Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 Sigurbjöm segist hard- ræðibeittur en lögvísir menn ekkiá eittsáttir NU hafa verið rakin málsatvik varð- andi misferlið við rekstur Klúbbsins og meðferð málsins bæði innan dómskerf- is og hjá skattayfirvöldum í stærstu dráttum. 1 þessari grein verður hins vegar gerð nokkur grein fyrir hluta- félögum þeim, sem stofnuð hafa verið um rekstur Klúbbsins og hvernig mis- ferli rekstraraðila veitingahússins var háttað. Greint verður frá gagnrýni sem fram hefur komið á rannsókn málsins og ýmsum spurningum sem vaknað hafa í sambandi við hana. Rifjað verður upp hvernig Framsóknar- flokkurinn dróst inn í málið með af- skiptum dómsmálaráðherra af þvi og sá styrr sem staðið hefur um þá ákvörð- un ráðherra að aflétta vínveitinga- banninu af Klúbbnum fimm dögum eftir að rannsókn málsins hófst. Loks birtist hér í fyrsta sinn hið rökstudda málskot Sigurbjarnar Eiríkssonar, veit- ingamanns til dómsmálaráðherra. Skal þá vikið að Klúbbnum eða veit- ingahúsinu Borgartúni 32 og rekstrar- aðilum þess. Hlutafélag um rekstur hússins var stofnað um mitt ár 1970 og skráð í hlutafélagaskrá Reykjavíkur hinn 30. júni 1970. Félagið var nefnt Bær hf. og stjórn félagsins skipuðu Sigurbjörn Eiriksson, Álfsnesi á Kjalarnesi, formaður, Gróa Bærings- dóttir, Skálholtsstíg 2a, Reykjavik og Jón Ragnarsson Fífuhvammsvegi 5 í Kópavogi, meðstjórnendur, I vara- stjórn var Magnús Leopoldsson, Rofa- bæ 45, Reykjavík. Framkvæmdastjóri | með prókúruumboði var Sigurbjörn Eiríksson en auk hans hafði Magnús Leopoldsson prókúru fyrir félagið. Bæði Sigurbjörn og Gróa höfðu þá í nokkur ár rekið veitingastaðinn Glaumbæ, en húsakynnin leigðu þau af Húsbyggingarsjóði Framsóknarfélag- anna í Reykjavík allt fram til þess að staðurinn brann síðla árs 1971. 1 hlutafélagsskrá Bæjar segir, að til- gangur félagsins sé rekstur gisti- og veitingahúsa, búrekstur til framleiðslu og öflunar matvæla, hvers konar skemmtanahald og skyldur atvinnu- rekstur, svo og rekstur fasteigna- og lánastarfsemi. Hlutafé í Bæ hf. var skráð 200 þúsund krónur og skiptist það í 40 fimm þúsund króna hluti. Annað hlutafélag um rekstur veit- ingahússins að Borgartúni 32 var siðan skráð 5. september 1973 í hlutafélaga- skrá Reykjavíkur. Nefndist það Lækjarmót hf. Stofnendur voru Guðjón Jónsson, Skálholtsstíg 2a í Reykjavík, Magnús Leopoldsson, Lundarbrekku 10 í Kópavogi, Björk Valsdóttir, sama stað, Hallur Leopolds- son, Austurbrún 2 og Magnús A. Magnússon, Dalabæ, Blesugróf. For- maður stjórnar var skráður Guðjón Jónsson en meðstjórnendur Magnús Leopoldsson og Magnús A. Magnússon og framkvæmdastjóri með prókúru umboði var Magnús Leopoldsson en aðrir prókúruhafar voru ekki skráðir hjá félaginu. I hlutafélagaskránni segir, að til- gangur félagsins sé rekstur gisti- og veitingahúsa, hvers konar skemmtana- hald og skyldur atvinnurekstur, svo og rekstur fasteigna- og lánastarfsemi. Hlutafé var skráð 300 þúsund krónur og skiptist það í 60 fimm þúsund króna hluti. Bæði þessi hlutafélög eru á hluta- félagaskrá og Bær hf. hefur ekki verið strikað af skránni við stofnun Lækjar- móta hf. Magnús Leopoidsson er hinn eini í stjórn Bæjar hf. sem er aðili að Lækjarmótum en Sigurbjörn, Gróa og Jón Ragnarsson eru öll horfin úr stjórn Lækjarmóta. Guðjón Jónsson, stjórnar- formaður Lækjarmóta hf., hefur hins vegar um langt skeið starfað á vegum Sigurbjörns bæði við Glaumbæ og Klúbbinn, og einmitt um þessar mund- ir mun liggja fyrir umsókn á hans nafni um veitingaleyfi fyrir Klúbbinn. Á veðbókarvottorði hússins Borgar- tún 32 stendur, að Jón Ragnarsson hafi orðið þinglýstur eigandi 58,3% eignar- innar hinn 28. ágúst 1968 en þennan hluta hússins eignast Sigurbjörn Eiríksson hinn 15. marz 1972 og er þinglýstur eigandi sama dag. Sigur- björn hafði eignast 41,7% hússinstiinn 31. desember 1970 og er þinglýstur eigandi þess hluta hússins hinn 22. febrúar 1971, samkvæmt veðbókarvott- orðinu. Sigurbjörn er þannig einkaeig- andi hússins samkvæmt vottorði þessu. Á sama veðbókarvottorði má sjá að á eigninni hvíla rúmar 43 milljónir á 23 veðréttum. Fleiri hlutafélög eru ekki á skrá um rekstur veitingahússins. Hlutaf élögin pappírsgögn Fyrir liggur, að þessi hlutafélög um starfsemi veitingahússins eru ekkert annað en sjónarspil og Sigurbjörn sjálfur hefur jafnan verið potturinn og pannan í rekstrinum. Af hálfu skatta- yfirvalda var á sínum tima Iögð tölu- verð vinna í að kanna einmitt þennan þátt í því skyni að sýna fram á, að þessi hlutafélög væru ekkert annað en pappírsgögn. Það fóru aldrei fram nein skil milli þessara félaga, aldrei fékkst úr því skorið hvar fjárhagsleg ábyrgð og aðrar skuldbindingar hættú hjá siðasta hlutafélagi og hvar hið næsta tók við. Rannsóknin náði þó aldrei lengra en þetta einfaldlega vegna þess, að Sigurbjörn viðurkenndi að svona væri þessu háttað, aldrei hefðu farið fram skil milli þessara tveggja félaga og í raun og veru væri þetta allt sama súpan. Til þess að lesendur átti sig á í hverju misferlið sem átti sér stað innan veggja veitingahússins á þessu timabili skal nefnt, að t.d. í október 1971 kost- aði flaska af rússneskum vodka 690 krónur frá útsölum ÁTVR með sölu- skatti en í kringum 622 krónur til veit- ingahúsanna að frádregnum söluskatti, sem var 11% í þá daga. Þegar hver flaska kom til verðlagningar í veitinga- húsunum lagðist fyrst 110% álagning veitingahússins ofan á verð flöskunn- ar, siðan kom 15% þjónustugjald og loks 11% söluskattur þannig að verð hennar var þá samtals 1547 kr. Ári siðar kostaði hver vodkaflaska í áfeng- isútsölunum 890 kr. en til veitingahús- anna um 800 krónur og eftir verðlagn- ingu þar kostaði flaskan því i veitinga- húsunum 1897 kr. en álagning veitinga- húsanna hafði þá lækkað nokkuð. Með því að kaupa vodka í áfengisútsölunni komu því rúmlega 900 kr. af hverri seldri flösku í hlut veitingahússins við Lækjarteig haustið 1971 sem hvergi komu fram í bókhaldi þess, og tæplega 1100 krónur af hverri flösku um það leyti sem upp komst um svikin. Eins og áður segir fannst töluvert mikið af ómerktum flöskum við hús- leitina í Klúbbnum, margir kassar í geymslum og einnig ómerktar flöskur á hverjum bar veitingastaðarins, en þótt flöskurnar skiptust nokkuð á barina virðist þó markmiðið hafa verið að halda vissum börum algjörlega utan við bókhaldið. Húsið keypti siðan eftir sem áður töluvert af áfengi frá ÁTVR eftir hefðbundnum leiðum og því var dreift í söluna, þannig að allt virtist slétt og fellt á yfirborðinu. Við könnun málsins hjá rannsóknar- deild ríkisskattstjóra var sýnt að starfs- fólk veitingastaðarins margt hvert fléttaðist inn í þetta misferli en lítið mun hafa verið hægt að fóta sig á umfangi þess, þar sem ekki lágu nein gögn fyrir um það atriði. Var þannig ekki talið stætt á því í mörgum tilfell- um að leggja á einstaklinga á grund- velli hinna takmörkuðu upplýsinga, sem yfirvöld höfðu, enda mun það að mestu leyti hafa komið á Sigurbjörn Eiríksson sjálfan. Rannsóknin gagnrýnd Svo sem fram hefur komið hér á undan má segja að rannsókn Klúbb- málsins svonefnda innan dómskerfis- ins hafi verið i tveimur áföngum, þ.e. hin upphaflega rannsókn málsins hjá sakadómi Reykjavíkur, sem Þórir Oddsson aðalfulltrúi annaðist frá 14. október 1972 til 3. ágúst 1973 að málinu er skilað til saksóknara og síðan fram- haldsrannsókn málsins, sem Haraldur Henrýsson sakadómari annaðist og stóð frá 6. janúar 1975 til 30. október 1975.1 ákæru saksóknara vegna máls þessa sést að það er talið spanna tímabilið 1. janúar 1970 tii 1. október 1972 og snýst um brot á lögum um söluskatt og eign- arskatt, svo og brot á bókhaldslögum við rekstur bæði Glaumbæjar og Klúbbsins eða Veitingahússins Lækjar- teigi 2, eins og það einnig nefndist. Rannsókn Klúbbmálsins hefur sætt töluverðri gagnrýni af sumum aðilum, sem að rannsókn þess unnu í byrjun, og þá bæði vegna þess að þeim þykir hún ekki hafa verið nægilega víðfeðm og lítt farið ofan í einstaka þætti þess. Enginn dómur verður lagður á þessa gagnrýni hér — af hálfu sakadóms var blaðamönnum synjað um aðgang að þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu og á þeirri forsendu að það væri að mati sakadóms talið óheppilegt að ver- ið væri að skrifa í dagblöð um dóms- mál, sem í gangi væri. Eitt þeirra atriða sem gagnrýnd hafa verið er að ekki hafi farið fram nægi- lega ítarleg rannsókn innan veggja Klúbbsins, þegar staðurinn var opnað- ur á nýjan leik og þannig gengið úr skugga um að misferli forráðamanna staðarins væri einungis fólgið í sölu áfengis, sem fengið væri eftir ólögleg- um leiðum úr einni útsölu ÁTVR. Menn hafi að vísu aldrei átt von á því að finna beinlínis smyglaðar umbúðir innan þessa veitingastaðar en engu að síður hafi verið ástæða til að láta taka megnið af þeim flöskum sem þarna fundust, hvort sem þær voru innsiglað- ar eða ekki og rannsaka gaumgæfilega álímingar og eins innihald flasknanna með efnagreiningu. Smyglið kom aldrei fram Á það er bent, að veruleg brögð hafi verið að smygli hingað til landsins ein- mitt um þetta leyti og einnig grunur um vexulegt vodkasmygl frá Banda- ríkjunum. Þar lá fyrir staðfesting frá söluaðilum vestan hafs, að þeir hefðu selt a.m.k. í tvígang um 3000 til 3500 flöskur um borð í islenzk skip en þetta áfengi hafi hvergi komið fram hér á landi. Mál af þessu tagi voru einmitt til meðferðar hjá sakadómi um líkt leyti. Morgunblaðið fékk það raunar stað- fest hjá Ölafi Jónssyni, sem gegndi störfum tollgæzlustjóra um þétta leyti. Hann kvað þarna hafa verið um meira en hugdettu að ræða hjá tollgæzlunni heldur var beinlínis um það að ræða að tollgæzlan hafði sannanir fyir þvi að um borð í skip hafði farið tiltekið magn af áfengi, sem siðan kom aldrei fram þegar hingað til landsins var komið hvernig sem leitað var. Mál af þessu tagi fóru fyrir dómstóla til athugunar og könnunar, en Ólafur sagði, að það hefði verið nokkur annar háttur á en nú í þá veru, að rannsóknaraðilar voru ihaldsamari við beitingu gæzluvarð- haldsúrskurða, þannig að menn voru yfirleitt ekki hnepptir í varðhald út af Baldur Möller, ráðu- neytisstjðri í dómsmála- ráðuneytinu, Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri f ráðuneytinu, Þórir Oddsson, aðalfulltrúi f Sakadómi Reykjavíkur, Hallvarður Einvarðsson, varasaksóknari, og lögreglustjórinn í Reykja- vík, Sigurjón Sigurðsson. ri r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.