Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÖVEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 25 JL. í TILEFNI þess að fyrstu deildar keppnin í körfuknattleik er nýlega hafin var rætt við þjálfara liðanna og þeir beðnir að spá um úrslit mótsins og einnig voru þeir beðnir að segja álit sitt á þeim breytingum á dómreglum sem ákveðnar hafa verið, en þær fela meðal annars í sér að nú fá menn þrjár skottilraunir f vítum í stað tveggja áður, til að skora tvö stig. Einnig fela þær f sér að þegar brotið er á leikmanni sem er að reyna körfuskot sem tekst fær hann eitt vítaskot og getur þannig bætt þriðja stiginu við. Einar Ólafsson þjálf- ari fS: Röð liðanna verður þessi: IS IR Ármann Njarðvík KR Valur Fram Breiðablik Annars held ég að þetta mót verði fremur jafnt, en ég spái mínum mönnum fyrsta sæti vegna þess að maður verður alltaf að vera bjartsýnn og líka vegna þess að mikill áhugi er nú ríkjandi hjá okkur og æfingasókn mjög góð. Ég reikna með því að Bjarni Gunnar Sveinsson eða Jimmy Rogers verði stigahæstir, en þess ber að gæta að það lið sem hefur stigahæsta einstakling- inn vinnur sjaldan mót, en þó eru á því undantekningar eins og á öllum reglum. Mér líst nokkuð vel á nýju reglurnar, þær æt»u að geta komið f veg fyrir mjög grófan leik og vonandi verður körfu- boltinn bæði skemmtilegur og spennandi í vetur. Anton Bjarnason þjálfari Fram: Röð liðanna verður þessi: Ármann KR UMFN IR Fram IS Valur Breiðablik Ég býst við að þetta keppnis- timabil verði jafnara en áður, miklar breytingar hafa orðið á liðunum og ég reikna með þvf að enginn leikur geti talizt unninn fyrir fram eins og oft- ast áður. Ég tel nýju reglurnar góðar að vissu marki, ég er ekki svo viss um að þær komi I veg fyrir grófan leik, vítahittni hér á landi er svo léleg að menn hagnast alltaf á brotinu þrátt fyrir þessa breytingu. Hins vegar koma þær til með að lengja leikinn talsvert og það tel ég mun meiri ókost en það sem kann að vinnast í bar- áttunni við grófan leik. Það hefur alltaf verið vandamál við körfuknattleikinn hve mikið er af dauðum tímum og fælir það áhorfendur mjög mikið frá og gerir einnig sjón- varpi erfitt fyrir. Þá vonast ég einnig til að skipulag og fram- kvæmd mótsins gangi betur en í Reykjavíkurmótinu. Það er móðgun við áhorfendur að láta þá bíða í allt að 20 mínútur fram yfir auglýstan leiktíma eftir því að leikur hefjist og einnig þarf að gæta þess að leikhlé verði ekki of löng. Ahorfendum fer stöðugt fækk- andi og við þvl má körfuknatt- leikurinn alls ekki, allt byggist á því að fá sem flesta áhorfendur, bæði til að auka stemmninguna og einfaldlega til að ekki verði stórtap á mót- unum. Hvað Fram-liðið varðar þá eru nokkrir erfiðleikar framundan vegna anna leik- manna og meiðsla, margir af okkar beztu mönnum eru að hefja nám við Háskólann eóa stunda æfingar með unglinga- landsliðinu og er það fullmikið álag fyrir unga og óreynda leikmenn, en ég er mjög bjart- sýnn á árangurinn I vetur og er viss um að við höldum sæti okkar í I. deild. Guttormur Ólafsson þjálfari Breiðabliks: Röð liðanna verður þessi: KR Ármann UMFN IS tR Valur Breiðablik Fram Eg er bjartsýnn á árangur okkar á þessu keppnistímabili og býst við þvl að við höldum okkar sæti I deildinni. Við höf- um sama mannskap og I fyrra og það er mikill áhugi rlkjandi hjá okkur og vel æft og að sjálfsögðu öðru vísi en I fyrra er við vorum 12. deild. Þá er ég viss um að það mun koma okkur vel að vera vanmetnir af stóru liðunum og við eigum örugglega eftir að vinna ein- hverja leiki. Ég hef ekki kynnt mér nýju reglurnar nægilega vel, en ég er hræddur um að þær lengi leikinn og geri hann þvl leiðin- legri fyrir áhorfendur og.þó að þær komi að einhverju leyti I veg fyrir grófan leik held ég að við værum betur komnir án þeirra. Vonandi verður þetta Islandsmót skemmtilegra . og jafnara en siðast því að það virðist ekki vera mjög mikill styrkleikamunur á liðunum. Birgir Örn Birgirs þjálfari Ármanns: Röð liðanna verður þessi: Ármann UMFN KR IR IS Valur Fram Breiðablik eru slakir verður körfuboltinn það llka. Mér finnst til dæmis merki um afturför hjá liðun- um þegar þau spila flest svæðisvörn þvl að hún gerir leikinn mun rólegri og við- burða-snauðari. Að lokum vil ég leggja áherzlu á að við Armenningar ætlum að halda titlum okkar frá þvá I fyrra og sérstaklega leggjum við áherzlu á bikar- keppnina því að nú vinnum við bikarinn til eignar. um þá alveg sjálf getur verið að þetta skáni. Að íokum vil ég ítreka það að við iR-ingar erum ákveðnir I að vinna mótið I vetur þrátt fyrir slæma byrjun I reykja- víkurmótinu. Helgi Jóhannsson þjálf- ari Vals: verður áreiðanlega miklu tvl- sýnna en oft áður. Þó er það nokkuð víst að IR, UMFN, Ár- mann og KR munu berjast um efstu sætin. Ég er ekki viss um að þessar nýju reglur hafi nokkuð gott I för með sér. Mér finnst þetta óttalegt hringl og efast um að þær dragi nokkuð úr hörku I leiknum. Ég tel það miklu meiri ókost hvað þetta kemur til með að lengja leikinn og það er tvlmælalaust skref aft- ur á bak. Þá vona ég að framkvæmd ur I mótinu, annars verða lík- urnar farnar að skýrast mikið um næstu mánaðamót. Ég er viss um að nýju reglurnar eru til mikilla bóta og munu þær tvlmælalaust koma í veg fyrir grófan leik og verða körfuknattleiknum til góðs. Að lokum vil ég segja það að KR-ingar eiga eftir að koma mjög á óvart; þó þeir vinni ekki mótið geta þeir sett strik I reikninginn og enginn getur bókað sigur fyrirfram á móti okkur. ÞJÁLFARARNIR SPÁ UM ÚRSUTIN Við Ármenningar vorum ákveðnir i að vinna alla titlana núna, en nú verðum við að sætta okkur við að halda titl- unum frá því I fyrra, islands- meistara og bikarmeistara- titlunum. Við vorum óheppnir að lenda á móti KR I fyrsta leik reykjavlkurmótsins, þvl að við vorum þreyttir eftir Bret- landsförina, en við sóttum okkur svo er llða tók á mótið. Þá hefur húsnæðisskortur háð okkur nokkuð, við höfum að- eins tvo fasta tíma I viku, en þyrftum að hafa fjóra ef vel ætti að vera. Mér list mjög vel á nýju regl- urnar, sérstaklega á vítaskota- regluna, hún ætti að koma í veg fyrir grófan leik og einnig ætti hún að gera það að verk- um að vandaðri og skemmti- legri varnarleikur verði spilað- ur, en til þess að þessar reglur komi að fullum notum þurfa dómarar að vanda sig betur og samræma túlkun slna betur en undanfarið, þvl að ef dómarar Röð liðanna verður þessi: Armann UMFN Valur IR KR ÍS Fram Breiðablik Valsliðið hefur tekið miklum framförum og er mikill áhugi rlkjandi og æfingasókn ein- stök, það eina sem okkur vant- ar til að komast á toppinn er hávaxinn miðherju. Kristján Ágústsson er liðinu mikill styrkur og þegar hann fellur alveg inn í laðið verðum við mjög sterkir. Ég er ekki mjög hrifinn af þessum nýju reglum, þær voru til dæmis lagðar niður um tima I Bandaríkjunum vegná þess að þær þóttu ekki nógu góðar. Ég tel að ósamræmi I dómum muni koma I veg fyrar að regl- urnar komi að fullum notum, dómarar oru ekki nægilega sammála um túlkun reglna og einnag eru þeir oft ósamkvæm- ir sjálfum sér. Ég held að þetta verði skemmtilegt og spennandi mót, mun jafnara en I fyrra, og ef Þorsteinn Hallgrímsson get- ur leikið með IR-ingum en hann hefur átt við meiðsli að strlða, verða þeir til alls vísir. Þorsteinn Hallgrfmsson þjálfari fR: Röð liðanna verður þessi: tR UMFN Ármann KR IS Valur Fram Breiðablik Það er ákaflega erfitt að spá nokkru um þetta mót, mun erf- iðara en áður, þvl að mótið íslandsmótsins verði betri en I reykjavíkurmótinu, en þá heyrði það til undantekninga ef leikir byrjuðu á réttum tíma. Ef fyrirkomulagið verð- ur þannig I vetur að liðin hafi hvert slna heimaleiki og sjái Einar Bollason þjálfari KR: Röð liðanna verður þessi: UMFN Ármann KR IR Valur IS Fram Breiðablik Ástæðan fyrir þvl að ég spái KR ekki sigri er sú að ég tel UMFN einfaldlega sigur- stranglegra, liðið hefur frá- bæran þjálfara og auk þess er afar erfitt að leika á móti þvl á heimavelli og þar tapar það sennilega ekki leik. KR-liðið kom mun sterkara út úr reykjavlkurmótinu en ég bjóst við, sérstaklega þegar á það er litið að meirihluti leikmanna KR var að leika sitt annað keppnistímabil I fyrstu deild. En árangurinn er þó mest að þakka hinum gífurlega áhuga sem er ríkjandi hjá okkur og það heyrir til undantekninga ef einhvern vantar á æfingu. Ef svo heldur áfram munum við geta unnið hvaða lið sem •er, en reynsluleysið kemur að öllum líkindum i veg fyrir sig- Vladan Markovich þjálf- ari UMFN: Ég vil engu spá um röð lið- anna I íslandsmótinu f vetur, ég hef aðeins séð þrjú þeirra spila og það er alls ekki nóg til að spá nokkru. Islenzkur körfubolti er „klassa“ fyrir neðan körfubolt- ann á meginlandi Evrópu og það þarf að gera geysimikið ef hann á að komast á svipað stig. tslenzkir körfuknattleiksmenn æfa alls ekki nóg, það þarf að æfa allan ársins hring og helzt á hverjum degi ef árangur á að nást. Ég held að þessar nýju regl- ur séu góðar, það er aldrei breytt um reglur án þess að fullkomlega sé víst að þær muni bæta leikinn og þessar reglur ættu að geta bætt hann nokkuð. H.G. EF SPÁ sérfræðinganna er gerð upp verður niðurstaðan sú að Ármenningar verða Is- landsmeistarar, en iið Ung- mennafélags Njarðvfkur i öðru sæti. Þess ber að gæta að hinn júgoslavneski þjálfari Njarðvfkinga spáði ekki um úrslit mótsins, en segjum svo að hann hefði verið fslenzkur, og þekkt til körfuknattleiksins hér á landi, er ekki ólfklegt að hann hefði gefið sfnum mönn- um fyrsta sætið — hverjum þykir jú sinn fugl fagur. Samkvæmt spá þjálfaranna verða KR-ingar f þriðja sætinu og erkióvinirnir f IR f fjórða sæti. Stúdentar eiga sam- kvæmt spánni að verða f fimmta sæti og Valsmenn f þvf sjötta. Lestina reka sfðan Fram og Breiðablik og eru all- ir þjálfararnir utan einn, þjálfari Breiðabliks, sammála um að Blikarnir reki lestina, en Guttormur Blikaþjálfari spáir sfnum mönnum sjöunda sætinu. Ef við Iftum á stigin f spá þjálfaranna og röðin f spánum látin ráða stigunum þá verður heildarniðurstaðan þessi: Ármann 13 Njarðvfk 17 KR 23 tR 24 Stúdentar 33 Valur 39 Fram 48 Breiðablik 55 NIÐURSTAÐA ÞEIRRA ER SÚ AÐ ÁRMENNINGUM TAKIST AÐ VERJA ÍSLANDSM EISTAR ATITIL SINN Jón Pálsson skorar f leik ÍR og KR, en Birgir Guðbjörnsson kemur engum vörnum við þrátt fyrir góða tilburði. Klaufskir gúdentar töp- uðu fyrir Ármenningum LEIKUR Ármanns og ÍS á laugardaginn var fremur jafn, þrátt fyrir að Ármenningar hefðu forystuna allan leikinn, var bilið á milli liðanna aldrei stórt. Til dæmis var fyrri hálfleik- ur mjög jafn og lauk honum með 3 stiga mun, 38—35, Ár- manni I vil. I seinni hálfleik juku Ármenningar bilið nokk- ur mest í 10 stig þegar staðan var 81—71. Stúdentar voru klaufar að tapa þessum leik, þeir höfðu náð að minnka mun- inn niður I 3 stig 74—71 með góðum leikkafla I lok leiksins, en svo kom afar slakur kafli hjá þeim og Ármenníngar skoruðu 10 stig I röð gegn engu stúdenta, en á þessum leikkafla var eins og stúdent'ar ætluðu að skora mörg stig I hverri sókn, þeir óðu inn I vörn Ármenning- anna og reyndu mikið af ótíma- bærum skotum, en ef þeir hefðu leikið af skynsemi hefði þeim liklega tekist að jafna og þá hefði allt getað gerst, en leiknum lauk með sigri Ár- manns 88—81. Þeir Jón Sigurðsson og Jimy Rogers voru atkvæðamestir Ár- menninga eins og venjulega og eru þeir svo sannarlega burðar- ásar liðsins. Jón varð svo stigahæstur Ár- menninga ifleð 27 stig, Jimmy skoraði 22 og Jón Björgvinsson 13. Hjá stúdentum var Ingi Stefánsson stigahæstur með 22, Bjarni Gunnar Sveinsson var með 21 og Steinn Sveinsson með 15. IR-ingar misnotuðu vítaskot á loka- mínútunni og KR vann með einu stigi ÞAÐ vantaði ekki spenn- una þegar erkifjendurn- ir KR og !R leiddu sam- an hesta sfna f fslands- mótinu f körfuknattleik á Iaugardaginn. Áð vísu höfðu iR-ingar forystuna lengst af, en þegar liða tók á seinni hálfleik náðu KR-ingar foryst- unni og komst þá spenn- an í algleyming. Þegar tvær sekúndur voru til leiksloka höfðu KR-ingar tveggja stiga forystu, en fengu dæmt á sig tækni- víti sem þýddi tvö skot og tækifæri til að jafna, en Þorsteini Hallgrímssyni brást bogalistin, hann hitti aðeins úr fyrra skot- inu og þrátt fyrir að ÍR- ingar næðu frákastinu var of stuttur tími eftir til að ná körfuskoti og KR-ingar sigruðu þvf með eins stigs mun, 82- 81. Annars var gangur leiksins sá að ÍR-ingar byrjuðu nokkuð vel, hittnin var góð og vörnin þokkaleg, og náðu þeir strax forystu, komust I 10:4 og 13:7, en síðan jafnaðist leikurinn og á 15. minútu fyrri hálfleiks jöfnuðu KR-ingar og var staðan þá 29:29, en iR-ingar náðu for- ystunni aftur og I leikhléi var staðan 41:37 þeim I vil. iR-ingar héldu svo forystunni fram á 7. mínútu seinni hálfleiksins, en þá skoraði Einar Bollason þýð- ingarmikil stig og kom KR yfir, en ÍR-ingar gáfu ekkert eftir og enn var jafnt þegar 10 minútur voru eftir af leiknum, en á loka- mínútunum voru þeir Einar Bollason og Gísli Gíslason mjög góðir og skoruðu mikilvæg stig fyrir KR, Bjarni Jóhannesson og Kolbeinn Páisson voru einn- ig góðir I lokin og stóðu KR- ingar flestar sóknarlotur IR- inga af sér þó að litlu munaði I lokin, þegar þeir Þorsteinn Hallgrimsson og Agnar Frið- riksson sýndu hvers megnugir þeir vöru og skoruðu hverja körfuna á eftir annarri. Og eins og fyrr segir var Þorsteinn Hallgrlmsson nærri þvi að jafna i lokin eftir að Gisli Gisla- son hafði brotið' á honum,, en tíminn var of naumur og KR- ingar fögnuðu ákaft sigri. Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið vel leikinn, til þess voru leikmenn of taugs- slappir og spenntir og einnig setti afar slæm dómgæzla þeirra Sigurðar Helgasonar og Þráins Skúlasonar mark sitt á leikinn, en þeir virtust aldrei vita hvað þeir voru að gera. Varnir beggja liðanna voru fremur slakar, einkum þó KR- vörnin og ekki gekk vel að skipuleggja sóknina, leikkerfin gengu sjaldan upp og fullmikið var af slæmum mistökum, en á hinn bóginn var þetta mjög spennandi leikur, einkum I lok- in. KR byrjaði leikinn fremur illa en sótti sig mjög er líða tók á hann. Þá var vörn þeirra slak- ari en undanfarið, en I Reykja- víkurmótinu fengu þeir aldrei meira en 67 stig á sig. Beztu menn liðsins I þessum leik voru þeir Bjarni Jóhannesson og Birgir Guðbjörnsson, en þeir Einar Bollason, Kolbeinn Páls- son og Gísli Gislason áttu einn- ig góðan leik. Einar Bollason varð langstigahæstur KR-inga, en hann skoraði hvorki meira né minna en 38 stig, Kolbeinn skoraði 16 og Bjarni 10. iR-ingar byrjuðu leikinn vel og segja má að það hafi verið klaufaskapur að tapa leiknum og svo voru þeir óheppnir að jafna ekki i lokin, en það er vist VALSMENN höfðu ekki mikið að gera I klærnar á Njarðvlk- ingum þegar liðin léku I Iþróttahúsi Kennaraskólans nú um helgina, þrátt fyrir að Stefán Bjarkason léki ekki með UMFN vegna meiðsla. Njarð- vfkingarnir voru harðir I vörn- inni, en beittu sér ekki mjög I sókninni heldur lögðu áherzlu á leikkerfin, auk þess sem allir leikmenn liðsins fenguað spreyta sig. Lokatölur urðu 74—53 Njarðvfkingum I vil og segja þær nokkuð um styrk- leika varnar þeirra. Annars voru Valsmenn mjög daufir i þessum leik og reyndu að þeir eiga eftir að verða sterk- ir I vetur, þegar allir leikmenn verða komnir i fulla þjálfun og ættu þeir þá að geta unnið hvaða lið sem er. Beztu menn liðsins voru i þetta sinn bræðurnir Kristinn og Jón Jör- undssynir og Þorsteinn Hall- ekkert til að koma I veg fyrir það. Það er örugglega langt sið- an Valur hefur skorað svona fá stig í leik og enn þá lengra siðan Valur hefur skorað svona fá stig í leik og enn þá lengra síðan Þórir Magnússon hefur ekki skorað meira en 6 stig, en hann hefur sjaldan verið svona daufur áður. Eini maðurinn sem eitthvað sýndi hjá Val var Kristján Ágústsson, en hann varð stigahæstur Valsara með 15 stig. Torfi Magnússon var næstu með 13 og Ríkharður Hrafnkelsson skoraði 12 stig. Styrkleiki Njarðvikinga kem- grímsson. Einnig átti Agnar Friðriksson nokkra góða spretti, en datt niður þess á milli. Jón Jörundsson varð stigahæstur með 17 stig, en næstir voru þeir Kristinn með 15 og Þorsteinn Hallgrímsson með 13. H.G. ur helzt fram í hinu gífurlega úthaldi sem þeir hafa og i breidd liðsins, sem stöðugt fer vaxandi. Þá hafa þeir marga mjög góða einstaklinga sem taka stöðugum framförum und- ir leiðsögn og þjálfun júgóslav- ans Vladan Markovieh, sem er ábyggilega bezti þjálfarinn á landinu eins og er. Beztu menn þeirra I þessum leik voru þeir Kári Marisson og Geir Þor- steinsson, en þeir Gunnar Þor- varðarson og Þorsteinn Bjarna- son voru einnig góðir. Kári varð stigahæstur með 23 stig, Gunn- ar skoraði 17 og Þorsteinn 11. H.G. Geir Þorsteinsson tekur frákast i leik UMFN og Vals, en Geir átti n>jög góðan leik og hirti mörg fráköst og var sterkur I vörninni. Valsmenn hlutu slæman skell gegn Njarðvíkingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.