Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 „Gagnbyltingarmaður” líflátinn í átthögum Hua nægja dóminum verður Gilmore fyrsti maðurinn, sem tekinn er af lífi í Banraríkjunum í áratug. Sjálfur hefur fanginn eindregið óskað eftir þvi að dóminum verði fullnægt. Samkvæmt lögum Utah- rákis um dauðarrefsingu hefur hann rétt til að velja um tvær aftökuaðferðir — hengingu eða skothrfð. Gilmore hefur valið að láta Iífið fyrir byssukúlum. Fimm skyttur eru í aftökusveitinni, en Mig-þotan Tokýó — 15. nóvember — Reuter SOVÉZKT flutningaskip með Mig-25 orrustuþotuna innanborðs lagði af stað frá Hitachi áleiðis til Valdi- vostok í dag, og birti jap- anska stjórnin um leið opinbera yfirlýsingu þess efnis, að hún hefði talið rétt að taka þotuna í sund- ur, rannsaka hana og leyfa Jean Gabin látinn Parfs — 15. nóv. — NTB. JEAN Gabin, leikarinn heims- frægi, lézt f sjúkrahúsi f Parfs I dag, 72 ára að aldri. Gabin lék i yfir hundrað kvikmyndum. Hann hóf feril sinn sem revíusöngvari. Gabin var þrigiftur og lætur eftir sig þrjú börn. Jean Gabin. Peking — 15. nóvember — Reuter MAÐUR nokkur hefur ver- ið dæmdur og tekinn af lífi fyrir „gagnbyltingar- glæpi“ i Changsha, höfuð- borg Hunan-héraðs í Kína, að þvi er sagði í opinberri tilkynningu í borginni í dag. Hafði maðurinn gert sig sekan um að eyðileggja veggspjald, þar sem því var haldið fram, að Hua Kuo-feng hefði verið til- nefndur formaður kínverska kommúnista- flokksins. Fólk, sem nýkomið er til Peking frá Changsha, heldur því fram, að við yfirheyrslur hafi maður- inn neitað að kannast við yfirsjónir sinar, og hafi hann því verið dæmdur til dauða. Fólkið segir einnig, að tilkynnt hafi verið um líflát konu, sem sökuð var um vændi, í Changsha, auk þess sem nokkrir opinberir starfsmenn séu gagnrýndir þar á veggspjöldum og bendlaðir við „Shanghai- klíkuna“ alræmdu. Hua Kuo-feng var á sínum tíma í valdastöðu í Changsha, og enn er hann að nafninu til foringi í bylt- ingarráði borgarinnar. Dagblað alþýðunnar í Peking eys hinn nýja þjóðarleiðtoga lofi á for- síðu í dag, og segir þar, að hann sé snillingur í forystu ogstjórnun. í annarri grein i blaðinu er hvatt til framleiðslu- aukningar, og sagt að „Shanghai-klíkan" hafi reynt að koma í veg fyrir þróun iðnaðar í landinu. Urskurður um líflát Gilmores á morgun Salt Lake borg — 15. nóvember — Reuter NÆSTKOMANDI mið- vikudag tekur þriggja manna náðunarnefnd í Utah í Bandarríkjunum af- stöðu til þess hvort dauða- dómi yfir morðingjanum Gary Gilmore skuli full- nægt eða hvort dóminum verður breytt. Taki nefnd- in ákvöróun um að full- riffill eins þeirra er hlaðinn óvirkum skotum. Þetta er gert, svo enginn af böðlunum fimm geti verið viss um að einmitt hann hafi hleypt af dauðaskotinu. Venja er að draga svarta hettu yfir höfuð fanga, sem bíður líf- láts, en Gilmore óskaði eftir því I gær, að það yrði ekki gert að þessu sinni, þar sem hann vildi horfast í augu við böðla sína þegar stundin væri komin. Um þessar mundir fer fram fegurðarsamkeppni I Lundúnum, og var mynd þessi tekin þegar þátttakendur komu fram I þjóðbúningum s.l. föstudag. Islenzki þátttakandinn, Sigrlður Helga Olgeirsdóttir, er hér ásamt stúlku frá Hong Kong. Urslit I keppninni verða kunn á fimmtu- daginn kemur. (AP-mynd) Búizt er við sigri aðskilnaðar- flokksins 1 kosningumim 1 Quebec Montreal — 15. nóv. — Reuter. IBUAR Quebec-fylkis ganga til kosninga i dag, og er við þvi búizt að flokkur sá, sem beitir sér fyrir sjálfstæði Quebecs, vinni meiri- hlutafylgi. Samkvæmt skoðana- könnun, sem efnt var fyrir hálf- á heimleið loks flugmanninum, Viktor Belenko, að leita hælis sem pólitískum flóttamanni í Bandaríkjunum. Belenko lenti þotunni í Japan 6. september s.l., en sovézk yfirvöld kröfðust þess að hann yrði fram- seldur og þotunni skilað í heilu lagi. um mánuði, hefur aðskilnaðar- flokkurinn meira fylgi en núver- andi stjórnarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, en um þriðjungur kjósenda hafði ekki ákveðið hvaða flokki hann ætlaði að ljá stuðning sinn þegar þessi skoð- anakönnun fór fram. Robert Bourassa er forsætisráð- herra stjórnarinnar I Quebec og leiðtogi Frjálslynda flokksins. Hann hefur verið við völd undan- farin sex ár, en undanfarin þrjú ár hefur flokkur hans haft yfir- gnæfandi meirihluta á þingi Quebecs, — 96 þingsæti af 110. Ástandið i efnahags- og at- vinnumálum veldur þvf, að veldi Frjálslynda flokksins er i hættu þrátt fyrir þennan mikla meiri- hluta. Um 10% atvinnuleysi er í Quebec, en annars staðar í Kana- da er það um 7.6%. Stjórnarandstöðuflokkurinn, eða Quebecflokkurinn, undir for- ystu Rene Levesque, hefur heitið því að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæðismálið nái hann völdum í kosningum þess- um. I kosningabaráttunni hefur Levesque haldið þvf fram, að sjálfstæðismálið sé ekki hitamál í þessum kosningum, enda muni flokkurann ekki gera neinar breytingar í þessu efni nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Á þvf þingi, sem nú sit- ur, hefur flokkur Levesque að- eins 6 þingsæti. ERLENT — Samstaða Framhald af bls. 1. fram að ganga eykst innflutn- ingskostnaðurinn um rúmlega 15 milljarða dollara. Strangar öryggisráðstafanir voru gerðar þegar sérfræðing- arnir komu saman í aðalstöðv- um OPEC til fundarins sem stendur í 10 daga. — Vaxandi uggur Framhald af bls. 1. skipaflota sfnum þrjá til fjóra mánuði ársins nema því aðeins að þeir fengju aðstöðu til veiða f lögsögu Efnahagsbandalagins — þar með töldum miðunum við Grænland þar sem loðna fæst. Talsmenn eigendanna kváðust vona að enn væri mögulegt að komast að samkomulagi við Is- lendinga þannig að gert yrði ráð fyrir fimm ára umþóttunartíma. En þeir sögðu að þeir vildu kannski frekar styttri umþóttunartíma og meira afla- magn en lengri umþóttunartíma og minna aflamagn.' Sem stendur hafa 93 brezkir togarar leyfi til að veiða við ísland og þar af eru sextíu notaðir til að tryggja að um 24 togarar séu við veiðar að staðaldri á Islands- miðum. Fred Parkes, formaður félags fiskiskipaeigenda f Grims- by, kveðst ekki sjá neina aðra lausn en þá að nýta togarana, leggja þeim eða selja þá til út- landa. Ef allir togararnir sextfu verða teknir úr umferð mlssa um 1800 menn af þeim atvinnuna og það mun snerta atvinnu um 10.000 starfsmanna f landi. Tom Boyd Jr., fyrrverandi for- maður félags skipaeigenda í Hull, segir að minnkandi framboð á brezkum fiski muni gera að verk- um að nokkrar vinnslustöðvar verði óstarfhæfar. Parkes sagði að jafnvel höfnin f Grimsby í heild gæti verið í hættu. Hann sagði að margir Grimsby-bátar sem veiddu á heimamiðum hefðu hætt veiðum f vetur. Ef öllum úthafsflotanum yrði lagt eða hann yrði rifinn yrði ekkert skip eftir til að greiða kostnaðinn af þvf að halda fiskiskipahöfninni opinni allt árið. Talsmenn skipaeigenda f Hull og Gramsby voru ómyrkir í máli gagnvart Efnahagsbandalaginu. Parkes sagði, að sum lönd á meginlandinu sæju sér hag i því að brezki sjávarútvegurinn kæmi ekki aftur undir sig fótunum og það ætti einkum við um Frakka sem fengju 80% heildarafla síns innan 25 mflna frá brezku strönd- inni. Boyd sakaði EBE um að beita Breta misrétti við úthlutun lána til smfði nýrra fiskiskipa. Hann sagði að brezkum fyrir- tækjum hefði verið neitað um framlög til skipa sem gætu veitt á öllum miðum innan 200 mflna lög- sögu EBE en frönsk og belgfsk fyrirtæki hefðu fengið framlög til sams konar fiskiskipa. Þannig kvað hann engu lfkara en að ríkin á meginlandinu vildu að Bretar takmörkuðu sig við flota skipa sem væru 80 fet á lengd en að þau sjálf kæmu sér upp flota skipa sem væru 130 og 140 fet á lengd. — Sigalda Framhald af bls. 48 487 metra hæð yfir sjávarmáli. Lónið er nú meir en hálffullt og ekkert bendir til, að um veru- legan leka sé að ræða. Sú 13 metra vatnsborðshækkun, sem orðin er í lóninu, tryggir rekstrar- öryggi Sigölduvirkjunar fullkom- lega. Samt er ætlunin að fylla lónið, en það verður ekki hægt fyrr en búið er að ganga frá stjórnlokum og inntaksristum neðarlega í aðrennslisskurðinum. Þegar þvf er lokið er hægt að fjarlægja lok- ur efst í skurðinum og fylla síðan lónið. — Misjöfn þátttaka . . . Framhald af bls. 2 unnt að skella allri skuld á nemendurna fyrir það, þar sem svo mikil óvissa rfkti f málunum þar til í gærmorgun og ekki unnt að gefa upp hvaða kennari myndi ekki kenna o.sl. frv.. Um fjórð- ungur til þriðjungur kennaranna kenndi, en allir kennarar skólans eru f Félagi menntaskólakennara, sem aftur er eitt af aðildar- félögum BHM. 1 Menntaskólanum f Hamrahlfð voru fundahöld. Kennarar og nemendu’ ræddu þar kjaramál kennaranna, en einnig var rætt um kennslu og skipulagsmál, m.a. Félags menntaskólakennara og stöðuna í kjaramálum. Þá var einnig rædd afstaðan milli kenn- ara og nemenda. Upp úr hádeginu sóttu menn svo fundinn á Sögu, en siðdegis var fram haldið um- ræðum um málin frá morgninum. — Kötlusvæðið Framhald af bls. 48 út fræðslubækling um varnir á Kröflusvæðinu sem þægilegt verður fyrir starfsfólk að hafa á sér. Akveðið var að koma upp hátalarakerfi með rafhlöðum og f þriðja lagi kom fram sú athuga- semd að ekki væri rétt að vera með sírenukerfið tengt við ljósa- vél, sem gæti dottið út ef snarpur jarðskjálftakippur kæmi. Urður nokkrar umræður um síðustu til- löguna og menn ekki á eitt sáttir, en fleiri sammála um að ef svo snarpur jarðskajlfti kæmi, að hann gerði ljósavélina óvirka, myndu allir verða hans varir. Ný tillaga um dagsetningu í Rhódesíu Genf, 15. nóvember. AP BRETAR lögðu fram miðlunartil- lögu um dagsetningu myndunar meirihlutastjórnar blökkumanna I Rhódesfu á fyrsta fundi samningamanna blökkHmanna og hvftra manna á ráðstefnunni f Genf í dag. Ivor Richard, forseti ráðstefn- unnar, lagði til að stjórnin yrði í sfðasta lagi mynduð 1. marz 1978 en sagði að valdaskipti gætu orðið 1. desember 1977, eins og blökku- menn krefjast ef hægt yrði að ganga frá öllum nauðsynlegum stjórnskipunarbreytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.