Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 21 Bræðurnir Sveinn, Guðmundur og Sigurður Sveinssynir. ÞRÍR BRÆÐUR í SVtÐSUÓSINU ÞEIR bræður Sveinn, Sigurður og Guðmundur Sveinssynir voru ( sviðsljósinu ( 1. deildinni ( handknattleik á sunnudagskvöldið er lið þeirra léku gegn Vikingi og FH. Hlutskipti þeirra allra var þó tap að þessu sinni og róðurinn hefur verið erfiður hjá félögum þeirra það sem af er keppnistímabilinu. Guðmundur leikur með Fram, en Sigurður og Sveinn með Þrótti, en allir eiga þeir bræður það sameiginlegt að þeir eru skyttur góðar og með beztu mönnum liða sinna. Tveir leikir verða I 1. deildinni í handknattleik í kvöld og fara þeir báðir fram í Iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Grótta leikur gegn Val og Haukar mæta IR. Telja verður Valsmenn nokkuð örugga með sigur gegn Gróttu, en leikur IR og Hauka ætti að geta orðið skemmtilegur og tvísýnn. I fréttatilkynningu frá stjórn HSI, sem gefin var út um helgina, kemur fram að vegna eindreginna óska landsliðsþjálfarans verð- ur leikjum þeim í 1. deildinni, sem vera áttu um næstu helgi, frestað fram yfir áramót. Eru þetta leikir Gróttu — IR, FH — Hauka, Þróttar — Víkings og Vals — Fram. Leikirnir í Hafnar- firðinum eru þvl síðustu leikir 1. deildar á árinu, en framundan eru landsleikir gegn Dönum heima og ytra og leikir gegn Þjóð- verjum i Þýzkalandi. Auk þess leika Valsmenn svo gegn MAI ytra því Rússarnir treystu sér ekki í annan leik hér á landi og FH á eftir að leika báða leiki sina gegn pólska liðinu SLASK f Evrópu- keppni meistaraliða og verður fyrri leikurinn hér á landi á fimmtudaginn. UNION ORUGGTIURSLIT OG STANDARD NÁLGAST TOPPINN ÍSLENZKU atvinnumönnunum ( Belgfu gekk vel ( leikjum helgarinnar. Lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, vann góðan sigur á útivelli og sömuleiðis Royal Union, lið þeirra Marteins Geirssonar og Stefáns Halldórssonar. Hinsvegar tapaði Sporting Charleroi, lið Guðgeirs Leifssonar, illa á heimavelli og virðist ætla að lenda ( fallbaráttu alveg eins og ( fyrra. „Þetta small alveg saman hjá okkur núna og við erum orðnir bjartsýnir á gott gengi í vetur," sagði Ásgeir Sigurvinsson i samtali við Mbl., en Standard sigraði FC Malinois 3:0 á úti- velli. Ásgeir skoraði ekki i leaknum, mörkin gerður Tather (2) og Austurrikismaðurinn Ridel. „Ég hef ekki skorað enn- þá I deildinni og er nú heldur óhress yfir þvi,“ sagði Ásgeir. „Ég átti hörkuskot í stöng svo lfklega kemur markið I næsta leik.“ Ásgeir hefur átt við meiðsli að strfða, gat ekkert æft viku fyrir leikinn en var samt öruggur í liðið, vegna góðrar frammistöðu í vetur. Standard hefur nú 13 stig, aðeins tveim- ur stigum minna en efsta liðið Brugge. Charleroi tapaði 4:0 á heima- velli fyrir Beringen. Asgeir hafði ekkert frétt af Guðgeiri, en sá leikinn f sjónvarpi, og kom Guðgeir ekki á skerminn svo lfklega hefur hann ekki ver- ið með. Charleroi hefur 6 stig, aðeins einu stigi meira en botn- liðið og er komið i fallhættu á nýjan leik. Royal Union sigraði Eupen 1:0 á útivelli, og voru þeir Mart- einn og Stefán í sjöunda himni þegar Asgeir talaði við þá. Þeir léku báðir með og auu gooan leik, þó þeir skoruðu ekki. Roy- al er nú efst I 2. deild og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppn- inni um sæti í 1. deild næsta vor. Að sögn Ásgeirs er júgóslavn- eski markaskorarinn Bukal byrjaður að æfa með Standard að nýju, og eru miklar vonir bundnar % við þennan marg- reynda landsliðsmann. Engir leikir eru hjá Ásgeiri frá 19. desember til 2. janúar og ætlar Asgeir að reyna að koma heim um jólin ásamt móður sinni, sem dvalið hefur hjá honum siðan i haust. Unglingalands- liðsmaður í raðir Víkinga KNATTSPYRNULIÐI Víkings hefur bætzt góður liðsauki þar sem er Vestmanneyingur- inn Viðar EKasson. Hefur Við- ar leikið með meistaraflokki ÍBV undanfarin ár og lék einnig með unglingalandslið- inu. Er Viðar byrjaður að æfa með Víkingum, en ástæðan fyrir félagaskiptum hans er sú að hann starfar ( Reykjavik og hyggst fara i skóla i borg- inni þegarfram I sækir. Jón Karlsson — ógnvaldur Sovétmannanna Iiggur ( gólfinu eftir gróft brot MÁI-manna. Þótt Jón liggi þarna flatur verður ekki annað sagt en að hann og félagar hans hafi „haldið höfði" allan leikinn við MAI. „HÉLDUM HÖFÐI ALLAN TÍMANN" — VIÐ héldum höfði allan tfmann og ég get ekki annað en verið ánægður með útkomu liðsins f þessum leik, sagði Jón Karlsson fyrirliði Vals og bezti leikmaður félagsins gegn MAI á laugardag- inn. — Þegar Ólafur Benediktsson er ( þessum ham f markinu þá er hann óárennilegur og Jón Pétur stóð sig mjög vel, auk þess sem varnarleikur okkar var sterkur. — Áhorfendur studdu vel við bakið á okkur ( þessum leik og maður gleymdi alveg hve stór nöfn voru ( liði andstæðinganna. Mér fannst dómararnir sleppa allvel frá þessum leik, nema hvað þeir báru kannski einum of mikla virðingu fyrir einstaka leik- manni (liði MAI. — Ég held að það verði að teljast gott af okkar hálfu ef við sleppum með 5—6 marka tap frá leiknum ( Moskvu. Þetta er gffurlega vel samæft lið og þó Maksimov og Klimov séu á niðurleið þá eru margir aðrir snjallir leikmenn (liði þeirra, sagði Jón Karlsson að lokum. REYKJAVlKURMEISTARA- MÓTIÐ f júdó, hið 4. f röðinni fór fram ((þróttahúsi Kennara- háskólans s.l. sunnudag. Kepp- endur voru 19 f þremur þyngd- arflokkum karla og einum kvennaflokki. Mótið var ágæt- lega sótt af áhorfendum og margar glfmur skemmtilegar, en aðrar voru litlausar eins og gengur. Úrslit einstakra flokka urðu þessir: Konur: 1. Þóra Þórisdóttir Á 2. Anna Lára Friðriksdóttir Á 3. Magnea Einarsdóttir Á 4. Anna Líndal Á Karlar: Léttvigt (undir 70 kg) 1. Halldór Guðbjörnsson JFR 2. Sigurður Pálsson JFR 3. Níels Hermannsson Á 4. Steinþór Steinarsson JFR Millivigt (70—85 kg) 1. Viðar Guðjohnsen Á 2. Kári Jakobsson JFR 3. Jónas Jónasson Á 4. Hilmar Jónsson Á Þungavigt (yfir 85 kg) 1. Svavar Carlsep'JFR 2. Gísli Þorsteinsson Á 3. Benedikt Pálsson JFR 4. Hákon Halldórsson Á. í flokkunum kepptu allir við alla, nema hvað keppt var i tveimur riðlum í þungavigt- inni. Halldór Guðbjörnsson, Viðar Guðjohnsen og Þóra Þor- steinsdóttir sigruðu nokkuð örugglega í sínum flokkum en f þungavigtinni var keppnin jafnari og jafnframt skemmti- legri, því þar þurfti að fara fram úrslitaglima milli sigur- vegara i hvorum riðli. Þeir Svavar Carisen og Gísli Þor- steinsson sigruðu í sinum riðl- ARMANN OG JFR SKIPTU TITLUNUM A MILLI SlN Judó-stúlkurnar gefa greinilega ekkert eftir f átökum sfnum, og fara mjög kunnáttusamlega að öllu. um og glímdu til úrslita og var þaó hörkuglima. Hinn gamal- reyndi keppnismaður Svavar Carlsen sá við öllum brögðum Gísla og þegar glímunni lauk hafði hann vinning á 5 stigum, og hreppti þar með Reykja- víkurmeistaratitilinn. — SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.