Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 19 hinu og þessu. Ég var fyrst á dagverði en seinna næturvörður. Þá voru engin Ijós í Hafnar- firðinum, jú, svo komu götutýrur cn á þeim var alltaf slökkt kl. 10. Á næturverðinum gekk maður um bæinn, frá Óseyri vestur að Fiskakletti, þá voru varla aðrar götur en Strandgata og Vestur- brú, sem nú heitir Vesturbraut. Þá slógust menn af list skal ég segja þér og fylleríin voru ekkert betri þá en nú. Það var oft erfitt að vera næturvörður en það var vel borgað að vera lögga. Við vorum með þetta 3600 kr. yfir árið og þá höfðu verkamenn aðeins um 1600 til 1800. Það var mikið um að vera i Hafnarfirði. Oft voru böll. Þá hafði maður manndrápara um hálsinn og tók með sér varaflibba, skipti um svona kl. 2 þegar maður var orðinn sveittur af dansinum. Það var fjölbreytni í fatnaðinum þá. Diplomatafrakkar þóttu afar fínir, þeir voru svona eins og Hannes Hafstein var oft í, náðu niður á hné. Og jacket-föt, einu sinni pantaði ég jacket frá París. Af Stjána bláa — Já, ég get sagt þér hvers vegna Hafnfirðingar voru kallað- ir gaflarar. Þeir stóðu undir göfl- um — menn tóku eftir þessu sem komu í bæinn. Það voru tveir gaflar, annar undir húsi Agústar Flygerings, hinn var á svokölluðu Arahúsi. Þetta voru uppgjafarsjó- menn og svona hinir og þessir, sem stóðu þarna í skjóli og kjöft- uðu saman. Þá voru sögurnar fljótar að berast. 1 Arahúsi hafði maður að nafni Ari Jónsson verzl- un á 19. öld. Hann hafði liklega fyrstur manna konu við af- greiðslustörf á Islandi. Það var Þuríður formaður, þú þekkir hana, já, hún seldi þarna skro og af því átti þetta að vera hver annað pallur, sem bagginn datt af. Bifreið, sem ekki bifast, er ekki bifreið. Þessu féllu þeir fyrir í hæstaréttinum. . . . og Ólafi Thors Það mætti segja mér það, að ég sé eini eftirlifandi stofnandi Framsóknarflokksins. Ég skrifaði mig niður árið 1916. Þá var hann fyrst og fremst bændaflokkur, samvinnuhreyfingarflokkur. Og ég annaðist dreifingu Tímans í Hafnarfirði. Það ætti nú að vera óhætt að segja frá þessu núna. Nú, en svo fór ég í Verkamanna- félagið Hlíf í Hafnarfirði en var rekinn úr því, ég held árið 1921, fyrir að vilja annan frambjóðanda í bæjarstjórn. Þá gekk ég í Borg- arafélagið, það var undanfari Ihaldsflokksins í Hafnarfirði. Síð- an hef ég verið sjálfstæðismaður. Ihaldsflokkurinn, eða Sjálfstæðis- flokkurinn, hann var stofnaður af fólki, sem vildi bjarga sér sjálft, vera sjálfu sér nægt. Ég hefi þekkt og fylgzt með öllum framá- mönnum flokksins. Ólafur Thors var líklega mesti stjórnmálamað- uiinn, sem við höfum átt. Ég var á fyrsta framboðsfundinum hans, í Bryde-pakkhúsinu. Þar talaði hann á móti Haraldi Guðmunds- syni í Alþýðuflokknum. Var í fyrsta sinn í framboði í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og flaug inn. Þurfti aldrei fyrir þvi að hafa upp frá því. Ólafur Thors hafði þau fallegustu augu, sem ég hef séð, Það var svo mikið líf á bak við þau. Fljótur til, hann hugsaði hraðar en hann talaði. Éinu sinni man ég eftir honum í Hólminum, þá var hann þar á fundi með Sigurði Ágústssyni, var honum svona til halds og trausts. Þá var á fundinum maður, vel greindur og skarpur, Guðmundur frá Saurum. Hann var nú reyndar sjálfstæðis- Jónsson áttræðan brennivín. Formaður á báti — en ekki sú eina skal ég segja þér. Það var önnur, sú var kölluð „Horn- ballar“ Gunna og var af Snæfells- nesi. Ég fer nú ekkert að segja dömunni hvers vegna hún var kölluð þetta. Og þessir karlar undir gölfunum, þeir voru merkir menn margir. Ekki gjaldgengir á skúturnar lengur en reru á kæn- um eftir hrognkelsum. Stjána bláa þekkti ég, hann var reyndar alltaf kallaður Garða-Stjáni. Lik- lega talaði ég við hann síðastur manna áður en hann dó. Hann var hár og riðvaxinn og hafði svart skegg sem náði út á vangana og hafði svona 25 gráðu halla á öxl- um. Hann hafði komið inn og að Brydebryggjunni. Var í landi, fékk kolapoka, líklega fyrir lítið hjá Flygering, sem hafði verið settur í bátinn. Svo kemur Stjáni sunnan götu og það var talað um að nú væri að koma uppgangs- landsynningur. Hann ætlaði nú samt að leggja í hann og fór að fá sér kaffi hjá Tótu. Þaðan kemur hann svo með 2 spíraflöskur und- ir hendinni. Hann tók upp aðra og drakk niður fyrir axlir — þetta voru 3 pela flöskur — setur upp, leysir og sigiir út. Sást aldrei framar. Bíll er ekki alltaf bíll 1930 fór ég að stunda málflutn- ingsstörf með Gunnari E. Benediktssyni, föður borgarstjór- ans. Já, já, ég var alveg ólærður. Ég var fyrsti ólærði maðurinn sem flutti mál fyrir undirrétti. A móti Theódór Lindal, seinna pró- fessor. Ég vann málið. Það hafði drengur lærbrotnað þegar féll á hann heybaggi af bílpalli og ég var að reyna að fá í gegn skaða- bætur. Nú, svo fór málið fyrir hæstarétt og þar tapaði það af einskærum klaufaskap. Rökin voru þau, að bíll, sem ekki er á hreyfingu, er ekki lengur bíll og maður. En hann tók til máls og snýr sér að Kveldúlfsmönnum, þeir séu nú búnir að vera, og þetta sildarmjölsævintýri, það sé nú um garð gengið. Þá grípur Ólafur fram i fyrir honum og seg- ir: „Hvað er þetta Sigurður minn, ertu ekki búinn að fá sildarmjöls- pokann? Ég skal láta senda hann strax á morgun." Þá hlógu allir og Sigurður var orðlaus. Pólitíkin núna, blessuð vertu, það er ekki nema fyrir gamla gegnherta menn að lafa í þessu orðið. Og embættismenn, þeim er ekki troðandi yfir þröskuld. Það segir mér nú unga fólkið, að ég sé alltof gamaldags og þröngsýnn, en þetta er ekkert nema ríkis- kommúnismi. Kröfurnar sem gerðar eru! Og allir verða að taka ofan fyrir valdi bæjar og rikis. Hvort sem það er norður á Horn- ströndum'eða austur á Langanesi. Og það má ekki draga fisk úr sjó án leyfis. Og það liggur allt á bakinu og vill að ríkið vinni fyrir það. Ábyrgð, fólk skortir ábyrgð. Það var sagt í mínu ungdæmi, að vinnan væri móðir gæfunnar. Menn veróa að vinna sig þreytta og sveitta. Og það má ekki kona fara uppágreidd í fínustu káp- unni sinni út að ganga án þess að eiga á hættu árásir. Ef þessir menn fengju sina likamlegu útrás i vinnu. Hér er ein hugmynd. Það er verið að tala um perlusteins- nám. Og alltaf talað um Presta- hnjúk. Það er perlusteinn í Loð- mundarfirði, líklega miklu stærri námur en í Prestahnjúk. Þangað ætti að leggja langan veg, byggja skála og senda þangað brotamenn til að láta þá vinna. Það mætti vera þarna sjónvarp og halda fyr- irlestra og fræðast, en að láta þá vinna, það er aðalatriðið. Löggjaf- arsamkundan þarf að manna sig upp og gera eitthvað, það vantar aga, framkvæmdavaldið er mátt- laust. Og það á að hætta að heiðra skálkinn svo hann skaði ekki. Og blaðamennskan, þetta er bara gamla Gróa gengin aftur. Framhald á bls. 33 Landshhitasamtök og byggðastefna RÁÐSTEFNA S.U.S. á Hellu laugardaginn 20. nóvember n.k. efnir Samband ungra Sjálfstæðismanna til ráðstefnu um landshlutasamtök og byggðastefnu. 'Dagskrá: Ráðstefnan sett (kl. 10.00) LANDSHLUTASAMTÖK Ræður: Steinþór Gestsson alþingismaður. Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri. BYGGÐASTEFNA Ræður: Sverrir Hermannsson alþingismaður. Þorsteinn Pálsson ritstjóri. MATARHLÉ Umræðuhópar starfa Almennar umræður ■A Afgreiðsla ályktana Ráðstefnuslit (um kl. 17.00) ít Ráðstefnustjóri: Helgi Hólm. Þeir sem hafa hug á að sækja ráðstefnuna eru beðnir að tilkynna þátttöku fyrir kl. 18.oo fimmtudaginn 18. nóv. n.k. í síma 82900. S.U.S. SiíSííí:*®’'’'’'''"'' ■v.v.v.v OSRAM OSRAM LINESTRA SETT Linestra rörin fró OSRAM þekkja flestir. Linestra rörin eru mjög hentug Ijós við spegla, í eldhúsinnréttingar, ofl. Nú getið þér fengið sérlega h'entugan Ijósbúnað fyrir þessa Ijósgjafa. Fæst með eða ón rofa. vegna gæðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.