Morgunblaðið - 20.11.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1976
5
Merk tímamót Kven
félags Neskirkju
Háskólatónleikarnir eru í dag
1 dag, laugardag, verða haldnir
Háskólatónleikar ( Félags-
stofnun stúdenta við Hring-
braut. Þar verður fiutt frönsk
kammertónlist eftir Fauré,
Duparc, Roussel, Gaubert,
Chausson og Ravel. Flytjendur
eru Rut Magnússon,
mezzósópran, Jónas Ingi-
mundarson, pianóieikari, Jósef
Magnússon, flautuleikari. og
Páll Gröndai, sem leikur á
selló.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og
eru aðgöngumiðar seldir við
innganginn.
Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á þvi að frétt um
tónleikana birtist i blaðinu i
gær, en hún átti að sjálfsögðu
ekki að birtast fyrr en í dag.
Breyttir messuhætt-
ir í Dómkirkjunni
Það hefur löngum þótt góðra
gjalda vert að minnast merkra
tímamóta í starfsævi félagasam-
taka, sem hafa góð málefni að
markmiði.
Það er staðreynd, sem ekki
verður hrakin, að kvenfélög
innan kirkjusafnaða eru bæði
burðarás og driffjöður hins fórn-
andi safnaðarstarfs hverrar þeirr-
ar sóknar, er nýtur þess að eiga
kvenfélag sem grein á sínum
stofni.
Kvenfélagskonur skipa sér
jafnan í fylkingarbrjóst með fjár-
öflun, þegar leggja þarf til atlögu,
hvort heldur er til byggingar
nýrrar kirkju og öflunar nýrra
kirkjumuna til prýðis eða nota.
Til þessa hefur hlutur þeirra að
AA-samtök-
in með opinn
fund í dag
AA-SAMTÖKIN efna til fundar I
Austurbæjarbfói f dag kl. 14.
Gestur fundarins verður James S.
Cusack, forstöðumaður endur-
hæfingarheimilisins Veritas
Villa i Bandarfkjunum, og verður
erindi hans fslenzkað.
A fundinum fara fram umræð-
ur og fyrirspurnum verður svar-
að, auk þess sem Alanon, samtök
aðstandenda áfengissjúklinga,
kynna starfsemi sína.
Kjörorð fundarins er: „Hvað
gera AA-samtökin fyrir mig?“
Fundurinn er öllum opinn og
væntir samstarfsnefnd AA-
samtakanna á Islandi þess, að þar
verði samankomið fjölmenni, að
því er fram kemur i fréttatilkynn-
ingu.
þessu leyti verið bæði stór og
góður, jafnframt því sem þær eru
ávalt vakandi um framgang
margskonar líknarmála.
Kvenfélag er stöðugt á varð-
bergi til hjálpar bágstöddum,
ungum jafnt sem öldnum. Fórn-
fýsi og líknarlund þessara kvenna
eru lítil takmörk sett.
Nú ber svo við, að eitt af eldri
kvenfélögum innan Þjóðkirkju-
safnaða hér i Reykjavlk minnist
merkra tfmamóta I starfssögu
sinni, þ.e.a.s. Kvenfélag Nes-
kirkju, sem á um þessar mundir
35 ára afmæli.
A slikum timamótum er oft á
tíðum staldrað við, litið til baka
og horft til minningamynda, er
fram í hugann koma. En fyrst og
fremst skal horft fram á leið til
þess ókomna, og þá vilja koma
fram hugarsýnir um marga góða
hluti, sem gera þarf að veruleika
kirkjunni og söfnuði til hagsbóta.
Kvenfélag Neskirkju hefur frá
byrjun sýnt í verki, hvað góður
hugur og vilji geta áorkað miklu,
þegar kærleiksrfkar konur taka
höndum saman af logandi áhuga.
Kvenfélagskonur Neskirkju
minnast á morgun, sunnudag, af-
mælisins með kvöldvöku f
kirkjunni kl. 8.30.
Þar verður gott efni flutt í tali
og tónum. Hinn kunni skóla-
maður Þórarinn Þórarinsson,
fyrrum skólastjóri að Eiðum
flytur þar erindi, auk þess sem
mikill söngur verður í heiðri
hafður, svo sem einsöngur og
tvisöngur að ógleymdum einleik á
kirkjuorgelið. Að lokinni dagskrá
f kirkjunni býður Kvenfélagið
kirkjugestum til afmælisfagnaðar
f félagsheimili kirkjunnar.
Það er öllu Nessóknarfólki
alkunnugt að kvenfélagskonur
Framhald á bls. 30
A MORGUN, sunnudaginn 21.
nóvember kl. 2 e.h., verður gerð
tilraun með nýtt messuform f
Dómkirkjunni. Kirkjukórinn
verður ekki við þessa messu, en
treyst er á almenna þátttöku
kirkjugesta f sáimasöngnum, og
Kristinn Hallsson óperusöngvari
verður forsöngvari, þ.e. leiðir
sönginn. Hann mun einnig syngja
eitt einsöngsiag.
Vixlsöngur prests og kirkjukórs
fellur niður í þessari messu, en í
staðinn verður vfxllestur prests
og safnaðar, og fá kirkjugestir
fjölritaða messuskrá f hendur.
Hana höfum við sr. Hjalti
Guðmundsson unnið úr tveamur
messuformum, sem hér hafa
verið notuð á æskulýðsdegi og
almennum bænadegi, og gert
nokkrar breytingar á.
Ætlunin er að reyna þetta
messuform f sfðdegismessunum á
næstunni, þ.e. kl. 2 e.h. I morgun-
messunum kl. 11 f.h. verður allt
óbreytt frá þvf, sem venja hefur
verið.
Þessi tilraun er gerð vegna
síaukinna erfiðleika við að fá fólk
til starfs í kirkjukórunum. Ég
býst við að ýmsir sakni víxlsöngs-
ins, aðrir aftur á móti, og einkum
þeir, sem talað hafa um of litla
þátttöku safnaðarins í guðs-
þjónustunni, hljóta að fagna
þessari tilraun, sem öll veltur á
þvf, að söfnuðurinn sé þátt-
takandi. Og þar sem morgun-
messan verður óbreytt áfram,
verður báðum sjónarmiðum gert
jafnhátt undir höfði.
Reynt verður að fá ýmsa okkar
bestu söngvara til að skiptast á
um að gegna forsöngvarahlut-
verkinu og syngja jafnframt ein-
söng. Framhald á bls. 30
OUMDEILDIR YFIRBURÐIR
Marantz 7 G hátalari. Verð kr. 53.500. stk.
Marantz höfuötól kr. 9.900.
Um flest er deilt og
sjaldnast eru menn á
eitt sáttir.
Fáir hafa þó orðið til að
véfengja gæði og tækni-
snilld MARANTZ hljóm-
tækjanna.
Þótt enn sé biðlisti og
nokkur afgreiðslutími,þá
hvetjum við þig til að kynna
þér MARANTZ hljómtækin
og kaupa þau.
SAMVALDAR NESCO
HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR
Leiðandi fyrirtæki
á sviði sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.