Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri: Uthlutun til Iðngarða eðlilegt framhald fyrri lóðaúthlutunar Frágangur á lóðum og húsum Iðngarða til fyrirmyndar NOKKRAR umræður urðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur fimmtudaginn 4. nóvember síðastliðinn um tillögu lóðanefndar um úthlutun á viðbótarlóðinni til Iðngarða h.f. 1 tillögunni er gert ráð fvrir, að Iðngörðum h.f. verði úthlutað landssvæði þvf sem liggur milli núverandi skemma þeirra og Skeiðarvogs sunnan gróðurhúsa. Sigur- jón Pétursson (Abl) gerði atriði þetta að umræðuefni og las upp bókun sem hann og Kristján Benediktsson létu gera á fundi borgar- ráðs 2. nóvember en þar segir: Við teljum óverjandi með öllu að úthluta lóð austan núverandi lóðarmarka Iðngarða h.f. til Iðn- garða h.f. Ástæðurnar væru: Að Iðngörð- um h.f. standa 11 fyrirtæki sem eiga misstóra eagnarhluta og fæst- ir þeirra nýta húsnæðið algjör- lega undir sína eigin starfsemi. Af 27.180 ferm. gólffleti bygginga sem úthlutað var í upphafi eru í dag óbyggðir 8.290 ferm. Svæði það sem nú er úthlutað Iðngörð- um h.f. liggur við núverandi byggingum þannig að um stækkunarmöguleika hvers og eins er ekki að ræða nema með umfangsmiklum makaskiptum. Nýlega var úthlutað iðnaðarlóð- um og voru fleiri umsóknir fyrir en hægt var að sinna. Af þeim ástæðum viljum við bæta úr þörf þeirra sem ekki fengu þá lóðir með lóðarveitingu nú. Sigurjón sagði síðan að tilgangur Iðngarða með lóðarumsókninni væri trú- lega sá að leigja aðeins út hús- næðin en ekki nýta það sjálfir. Björgvin Guðmundsson (A) kvaddi sér næst hljóðs og lagði fram tillögu sína áður fram komna i borgarráði. 1 henni segir að þorgarsjóði skuli úthlutað lóðinni af borgarráði svo borgar- sjóður geti byggt þar iðnaðarhús- næði og leigt síðan út fyrir- tækjum sem ekki hafi bolmagn til að bygga. Þá drap Björgvin á þá hugmynd að skipta lóðinni þannig að borgarsjóður fengi helminginn en hinum helmingnum yrði út- hlutað beint til iðnfyrirtækja. Kristján Benediktsson (F) sagðist undrandi á að meirihluti borgarráðs ætli að knýja þetta mál í gegn. Hér réðu annarleg sjónarmið. Þarna væri verið að veita stórlöxunum í Reykjavlk lóð, stórlöxunum sem styddu Sjálfstæðisflokkinn hvað mest. Með þessu væri stefnt að þvá að íþyngja minni iðnfyrirtækjum. Davfð Oddsson (S) talaði næst og sagðist telja að réttara hefði verið að auglýsa lóðina og sér fyndist að betur hefði mátt standa að málunum. Því myndi hann greiða atkvæði á móti. Borgarstjóri Birgir tsleifur Gunnarsson (S) tók næst til máls og rifjaði I byrjun máls slns upp sögu Iðngarða h.f. Lóðunum var I upphafi úthlutað vegna forgöngu samtaka iðnaðaríns I landinu um lóðarumsókn. Voru fyrirtækin 14 fyrst en eru nú 11. Þau standa við Skeifuna 11,13,15,17 og 19. Þarna væri all flest fyrirtækin iðnaðar- fyrirtæki en undanskilið væri Hagkaup. Heimild borgarráðs væri hins vegar þar fyrir hendi að verslun Hagkaups væri þarna, — frá ár- unum um 1968 er iðnaður átti I erfiðleikum hérlendis. Á borgar- ráðsfundi þeim sem fyrrgreindar bókanir borgarfulltrúa minni- hlutans voru gerðar lét borgar- stjóri gera eftirfarandi bókun. 1. Lóð sú, sem um ræðir, liggur að núverandi lóð Iðngarða og erfitt er um aðkomu að henni nema með því að fara yfir lóð þá sem Iðngarðar nú hafa. Þessi úthlutun er því eðlilegt framhald af fyrri tóðarúthlutun til félagsins. 2. Iðn- garðar hafa byggt á núverandi lóð mörg hús sem nýtt eru fyrir fjöl- þætta atvinnustarfsemi þeirra 11 aðila sem að Iðngörðum standa, auk þess sem hluti húsnæðisins er leigður út til annarra fyrirtækja. Allur frágangur á lóð og húsum er til fyrirmyndar. 3. Stækkunar- möguleikar á núverandi lóð eru eingöngu I svonefndum forhúsum sem eru hús á þremur hæðum og fyrst og fremst hugsuð sem skrif- stofubyggingar. Iðnfyrirtæki hall- ast nú mjög að þvi að byggja nýtt húsnæði á einni hæð þannig að hin nýja lóð gefur möguleika á auknu húsnæði til iðnaðar. 4. Ég tel ekki óeðlilegt að borgaryfir- völd hlúi að þvi, að aðilar sem vilja byggja iðnaðar- og atvinnu- húsnæði I stórum stll fái til þess aðstöðu, jafnvel þótt hluti hús- næðisins sé leigður út um stundarsakir. Mjög er áberandi við umsóknir iðnfyrirtækja um lóðir, að fyrirtæki sækja nú um heildarstærð sem duga á til eðli- legrar aukningar allt fram til aldamóta. Með þessu vilja fyrir- tæki koma I veg fyrir að þurfa að flytja oft um set. 1 lóðarúthlutun á s.l. sumri var tekið tillit til þess- ara sjónarmiða og er úthlutun til FRÁ BORGAR- STJÓRN Iðngarða því I samræmi við þá stefnu. Hér væri fyrst og fremst verið að sækjarst eftir auknu iðnaðarhúsnæði. Sum iðnfyrir- tæki reyndu að byggja upp allar sínar lóðir strax en leigja slðan út um stundarsakir en önnur byggðu aðeans hluta og létu stóra hluta lóða sinna standa auðan árum og jafnvel áratugum saman. Til að mynda hefði Sambandi Isl. sam- vinnufélaga verið úthlutað rlf- legu plássi við Sundin fyrir skömmu. Borgarstjóri kvað Kristján Benediktsson ekki hafa beitt sömu rökum nú og er Sam- bandið fékk úthlutað lóð fyrir nokkrum árum, það væri þvl aug- ljóst að miklu máli skipti hver hlut ætti að. Birgir Isleifur sagði að Kristján Benediktsson gerði borgarráðsmönnum Sjálfstæðis- flokksins upp skoðanir sem ekki hefðu við nein rök að styðjast og því vísaði hann þeim algerlega á bug. Varðandi tillögu Björgvins Guðmundssonar um að borgar- sjóður byggði iðnaðarhúsnæði sagði borgarstjóri, að hann sæi ekki til bóta að borgin I slnum fjárhagserfiðleikum færi að byggja húsnæði til iðnaðar sem allsendis væri óvlst um arðsemi á. Við Davlð Oddsson kvaðst borgar- stjóri vilja segja að auðvitað ætti oft að auglýsa lóðir en það megi þó gera undantekningar á, t.d. þegar skipulagi sé svo háttað sem þarna. Það sé þvl ekki fortaks- laust. Björgvin Guðmundsson Framhald á bls. 30 Ragnar Júlíusson: Margvlslegar endurbæt- ur í þágu starfsfólks i f iskið juveri BÚR Borgarfulltrúi Björgvin Guð- mundsson (A) flutti tillögu á síð- asta borgarstjórnarfundi sem snertir ýmsar aðgerðir og endur- bætur við fiskvinnslustöðvar i Reykjavík. 1 tiilögunni segir: Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherzlu á nauðsyn þess, að aðbún- aður verkafólks I fiskvinnslu- stöðvum I borginni sé sem beztur. Borgarstjórn er ljóst, að mikið skortir á, að svo sé I dag. T.d. er aðbúnaður I fiskverkunarstöð og fiskiðjuveri B.tJ.R. ófullnægj- andi, m.a. að því er varðar mat- stofur og snyrtiaðstöðu. Einnig er aðstaða verkafólksins I vinnusöl- um slæm. Borgarstjórn samþykk- ir að beina þvl til Bæjarútgerðar Reykjavlkur að láta framkvæma hið fyrsta nauðsynlegar endur- bætur I fiskvinnslustöðvum fyrir- tækisins til þess að bæta aðbúnað verkafólksins. Jafnframt sam- þykkir borgarstjórn að fela heil- brigðiseftirliti borgarinnar að framkvæma úttekt á hreinlætis- aðstöðu I öllum fiskvinnslustöðv- unum I Reykjavlk. Skulu niður- stöður þeirrar úttektar lagðar fyr- ir heilbrigðismálaráð og borgar- stjórn. Björgvin fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði að nokkur gagn- rýni hefði komið frá Þórunni Valdimarsdóttur, formanni verkakvennafélagsins Framsókn- ar, um aðbúnað I fiskvinnslu- stöðvum. Taldi flutningsmaður það tiítölulega Iltinn tilkostnað eða 22 milljónir króna að endur- bæta aðstöðu verkafólks hjá B.tJ.R. Gagnrýndi Björgvin borgarstjóra fyrir slæleg vinnu- brögð I þessum efnum. Hann sagði að hávaði væri mikill I vinnslusölum vegna flökunarvéla og ennfremur væri þarna kuldi mikill. Ragnar Júlfusson (S) sagði að tillaga Björgvins skiptist I tvo aðalhluta, I fyfsta lagi að fela heilbrigðiseftirlitinu að gera út- tekt á hreinlætisaðstöðu hjá fisk- vinnslustöðvunum I Reykjavík og hins vegar að B.O.R. láti fram- kvæma þegar endurbætur á að- búnaði verkafólks I fiskvinnslu- stöðvum sínum. Ragnar sagði að Björgvin hefði I upphafi kjör- tímabils verið kjörinn I heil- brigðismálaráð og þó hæg hefðu verið heimatökin hefði borgar- fulltrúi Björgvin Guðmundsson ekki flutt þar tillögu sem þessa. I útgerðarráði I janúar var Helgi G. Þórðarson ráðinn til að gera heildarúttekt á rekstri B.U.R. Þar á borgarfulltrúi Björgvin Guð- mundsson sæti. Sagði Ragnar að allir útgerðarráðsmenn hefðu gert með sér óbókað samkomulag er Helgi var ráðinn að vera ekki með tillöguflutning meðan á út- tektinni stæði. Hefur Helgi Þórðarson mætt á átta fundum útgerðarráðs og skilað skýrslum um störf sln. Verkinu hefur mið- að hægar en vonast var eftir I upphafi og hafa borgarfulltrúar, þar með talinn Björgvin Guð- mundsson, gert athugasemdir við það. En á síðasta fundi útgerðai- ráðs var Helga gefinn lokafrestur til að skila tillögum um fiskiðju- ver B.O.R. á fundi útgerðarráðs 10. nóv. Þegar það var gert sagði Björgvin að ekki mætti reka mik- ið á eftir Helga þvl hann væri enginn kraftaverkamaður. Ef til vill hefur nærgætni Björgvins verið vegna þess, að Helgi var með svipað mál til umræðu á ráð- stefnu hjá Alþýðuflokknum um þetta leyti. Samþykkt útgerðar- ráðs liggur fyrir um miklar breyt- ingar á matsal, eldhúsi, og bún- ings- og snyrtiherbergjum I fisk- iðjuveranu á Grandagarði. Enn- fremur voru útgerðarráðsmenn sammála um að hefja ekki þessar framkvæmdir fyrr en ljóst lægi fyrir hvort gerðar yrðu meiri breytingar á fiskiðjuverinu. Nú væri Bakkaskemma I sjónmáli og með tilkomu hennar yrði þörf á stærri matsal sem rétt væri að nýta sameiginlega fyrir vinnslu- stöðvar B.O.R. á Grandagarða Geta ber þess að varafulltrúi Björgvins I útgerðarráði, Þórunn Valdimarsdóttir, er sammála þessu, dragist ekki allt úr hömlu. Þá er rétt að geta þess sem gert hefur verið I fiskiðjuveri B.tl.R. undanfarið til úrbóta fyrir starfs- fólkið. Endurnýjuð hafa verið öll snyrti- og pökkunarborð I aðal- vinnslusal og komið hefur verið fyrir nýrri lýsingu I pökkunar- og flökunarsal þá hefur verið málað og reynt að hafa aðstöðu svo snyrtilega sem mögulegt væri. Starfsfólki hafa verið útveguð hllfðarföt og greiðir B.U.R. kostn- að við þvott þeirra. Með þessum lagfæringum er komin mjög þokkaleg aðstaða fyrir verkafólk- ið. Nú hefur verið reistur vandað- ur kaffiskúr við skreiðarhjalla B.U.R. á Korpúlfsstöðum og nú er unnið að gerð þurrkherbergis og betri vinnufatageymslu. Þar sem Björgvin Guðmundsson talar um kulda er því til að svara að þar er náttúrulega fremur kalt (I fisk- vinnslustöðvunum) en þess ber að gæta að vinnusalirnir eru jafn- framt geymslur fyrir hráefni og afurðir. Þar má þvl hitinn ekki fara yfir visst hámark. Um háv- aða er það að segja að menn hafa getað fengið til notkunar heyrnar- skjól ef þeir hafa óskað. Heil- brigðiseftirlitið hefur sent B.U.R. tvö kvartanabréf á líðandi ári. Ur aðfinnsluatriðum var þegar bætt og er nú verið að ljúka við slðustu atriðin. Ragnar kvaðst vilja halda því fram að sá þáttur tillögunnar sem fjallaði um B.U.R. væri algjörlega ótlmabær, þvl nú væri unnið sleitulaust að endurbyggingu hinna ýmsu þátta I starfsemi fyr- irtækisins. Hins vegar er ég full- komlega sammála flutningsmanni um að aðbúnaður verkafólks hjá B.U.R. sé sem allra bestur og mun verða stefnt að því hér eftir sem hingað til. 1 lok máls slns rakti Ragnar nokkuð starfsemi heal- brigðismálaráðs gagnvart fisk- vinnslustöðvum, en lagði siðan til að tillögunni yrði vlsað til útgerð- arráðs og heilbrigðismálaráðs. Páll Gfslason (S) sagði það mjög áberandi að ef Björgvin Guð- mundsson heyrði ymprað á ein- hverjum góðum málum I þeim nefndum sem hann sæti I hlypi hann upp til handa og fóta og hæfi tillöguflutning I borgar- stjórn. Að vlsu væri ekki mikill skaði skeður hins vegar væru þetta nokkuð skrýtin vinnubrögð. Björgvin Guðmundsson sagði að allur málflutningur Ragnars Júllussonar væri út I hött. Hann væri hér með svör sem ekki hæfðu. Svörin hefði Ragnar hugs- að út heima og gizkað slðan á hvað hann (Björgvin) ætlaði að segja. Endurtók hann sfðan dóm sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.