Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 7 Skjálftavirkni við Blað- Síðumúla Sunnudaginn 7. nóvem- ber birti MorgunblaSiS Reykjavikurbréf m.a. i til- efni af afmaelisviStölum i ÞjóSviljanum. fertugum. Þar kom fram nokkur sýnishorn af umsögnum róttæks fólks. sem hafSi sitt hvaS aS athuga viS efnisval og efnismeSferð blaSsins. sem út af fyrir sig er ekki óeðlilegt. Hitt hefur vakiS furðu nokkra. hve þessi endurprentun é afmælisþönkum lesenda ÞjóSviljans hefur farið illa I finar taugar ritstjómar blaðsins. f heila viku hef- ur sifelldrar skjálftavirkni gætt i „Blað/siðumúla", þar sem „glæsilegustu rit- stjórnarskrifstofur i heimi" hýsa nokkra heimsbyltingarsinnaða hugsuði. Þetta hefur jafn- vel gengiS svo langt, aS einstaka vegvisir hefur látiS að þvi liggja, aS hann muni hætta að láta Ijós sitt skina á siSum ÞjóSviljans „ef snakkiS i menntamönnum fer svo I taugarnar á verkalýSnum sem skilja mætti af sum- um oddvitum hans". (Árni Björnsson i ÞjóSviljanum 6. nóvember sl. — Hér er sennilega sneitt aS Eð- varSi SigurSssyni o.fl. úr verkalýSsarmi AlþýSu- bandalagsins, sem fengu aS svara örfáum spurning- um á siSum ÞjóSviljans i tilefni af fetugsafmæli blaSsinsf. Auðveldara að ganga fram í hugsjón þá en nú Ámi Bergmann segir I sunnudagspistli Þjóð- viljans 14. nóvember sl. „En ég ætla reyndar aS vikja nokkuS aS þeim athugasemdum um blað okkar, sem i þvi hefur mátt lesa aS undanförnu. Ég þekki þær allar, hefi heyrt þær i ýmsum tón- tegundum þau fjórtán ár sem ég hefi starfaS viS blaSið. . ." Og hann bætir við, að þegar hann hafi byrjaS á blaðinu (fyrir 14 árum) hafi Magnús Kjartansson sagt sér „aS hann hafi heyrt þennan söng allan sinn tima á blaSinu." Ásökunina um verri ÞjóSvilja nú en fyrr- um afgreiSir Bergmann svo (m.a.): „Þá var heims- myndin skýr og einföld: hér frelsandi og blómlegur sócialismi, þar sótsvartur kapitalismi á faralds fæti; og um margt var auSveldara aS ganga fram i hugsjón en siSar var (svo). Og þótt hugtök hafi flækzt og fallið hafi á nokkrar glæstar myndir, sem menn gerSu sér af sinni samtiS. . . þá ber eitt dagblað út á jslandi ekki ábyrgS á þeirri þróun." Já, það er von að menn vikni viS, er hugtök flækj- ast og fellur á fyrrum glæstar myndir, þrátt fyrir Ijómann af mestu rit- stjómarfinheitum i veröld- inni! „Betur aldrei lært að draga til stafs, sumir hverjir” Árni segir að önnur mest áberandi ákæran sé: „ÞiS skrifið alltof litiS fyrir og um verkalýSinn." Um þetta atriSi hefur Árni m.a. þetta að segja: „En það ætti aS vera Ijóst. aS ef menn til dæmis sakna skemmtilegra lýsinga á mögnuSum átökum i verkföllum, þá verða menn aS hafa það i huga að ekki getur ÞjóSviljinn einn búiS til slik átök. . ." Hér snýr Árni „vöm i sókn" aS eigin hyggju. Ef viS skrifum of litið um verkalýSsmál, gleymum þvi svona hér um bil, þá er það einfaldlega „verka- lýSsforystunni" aS kenna, sem orSin er litlaus og litt frásagnarverS. „En hvaS um verkafólkið sjálft, aS foringjum slepptum?" spyr Árni sjálfan sig. Hann svarar og sjálfum sér. Hann segir: Ekki gengur þeim betur sem telja sig lengra til vinstri. ÞaS er einkenni á „fjöl- rituSum blöSum þeirra, hve erfitt þeim einmitt gengur aS komast I kall- færi við verkafólk". Árni viSurkennir. að visu dræmt mjög. að hér megi samt betur gera. Hann telur i þvi sambandi aS verkafólk verði sjálft að hafa frumkvæðiS, „skrifa okkur oftar." „En þar rek- um viS okkur á feimni og hlédrægni. sem einatt bagar þaS alþýðufólk mest, sem slzt skyldi, — hinsvegar hefðu þeir ófeimnu sumir hverjir bet- ur aldrei lært að draga til stafs." Þá vita þeir verka- menn þaS. sem haft hafa sig til þess aS skrifa ÞjóS- viljanum um hugaSarefni sin, hver er afstaSa menntamanna i AlþýSu- bandalaginu. Þeir hafa sumir hverjir „betur aldrei lært aS draga til stafs." Ekki er nú litillætinu fyrir aS fara eSa virðingunni fyrir hinum venjulega launþega. skoSana- eSa tjáningarfelsi hans, þá sjaldan aS hann sinnir „kalli" ÞjóSviljans. En nú er ástæSa til að spyrja Áma hverjir ættu helzt. aS hans mati. að vera enn óskrifandi? Eru þaS GuSmundur J., ESvarS SigurSsson, Snorri Jónsson, eSa fulltrúar verkakvenna? ESa ein- hverjir aSrir? Margir bíSa eftir svari. wL ■ mi ■ m uxur a kJ la I w sWj'vi'? V; ; 1 ** I JM 1 NÁMSKEIÐ Nýtt námskeið í matvæla- og næringafræði fyrir almenning hefst mánudaginn 22. nóv. Sýnikennsla. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 44247. eftir kf. 8 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur NÆRINGAFRÆÐI J SSTRATFORD ENSKIR PENINGASKÁPAR þjófheldir v- eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. _____j\ E, TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1 —3, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 WERZALIT SÓLBEKKIR og handriðslistar Werzalit þarf ekkert viðhald er auðvelt að þrífa og er sérstaklega áferðarfallegt. WERZALIT SÓLBEKKIR fást í marmara, palisander og eikarlitum. WERZALIT HANDRIÐSLISTAR fást í moseeg lit. Afgreiðsla í Skeifunni 19 Werzalit er góð fjárfesting. W TIMBURVERZLUNIN VOLUNDURhf Klapparstíg 1. Skeifan 19. Símar 18430 — 85244 SERVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala 1 2 í 0 SILD & FISKUR Bergstaðastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.