Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NOVEMBER 1976 13 pikklun, fara gærurnar í gegnum fjöldamörg vinnslustig hjá Skinnaverksmiðjunni Iðunni, sem krefjast flókins tæknibúnað- ar og mikils vinnuafls, eins og sjá má, ef borinn er saman starfs- mannafjöldi Loðskinns hf. og Ið- unnar. Eins og gefur að skilja margfaldast verðmæti hráefnis- ins við þessa vinnslu. Þegar við byggingu þessarar nýju verksmiðju á Akureyri árið 1969 var það markmið þeirra, sem að henni stóðu, að skapa grund- völl fyrir fullvinnslu á íSlenzku gærunum, og þar með að auka verðmæti þeirra á innlendum og erlendum mörkuðum svo sem frekast er mögulegt. Við ákvörð- un um stærð verksmiðjunnar var einnig við það miðað, að hún gæti tekið til vinnslu það magn, sem til fellur f sláturhúsum Sambands- kaupfélaganna á ári hverju. Hér var því á ferðinni stefna, sem er algjörlega hliðstæð við þá, sem rikt hefur hjá flestum öðrum sölufyrirtækjum landsins, jafnt í þessari atvinnugrein sem öðrum, að fyrirtækin sjálf vinni sem verðmætasta vöru úr þvfhráefni sem þeim berst. Það má þvf vera augljóst, að sú túlkun á þessum staðreyndum, að Sambandið sé nú að auka fullvinnslu sfna i þeim tilgangi að valda samkeppnisaðila tjóni, á ekki við nein rök að styðjast. Þá hefur einnig verið rætt mik- ið um útflutning á söltuðum og óunnum gærum í þessu sam- bandi. Þróunin undanfarið hefur verið þannig, að dregið hefur ver- ið árlega úr útflutningi á söltuð- um gærum. Þessi þróun er óhjá- kvæmileg, ef tryggja á hráefni til vinnslu hér innanlands. 1 sam- ningum fslenzkra fyrirtækja við Pólverja f haust var það sett sem skilyrði af hálfu Pólverja, að í samningunum væru þeim tryggð- ar a.m.k. 150 þúsund saltaðar gær- ur, eða sama magn og í fyrra. Þetta gátu fslenzku aðilarnir ekki sætt sig við. Hins vegar féllust fslenzku verksmiðjurnar, Loð- skinn hf. og Skinnaverksmiðjan Iðunn, á að mæla með þvf við Viðskiptaráðuneytið, að fluttar yrðu út 100 þúsund saltað&r gær- ur af slátrun 1976. Afstaða þessi var byggð á áætlunum um met- slátrun nú f haust, og var þá reiknað með allt að 1.030 þúsund gærum. Þessar tölur reyndust því miður ofáætlaðar, Nú eftir að slátrun er lokið, kemur í ljós, að heildarmagnið er um 100 þúsund gærum minna en áætlað var. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort ekki eigi að taka upp samninga að nýju við Pólverja og óska eftir, að saltaðar gærur verði felldar niður úr samningunum, en þess f stað ein- göngu afgreiddar pikklaðar gær- ur til Póllands. Viðskiptaráðu- neytið hefur enn ekki gefið endanlegt svar um það, hvort veitt verði útflutningsleyfi fyrir söltuðu gærurnar, en að mati okk- ar virðist sjálfsagt, að fullt tillit sé tekið til þeirra breyttu að- stæðna, sem skapazt hafa vegna minni slátrunar f ár og að hrá- efnið, sem riú er til ráðstöfunar, nægi ekki fyrir innlendu verk- smiðjurnar. f.h. Iðnaðardeildar Sambandsins, Hjörtur Eirfksson frkvstj. Spariskírteinin eru nær uppseld VERÐTRYGGÐ spariskfrteini rfkissjóðs, 2. flokkur ársins 1976, eru nú nær uppseld, samkvæmt upplýsingum Stefáns Þórarins- sonar, aðalféhirðis Seðlabankans. I þessum flokki voru gefin út bréf að upphæð 500 milljónir króna, og eru nú aðeins eftir ósóttar pantanir, og verða þær seldar næstu daga. Þá upplýsti Stefán, að á næst- unni hæfist sala á nýjum flokki happdrættisskuldabréfa ríkis- sjóðs. Verða gefin út bréf fyrir 200 milljónir í þeim flokki. Út- gáfa bréfanna er til að afla fjár til Norður- og Austurvegar. Orðsending varðandi Runtal- ofna Fyrir hönd Ofnasmiðju Norðurlands hf., Akureyri, og mfna eigin leyfi ég mér að taka fram eftirfarandi f tilefni af tilkynningu ( Morgunblaðinu 14. nóv. 1976 frá Birgi Þorvaldssyni, meðeiganda mfnum f Runtal- Ofnum hf., Reykjavfk: Ég undirrituð var stofnandi að fyrirtækinu Runtal-Ofnum hf. á árinu 1965 ásamt Birgi Þorvaldssyni og er eigandi að fyrirtækinu að jöfnu við hann, sem staðfest hefur verið með dómi Hæstaréttar 8. des. 1975. Birgir er einnig hluthafi í Ofnasmiðju Norðurlands hf., þar sem ég er framkvæmdastjóri, og stofnuðum við hana á árinu 1971. í framhaldi af því var Ofnasmiðja Suðurnesja hf. einnig stofnuð í sama tilgangi. Um það er ekki að ræða, að Ofnasmiðju Norðurlands hf. skorti réttindi til að framleiða þá ofna, sem hún hefur á boðstólum. Áðurnefnd tilkynning Birgis er gefin í full- komnu heimildarleysi af minni hálfu og er byggð á algerum misskilningi og röngum forsendum. Þykir mér leitt að þurfa að afsaka þetta gagnvart viðskiptavinum ofangreindra fyrirtækja okkar, sem ég leyfi að gera hér með. Virðingarfyllst, Guðrún Einarsdóttir. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLÁÐINU Salir við öll tækifæri Sími 82200 NÚGETAALLIR eignast glæsilega Stereo-samstæðu frá ^Oóhlha TOSHIBA Þessi glæsilega samstæða kostar aðeins 88.150.00 SM 2100 stereosamstæðan er búin eftir- farandi: Stereo útvarpstæki með langbylgju, mið- bylgju og FM bylgju. Stereo magnara sem er 2x14 wött sinus við 4 ohm. 35 wött mússik power. Á tækinu eru stillingar fyrir bassa, diskant og loudness. Tíðnisvið 8HZ—50Khz. Plötuspilarinn er með vökvalyftum arm, sem fer sérstaklega vel með plötur og reimdrifnum disk. Hátalarnir eru stórir 38 sm x 21,5 x 16 sm. Þeir eru búnir stórum 16 sm bassahátalara og 5 sm milli og hátíðni hátalara. Við tækið má tengja heyrnartæki og seg- ulbandstæki. Athugið að við fengum takmarkað magn af þessu ágæta tæki á þessu lága verði. Góðir greiðsluskilmálar. Árs ábyrgð. UTSÖLUSTAÐIR: Kaupfélag EyfirSinga. Akureyri, Kaupfélag SkagfirSinga, SauSárkróki. Verzl. Sig. Pálmasonar, Hvammstanga, Kjarni s.f. Vestmannaeyjum, Stapafell h.f. Keflavik. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAOASTR/ETI 10A SÍMI 1-69-95

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.