Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 Við guðþjónustuna á 180 ára afmæli Dómkirkjunnar Dómkarkjuprestarnir fjórir við skfrnarfont Thorvaldsens f kór kirkjunnar á sunnudaginn var. Lengst til vinstri er séra Öskar J. Þorláksson, þá séra Hjalti Guðmundsson, séra Þórir Stephensen og séra Jón Auðuns. VIÐ fjölsótta guðþjónustu á sunnudagsmorguninn var minnzt 180 ára afmælis „hinnar fslenzku móður- kirkju", Dómkirkjunnar við Austurvöll. Meðal kirkjugesta voru forsætisráðherrahjónin, frú Erna og Geir Hallgrfmsson. t kór kirkjunnar sat biskup landsins, hr. Sigurbjörn Einarsson, og hinn nýkjörni dómprófastur f Reykjavfk, séra Ólafur Skúlason. Fjórir Dóm- kirkjuprestar tóku þátt f flutn- ingi hátfðarguðþjónustunnar, báðir fyrrverandi prestar hennar, þeir séra Jón Auðuns og séra Óskar J. Þorláksson, ásamt báðum núverandi prestum kirkjunnar, séra Hjalta Guðmundssyni og séra Þóri Stephensen. Dómkirkju- kórinn söng, að þessu sinni undir stjórn Mána Sigurjóns- sonar. Með kórnum söng einnig Kristinn Hallsson óperusöng- vari, en hann söng einsöng og var það Stólvers, Lofsöngur eftir Bjarna Böðvarsson og Matthfas Jochumsson. Kvenna- raddir Dómkórsins sungu sálm- inn,„Andi Guðs sveif áður fyrr“, er stúlkubarn var fært til skfrnar f upphafi hátfðarguð- þjónustunnar. Altarisþjónust- una önnuðust allir Dómkirkju- prestarnir sameiginlega, en hátfðarprédikunina flutti séra Þórir Stephensen. Lagði hann útaf guðspjalli dagsins um fyrir gefniguna og minnti á, að kirkja Krists, sem flytur þennan boðskap, sem fyrirgefninguna skapar „og því hlutverki hefur Dómkirkjan reynt að vera trú í 180 ár“, sagði séra Þórir. Sögu Dóm- kirkjunnar rakti hann i nokkru máli og minnti á, að hún er þjóðarhelgidómur allra, en ekki sízt Reykvíkinga. Að préd- ikun lokinni vék séra Þórir nokkrum orðum að þeim við- gerðum og endurbótum, sem fram eiga að fara á Dóm- kirkjunni og séra Þórir vék að í grein hér í blaðinu um helgina. Gat hann þess í þessu sambandi að Dómkirkjan yrði lokuð i janúar og febrúar meðan við- gerðin stendur yfir og myndi guðþjónustuhald fara fram annars staðar á meðan að sjálf- sögðu. Þá skýrði hann frá þvf að tekin yrði upp breyting á messuformi, þegar næsta sunnudag, er síðdegis messan yrði lesmessa og kirkjugestir sjálfir önnuðust allan söng und- ir leiðsögn forsöngvara, eins og tíðkaðist hér áður fyrr. -Væri þetta vegna þess hve erfilega gengi að fá fólk til starfa f kirkjukórunum, nú um þessar mundir. 1 messulok tók dómprófastur , séra Ólafur Skúlason, til máls og sagði m.a.: Ég get ekki bent til neins þess, sem tengir mig sögu þess- arar Dómkirkju landsins. Og þó er hún tengd mér og mfnu lífi, enda þótt saga hennar sé á engan hátt önnur vegna mín. Hér þáði ég vígslu sem flestir prestar landsins, og þvf lít ég þetta altari, sem ég stend nú við, öðrum augum en kór nokk- urrar kirkju annarrar. Dómkirkjan á sína sögu, merka og langa að okkar mæli- kvarða, og þó er hún ekkert safn og má aldrei fá þann svip. Hún er heimili lifandi safnaðar og sem slfk gegnir hún hlut- verki sfnu. En um leið er hún móðir allra safnaðanna annarra f borginni og getur þvf einnig gert kröfur til okkar hinna. Og það er okkur ljúft. Við viljum slá um hana skjaldborg og styðja viðleitni þeirra sem vilja hlut hennar sem mestan. Ég flyt þvf hér kveðjur okkar prestanna og safnaðanna og bið þessu húsi og söfnuðinum blessunar og þeim, sem hér starfa þeirrar leiðsagnar, sem Guð einn gefur. Hans náð vaki yfir kirkju Islands. Allir Grímseyingar eru búnir að borga heimaskattana 1976 Sveitarstjórnarmenn þinga um fjármálin í MORGUN hófst tveggja daga rá8 stefna Sambands Isl. sveitarfélaga um fjármál. Sitja fundinn 170 sveitarstjórnamenn víðs vegar að af landinu og er það ein fjölmennasta ráðstefna sambandsins. Geir Hallgrlmsson forsætisráðherra flytur ávarp vi8 setningu ráðstefnunnar kl. 9 30 á Hótel Sögu. en siðan verður fjallað um fjármál sveitarfélaga og gerð fjárhagsáætlunar. A fundinum er m a dreift upplýsing- um um innheimtu sveitarsjóðagjalda, sem Unnar Stefánsson hefur tekið saman Þar kemur fram að mjög mis- jafnlega innheimtist hjá sveitarfélögun- um. allt frá 0% til 100% nú i ár Það er Grimsey, þar sem ibúarnir eru nú þegar búnir að borga öll sin gjöld til sveitarfélagsins fyrir 1976, þe út- svörin, fasteignagjöldin og aðstöðu- gjöldin Hjá stærri sveitarfélögunum er búið að greiða 60—70% yfirleitt En hjá litlu sveitarfélögunum gengur innheimtan yfirleitt illa, enda slæmar heimtur gjalda þar sem sauðfjár- búskapur er, þar sem sláturhúsin gera ekki upp við bændur og ríkissjóður ekki við sláturhúsin. Á ráðstefnunni verður dreift greinar- gerð um tekjustofna sveitarfélaga eftir Guðmund Hauksson viðskiptafræðing og um nýtingu aðstöðugjaldstofna eftir Magnús Pétursson hagfræðing, svo og yfirlit um ýmsa þætti í fjárstjórn sveitarfélaga Verður á ráðstefnunni lögð áherzla á gerð fjögurra ára fjár- öflunaráætlana sveitarfélaga og sam- ræmingu áætlanagerðar rikisins og sveitarfélaga Einnig um hlutdeild sveitarfélaga í heilbrigðisþjónustu og endurskoðun laga um skípan opin- berra framkvæmda, sem nú stendur yfir Eitt framsöguerinda fjallar um hlutdeild tæknimanna við áætlanagerð og i beinu framhaldi af ráðstefnunni halda Samtök tæknimanna sveitar- félaga aðalfund sinn og fræðslufund um umferðartalningu og umferðarspár Einnig koma bæjarritarar saman Kreppir fingur og kólnar blóð kominn er doði f fætur. Senn hylur gleymskan gengna slóð, ég geng á vit hinztu nætur. Þorleifur Jónsson les vísuna sína fyrir mig og svo bætir hann við: „Já, nú sit ég við steininn og er að berja í nestið mitt.“ Ég hefi setið með honum heilan dag og rabbað við hann, um áttatíu ára ævi og starfsferil, fólk, sem hann hitti fyrir löngu eða atburði, sem enn eru að gerast. Það virðist fráleitt að honum skuli vera kveðjur f huga, hann logar enn af starfsfjöri og viljanum til að láta til sín taka. Þorleifur býr nú hjá syni sínum og tengdadóttur að Tröð í Gnúpverjahreppi. Alla leiðina austur hugsaði ég um hann, án þess að þekkja þó annað en helztu drætti langrar ævi. Að austan, flyzt til Hafnarfjarðar, lögregluþjónn, málflut nings- maður, togaraútgerðarmaður, sveitarstjóri. ritstjóri, verzlunar- maður, stjórnmálamaður, vara- þingmaður, ræðumaður, áhuga- maður um íþróttamál og skáld. Hefur stundað búskap fyrir austan, búið i Hafnarfirði, Stykkishólmi, Eskifirði og nú í Hreppunum. Svo er bankað upp á og til dyra kemur maður, sem mér virtist geta verið á miðjum aldri, hár og sterklegur, með snyrtilegan hökutopp og lifandi augnaráð. Hann hafði verið að lesa og hélt bókinni undir hand- leggnum. „MENN VERÐA AÐ VINNA SIG ÞREYTTA OG SVEinA" Spja/lad við Þor/eif Maður varð að leika sig fullorðinn — Blaðamaður, huh, ég hef ekkert að segja. Ekki kannski hryssingslegur, en heldur ekki beint hlýlegur. Það reyndist vera gríma. Fyrr en varði vorum við setzt inn í stofuna og hann farinn að segja frá og gantast — þó af fullri alvöru. Það var alltaf stutt í hvort tveggja. Það væri ógjörningur að segja frá öllu, sem bar á góma. Við sátum heilan dag og töluðum — mest hafði hann gaman af að segja frá unglings- árunum. — Ég fæddist í Efra-Skálateigi í Norðfirði árið 1896 og ólst þar upp. Var þar reyndar þangað til ég var orðinn 23 ára. Frá 12 ára aldri var ég eini karlmaðurinn á bænum. Pabbi minn, Jón Þor- leifsson, dó þá. Ég man ágætlega eftir honum. Ég man þegar hann reiddi mig út í Nesbæ — þá hét það ekki Neskaupstaður enn. Það var það eina sem amaði að mér sem krakka, að ég hafði það sem það kallaði flogaveiki, fékk ein- hver köst. Það var fenginn hómópati, Bjarni Kolbeinsson frá Efri-Miðbæ. Hann var nú ekki lengi að sjá hvað að mér amaði, sagði ég hefði spólorm. Ekki veit ég hvers lags ormur það var. Þessi Bjarni var kallaður „fimm-dropa Bjarni" og einhverja dropa gaf hann mér en þeir dugðu nú ekki til. Þá reiddi pabbi mig út í Nes- bæ og til einhvers fransks skip- stjðra sem var þar og hafði þefað eitthvað af læknisfræði eins og þeir urðu oft að gera, þessir skip- stjórar. En hans ráð dugðu nú ekki heldur. Guðjón Jensson læknir lagaði mig af þessu á auga- bragði þegar hann komst í það. Nú, en þegar pabbi dó, þá var mamma þarna með fjögur börn og það fimmta á leiðinni. Presturinn, sr. Jón Guðmundsson hét hann, kom til hennar í baðstofuna, eftir því man ég vel. Hann sagði henni að þetta gæti aldrei blessazt, og hún með 4 börn í ómegð. Þessu man ég vel eftir. Og þá byrsti mamma sig og sagði, að þegar hún þyrfti á fyrirgreiðslu sveitarinnar að halda þá myndi hún biðja um hana. En presturinn, hann átti eftir að reynast henni vel, hann varð henni úti um ekknastyrk, mig minnig hann hafi verið 7 krónur á ári. Ég fór snemma að standa fyrir búinu, maður bara varð að leika sig fullorðinn, og standa svo við það, annað dugði ekki. Ég var á fullu kaupi í vega- vinnu árið áður en ég fermdist. Ég fór í skóla i Nesbæ. Það voru varla peningar til þess, en það tókst. Madama Guðný, hans sr. Jóns, var þá formaður Kvenfélag- sins og hún skipulagði þetta. Þær tóku það að sér að fæða mig sína vikuna hver, konurnar. Þá var nátturulega kunningskapur, maður var sendur með mjólkur- pott eða rjóma í kaupstaðinn og fékk oft í staðinn fisk í soðið, svo maður þekkti þessar konur. Og þegar ég hafði kynnzt náminu, þá þyrsti mig í meira. Ég var farinn að lesa ensku, lærði hana af Vesturförum Jóns Olafssonar. 1915 fór ég svo á Flensborg, í gagnfræðaskólann. Jú, það var dýrt. En þetta tókst nú samt. Ég man að fyrra veturinn hafði ég m.a. aur með því að hafa selt hey, ég tyrfði svona 10 — 15 hesta og seldi svo. Einu sinni fór ég heim með skipinu norður fyrir og vann á leiðinni, fyrir það fékk ég að mig minnir um 25 krónur. Nú, svo gifti ég mig vorið 1917 og við vorum fyrir austan fyrsta vetur- inn okkar, það var inflúensu- veturinn. í Hafnarfirði Við fluttumst svo til Hafnar- fjarðar. Ég var fyrst verkamaður en gerðist svo lögregluþjónn 1919 og var það í 11 ár. Maður gerði þó margt með, ég var tollvörður og í sandvinnu og kolum og svona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.