Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 ,, Afskaplega gáfuð forsetafrú” Rosalynn Carter er 49 ára gömul. Hún fæddist i Plains, Georgia. Faðir hennar lézt þegar hún var 13 ára, móð- ir hennar vann fyrir heimilinu og fjór- um börnum sínum með saumaskap. Frú Carter er sæt kona, miklu sætari i raunveruleikanum heldur en á sjón- varpsskermi. Hún er sæt eins og skóla- stúlka á bekkjarmynd, nema hvað aug- un eru gáfulegri. Ég hafði það á tilfinn- ingunni þegar ég hitti hana á hótelher- berginu hennar, að stundum langaði hana ekki til að virðast gáfuð og þá kemur annars konar glampi í augun. Ég hefi séð þetta gerast hjá öðrum konum líka. Konum, sem halda að gáf- ur hljóti endilega að þýða klæki og að klækir séu eitthvað ókvenlegt og óað- laðandi. En leikurinn með augun gagn- ar ekki — gáfurnar gera vart við sig í tali eða hegðun og verða ekki faldar, þær koma alltaf í Ijós. Mikið hlýtur að vera þreytandi að reyna alltaf að breiða yfir þær, fyrir utan hversu mik- il símasóun það er. Það er greinilegt að frú Carter er afskaplega gáfuð kona, jafnvel þótt hún segi alltaf að hún sé ver menntuð og ver að sér en eiginmaður hennar. „Hann er sílesandi, allt og alls staðar." Við ræddumst tvisvar við, lengi, dag- ana kring um kosningarnar, þegar ég elti hana hvert sem hún fór. Mig grun- aði oft, að svörin, sem hún var að gefa spyrjendum sfnum — mér líka — væru örugg og stjórnmálalega hættulaus. En ég efaðist aldrei um virðingu hennar og aðdáun á bónda sínum. Þær tilfinn- ingar eru sannar og djúpar og fallegar. Gagnkvæmur kærleikur og virðing fólks, sem hefur lifað saman í langan tíma, er sjaldgæft. Hér hef ég fyrst svarað spurningum um bernsku frú Carter. Ég þekkti svör- in sjálf. En ég hafði ekki kynnst hlýj- unni og stoltinu, sem kemur fram þeg- ar hún talar um strit móður sinnar eða um bakgrunn sinn, sem er verkalýðs- stétt, lágstétt. Hún talar oft um traust sitt og áhuga á ,,fólki“ og þá á hún við venjulegt, blátt áfram fólk. Þetta er mér framandi hugsunarháttur, mér, sem ólst upp í Suðurrfki, þar sem mað- ur þóttist alltaf vera betur settur um leið og komið var út fyrir nánasta um- hverfið. En Carter-fjölskyldan er lfka frá nýj- um Suðurríkjum. Ekki alls fyrir löngu voru aðeins til forríkir bubbar eða blá- fátæklingar á stöðum eins og Birming- ham Alabama. Það kom aðeins örsjald- an fyrir, að þeim fátæku tækist að komast í einhver efni. Þess f stað strit- uðu þeir, kynslóð fram af kynslóð, án þess nokkurn tímann að eiga von um betri kjör. En nú orðið — Ifklega síðan f lok seinni heimsstyrjaldarinnar — tekst oft að vinna sig upp í millistéttirnar. Það er aðeins eðlilegt að þeir sækist eftir völdum, sem fyrir 50 árum hefðu aldrei getað orðið annað en fjarlægur draumur. En, ef ég hef rétt fyrir mér í því að þetta sé upphaf Carters, þá má ekki gleyma þvf, að þau eru stolt yfir slíku upphafi. E.t.v. er þetta það dýr- mætasta, sem þau hjónin hafa að gefa okkur. Alþýðleikinn er ekkert svindl. Frú Carter minnist þess þegar maður henn- ar var ríkisstjóri og fjöldi fólks hvaðan- æva frá i fylkinu kom í heimsókn til þeirra. Hún minnist þess af mikilli ánægju, sem ég held ekki geti verið svikin. Þetta er amerfski draumurinn orðinn að veruleika. „Fólkið", — „endurvakning á trúnni á landið“..., þessi orð f munni hennar hljóma rétti- lega, þótt það væri ekki úr vegi að fá þau betur skilgreind. Ég reyndi oft að fá skilgreiningar, skýringar. Á okkar fyrsta fundi minntist frú Carter á Viet- nam-strfðið og sagði Carter hafa verið á móti því. Hvenær, spurði ég. 1971. Á sfðari fundinum sagði ég henni, að mér fyndist það hafa verið nokkuð seint að byrja að vera á móti Vietnam. Hún svaraði um hæl: Þangað til 1971 hafði Carter aldrei tækifæri til að lýsa af- stöðu sinni og hvað hefði gagnað að einhver hnetubóndi hefði verið á móti striðinu? (Carter sjálfur er miklu hreinskilnari varðandi þetta mál, hann viðurkennir að hafa tekið afstöðu gegn stríðinu of seint.) Tal okkar um Vietnam varð að sjálf- sögðu til þess að við ræddum um unga fólkið. Ég sagði henni að ég hefði kennt í háskólum í 15 ár og að sfðan Vietnam-stríðinu lauk, fyndist mér stúdentarnir hafa lítið traust á ríkis- stjórnum, þær gætu engu breytt hvort eð er. Frú Carter sagðist ekki geta áfellst það fyrir þetta, unga fólkið hefði enga ástæðu til að trúa á „hið góða í Iandinu“ eftir Watergate, Viet- nam eða Kambodíu. Henni þótti, sem það hefði nú snúið sér að trúnni, „þetta eru tímar trúarinnar," sagði hún. Ég sat og sneri kaffibollanum milli handanna. Hvað gat ég sagt við þessa trúuðu konu? Mér virðist sjálfri þessi „snúningur unga fólksins ekki vera af trúarlegum toga, heldur vegna ein- hvérs annars, eigingirni, sjálfsins — hvað um Hara Krishna? En áður en ég gat sagt þetta, sagði frú Carter að það væri ekki nauðsynlegt að leita til henn- ar eigin trúar, kristinnar trúar. „Unga fólkið er f leit að nýju gildismati — því eru þetta tfmar trúarinnar." Ef mér hefði fundist við standa hvor annarri ofurlítið nær, þá hefði ég sagt henni að hún hefði rangt fyrir sér. Fjórir menn, sem starfa við mennt- unarmál, hafa sagt mér, að nemendur þeirra og eigin börn væru nú eins og unga fólkið var fyrir árið 1950 — elsku- leg, kurteis með áhuga á -engu nema því að gera það gott. Frú Carter álítur, að þau hafi fullan rétt til firringar — en með ,,góðri“ rfkisstjórn, virkum leiðtoga muni þau verða hólpin. Lfklega finnst mér enginn hafa rétt til firringar og ég held ekki að þau verði hólpin. „Þú getur ekki áfellst þau,“ sagði frúin. Nei, það er ekki hægt að saka þau um neitt, en ásakanir skjóta of oft upp kollinum í samtölum fólks og hafa þó ekkert að segja. Þær gera fyrirfram ráð fyrir einhverjum böðli. í seinna skiptið, sem við ræddumst við, sagði ég henni nokkuð, sem ég hafði ekki viljað segja áður; að mörg- um þætti það notaleg tilfinning að óþekktur maður gæti verið valinn for- setaefni af svo valdamiklum stjórn- málaflokki. Slikt hefði þá þýðingu fyr- ir mörgum, að auðvald og auðhringir gætu ekki verzlað með okkur eftir allt saman. Húrra fyrir Jimmy Carter og húrra fyrir okkur. „Það stjórnar eng- inn Jimmy og það mun enginn gera það,“ sagði frú Carter. Stundum er erfitt að skilja hvað Jimmy Carter á við, sagði ég. Eins og t.d. hvenær? spurði hún. Yfirlýsing hans um Kelley, starfs- mann FBI, var það fyrsta sem mér kom til hugar. Sjáðu til, svaraði frúin hægt, það er hluti af áróðri Fords, að Carter sé sjálfum sér ósamkvæmur í skoðunum sfnum. Áður en ég gat neitað að taka mark á áróðri Fords, hélt hún áfram: Kappræðurnar munu skýra allt. Ég hlustaði á kappræðurnar. Þær voru stundum spennandi likt og fót- boltaleikur, en mér þótti ekki mörgum spurningum svarað. Ég kvaddi frú Carter og yfirgaf hana full af virðingu fyrir rósemi hennar og jafnvægi og hvernig henni tókst að svara öllum spurningum. En þetta er framkoma stjórnmálamanns, og ég mat meir aðrar hliðar frúarinnar. Hún er kona með raunverulegar tilfinningar, orku og heilbrigði og persónuleika. Ég veit ekki til hvers við ætlumst af forsetafrúnni okkar. Sjálf hef ég að- eins orðið reglulega hrifin af tveimur konum um ævina — Eleanor Roosevelt og Jacqueline Kennedy. Ég varð hrifrn af þeim vegna þess, að þær, hvor á sinn hátt, kröfðust þess að vera þær sjálfar, frekar en að aðlaga.sig eftir kröfum tíma og staðar. Frú Rosalynn Carter gæti vel átt eftir að marka jafn djúp spor og þær. Bandaríski rithöfundurinn, Lillian Hellman, ferdadist með eiginkonu nýkjörins Bandaríkjaforseta á kosninga- ferdalögum hennar. Hún skrifadi eftirfárandi spjall, um og við Rosalynn Carter, sem nú er orðin „fyrsta frú” Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.