Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 margir að Pri myndi verja titil sinn, en meiðsli komu í veg fyrir að hann næði jafngóðum árangri f keppninni og oft áður. Nú hefur Pri náð sér af þeim meiðslum og er sagður betri en oftast áður, og það er talið Ifklegt að honum takist að krækja f titilinn að nýju. Sjálfur mun Pri leggja gífurlega mikið upp úr því að hreppa Norður- landameistaratitilinn á mótinu f Reykjavfk um næstu helgi. Svend Pri er geysilega vinsæll fþróttamaður í heimalandi sfnu. Hann þykir skemmtilegur og harður keppnismaður, en hvers manns hugljúfi utan vallarins. Pri hefur skrifað bók um feril sinn sem bad- mintonmanns er nefnist „10 ár pá toppen“ þ.e. 10 ár á toppnum. Er bók þessi mjög líflega skrifuð, og í henni fjallar Pri um feril sinn, keppinauta sfna, og ferðalög. Hér á síðum Morg- unblaðsins er gripið niður í bók Svend Pri af nokkru handahófi. í byrjun er rak- in keppni hans við Hartono f úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar, síðar fjall- ar Pri um fyrstu kynni sfn af hinum fræga Indónesa, og tekinn er hluti úr frá- sögn Pri af keppnisferð hans með danska landslið- inu til Kfna, svo og frásögn af afdrifaríkri villu sem hann lenti f þegar hann var eitt sinn að keppa f heimsmeistarakeppninni f London. Á fimmtudögum tek ég mér frí frá æfingum. Læt mér þá nægja að fara í stuttan hjólreiðatúr um morguninn, fer I nudd síðdegis, en eyði að öðru leyti deginum með fjölskyldu minni. Á föstudög- um æfi ég á mjög svipaðan hátt og á miðvikudögum, og um flestar helgar þarf ég svo að taka þátt í mótum. Margir hafa spurt mig hvað fjölskylda mín segi um þetta. Hún fái aðeins að sjá mig á fimmtudög- um. Eg bendi aftur á móti á það að flestir þeir sem stunda al- menna vinnu geta verið minna með fjölskyldu sinni en þeir kjósa. Konan mín kemur venju- lega heim úr vinnu um kl. 14.00. Því höfum við smátíma til að vera saman siðdegis flesta daga vik- unnar. Ég held að við séum lítið minna saman en flest önnur hjón. Tíminn er bara annar hjá okkur. Tove segir meira að segja að sér finnist betra að hafa mig ekki heima á kvöldin heldur en ég kæmi dauðþreyttur heim úr vinn- unni um kvöldmatarleytið og dytti útaf fyrir framan sjónvarp- ið, eins og svo margir gera. Dásamlegasta fþróttagreinin Ibadmintoníþróttinni reynir fyrst og fremst á hæfni einstak- lendis reyni ég að fá leiki mina skipulagða þannig að ég fái tæki- færi til þess að sjá hluta og staði i viðkomandi landi sem ég hef áhuga á. Meðal annars af þessu leyfi ég mér að kalla badminton dásam- legustu íþrótt í heimi. Ég er svo sjálfsöruggur að leyfa mér að halda að ég hefði getað orðið sæmilegur knattspyrnumaður eða hjólreiðamaður, hefði ég valið þær greinar, en ég er viss um að þessar íþróttagreinar hefðu ekki fært mér jafnmikið og badmin- ton. Danski meistarinn í hjólreið- um á þjóðvegum, Jörgen Emil Hansen, er góður vinur minn og við æfum oft saman. Einu sinni sagði hann við mig: „Þjóðvegir eru alltaf eins, sama hvar þeir eru í veröldinni." Auðvitað r jadmintonvellirn- ir líka eins ín maður er aldrei viss um hvað bíður manns á þess- um völlum. Það bíður manns allt- af eitthvað nýtt og spennandi á þeim. Fengi ég boð um að lifa lífi minu upp á nýtt og ég fengi að velja hvað ég tæki mér fyrir hendur væri val mitt næsta auð- velt: Badmintonleikmaður. A ferð f Kfna Ég hef aldrei séð í neinu landi - SEGIR SVEND PRI SEM STUNDAR ÞESSA ÍÞRÓTTAGREIN 40 TÍMA Á VIKU HVERRI lingsins. Það getur vel verið að einhver verði mér ósammála þeg- ar ég segi að það sé maður sjálfur sem maður er fyrst og fremst að berjast fyrir. Auðvitað vill maður gjarnan vinna fyrir lið sitt t.d. f Iandsleikjum, t.d. í Thomas-Cup, en innst inni með manni býr það þó fyrst og fremst að liðið verði að vinna til þess að maður sjálfur komist áfram og fái fleiri leiki. Badmintoníþróttin hefur sér- stöðu að mörgu leyti, og þá ekki sfzt að þvf að fþróttamaðurinn sjálfur hefur mikla möguleika á því að ákveða hvernig æfingum hans er háttað, og hvaða viðhorf hann hefur til þess leiks sem hann á að taka þátt í. Ég hugsa í það minnsta mest um sjálfan mig og þegar ég er t.d. að keppa er- jafnmargar fallegar byggingar og í Kina. Maður skynjar það á svip- stundu að þetta land á ævaforna menningu. Gestgjafar okkar vildu einnig mjög gjarnan sýna menn- ingarfjarsjóði sína. Við fengum að sjá og reyna nánast allt sem við báðum um, — allt frá venjulegu kinversku heimili og skólum til skurðaðgerða á sjúkrahúsi og kvennafangelsa. Áhrif Maós formanns virtust gífurlega mikil. Það var sama hvar við vorum, á heimilum eða í opinberum stofnunum. Alls stað- ar heyrðum við vitnað í orð Maós, og allir virtust fullir af áhuga á að fylgja boðum hans. Nokkrir úr danska keppenda- hópnum sem voru í umræddri ferð til Kfna 1966 voru lögfræð- Per Walsöe var lengi vel samherji Svend Pri I tvlliðaleik og saman unnu þeir marga frækna sigra. Myndin er frá aiþjóðlegu móti sem haldið var I KB höllinni f Kaupmannahöfn. Svend Pri kastar sér f fang Bent Vedsö grátandi af gleði eftir sigurinn I „All England" keppninni og heimsmeistaratitilinn. ingar og því þótti sjálfsagt að kynna okkur kínverskt réttarfar. 1 réttarhöldunum sem við vorum viðstödd var maður ákærður fyrir þjófnað. Hafði hann stolið upp- hæð sem svarar til 12.000 danskra króna. Eftir því sem okkur skildist var sjálfur þjófnaðurinn ekki alvar- legastur, heldur það „kapitaliska" hugarfar sem að baki bjó. Meðal vitnanna var dóttir mannsins og fór hún fram á að faðir hennar yrði dæmdur í ströngustu refs- ingu, þar sem hann væri slæmur faðir og enn þá verri kommúnisti. Maðurinn var dæmdur f sjö ára fangelsi, og mun hann hafa lofað bót og betrun — m.a. að hann skyldi í framtíðinni verða betri þjóðfélagsþegn, þ.e. kommúnisti, og hafði þetta áhrif á að hann fékk ekki þyngri dóm. Á þessum árum var erfitt að vera evrópskur ferðamaður í Kína. Við vöktum geysilega at- hygli almennings. Var það í senn skemmtilegt og erfitt. Ég fékk það á tilfinninguna að Kfnverjar væru glaðir og ánægð- ir. 1 það minnsta brostu allir til okkar og veifuðu. Allir vildu gjarnan ræða málið við okkur og margt fólk bauð okkur heim til sín. En vingjarnlegheitin og ■ for- vitnin voru stundum um of. Þegar við vorum einu sinni á gangi á götu f Shanghai til þess að skoða mannlífið, vorum við umkringd fjölda fólks. Höfðum við ekki far- ið nema nokkur hundruð metra frá hótelinu okkar unz safnast hafði að okkur um 500 manns, sem allir vildu sjá okkur og tala við okkur. Það var helzt til of mikið af þvi góða. Við komum okkur saman um að fara inn f stórt vöruhús til þess að „fela“ okkur. En þar tók ekki betra við. Þangað safnaðist slíkur mann- fjöldi að nauðsynlegt var að loka verzluninni og reka alla út, en við vorum hins vegar látin fara út bakdyramegin. Um keppni okkar í Kina er það að segja að við töpuðum leikjum okkar þar. Bezt varð frammistaða okkar í Wu-han og Shanghai þar sem við töpuðum landsleikjunum 3—2, en í Peking og Canton urð- um við að gera okkur það að góðu að tapa 5—0. Hvar er Wembley? Svo var sigrum mínum í Skot- landi yfir Hartono að þakka að ég var álitinn sigurstranglegur í „All England“ keppninni 1972 og 1973. Ég hef þegar rakið hvernig mér gekk 1972 en 1973 var frammi- staðan jafnvel enn verri. Þá var algjörlega sjálfum mér að kenna að ég tapaði í undanúrslitunum. Ég átti að leika við Indónesan Christian Hadinata, sem var einn af beztu badmintonleikmönnum heims í tvíliðaleik, en leikmaður sem ég hef hvorki fyrr né síðar tapað fyrir í einliðaleik. Hann vann mig þarna 15—7, 6—15 og 15—13. Af því að ég kom of seint til leiksins. Ég hef heyrt margar skýringar á ferðum mínum í London í þetta skipti. Allt frá því að ég hafi sofið yfir mig til þess að ég hafi látið mig leikinn litlu varða og ekki tekið andstæðing minn hátíðlega. Ég leik gjarnan til þess að sigra og maður leyfir sér ekki að taka ekki einn af beztu badmintonleik- mönnum Indónesíu hátíðlega, jafnvel þótt hann eigi ekki stór- kostlegan feril að baki í einliða- leik. Ég var líka vakandi allan þenn- an dag. Hin rétta skýring er að ég fór í vitlausa lest. Slíkt og þvílíkt hélt ég að myndi aldrei henda mig, þar sem ég er orðinn hagvanur í London. Við bjuggum, eins og venju- lega, á Regent Palace Hotel við Piccadilly Circus i miðborginni. ~ Ég þurfti að fá nudd og sagði fararstjóra okkar, Bent Vedsö, að ég myndi sjá um mig sjálfur i Empire Pool, sem er nokkra kíló- metra frá miðborginni. Tekur það um hálfa klukkustund að komast þangað með lest. Við vorum vanir þvi að skipta um lest á stöð sem heitir Finchley Road, og er um það bil miðja vegu milli miðborgarinnar og Empire Pool. Með því móti tók ferðin fimm til tíu mínútna skemmri tíma. Ég hafði skipt um lest á þessum stað mörgum sinnum og alltaf rat- að rétta leið til Wembley- leikvangsins, svo ég var meira en lítið undrandi þegar ég varð var við að lestin sem ég fór upp í stefndi á fullri ferð í þveröfuga átt. Fljótlega áttaði ég mig þó á því að það var föstudagur, og þá eru áætlanir lestanna aðrar en hina daga vikunnar. Þetta var'þó ekki verra en það að ég gat íarið úr á næstu stöð og ekiC til baka. Ég hafði nógan tima. Eftir að hafa leitað upplýsinga skipti ég um lest, en nú tókst ekki betur til en svo að hún fór fram- hjá Wembley án þess að stanza. Nú var tíminn að renna frá mér og ég var því feginn er ég komst úr lestinni og náði í leigubifreið. „Til Empire Pool,“ sagði ég við ökumanninn. — Hvað er það, spurði hann. — Það er íþróttahöllin við Wembley Ieikvanginn. — Hver skrattinn er það? — Það er þar sem bikarúrslita- leikurinn fer fram? — , Bikarúrslitaleikurinn í hverju? — I knattspyrnunni, öskraði ég. — Þér verðið að fyrirgefa mér, herra, sagði þá ökumaudin. — Ég er frá Suður-Afríku og þekki mig ekkert í London, auk þess sem ég hef engan áhuga á knattspyrnu. Urið mitt hélt áfram að tifa á geigvænlegum hraða. Nú voru ekki nema 20 mínútur unz leikur- inn átti að hefjast. Ég stökk eins og kengúra yfir götuna og inn í annan leigubíl og andaði sannarlega léttara þegar ökumaðurinn sagði „Yes sir“ þeg- ar ég sagði honum að aka að Wembley-leikvanginum. En umferðin í London var ekk- ert lapib að leika sér við þennan dag og þegar nafn mitt var kallað upp til undanúrslitaleiksins var ég að hlaupa inn í búningsher- bergið. Það var ekki í samræmi við reglur keppninnar að leik þessum var frestað og ég fékk 20 minútur til að búa mig undir leikinn. En upphitun min og undirbún- ingur fyrir leikinn var einhvers- staðar milli Finchley Road og Empire Pool, og jafnvel þótt ég sigraði í annari lotu, gat ég ekki fengið vöðva mina til þess að starfa rétt og það var Christian Hadinata sem lék til úrslita við Hartono að þessu sinni, og fékk samtals sex stig í lotunum tveim- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.