Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 29 skrifar um bókmenntir - VALTÝR PÉTURSSON skrifar um tvær mvndlistasýningar. Frá Lundi og Málmey GARDAR, ársrit sænsk-islenska félagsins I Málmey og Lundi, er komið út I sjöunda sinn. Rit- stjórar eru tveir ungir menn, Lars Svensson og Inge Knutsson. Hinn fyrrnefndi hefur einn ritstýrt Gardari hingar til og er virkur áhugamaður um íslensk fræði eins og rit þetta ber raunar gleggstan vott um. Hinn síðar- nefndi, Inge Knutsson, er orðinn kunnur íslensku bókmenntafólki vegna ljóðaþýðinga sinna úr islensku á sænsku. Heftið er að þessu sinni tileinkað forseta tslands vegna sextugsafmælis hans á þessu ári. I því eru birtar fjórar ritgerðir, þrjár eftir íslend- inga. Fremst er ritgerð Kristins Jóhannessonar, lektors i Gauta- borg og Lundi, Tvær islenskar skáldkonur (Tvá islándska författarinnor). Hverjar skyldu þær nú vera? Ég gat mef til þegar ég sá fyrirsögnina að þarna mundu vera á ferðinni þær Jakobína Sigurðardóttir og Svava Jakobsdóttir og reyndist getspakur. Ritgerð Kristins er kynning fremur en ritskýring; að mínum dómi góð kynning. Hef ég síður en svo út á það að setja að þessar tvær skáldkonur skuli kynntar með þessum hætti. En ísland hefur átt og á fleiri skáld- konur. Sænskur lesandi mun skilja^svo að þessar tvær séu hér fremstar slíkra og ef til vill ætlast Kristinn til að það sé skilið svo. En hann vill jafnframt koma I veg fyrir þann misskilning að þær séu hér einar i skáldskapnum. Því getur hann hinnar þriðju I all- ýtarlegri smáletursgrein neðan- máls. Er það Guðrún frá Lundi. Guðrún frá Lundi taldist til annarrar skáldakynslóðar en Jakobína og Svava. Hún á því tæpast heama með þeim tveim í kynningu. Ég tel því rétt að Krist- inn skyldi ekki beinlínis blanda henni saman við Jakobínu og Svövu. Hins vegar hefði ég í sporum Kristins getið Grétu Sig- fúsdóttur sem hefur skrifað bæk- ur sínar nú á allra síðustu árum eins og hinar tvær. Gréta er rit- höfundur sem ekki verður gengið framhjá ef meta skal réttilega bókmenntaiðju Islenskra kvenna á síðustu áratugum. Auk þess er hún samnorrænni rithöfundur en hinar tvær þvl sögur hennar ger- ast vlða á Norðurlöndum. Ein þeirra var lögð fram til Norður- landaverðlauna. En þess lætur Kristinn ekki ógetið um Dægur- vísu Jakobínu og Leigjandann eftir Svövu. Svavar Sigmundsson á þarna ritgerðina lslenskt þjóðllf gegnum tfðina ( ljósi örnefna (Islándskt samhállsliv genom tiderna speglat i ortnamnen) — skemmtilega ritgerð. Ég hef tæp- ast hugleitt fyrr en ég las þessa ritgerð Svavars hversu Islensk ör- Bókmenntlr eftir ERLEND JÖNSSON nefni gefa víða margt til kynna um erindi fólks bæja og sveita milli á liðnum tfma. Tökum serri. dæmi „Sölvamannagötur" og „Síldarmannagötur“. Eða nær- tækara annars konar dæmi eins og „Almannagjá". Ritgerð Svavars fylgir kort af landinu og er hún bæði fræðileg á akadem- íska vísu og alþýðlega fróðleg. Einar Bragi á svo alllanga rit- gerð um fslenska Ijóðlist fyrr og nú (Spridda tankar kring islándsk lyrik). Innheldur hún bæði sögulegt yfirlit og hugleið- ingar um nútíma ljóðlist á Islandi. Er ritgerðin sýnilega miðuð við lesendur sem lftið vita fyrir um íslenskar bókmenntir. Er sú af- staða höfundar skiljanleg; þekk- ing svía á þeim er mismikil, sumra nokkur en flestra takmörk- uð eða lftil. Þegar Einar Bragi kemur að atómskáldunum telur Lars Svensson. hann þau upp, sem sé þessi: „Einar Bragi, Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Sigfús Daðason, Stef- an Hörður Grímsson — och dessutom en stor humorist och poetisk galgfágel Jónas Svafár." Sé litið á formseinkennin I Ijóðlist þessara skálda tel ég flokkunina hæpna. Hvaða skáld hafa t.d. ort hér ólíkar á undanförnum ára- tugum en Einar Bragi og Sigfús Daðason? Hvað telst svo skylt með ljóðagerð þeirra að rétt- lætanlegt sé að kenna báða við sömu stefnuna? Sé hins vegar litið á nefnd skáld sem samstæð- an hóp í ýmiss konar hugsjóna- legu tilliti og hliðsjón höfð af að þau telja sig hafa átt sameigin- legri andstöðu að mæta — auk þess sem sum þeirra unnu saman, til að mynda að efni Birtings; töldu sjálf sig ennfremur frum- herja í „formbyltingunni" — þá er skilgreiningin nær sanni. Formbyltingin er nú orðin við- hafnarnjikill kapfuli í bók- menntasögunni. Og hver vill ekki vera Napóleon mikli í þeim kafla? Sænskt framlag er þarna í minnihluta eins og fyrr segir; ein ritgerð eftir Peter Hallberg, Tvær miðaldabrennur á tslandi (Tvá mordbránder i det medeltida Is- land), um Njálsbrennu og Flugu- mýrarbrennu, og loks nokkrar umsagnir um bækur, þar á meðal verðlaunabók Ólafs Jóh. Sigurðs- sonar sem Inge Knutsson þýddi á sænsku. Maður hlýtur að virða þetta framtak sænsk-fslenska félagsins í Lundi og Málmey. Nokkuð þarf til að koma frá sér árlega riti af þessu tagi, ekki aðeins áhuga og dugnað heldur einnig peninga en sú hlið málanna mun vera f nokk' uð góðu lagi f Svíþjóð. En þess mættu hinir sænsku útgefendur minnast að íslenskar bókmenntir eru margþættar og sitt sýnist hverjum hér heima. Ætli þeir framvegis að byggja jafnmikið á efni eftir fslendinga þurfa þeir að leita til fleiri manna — manna sem hafa fleiri sjónarmið en fram koma þarna, að þeim þó ólöstuð- um. Erlendur Jónsson. Grafik frá Færeyjum NORRÆNA myndlistarbandalagið ' er ekki alveg dautt úr öllum æð- um, eins og sumir hafa látið f veðri .vaka. Að vfsu'eru hinar stóru nor- rænu sýningar aflagðar, en f þeirra stað hefur verið komið upp smærri sýningum, sem oftast eru einskorðaðar við sérstök svið. Nú er f Listasafni A.S.t. við Laugaveg ein slfk sýning, sem ég álft mikinn feng f fyrir okkur. Færeyingar eru okkar næstu grannar, og við höf- um á undanförnum árum fengið að kynnast svolítið myndlist þeirra, og nú er það færeysk grafík, sem blasir við okkur í söl- unum fyrir ofan Alþýðubankann. Það eru þrfr listamenn, sem verk eiga á þessari sýningu, og eru þeir allir mjög ólikir f myndgerð sinni, en hafa það samt sameigin- legt að stunda list sína af alúð og einbeitni. I heild ber sýningin skemmtilegt yfirbragð og er þess- ari litlu þjóð til mikils sóma. Það er traustvekjandi og örugg tilfinn- ing f þessunr verkum, og það er visst andrúmsloft, sem ég held, að sé ósvikið þaðan úr eyjunum. Myndgerðin hæglát en svipmikil, Nlyndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON JANUS KAMBAN er þekktasti myndhöggvari þeirra færeyinga, og hann hefur einnig átt verk áður á sýningu héf- En ég verð að segja eins og satt er, að þessar dúkskurð- armyndir Kambans komu mér mjög á óvart. Hann sker myndir sínar á sterkán og einfaldan hátt. Form hans eru heil og sterk og myndbygging öll í mjög föstum skorðum. Myndir hans frá sjávar- sfðunni eru öruggar og tjá einfald- íeikann á sérstaklega persónuleg- an hátt. Hann er elstur þeirra þre- menninganna. ELINBORG LUTZEN sækir fyrirmyndir sfnar f hinar vinalegu byggðir, eins ol þeir kalla þorpin, færeyingar. Timburhúsin kúra við fjallarætur á aðra hönd og hafið á hina. Það er visst seiðmagn í myndlist Elin- borgar, sem skorin er í dúk af vönduð og skóluð. Hver og einn af þessum þrem listamönnum hefur sinn svip og sína tækni, og hæg- lega má lesa úr þessum verkum vissa hlýju og skilning á umhverfi, sem er einskorðað við daglegt líf. Höfnin, þorpið, sjósóknin, sögurn- ar og ævintýrin, allt eru þetta þættir, er blandast þeirri mynd- gerð, sem þessir listamenn nota til að sýna, að þeir eru færeyingar. ZAKARIAS HEINESEN stund- aði nám um tíma hér á landi, og við sáum nokkur af málverkum hans hér í Norræna húsinu fyrir stuttu. Hann á þarna nokkrar tré- skurðarmyndir, sem eru í litum og er yngstur þessara listamanna. Hann hefur dálítið léttari og frjálslegri aðferð við myndgerð sína en hinir listamennirnir og sér fyrirmyndir sínar á myndrænan hátt. mikilli kunnáttu og hæfni. Hún hefur einnig myndskreytt ævin- týri og sögur, og fáum við að sjá sýnishorn af því á þessari sýningu. Það verður ekki annað sagt en að þessi sýning sé jöfn að gæðum og jafnvel glæsileg, þegar þess er minnst að færeyingar eru ekki fjölmenn þjóð. Ánægjulegt er til þess að vita, að þessi sýning hefur þegar verið sýnd í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Er það sannarlega vel að þarlendir skuli fá tækifæri til að sjá svo sterkt úrtak af mynd- list færeyinga. Ég hafði óskipta ánægju af að kynnast verkum þessara listamanna á sviði svart- listar, og ég vona, að sem flestir virði þessa listamenn að verðleik- um. Það er ástæða til að þakka þeim færeyingum fyrir komuna og Norræna myndlistarbandalaginu fyrir framtakið. -v Að hafa allt á hornum sér fyrir jákvæðum orðaskiptum í bókinni: Strákurinn Pétur — Ég vil ekki fara í skólann. Mamma Péturs — Ég er alltaf hérna inni, fæ aldrei að fara neitt og verð alltaf að þvo upp og laga til og elda mat og stoppa i sokka og þvo föt og skúra og ég nenni þessu ekki lengur . . Rukkarinn — Þið eruð allar eins, þessar '/ekkisens Valdfs Óskarsdóttir húsmæður, ekkert nema geðvonskan. Jón — Þetta útvarp, þessi dagblöð, alltaf sama kjaftæðið í þeim ekkert nema lygin og falsið. Um konu Jóns: Þá var bankað á dyrnar og konan fór til dyra af því hún var heima. Hefði hún ekki verið heima þá hefði hún ekki farið til dyra. . . Það voru krilin Frabbi og Svúnki sem voru svona ötulir að koma fólki i illt skap Að lokum verða þeir tyrir þvi óhappi að lenda inni í ryksugu. Þá fyrst þurfa þeir að gæta hagsmuna sinna. Svúnki — Við verðum að komast út, við viljum fara heim. — Ég get kannski hjálpað ykkur, sagði ryksugan. En þið verðið þá að lofa einu. — Við lofum því, sögðu krilin . . . ... — Lofið því, sagði ryksugan, að hanga aldrei i munnvikunum á fólki oftar og koma þvi i fýlu. Höfundurinn er gæddur frásagnargleði og gefur góðar vonir, ef hann gerir meiri kröfur til sin og agar sig i stil og frásögn. Margar ritvillur eru i hókinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.