Morgunblaðið - 20.11.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 1976
Brown vill vera
áfram í starfi
herráðsforseta
Einn sovézku kafbátanna i Stórabelti.
Sex sovézkir kafbát-
ar með kjarnorku-
flaugar í Eystrasalti
DANSKA blaðið Ber-
lingske Tidende skýrir
frá því, að Sovétríkin
hafi í síðasta mánuði
stefnt sex stórum kafbát-
um sem bera kjarnorku-
eldflaugar inn á Eystra-
salt. Tveir þeir síðustu
fóru um Stórabelti á
mánudaginn var. Ekki
var vitað hvort kafbát-
arnir voru með kjarn-
orkueldflaugar þegar
þeir fóru um dönsku haf-
svæðin. Blaðið spyr hvað
hér sé á ferðinni og segir,
að þetta sé í fyrsta skipti,
sem kafbátar, sem geti
borið slík vopn, hafi verið
í þessu „friðarins hafi“.
Bátar þessir eru af svo-
kallaðri „Golf-II“ gerð.
Fram að þessu hafa bát-
arnir einkum verið í
grennd við Murmansk og
átt þar heimahöfn.
Vænta má þess, að sögn
Berlingske Tidende, að
aðrir kafbátar af nýrri
lerð hafi leyst þessa af.
Koma bátanna sex hefur
vakið upp spurningar f röðum
Atlantshafsbandalagsins um,
það hvað Sovétar séu að vilja
með þá í Eystrasalti. Þetta eru
mjög stór skip og ekki sérlega
vel fallin til aðgerða á hinu
flatbotna Eyrarsundi.
Aðeins á örfáum stöðum er
nægilegt dýpi til að bátarnir
geti kafað. Golf-II skipin voru
endurbyggð og færð til nútimá-
legra horfs árið 1967 og var þá
kommið furir aðtöðu til að þau
gætu borið kjarnorkuflaugar.
Washington Reuter
GEORGE Brown, hershöfðingi og
opinskár yfirmaður herráðs
Bandarfkjamanna, sagði að hann
hefði ekki I hyggju að iáta af
embætti, þegar Jimmy Carter
tekur við starfi forseta Banda-
rfkjanna f janúar. Hershöfðing-
inn sætti harðri gagnrýni af hálfu
Walters Mondale í kosningabar-
áttunni fyrir að segja að Israel
væri hernaðarleg byrði á Banda-
rfkjunum.
Mondale sagði, að þessi yfir-
lýsing leiddi í ljós, að hershöfð-
inginn væri ekki hæfur til að
gegna stöðunni og ætti að reka
hann. Þegar hershöfðinginn var
svo inntur eftir því hvort hann
myndi verða áfram undir Carter-
stjórn og Mondale þá sem varafor-
seti sagðist Brown álíta, að ekki
bæri að taka alltof mikið mark á
þeim yfirlýsingum sem gefnar
hefðu verið í hita kosningabar-
áttunnar.
I>orp-
arar
þrasa
Kobe, Japan 11. nóv. AP.
ÞEKKTASTI glæpahringur
Japans, Yamaguchi-gumi, hef-
ur borið fram opinbera kvört-
un, þar sem mótmælt er ein-
dregið þeim áróðri sem uppi
hefur verið hafður f landinu
gegn starfsemi og ýmiss konar
skuggalegri iðju glæpahrings-
ins.
Var sent bréf til lögregluyf-
irvalda og ýmissa samtaka sem
berjast gegn glæpum þar sem
sagt er að þessi hópur sé ekki
fjandsamlegur samfélaginu og
að meðlimum hans sé neitað
um grundvallarmannréttindi
og birtist andúðin gegn þeim í
ýmsum myndum. Krefjast þeir
þess að fá að njóta sannmælis
og réttinda á við aðra borgara.
Sovés
flaug sprakk í
loft upp
SOVÉZKI vfsindamaður-
inn og andófsmaðurinn
Zhares Medvedev segir
að tugir helztu geimvís-
indamanna Rússa hafi
beið bana þegar tungl-
flaug sprakk f loft upp
1960 og að hundruð
manna hafi týnt Iffi f
sprengingu sem varð f
úrgangsefnum frá
kjarnaofnum 1958.
Nikita Krúsjeff hafði fyrir-
skipað að tunglflauginni yrði
skotið þegar hann kæmi til
New York að sitja Allsherjar-
þingið um borð f Baltika til að
sýna fram á tæknilega yfir-
burði Rússa og allir helztu
geimvisindamenn og verkfræð-
ingar Rússa komu saman til að
horfa á geimskotið. „Allir á
svæðinu biðu bana. Slysið kost-
aði beztu geimvfsindamenn
Rússa lffið, “ segir Medvedev f
viðtali við Observer.
Skömmu sfðar var tilkynnt að
yfirmaður tilraunarinnar,
Marshel Nedelin, hafði farizt f
flugslysi, en dauða hinna var
ekki getið. Seinna var sams
konar tunglflaug skotið án erf-
iðleika.
Urgangsefnið sem sprenging-
in varð í hafði verið grafið
grunnt í jörðu á eyðisvæði ná-
lægt Blagoveshensk í Uralfjöll-
um og viðvaranir um hættu sem
frá þvf gæti stafað höfðu verið
að engu hafðar þar sem talið
var of dýrt að koma því fyrir
annars staðar, til dæmis á
Kyrrahafi eða Indlandshafi.
Medvedev líkir sprengingunni
við eldgos og geislavirkt efni
barst mörg hundruð kflómetra
vegalengd. Fólk frá nálægum
bæjum og þorpum var ekki
flutt burtu fyrr en einkenni
geislavirknisjúkdóma komu f
Ijós.
Medvedev segir að tugir þús-
unda hafi orðið fyrir barðinu á
þessu slysi og hundruð manna
hafi beðið bana en engar tölur
hafi verið birtar og ekki sé vit-
að hversu víðtækt slysið var.
Slysasvæðið er enn talið hættu-
legt og vegir um það eru lokað-
ir. Nokkrar athugunarstöðvar
hafa verið reistar til að kanna
geislavirkni á svæðinu.
Yfirmaður brezku kjarnorku-
nefndarinnar, Sir John Hill,
hefur kallað skýrslu sem
Medvedev hefur birt um málið
f New Scientist þvaður og
„hreina vfsindaskáldsögu", en
Medvedev segir í viðtali við
Guardian að hann standi við
frásögn sfna og krefst þess að
Hill biðji hann afsökunar.
Medvedev segir að sprengingin
í Uralfjöllum hafi ekki verið
kjarnorkusprenging heldur
„venjuleg sprenging af völdum
gasefna sem söfnuðust saman
umhverfis heit kjarnorkuúr-
gangsefni."
Filippus ætti að
hyggja að íþróttum
— en láta efnahagsmálin eiga sig
London 16.nóv. NTB
FILIPPUS drottningarmaður í Bret-
landi fékk I dag kurteislega ábend-
ingu frí ýmsum brezkum blöðum um
að hann ætti að halda sér að málum
sem væru lltt pólitisk, svo sem póló
og öðrum iþróttum. Var þetta eftir
að prinsinn gaf yfirlýsingar um vel
ferðarriki og efnahgsmál i Bretlandi i
viðtali við bandariskt timarit. Um-
mæli hans voru á hvers manns vör-
um i Bretlandi I dag og voru margir
heldur ánægðir með hversu prinsinn
væri oft opinskár og skeleggur i
máli, en öðrum þótti við hæfi að
hann héldi sig utan við svo viðkvæm
mál sem efnahagsmál o.þ.u.l.
„Velferðarrikið er vernd gegn mis-
tökum og misnotkun, en þjóðin getur
þvi aðeins komizt á réttan kjöl eftir
efnahagskreppuna er hugmyndasnjallir
og iðjusamir sérfræðingar fá tóm til að
skipuleggja og notfæra sér möguleik-
ana, sem eru fyrir hendi, " sagði prins-
inn meðal annars I þessu umrædda
viðtali
Bæði blöð og stjórnmálamenn virt-
ust nokkuð á eitt sátt um að drottning-
in ætti að láta það ógert að tjá sig nm
stjórnmál, en fjölskylda hennar mætti
þó stöku sinnum láta í sér heyra, svo
fremi að ekki væri þar um beina
stuðningsyfirlýsingu að ræða við einn
ákveðinn stjórnmálaflokk
Ofan af f jöllum og utan úr
ey komu íslendingar til ad
votta Kínverjunum samúð
EFTIRFARANDI fregn birtist í
Peking Review 29. október
s.l.:
íslenzka þjóðin lét í Ijós
djúpa sorg vegna andláts Maós
Tse-tungs formanns. Yfir eitt
þúsud manns heimsótti kín-
verska sendiráðið dagana
9.— 18. september til að sýna
samúð sína. Sumir komu frá
fjarlægum fjallahéruðum eða
örlitlum eyjum, sumir komu
með alla fjölskyldu sína. Verka-
menn komu í samfestingum,
margir þeirra síðla nætur eftir
vinnuvaktina Ung móðir hjálp-
aði syni sínum að stafa nafnið
hans í bókina, sem lá frammi
fyrir mynd af Maó formanni.
Gamall maður, sem kom tvisv-
ar til sendiráðsins ásamt barna-
barni sfnu, sagði: „Ég votta
samúð mína með allri kín-
versku þjóðinni og óska þess,
að hún megi áfram ganga til
góðs, götuna sem Maó vísaði
henni á."
í Peking Review, 22. októ-
ber s.l. var enn fremur eftirfar-
andi tilkynning:
„Forsætisráðherra íslands,
Geir Hallgrímsson, sendi þ. 9.
september s.l. Hua Kuo-feng
forsætisráðherra svohljóðandi
skeyti:
„Með Maó Tse-tung hefur
horfið leiðtogi fjölmennustu
þjóðar heimsins. Hann var hinn
eini leiðtogi kínversku þjóðar-
innar — hernaðarlegur, stjórn-
málalegur og andlegur forystu-
maður. Hann hefur líklega haft
meiri alþjóðleg áhrif með störf-
um sínum og kennslu en nokk-
ur annar samtímamaður. ís-
lenzka ríksistjórnin vottar sam-
úð sína með kínversku þjóðinni
og óskar þess um leið, að hún
megi bregðast við missi sínum
af því jafnaðargeði og þeirri
hughreysti, sem einkennir
hana."