ekki alltaf verið að mála sömu myndina. Það væri slappt ævistarf að vera alltaf að prjóna sama sokkinn." ,,Á döfinni? Jú, ég er að undir- búa gerð veggmyndar úr íslenzku grjóti fyrir Eimskip. en eina slíka gerði ég í Árbæjarskóla, 30 fm mynd, þar sem m.a. er fullt af steinum sem ekki eru til á Náttúrugripasafninu. Fólk ætti að skoða myndina þar. Þá er ég að undirbúa gerð mosaikmyndasýn- ingu í vetur, líklega í marz-april, þvi þá er fölk búið að jafna sig á jólavíxlunum og skattaskýrsl- unni.“ — Eltu flóttamenn Framhald af bls. 1. mennirnir og skæruliðar SWAPO standi fyrir morðum á fólki af Kwanyamaættflokki er yfirleitt styður hreyfinguna Unita, sem stórsókn hefur ver- ið hafin gegn, og brenni bú- staði þeirra til grunna. Siðan sóknin hófst hafa um 3.000 flú- ið, en fyrir eru um 5.000 flótta- menn. Frú Naukalemo Ngolowa segir að rúmlega 20 hafi verið skotnir til bana í þorpi hennar Onagwe, þar á meðal konur og börn. Hún sagði að stjórnar- hermenn og kúbanskir her- menn hefðu komið í flutninga- bifreiðum og hafið morð og ikveikjur. Hún segir að 200 hermenn Unita hafi verið í þorpinu áður en árásin var gerð og veit ekki um afdrif þeirra. Bóndi nokkur sá Kúbu- menn skjóta sex menn sem reyndu að flýja. Nokkrir flóttamenn segja að mörg hundruð Unita-menn hafi verið i þorpum þeirra áð- ur en árásirnar voru gerðar. Þeir segjast hafa stutt Unita vegna þess að þeir hafi fengið matvæli frá hreyfingunni. Innan við 10 af hundraði flóttamannanna i Omungwelume eru vinnufærir karlmenn. Flóttamenn segja að margir ungir menn úr þorp- um þeirra hafi verið myrtir eða flúið til skógar með liðs- sveitum Unita. Talsmaður yfirvalda i nyrzta hluta guðvestur-Afriku kveðst hafa fengið upplýsingar um að stjórnarherinn, Kúbumenn og SWAPO myrði eða hafi á brott með sér alla karlmenn yfir 12 ára aldri. Ef svo er virðist stefnan sú að koma í veg fyrir að Unita fái nýliða í raðir sin- ar. Með eyðingu þorpa virðist ætlunin að útrýma áhrifum hreyfingarinnar. — Klúbb-málið Framhald af bls. 13. berra starfsmanna voru tilkvaddir tveir kunnáttumenn, þeir Guðmundur Ingi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, og Halldór V. Sigurðsson, ríkisendur- skoðandi, til að kanna mál þessara manna og skila greinargerð um það efni til þáverandi fjármálaráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar. Á grundvelli þessarar greinargerðar ákvað f jármála- ráðherra að mönnunum skyldi ekki vikið úr starfi fyrir fullt og allt. Létu áætla skatta í tvö ár Á vegum rannsóknardeildar ríkis- skattstjóra fór einnig fram um þetta leyti mjög . umfangsmikil rannsókn á bókhaldi og rekstri veitingahússins Glaumbæjar og veitingahússins að Lækjarteigi 2 í ljósi þess að fram hafði komið við athugun deildarinnar, að ekki hafði verið talið fram til skatts fyrir árin 1970 og 1971. Sé gluggað í skattskrána kemur einnig í ljós, að opinber gjöld hafa verið áætluð á hlutafélagið Bæ hf., rekstraraðila Veitingahússins við Lækjarteig, bæði þessi ár. Árið 1971 er félaginu gert að greiða kr. 101 þúsund krónur í tekjuskatt vegna tekna ársins 1970, kr. 3.535 i eignaskatt, 5.058 í kirkjugarðsgjald, kr. 133.910 kr. i tekjuútsvar, 3.290 kr. í eignaútsvar og kr. 200 þúsund í að- stöðugjald eða samtals gjöld kr 446.793. Árið 1972 greiðir Bær hf. hins vegar 401.475 kr í tekjuskatt vegna ársins 1971, kr. 14.140 í eignaskatta, kr. 3.900 i kirkjugarðsgjald og kr. 195 þúsund í aðstöðugjald, eða samtals í opinber gjöld kr. 614.515. Á þessu ári kom til skattalagabreyting, sem hafði í för með sér yfir 50% hækkun á tekjuskatti félaga en útsvarsgreiðslur voru felidar niður. Þeir sem minnast skemmtanalifsins á þessum árum, þegar veitingahúsið við Lækjarteig 2 var að vinna sér sess sem vinsælasti skemmtistaður lands- ins, munu vafalaust telja að Bær h.f. hafi sloppið vel fráopinberum gjöldum þessi ár miðað við þá veltu sem ætla má að hafa verið i veitingasölu hússins. Rekstur bæði Glaumbæjar og Veitingahússins við Lækjarteig fór ým- ist fram í nafni Sigurbjörns, Gróu Bæringsdóttur eða Bæjar hf. en i bréfi sem Helgi V. Jónsson, löggildur endur- skoðandi ritaði til fjármálaráðherra hinn 3. desember 1975 fyrir hönd Sigurbjörns segir að til þess að auð- velda skattyfirvöldum athugun og álagningu opinberra gjalda hafi Sigur- björn samþykkt að öll álagning opin- berra gjalda, sem leiða kynni af athug- un rannsóknardeildarinnar, mætti fara á nafn hans persónulega. Álagningin lækkuð í um 18 milljónir Að lokinni athugun deildarinnar sendi ríkisskattstjóri Sigurbirni bréf hinn 18. september 1973, þar sem Sigurbirni voru úrskurðaðar hækkanir á opinberum gjöldum sem hér segir: Tekjuskattur um Söluskattur m/drátt arvöxtum hækkaði um Aðstöðugjöld um Útsvar hækkaði um Alls hækkaði kr. 15.258.612 kr. 4.895.599 hækkuðu kr. 1.503.200 kr. 6.349.200 kr. 28.006.611 Sigurbjörn kærði þennan úrskurð til ríkisskattstjóra hinn 30. október 1973 en með úrskurði hinn 2. janúar 1974 voru þessi gjöld lækkuð um sem næst helming eða nánar tiltekið tekjuskatt- ur um sem næst 11 milljónir, söluskatt- ur og dráttarvextir um röskar 127 þús- und, útsvar um tæpar 3,2 milljónir en aðstöðugjald hækkað um 338.800 kr, eða samtals lækkun um 14 milljónir og 38 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er ekkert talið athugavert við þessa miklu lækk- un. Fyrri álagningin hafi verið áætluð og hún varð til þess að Sigurbjörn lagði fram mun ítarlegri upplýsingar en áð- ur höfðu fengizt. Sigurbjörn vildi þó ekki una þessum úrskurði ríkisskattstjóra og áfrýjaði máli sinu til ríkisskattanefndar sem dagsett er hinn 9. febrúar 1974. Urskurður rikisskattanefndar féll sið- an 26. nóvember 1975 og lækkaði nefndin framangreinda hækkun ríkis- skattstjóra enn um röskar 4 milljónir króna, þannig að endanleg hækkun á opinberum gjöldum Sigurbjörns varð rétt um tíu milljónir króna. Sigurbjörn hefur þó jafnan talið, samkvæmt framangreindu bréfi Helga V. Jónsson- ar, að álagning þessi sé alltof há miðað við raunverulegar tekjur hans, og eins og greint var frá nýlega í Morgunblað- inu hefur síðan staðan staðið í þrefi um innheimtu á þessum gjöldum, og hefur það einkum snúizt um nauðungarupp- boð á jörð Sigurbjörns, Álfsnesi á Kjalarnesi. Fram hefur komið að upp- boði á jörðinni hefur verið frestað tíu sinnum að beiðni Sigurbjörns og í rök- semdum lögmanns Sigurbjörns kemur fram, að eins og allar landareignir í nágrenni Reykjavíkur hafi Álfsnes stórhækkað í verði og enginn vafi sé á því, að raunverð hennar fari langt fram úr þeim skuldum, sem á jörðinni hvíla. Lögmaðurinn segir (í bréfi til upp- boðshaldarans í Kjósarsýslu 25. nóvem- ber 1975) að hann leyfi sér að benda á varðandi verðmæti jarðarinnar, að samkvæmt upplýsingu Brunabótafé- lags Islands sé brunabótamat húsa samtals um 22,8 milljónir króna. Að því er varði landstærð Álfsness muni hún vera yfir 300 hektarar og alkunna sé að spildur í Kjalarneshreppi hafi að und- anförnu verið seldar á um 300 þúsund krónur, þannig að samkvæmt röksemd- um er verðmæti jarðarinnar um og yfir 100 milljónir króna. Lögmaðurinn seg- ir, að Sj.^urbjörn sjái fram á, að verði eign þessi seld á nauðungaruppboði, séu hverfandi líkur á því að sannvirði fáist og hann muni bíða stórfellt fjár- tjón. Sigurbjörn telji því riauðsynlegt að uppboðsskilmálum sé breytt og greiðslufrestir ákveðnir mun hagstæð- ari en samkvæmt hinum almennu skil- málum. Uppboðshaldarinn féllst sem kunnugt er ekki á þessa röksemd, Sig- urbjörn áfrýjaði skilmálunum til hæstaréttar og þar var málið afgreitt með útivistardómi fyrir fáeinum dög- um, svosem kunnugt er af fréttum. Hann hafði þá 4ra vikna frest til að fá málið tekið upp að nýju en i samtali við Morgunblaðið taldi lögmaður Sigur- björns ólíklegt að sú leið yrði farin. Seinfarin leið Vikjum þá aftur að ferli málsins í dómskerfinu sjálfu. Eins og kom fram upphafi var Hallvarður Einvarðsson, sem þá var aðalfulltrúi saksóknara, einn þeirra sem sat fundinn i tollgæzlu- húsinu þegar Kristján Pétursson og Ásmundur Guðmundsson skýrðu frá því sem þeir höfðu orðið vísari um áfengisflutningana milli áfengisverzl- unarinnar við Lindargötu og veitinga- hússins við Lækjarteig, þannig að hann fylgdist með málinu frá upphafi. Form- lega kemur þó málið fyrst fyrir hjá saksóknaraembættinu, þegar því bár- ust hinn 1. nóvember 1972 endurrit úr frumrannsókn sakadóms en hinn 10. mai 1973 bárust síðan gögn frá rikis- skattstjóra til saksóknara. I sakadömi Reykjavíkur var rannsókn málsins tal- ið lokið um sumarið 1973 og það sent saksóknara til ákvörðunar hinn 3. ágúst. Hinn 22 janúar 1974 bárust sak- sóknara enn á ný rannsóknargögn frá ríkisskattstjóra, og að sögn Hallvarðs Einvarðssonar má raunverulega segja að aðalathugun á málinu hefjist hjá saksóknaraembættinu, þar eð þá lágu loks fyrir gögn beggja rannsóknaraðila málsins — sakadómsembættinu og rík- isskattstjóra. Saksóknaraembættið varð sér úti um aðstoð löggilds endurskoðanda, sem leiddi síðan til þess, að óskað var eftir allítarlegri framhaldsrannsókn hjá sakadómi Reykjavíkur hinn 6. janúar 1975. Annaðist Haraldur Henrýsson, sakadómari, hana af hálfu sakadóms, þar sem Þórir Oddsson, sem verðið hafði með málið, var þá farinn til út- landa til framhaldsnáms. Skilaði Har- aldur gögnum þeirrar rannsóknar til saksóknaraembættisins hinn 30. oktöber 1975. Hinn 24. febrúar i ár bárust saksókn- araembættinu enn allmörg gögn varð- andi mál þetta frá ríkisskattstjóra og þremur dögum síðar var gefin út ákæra í málinu, sem send var sakadómi Reykjavíkur samdægurs til dómsmeð- ferðar. Ákæran var svohljóðandi: „Ríkissaksóknari hefur með ákæru- skjali, dagsettu 27. þ.m., höfðað opin- bert mál á hendur þeim Sigurbirni Eiríkssyni, veitingamanni, Stóra-Hofi, Rangárvöllum, og Magnúsi Leopolds- syni, framkvæmdastjóra, Lundar- brekku 10, Kópavogi, fyrir brot á lög- um um söluskatt og eignarskatt og bók- haldslögum við rekstur veitingahús- anna Glaumbæjar og Lækjarteigs 2 (Klúbbsins) í Reykjavík. Er áka'rðu gefið að sök að hafa frá 1. janúar 1970 til 1. október 1972 dregið undan við framtöl til söluskatts sölu- skatt samtals að fjárha'ð kr. 3.484.694. Þá er Sigurbirni gefið að sök að hafa vanrækt skil til skattstjóra á lögboðn- um skýslum (launaframtölum) um starfslaun í veitingahúsunum, sem á skattárunum 1970 og 1971 námu sam- tals kr. 18.771.469 auk launa fram- reiðslumanna sem á sömu árum námu a.m.k. kr. 10.827.136. Ennfremur er Sigurbirni gefið að sök að hafa vanrækt að telja fram til tekjuskatts og eignarskatts fyrir skatt- árin 1970 og 1971 og komizt með því hjá greiðslu tekjuskatts að fjárhæð samtals kr. 3.226.809 og jafnframt með sama hætti komizt hjá greiðslu útsvara fyrir sömu skattár að fjárhæð samtals kr. 1.518.690. Loks er Sigurbirni gefið að sök sfórfelld vanræksla og öreiðusemi i bókhaldi vegna fyrrgreinds veitinga- reksturs. Máli þessu hefur verið vísað til dóms- meðferðar við sakadóm Reykjavikur og eru dömkröfur ákæruvalds þær, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, sviptir leyfum til vínveitinga og veit- ingasölu og til greiðslu alls sakarkostn- aðar.“ Fyrrgreindar uppha'ðir nema sam- tals tæplega 38 milljönum kröna. Að sögn Haralds Henrýssonar, sakadöm- ara, var ákærðu birt ákæran samda'g- urs en þeir sátu þá báðir í gæzlúvarð- haldi í Síðumúlafangelsinu í sambandi við rannsökn Geirfinnsmálsins. Málið var þingfest hinn 19. marz sl. Verjend- um ákærðu, Inga I ngimundarsyni, verjanda Sgurbjörns, og Hafsteini Beldvinssyni, verjanda Magnúsar, var gefinn frestur.til 21. maí til að skíla vörnum í rnálinu. Verjendur lögðu þá einnig fram bréf þar sem öskað var eftir frekari upplýsingum um liltckin atriði, m.a. skattalegs eðlis frá rkis- skattstjóra. Verjendur fengu síðan nýj- an frest vegna ga'zluvarðhaldsvistar tvímenninganna um tíma, þar sem þeir töidu sig ekki hafa na-gílegan aðgang að skjólsta'ðingum sinum af þeim sök- um. Vörnum var skilað i málinu hinn 14. oktöber sl. og málið þá dömtekið. Kvaðst Haraldur Henrýsson vonast til að dómur gengi áður en langt um liði, en meðdömendur hans í máli þessu eru Ragnar Olafsson hrl. og Arni Björns- son hdl., sem báðir eru endurskoðend- ur. Hafa þá verið rakin cins ítarlega og kostur er málsatvik og ferill þess á báðum sviðum rannsöknarinnar — inn- an dómskerfisins og hjá skattayfirvöld- um. Er þá tímabært að staldra við ýmsar spurningar sem vaknað hafa i sambandi vð mál þetta og ollu því að það komst aftur í hámadi á síðastliðn- um vetri, teygði anga sína inn í hið virðulega Alþingi, sáu fjölmiðlum fyrir fréttaefni svo vikum skipti óg komu slíku róti á þjóðfélagið allt, að untra'ð- unni um það hefur engan veginn linnt enn þann dag í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.