Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAQUR 16. NÓVEMBER 1976 I Tíu ár á toppnum UM NÆSTU helgi fer fram í Reykjavík Norður- landameistaramót í bad- minton. Er þetta í fyrsta sinn sem siíkt mót er hald- ið hérlendis. Til mótsins mun koma allt bezta bad- mintonfólk Norðurianda, en það þýðir að nokkrir af beztu badmintonleikurum heims munu reyna með sér f Laugardalshöllinni, þar sem Danir og Svíar hafa f áráðir átt framúrskarandi fþróttamenn f þessari grein. Frægastur allra kaipanna er hingað koma er vafalaust Daninn Svend Pri, sem er fyrrverandi heimsmeistari f einliða- leik á badminton. Heims- meistaratitil sinn hlaut Pri er hann sigraði Indónesfumanninn Rudy Hartono í sögufrægum úr- slitaleik sem fram fór f „All England“ keppninni f Empire Pool höllinni við Wembley í London 22. marz 1975. t fyrravor töldu „Ef þú ert eins kaldur og rólegur þegar þú kemur út á vóllinn og þú ert núna Svend, þá getur þú unnið Rudy Hartono og orðið heimsmeist- ari,“ sagði ég við sjálfan mig, þegar ég var að ljúka upphitunaræfing- um mínum fyrir úrslitin f einliðaleiknum f „All England" keppninni. Mér fannst ég vera feykilega vel upp lagður þennan laugardag, og þegar ég kom inn á völlinn til leiksins var ég alveg afslappaður og rólegur. En ég átti eftir á komast að þvf fullkeyptu áður en leikurinn var búinn. Svend Pri f hópi danskra landsliðsmanna. Fjórði frá vinstri er Flemm- ing Delfs og sjötti frá vinstri er Elo Hansen, en þeir munu keppa hér á Norðurlandamótinu ásamt Pri sem er annar til hægri. „Nú er það komið“, hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég hafði 12—8 forystu í annarri lotu, eftir að hafa unnið þá fyrstu 15—11. En svona einfalt varð það ekki. Hann fékk fljótlega fjögur auð- fengin stig — mest vegna místaka minna og náði að jafna 12—12. „Þú verður, þú verður," sagði ég hvað eftir annað við sjálfan mig. „Ef þú hleypir honum í oddaleik, þá áttu ekki nema 20% möguleika á að vinna hann.“ Hann hélt áfram að sækja og komst í 14—12, var einu stigi frá því að tryggja sér oddaleikinn. Ég fann vöðvana í hálsinum á mér herpast saman. Ég var kominn svo nærri sigrinum, en samt sem áður. . . Ég hafði reynt að svara send- ingum hans með því að hlaupa að netinu og slá boltann beint á hann. Þetta hafði misheppnast fjórum sinnum. Nú tók ég alla áhættuna og í £g missti móðinn Hafi ég átt i erfiðleikum með að skilja fyrst eftir sigurinn að nú, seint og um síðir, hafði mér heppnast að verða beztur í heimi, rann veruleikinn upp fyrir mér í búningsherberginu þegar ég fékk svolítið næði eftir allar hamingju- óskir vina minna. Og veruleikinn birtist mér í þeirri mynd að ég fékk að vita að ég yrði að gera fyrstu skyldu mína sem heims- meistari nokkrum klukkustund- um síðar. Ég var skyldugur að halda ræðu í veislu sem jafnan er haldin eftir „All England" keppnina. Ég verð að játa að það var sem fjöldi fiðrilda væri i maganum á mér þegar ég hugsaði um það að ég þyrfti að tala í hátalara yfir 300—400 manns. Taugaóstyrkur- inn yfir þessu var mun meiri heldur en fyrir úrslitaleikinn. Síðar les ég svo í blöðunum að ég hefði leyst verkefni mitt í félaginu okkar var mættur með mikinn fjölda skilta sem á voru máluð alls konar hrósyrði um mig, að ég talí nú ekki um stórt badmintonnet sem menn héldu á milli sin. Á það var málað með stórum stöfum „Til hamingju Svend". Þarna voru líka mættir fjölmargir íþróttaleiðtogar, blaða- menn, ljósmyndarar, fjölskylda mín og fleiri. Og allir voru með blóm sem þeir færðu okkur. Þeg- ar við fórum frá flugvellinum var land“ keppninni. Það má segja að þar hafi hann komið, séð og sigr- að, þar sem hann varð meistari þegar í fyrsta sinn er hann keppti. Allir badmintonleikmenn vita hvað slíkt þýðir. Ég vil kalla Rudy Hartono hinn dæmigerða íþróttamann. Fáum mótherjum mætir maður sem eru jafn heiðarlegir og utan vallar er hann einstaklega alúðlegur og mannlegur. Hann er reyndar dá- lítið innhverfur og erfitö að kom- t sannleika sagt efast ég um að það væru margar stúlkur sem giftast iðnaðarmanni i góðri, fastri stöðu, sem væru tilbúnar að sætta sig við það að maðurinn þeirra segði upp vinnu sinni og fórnaði fjárhagslegri framtíð sinni til þess að æfa og leika sér í íþróttum. Tove hafði sjálf aldrei haft áhuga á badminton, þannig að hún varð að byrja á því að setja sig inn í öll min vandamál. En nú er ég í þeirri aðstöðu, að þegar fólk spyr mig hvernig ég komist af, þá get ég svarað: „Þakka ykkur fyrir, ég hef það ágætt, konan mín hefur svo góða vinnu." Ég lærði nudd hjá nuddara kon- unglega ballettsins, Rudolf, og hafði m.a. knattspyrnulið Framad Amager sem viðskiptavini í mörg ár. Ég átti að sjá um að nudda aðallið félagsins og búa það undir leiki. Það stangaðist illa á við æf- ingar mínar og þátttöku í badmin- tonmótum, sérstaklega þegar Framad átti að leika á sunnudög- um. Þegar mér bauðst svo æfinga- styrkur danska badmintonsam- bandsins ákvað ég að segja upp vinnunni og helga mig íþróttinni, og þrátt fyrir allt held ég að ekki verði annað sagt en að við hjónin BADMINTON ER DÁSAM- LEGASTA ÍÞRÓTTAGREININ Svend Pri ásamt Tove, konu sinni, sem hann segir að eigi stóran þátt f velgengni sinni. „Hún hefur m.a. unnið fyrir mér, frá þvf að við tókum saman,“ segir Pri. stað þess sem ég hafði áður gert gaf ég honum knöttinn á bak- höndina, sem ég vissi þó að var hans sterka hlið. Þetta heppnað- ist. Ég vann sendinguna. Ég held að það hafi gerzt á þessari stundu að Hartono missti móðinn. Það var ótrúlega auðvelt fyrir mi; <ð vinna tvö næstu stig. Aftur hafði ég góða stjórn á leikn- um og þegar hann hækkaði upp á tölunni 14 fann ég greinilega á mér að Hartono trúði ekki lengur á sigur sinn. Hann vírtist vera þreyttur og kjarklaus, og það er ékkert leyndarmál að kökkurinn sem sat í hálsinum á mér sprakk með öskrí þegar ég sá síðustu sendingu frá mér fara fram hjá honum og í gólfið víð hiið hans. Það sem ég hafði barist fyrir allt frá því að ég komst fyrst í úrslit í „All England" keppninni 1970 var orðið að raunveruleika. Fg var heimsmoístari. veislunni jafn vel af hendi og ég gerði i leiknum á vellinum í Empire Pool. Og þegar við komum heim tíl Danmerkur næsta dag, fengum við betri móttökur þar en mér hafði nokkru sinni dottið í hug að yrðu. Ég hafði gert mér í hugarlund að nokkrir vinir mínir og ef til vill badminton forystan í Danmörku kæmi á flugvöllinn til þess að bjóða mig velkominn. Slíkt mun vera venja í slíkum tilfellum sem þessum. Em móttökurnar sem við fengum voru slíkar að við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, og í annan skiptið á þessum sólar- hring fékk ég kökk í hálsinn og kona mín var svo hrærð að hún gat ekki leynt þvf. Formaðurinn í félaginu mínu hafði skipulagt móttökuathöfn, og meir en helmingur allra félaga í bíllinn okkar bókstaflega fullur af blómum. Mér þótti einnig mjög gaman af því að einn vina minna hafði búið til brag undir laginu „Hvað getur hann Stebbi gert að þvi þótt hann sé sætur“, og þenn- an brag söng mannfjöldinn. Um kvöldið streymdu svo gestir til okkar, við fengum blóm, gjafir, skeyti og heillaóskir hvaðanæva að. Rudy Hartono Ég kynntist Rudy Hartono fyrst í Thomas Cup keppninni í Djakarta 1967. Það var sú keppni sem endaði sem hneyksli og af- lýsa varð átta leikjum af níu. Ég þekkti þá nafn Hartonos, þar sem indónesíski badminton- leikarinn Darmadi hafði sagt mér árið áður á móti f Indlandi, að f Indónesíu væri að koma upp ung- ur maður í íþróttinni. Héti sá Hartono og sagði Darmadi hann hafa gífurlega mikla hæfileika. í boði hjá borgarstjóranum i Djakarta sá ég Hartono fyrst. Ég var dálftið hissa þegar ég sá hann. Hann virtist vera grannur og óþroskaður piltur, og næstum sjúklega feiminn. Við -ræddum dálítið okkar á milli um hann, og vorum spenntir að sjá hvernig hann stæði sig á badmintonvellin- um. Við vorum satt að segja frem- ur vantrúaðir á að hann gæti mik- ið, en sannleikurinn kom fljótt í ljós. Þegar þessi 17 ára piltur sigraði fyrst Tan Aik Huang og siðan Yew Cheng Hoe í tveimur leikjum, vorum við ekki lengur í vafa um hæfileika hans. Þessir tveir Maiasiubúar voru þá meðal beztu badmintonleikara í heimi. Tan Aik Huang hafði árið áður tapað úrslitaleiknum í „AII Eng- Iand“ keppninni fyrir Erland Kops, eftir að hafa verið heims- meistari tvö ár í röð. Á næstu árum fylgdumst við svo með Hartono m.a. er hann keppti í fyrsta sinn í „All Eng- ast að honum. Sjálfsagi hans er með ólíkindum, a.m.k. eigum við Evrópubúar erfitt með að skilja slfkt. En það er engin dulúð í kringum hann. Það eina sem erf- itt er að skilja er hvernig þessi rólegi og siðprúði maður getur komið sér í ham í erfiðum bad- mintonleikjum t.d. í átta úrslita- leikjum í „All England" keppn- inni. Konan mfn hefur gott starf En áður en ég tala meira um mig sem heimsmeistara, um heimsmeistaratitilinn sem ég vann, sigra mína ög sv.frv., er rétt að ég taki skýrt fram að ég hefði aldrei náð svo langt hefði ég stað- ið einn. Það hefðu heldur ekki aðrir gert. Þegar maður ákveður að breyta lífi sínu algjörlega, krefst það þess ekki einögngu að maður sjálfur hafi vilja til þess, heldur einnig að þeir sem maður um- gengst mest styðji við bakið á manni.’Ég hefði t.d. aldrei náð settu marki í íþrótt minni, hefði ég ekki fengið ótrúlega mikinn stuðning frá konunni minni, Tove, sem ég kvæntist 1970. höfum komist bærilega af fjár- hagslega. Æfingarnar Án þess að ég hafi fylgst náið með því, þá held ég að mér sé óhætt að fullyrða að ég æfi 28 til 30 tíma á hverri viku. Auk þess bætast svo við þeir leikir sem ég keppi f á tímabilinu, þannig að ekki er ótrúlegt að ég eyði 40 tímum á viku á tímabilinu frá september til apríl / maf í bad- minton. Æfingaprógramm mitt er nokk- uð fastskorðað. Ég byrja á því að hjóla 18—20 kílómetra á hverjum morgni, og ef ég á ekki að keppa um kvöldið bæti ég öðrum hjól- reiðatúr við. Þá hjóla ég oftast um 30 kílómetra, og reyni að hafa hraðann meiri en á morgnana. Slikir hjólreiðatúrar styrkja bæði vöðvana og þá ekki síður lungun. Á mánudögum æfi ég á kvöldin og einnig á þriðjudögum. Á mið- vikudögum æfi ég svo í Sölleröd- Nærum höllinni frá kl. 16 og þá með unglingum. Um kvöldið æfi ég svo með fullorðnum, oft þann- ig að ég leik t.d. sex leiki í röð, og skipti þá tvisvar eða þrisvar um mótherja. Einbeytni og kappnisharka skfn úr svip Svend Pri ð þessari mynd, en fyrir þetta er hann þekktur f leikjum sfnum og sennilega fá fslenzkir áhorfendur að kynnast þessum hliðum Pri á Norðurlandamótinu um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.