Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 31 NAMSGAGNA- STOFNUN: Ú tgj aldafrum vörpum fylgi kostnaðarsundurliðun Sjónvarp tregt til samstarfs vid Frædslumyndasafn ríkisins K Benedikt Gröndal. Vilhjálmur Hjálmarsson. Ingvar Glslason. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti í gær fyrir endurfluttu stjórnarfrum- varpi til laga um námsgagnastofn- un. Frumvarpið er í 8 köflum: Hlutverk og skipulag, Ríkisútgáfa námsbóka, Fræðslumyndasafn ríkisins, Námsgagnagerð, Skóla- vöruhús, Fjármál, Löggilding og önnur ákvæði. Það gerir ráð fyrir að þær stofnanir, sem fyrir eru i stjórnkerfinu á þessum vettvangi, verði sameinaðar undir stjórn eins forstjóra, sem og nýjar, sbr. þau verkefni, sem kaflafyrir- sagnir segja til um. Benedikt Gröndal (A) mælti með samþykkt frumvarpsins, sem hann taldi horfa i rétta átt, bæði um sameiningu stofnana og nýja starfsþætti, sem nauðsynlegt væri að taka upp, s.s. um námsgagnaút- vegun, annars en bókakosts. Auðvitað þyrfti fjármagn til að mæta viðbótarkostnaði, samfara frumvarpinu, en hér þyrfti fast að fylgja eftir nauðsynjamáli. Benedikt gagnrýndi Sjónvarpið harðlega sökum þess, að Fræðslu- myndasafn rikisins hefði ekki fengið til afnota velgerðar myndir Sjónvarpsins, eftir dag- skrárnotkun þess sjálfs, sem hentuðu til fræðslu i skóla- kerfinu. Því væri ítrekað borið við að starfsmenn Sjónvarps, er unnið hefðu að gerð þessara þátta, kynnu að eiga einhvern höfundarrétt varðandi notkun utan stofnunar, en slíku 'hlyti að mega koma í höfn, ef vilji væri fyrir hendi. Forráðamenn Sjón- varps hefðu hins vegar verið tregir mjög í þessu efni, því miður. Vilhjálmur Hjálmarsson kvaðst myndu kynna sér umrætt erindi Fræðsiumyndasafns. Framlag Sjónvarps til fræðslukerfis væri ekki mikið fyrir, enda skólasjón- varp óhafið enn. Ingvar Glslason (F) sagði námsgagnafrumvarp ríkisstjórn- arinnar gamalkunnugt. Margt væri nýtilegt í frumvarpinu og athyglivert. Hins vegar skorti hér á, sem vfðar, að útgjaldaaukandi frumvörpum, bæði ríkisstjórnar og þingmanna, fylgdu sundur- liðaðar kostnaðaráætlanir og greinargerð um framkvæmd, svo viðkomandi þingnefndir og þing- menn gætu glöggvað sig á kostn- aði samfara þeim ef samþykkt yrðu. Menntamálaráðherra hefði lofað að viðkomandi nefnd fengi slika sundurliðaða kostnaðaráætl- un í hendur, sem fagna bæri, og mætti þá skoða frumvarpið á raunhæfari hátt en ella. Hins vegar væri eðlilegt að Alþingi tæki sér ^óðan tíma til að skoða umfangsmikil frumvörp, sem hefðu mikinn kostnaðarauka i för með sér, Jafnvel þótt hin ágætustu væru að öðru leyti. Vara- þingmenn TVEIR varaþingmenn hafa ný- lega tekið sæti á þingi í fjar- veru aðalmanna: Þorleifur K. Kristmundsson, prestur á Kol- freyjustað, i fjarveru Tómasar Árnasonar (F) og Halldór Blöndal, kennari, i fjarveru Jóns G. Sólness (S). Þá hefur Oddur Ólafsson (S), þingmaður Reyknesinga, tekið sæti sitt á Alþingi á ný eftir stutta f jarveru. ÞINGFRÉTTIR í STUTTU MÁLI Gjalddagar þéttbýlisvegafjár t umræðu um frumvarp að Vegalögum benti Axel Jónsson (S) á nauðsyn þess að tilteknir væru gjalddagar á þéttbýlisvega- fé til sveitarfélaga, t.d. mánaðar- legir, en í dag væru engin ákvæði þar um i gildi. Öviðunandi sé að þessum lögboðnu framlögum sé haldið inni allt viðkomandi fram- kvæmdaár og jafnvel fram á hið næsta, eins og dæmi séu um, enda komi slíkt háttalag óhjákvæmi- Axel Jónsson. lega niður á framkvæmdagetu viðkomandi sveitarfélaga í varan- legri gatnagerð. Hér þurfi úr að bæta þegar. — 0 — Sjóminjasafn f Hafnarfirði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, svaraði ný- verið fyrirspurn frá Gils Guðmundssyni (Abl) um sjóminjasafn i Hafnarfirði. Nefnd, sem ráðuneytið skipaði til að fjalla um þetta mál, hefur skil- að ítárlegri álitsgerð. Engar fjár- veitingar hafa hins vegar enn ver- ið vejttar á fjárlögum til sjóminja- safnsins. Þjóðminjasafn tslands hefur samt unnið markvisst að söfnun sjóminja og björgun þeirra og haft til þess nokkra fjár- veitingu. Hefur í því efni nokkuð áunnizt. — 0 — Meiri hámarkshraði. Jón Skaftason (F) mælti í gær fyrir frumvarpi til umferðarlaga, þ.e. um hækkun á hámarkshraða I akstri bifreiða, úr 30 I 45 km i þéttbýli og 60 I 70 km utan þétt- býlis. Jón tindi m.a. til eftir- farandi rök: 1) Þar sem varanlegt slitlag er komið á vegi er almennt ekið hraðar en leyfður hámarks- hraði segir til um, 2) öryggisút- búnaður bifreiða er nú annar og betri en þegar leyfður hámarks- hraði var ákveðinn, 3) eðlilegt er að samræmdar reglur gildi um hámarkshraða hér og I þeim lönd- um, sem við eigum einkum um- ferðarleg samskipti við og 4) núgildandi hámarkshraði hindrar á stundum eðlilega umferð, þar sem ökuskilyrði eru að öðru leyti góð. Stuttir þingfundir Þingfundir vóru stuttir I gær og fá ný þingmál lögð fram. Frum- varpi að Vegalögum, sem áður hefur verið frá sagt, var visað til nefndar og 2. umræðu. Frumvarp Helga F. Seljans (Alb) til laga um opinberar fjársafnanir kom frá nefnd. Þvi var vísað til þriðju umræðu. Magnús Kjartansson (Abl) lagði fram tillögu til þingsályktunar um aðiid Græn- lendinga að Norðurlandaráði, þ.e. að fela fulltrúa Islands í Norður- landaráði að beita sér fyrir aðild þeirra og að þeir „velji fulltrúa sína sjálfir“. niÞino Ifenwood ufugleVP"" Sérstaklega auðveldir Tvær gerun uppsetningu Simi21240 Laugavegi Y ölundar-hur ðir Valin efni — Vönduð smíð Gulláimur o m—* m Eitt mesta úrval landsins af fallegum innihurðum í mörgum gerðum. Stuttur afgreiðslufrestur og góðir greiðsluskilmálar. ALLRA SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ PANTA HURÐIR FYRIR JÓL. Komið og skoðið í sýningarsal okkar, Skeifnnni 19 ^ TIMBURVERZLUNIN VULUNUUR hf. Skeifunni19. lO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.